Tíminn - 30.11.1958, Side 3
TÍM.INN, sunnudaginn 30. nóvember 1958.
3
Frá íamræfrum á Alþýðusambandsþingi í fyrrinótt:
„Það er erfiðara að vera leið-
togi sannleikans en falsins“
sag($i Árni Ágústsson, 1. ritari þingsins vií um-
rætfurnar um tillögu tólfmenninganna
Éins og komið hefir fram í fréttum, urðu töluverðar um-
ræður á Alþýðusambandsþingi í fyrrinótt, þar sem tilmæli
forsætisráðherra, Hermanns Jónassonar varðandi kaupgjalds-
vísitöluna voru til umræðu, og tillögur þær tvær, sem komu
frá tólfmenningunum annars vegar og Kristni B. Gíslasyni
hins vegar. Fréttaritari Tímans á þinginu heíir gert úrdrátt
úr ræðum manna og fer hann hér á eftir.
Eðvarð Sigurðsson hafði fram-
sögu fyrir atvinnu- og efnahags-
málanefnd á fundi ASÍ í fyrra-
dag. Gat hann þess, að till. þessi
er fram hefði komið vegna bréfs
forsætisráðherra, hefði verið vísað
til nefndarinnar. Hefði nefndin, að
einum manni undanskildum, orðið
sammála um að mæla með till.
scm Jón Sigurðsson o. fl. fluttu.
Framsögumaður gat um fyrri
viðtöl við forsætisráðherra m. a.
þá um morguninn. Kjarninn í til-
mælum hans væri að greiðslu vísi
tölunnar væri frestað yfir des. en
kaup greitt áfram eftir vísitölu
185. Við nefndarmenn teljum
hins vegar sjálfsagt að greiðsla
fari fram strax en álítum rétt, að
halda vísitölunni i 185. En leiðir
til slöðvunar hafa enn ekki verið
ræddar. Víst er, að launþegar
tapa á áframhaldandi verðbólgu.
En við höfum lagt á það áherzlu,
að ef málið 'kæmi fyrir þetta þing
á þennan hátt, væri spillt þeim
friði, sem um það þyrfti að vera.
Till. nefndarinnar lýsir yfir
þeim vilja, að vísitalan verði
stöðvuð í 185 og öllum leiðum er
haldið opnum að þvi marki. Ilins
vegar er þvá slegið föstu, að vísi
tala 202 komi ®trax til fram-
kvæmda, hvað svo sem eftir á
kann að gerazt i samningum.
Hvað er farið fram á i till. for-
sætisráðherra? Það, að við stuðl
um að þvi, að löghoðin og samn-
ingsboðin vísitala á kaup komi
ekki til framkvæmda. En til þess
höfum við ekkert umboð. Og hver
getur um það sagt, að sú ríkis
stjórn, sem kann að vera við völd
í janúarbyrjun muni greiða þetta?
En hér er stuttur tími til um-
ráða og ef málið verður ekki leyst
1 des. skapast vandræði. Sé ekki
liversvegna atvinnurekendur geta
ekki greitt þetta strax ef þeir á
Tilkynning
frá VATNSVEITU
REYKJAVÍKUR
Símanúmer verkstjóra Vatns-
veitunnar verður eftirleiðis
3 512 2.
Beiðnum um viðgerðir á vatns-
krönum og W.C. kössum verð-
ur fyrst um sinn veitt móttaka
í sima 11316.
annað borð eiga að greiða það.
Manaðarkaupsmenn fá s.(na
greiðslu ekki fyrr en efir mánuð.
Vikukaupsmenn hins vegar viku-
lega. Yrði henni frestað um mán-
uð gæti hennar orðið víða að leita,
því sami verkamaðurinn getur unn
ið hjá mörgum yfir mánuðinn ,og
er þá hætt við að eitthvað af
greiðslunni gæti farið forgörðum.
Mikilsvert, að við getum orðið ein
huga á þinginu. Stefnuna verðum
við að marka hér og helzt að ræða
hana í okkar félögum. Engar á-
kveðnar till. liggja því frá ríkis-
stjórinni enda ibeðið eftir þessu
þingi. Þetta þing var ekki hægt
að halda fyrr, því kosningum til
þess lauk ekki fyrr en 12. okt. og
svo veiktist forseti þess. En þetta
skiptir ekki máli þvi vísitalan
hefði hvort eð er orðið að verka
; strax nú nema ráðstafanir hefðu
verið gerðar til þess 1. nóv. að
' verkanir nóvember hækkananna
■ kæmu ekki fram.
