Tíminn - 30.11.1958, Síða 4

Tíminn - 30.11.1958, Síða 4
T í MIN N, sunnudaginn 30. nóveinber 1958. rgf *- .1 - - — Þáttur kirkjunnar Hann kemur Adventa — koma, heitir þessi fyrsti sunnudagur kirkjuársins, nýarsdagur kirkjunnar. Hinn mikli konungur lífs og ljóss ‘kemur til þín og mín. Hvaða viðbúnað höfum við haft? Enginn tekur á móti konungi án viðhafnar og veizluhalda, sízt hinum mikla konungi himn- | anna. | Eátt, sem ég hef lesið, gerir | niér þessa konungskomu og mót- j tökur þær, sem bezt hæfa, minn- 3 isslæðari og áhrifarikara en 1 eftirfarandi helgisögn ind- | verskra skáldspekingsins Ta- | gore: ,.Ég hafði gengið' hús úr húsi 3 og safnað ölmusum. Þá leit ég 'í fjarska vagn þinn, þú hinn mikli konungur kon- unganna. Hvílík gleði fyllti hjarta mitt. Nú var örbirgð minni lokið, og fjársjóðir úr hönd þinni mundu falía mér í skaut. Og hvílíkt undur, þegár vagn- inn þinn nemur staðar, þar sem ég stend. Þú horfir á mig og brosir við mér. En þegar ég vænti fjár- sjóðanna, sem ég hugði, að þú mundir gefa mér, réttir þú mér hönd þína tóma og segir: „Hvað hefur þú að gefa mér?“ Ó, hvílík undur, að konungur konunganna skuli biðja betlara um gjafir. Forviða og hikandi horfi ég á þig. Svo tek ég skjálfandi minnst'a sáðkornið úr betlipoka mínum af þeim ölmusum, sem mér hafa verið gefnar og legg' það í lófa þinn. jf | En mikil verður undrun mín, | þegar ég hvolfi úr pokanum í 3 náttstað að kvöldi á gólfið, og innan um allt draslið glitrar skínandi gullkorn. Slík hafði gjöf mín orðið, þeg- ar hún var lögð í þína hönd. En æ hvílíkur heimskingi var ég að gefa þér ekki allt, sem ég átti. Hve auðugur — já vell- ríkur hefði ég þá verið. Nú kemur hann hinn mikli konungur. Enn einu sinni hefst ganga hans um kring til að lækna mein og þetta tár. Andi hans brosir til þin og neniur staðar við braut þína í starfi og hvíld, og þú veizt hve óendanlegan auð hann hefur að veita öllum, sem vilja þiggja gjafir hans. En hvað átt þú til að gefa honum? Getur þú ef til vill helzt ekki séð -af nokkurri mínútu hins komandi kirkjuárs til að nema og íhuga kenningar hans og orð, til að sækja kirkju hans og bera fram bæn þína við fót- skör hans? Veiztu ekki, að hver stund, sem honum er gefin