I Guðm. Björnsson, framsögumað-
| ur minnihluta. Þótt í fljótu bragði
' sýnist e. t. v. ekki mikill efnis
munur á þeim till., sem hér liggja
fyrir, þá er það þó svo, að í ann
arri felst, að kaup í des. skuli
reiknað út eftir vísitölu 202 en í
hinni 185. Hér er þó ekki verið
að tala um að greiða ekki eftir
vísilölunni, heldur að fá frest á
greiðslunni, meðan stjórnarvöldin
og alþýðusamtökin koma sér nið-
ur á einhver úrræði. Ef þingið
fellst ekki á að veita þennan frest
sem það missir éinskis við, þá
jafngildir það raunar því, að
neita allri samvinnu við ríkisvald
ið. Og ég spyr, er það skynsamleg
afstaða frá Ihagsmunasjónarmiði
alþýðusamtakanna sjálfra.
Margir hér á þinginu undrast,
að ríkisstjórni,, skuli ekki leggja
hér fram ákveðnar till. um hvað
hún telji að gera beri, því meiri
kunnugleika hefir hún á þessum
málum en við. Eðlilegast væri, að
línan kæmi frá ríkisstjórninni og
við segðum svo til um það, hvað
við teldum okkur fært að ganga
langt til samkomulags. Mér er
kunnugt um, að Framsóknarfl. hef
ir lagt sínar till. fram í ríkisstjórn
inni, en hinir stjórnarflokkarnir
hafa ekki viljað leggja neitt til
mála. Og því stöndum við hér uppi
án tillagna frá ríkisstjórninni.
Jón Sigurðsson: Þingið hefir
ekki umboð til neinnar eftirgjafar.
Tillaga 12-menninganna tvíþætt.
Flutningsmenn hennar telja nauð
synlegt að spornað sé gegn dýrtíð
inni. Hækkandi dýrtíð kemur harð
ast niður á verkamönnum. Og við
vitum að í kjölfar kauphækkanna
koma verðhækkanir. Ef vísitalan
verður greidd niður um 17 stig,
þá verða alþýðusamtökin að hafa
hönd í bagga með þvi, hvernig til
þess er aflað fjár. Viljum ekki
að það sé tekið með tollum og
sköttum, ekki hækkandi yfirfærslu
gjaldi. Það verður að takast þann
ig, að sem minnst komi við verka-
fólk. Hörmulegt, að ekkert liggur
fyrir frá ríkisstjórninni. Framsókn
arfl. hefir lagt fram sínar till.
en verkalýðsflokkanir andvígir
þeim. Krafa okkar til ríkisstjórn-
arinpar að haft verði samráð við
verkalýðssamtökin.
Eggert Þorsteinsson: Umboðs-
leysi okkar kemur í veg fyrir að
við gelum sinnt tilmælum for-
sætisráðherra. Engar till. liggja
enn fyrir um þessi mál, hvorki frá
ríkisstj. né Alþýðusamb.þingi.
Óeining í ríkisstjórninni. En ýms
ar leiðir til lausnar. Niðurgreiðsl
ur gæíu komið til mála. Má afla
fjár til þeirra á ýmsan hátt. En
við viljum ekki álag á neyzluvör-
ur.
Elías Sigfússon: Lýsti fylgi við
till. J. Sig. vegna umboðsleysis til
annars. Ef við sleppum rétti okkar
nú til kaupgreiðslu samkv. vísi-
tölu fáum við hann aldrei. Ástand
ið nú afleiðing ráðstafanna í vor.
Ríkisstjórnin leggur ekkert fram,
Hannibal ekki heldur.
Hermann Guðmundsson: Þingið
má gjalda varhug við kenningun
um um bölvun vísitölufyrirkomu
lagsins. Það var tekið upp fyrir
baráttu verkalýðsins og er vörn
hans gegn hækkunum. Fyrir henn
ar tilstilli hafa liækkanir orðið
minni því hún hefir örvað stjórn
arvöldin til þess að halda þeim
•niðri. Eg lít á tiil. J. Sig. sem
neitun við tilmælum forsætisráð-
herra og því greiði ég henni atkv.
Hannibal Valdimarsson: Ríkis-
stjórnin telur sig bundna af lof
orði um samráð við verkalýðsfé-
lögin og því faslmótaði hún ekki
sínar till. fyrir þingið. Þegar efna
hagsmálatill. ríkisstjórnarinnar
voru lagðar fram í vor þá skömm
uQust menn yfir þvlí, að þær
hefðu verið fullmótaðar áður en
þær voru bornar undir fulltrúa
verkamanna. En nú er skammast
yfir því, að stjórnin skuli ekki
leggja ákveðnar till. fyrir þetta
þing. Stjórnin hefir látið sína sér
fræðing athuga þessi mál. Þau
hafa verið rædd í flokkunum. Við
þurfum ekki að harma að þingið
■stendur hér ekki frammi fyrir
gefnum hlut. Fundið að því að ég
skuli ekki hafa lagt fram ákveðn
ar till. hér á þinginu en hvaða um
boð hafði ég til þess? Nefnd á
þessu þingi mun leggja fram drög
að till. sem þingið svo vinnur úr.
Jón Sigurðsson sagði ég vil ekki
þetta og ég vil ekki hitt. Það er
ekki vandi. Vandinn er að segja
hvað við viljum. í till. 12-menning
anna felst þýðingarmikil viljayfir-
lýsing um að dýrtíðin verði stöðv
uð. En í henni felst einnig að
greiðslur samkv. vísitölu 202 verði
ekki frestað. Ég veit að forsætis-
ráðherra lítur mjög alvarlegum
augum á synjun við tilmælum
sínum og að velt verði yfir 17
visitölustigum rétt áður en sezt
er að samningaborði og ég virði
þessa afstöðu hans. En við höfum
ekki umlboð til þess að falla frá
kröfunum. Það kosíar 6—6.3 millj.
að borga niður hvert visitölustig.
Mætti ná því eitthvað með því að
spara í framkvæmdum, álögum á
tóbak og áfengi og taka ca. 15
millj. af gróða bankanna í stað
þess að leggja hann fyrir
Árni Ágústsson: Allir sammála
um að stöðva dýrtiðina, en hvern
ig? Tel hættulegt að neita að falla
frá nokkurri kauphækkun til þess
að stöðva dýrtíðina, því það getur
kallað yfir okkur aðra rlkisstjórn
og óvinveitta verkalýðnum. Þessi
stjórn vill samvinnu við verka-
menn en ef við viljum ekkert slá
af er ekki hægt að sernja. Vísitölu
hækkunin étzt strax upp. En
menn vilja halda út af lífinu í
þessar fölsku krónur. Við viljum
ekkerf á okkur leggja til þess að
stöðva dýrtíðina. Við vitum að það
er rétt af okkur að afsala okkur
þessum falska miðli til þess að
stöðva óhamingjuna, en flutnings
menn till. treysta sér ekki til bess
að ihafa í fullu tré við íhaldsáróð
urinn. Till, 12-menininganna er
hreint vantraust á þá sjálfa. Það
er erfíðara að vera leiðtogi sann
leikans en falsins. En ef við vit
um hvað er satt og rétt, þá eigum
við að fylgja því og verkalýðs-
leiðtogar eiga að leiða fólkið en
ékki láta leiðast af því. Mér kemur
ekki á óvart, þótt till. sú, sem ber
kápuna á báðum öxlunum, verði
samþ. En við megum ekki fella
ríkisstjórnina. Sú fórn væri
stærst fyrir okkur. Hin eina sök,
sem ég finn hjá stjórninni er að
láta undan hálaunamannaverkföll
unum. Þeir menn vissu hvað þeir
voru að gera. Tilgangur þeirra
var að sprengja og eyðileggja sam
starf vinnustéttanna.
Hagur verkamanna er nú allur
annar og betri en áður. Tekju-
skipting í þjóðfél. öll önnur. Verka
lýðssamtökin eiga að taka foryst-
una hjá þessari þjóð. En þá verða
þau líka að sýna ábyrgðartilfinn
ingu og hafa þor til þess að hafna
fölskum ,,kjarabótum“ í stað þess
að velta yfir sig atvinnuleysi og
hruni. Ég gef litið fyrir þá menn,
sem aldrei þora að fylgja óvinsæl
um málstað þó að þeir viti að
hann sé réttur.
Björn Guðmundsson, Hvamms-
tanga: Tillaga 12-menninganna get
ur leitt til falls ríkisstjórnarinnar
og því er ég á móti henni. Hún er
eius og afgreidd eftir pöntun frá
íhaldinu. Skil ekki þessa 12-menn
inga. Sennilega gengur þeim til
kjósendahræðsla, en hún er bölvald
ur í okkar stjórnmálalífi. Eg hefi
ekki 'umboð til þess að slá af rétti
umbjóðenda minna, en þ\i síður
hefi ég umboð til þess að sam-
þykkja tillögu sem gæti steypt ríkis
stjórninni.
Pétur Pétursson, ísafirði: 12-
manna nefndin átti að fallast á til-
lögu forsætisráðherra, þótt við telj
um okkur ekki hafa skjalfest um-
boð frá umbjóðendum: okkar til
þess að gera þetta eða hitt, þá höf-
um við þó allt'af leyfi til þess að
gera það, sem við teljum rétt. Tel
engan voða á ferðinni þótt vísital-
an sé ekki greidd i topp í einum
mánuði. Ef við viljum stöðva vísi-
töluna í 185 þvi þá ekki að gera
það strax. Þetta er fyrsta ríkis-
stjórn á íslandi, sem hefir verið
verkalýðnum verulega vinveitt. Við
verðum að bera það traust til henn
ar að hún geri það sem okkur er
fyrir beztu. Vísitölueftirgjöf mun-
ar okkur engu. Áframhald verð-
bólgunnar hættulegt. Vil ekki koma
heim með þann vitnisburð að hafa
unnið að falli rikisstjórnarinnar.
Vil heldur hafa það á bakinu að
hafa hafnað vísitölunni.
Kristinn B. Gíslason, Stykkis-
hólmi: Síðustu vikur höfum við
heyrt að Alþingi biði eftir ákvöið-
unum þessa þings. Og öll þjóðin
bíður eftir því hvað við gerum hér
í nótt. Hví ekki að taka tilmælum
forsætisráðherra? Hvi ekki að doka
við og athuga málið úr því að engu
þarf til þess að fórna. Menn tala
um að farið sé frarn á eftirgjöf, þó
að um enga eftirgjöf sé að ræða,
nema samtök verkalýðsins vilji. Að
eins beðið um olnbogarúm til samn
inga. Talað um að okkur skorti um-
boð til þess að festa vísitöluna í
185 eins og allir þykjast vilja. Og'
ef tillaga okkar Björns Guðmunds
sonar verður samþykkt þá gefzt
ráðrúm til þess að fara heim og
ræða við okkar félaga. Einkenn-
andi fyrir þetta þing er lofið, sem
borið er á ríkisstjórnina. Eigum við
þá að vinna að því og höfum við
umboð til þess að fella okkar eig-
in rikisstjórn?
Kristján Guðniundsson, Eyrar-
bakka: Fólk út'i á landi hefir ekki
mikið orðið vart við kjarabætur af
kauphækkuninni í sumar. Þótt
verkalýðsforingjarnir tali um um
boðsleysi þá vita þeir vel, að úr
þessu eru kauphækkanirnar ekki til
bóta. Fólkið vill að staðar verði
numið. En hjá ýmsum á þessu þingi
virðist holdið vera veikt þótt and-
inn sé reiðubúinn, að þeirra eigin
sögn. Það er ekki betra að semja
eftir að ný skriða hefir faltið. Og
hver græðir á því að ofbjóða at-
vinnuvegunum?
Haraldur Þorvaldsson, Akureyri:
Reykvíkingar virðast hræddir við
að festa vísitöluna í einn mánuð,
en tala jafnframt um að þeir vilji
binda hana við 185 stig. Sé ekki
samræmið í þessu. Alþýðuflokkur-
inn og Alþýðublaðið græða ekki á
því að elta íhaldið á dýrtíðarupp-
boðinu. Stjórnin vinnur fyrir verka
lýðinn. Trúi hver sem vill og get-
ur, að íhaldið verði honum hlið-
hollara.
Lagerlöf las upp í
Þjóðíeikhúskjalíara
- af segulbandi
íslenzk-sænska félagið minntist
aldarafmælis sænsku skáldkonunn
ar Selmu Lagerlöf þann 20. nóv.
með kvöldvöku í Þjóðleikhúss-
kjallaranum. Meðal gesta voru
ambassador Svía og frú hans. For-
maður félagsins, Guðlaugur Rósin-
kranz, þjóðleikhússtjóri, bauð
gesti velkomna og drap á þá miklu
þýðingu sem skáldsögur Selmu
Lagerlöf hefðu fyrir kynni fslands
af Svíþjóð. Frú Þórunn Elfa Magn
úrdóttir, flutti prýðilegt erindi uin
skáldkonuna og síðan las frú Inga
Þórarinsson upp ljóð það, er skáld
ið Harry Martinson hafði ort og
flutt á hátíðahöldum þeim, sem
haldin voru í Vermalandi síðasthð
ið suifiar í tilefni aldarafmælisins.
Að lokum gafst kostur á að
heyra rödd Selmu Lagerlöf sjálfr-
ar af segulbandi er hún las kafla
úr sögu Gösta Berlings. Þátttakan
í bessari kvöldvöku sýndi ,að enn
á Selma Lagerlöf hér marga unn-
endur.
NY BOK EFTIR JON MYRDAL
Skúldsaga þessi hefir aldrei verið prentuð áður, en eftir sama höfund hafa komið
út sögurnar Mannamunur og Kvennamunm', sem báðar hafa orðið mjög vinsælar.
Sagan Niðursetningurinn hefir til að bera hin sömu einkenni og þær, fjölbreytni
í atburðum og persónulýsingum, léttan stíl á náttúrlegu alþýðumáli og næmleik á
hinar broslegu hliðar á mönnum og m.álefnum. Er saga þessi með hinum lengri
sveitalífssögum, sem til eru frá síðast liðinni öld, og fyllir flokk hinna fáu en góð-
kunnu skáldsagna frá fyrsta skeiði íslenzkrar ská.idsagnaritunar.
BðUDTfiAFAN FJÖLNIR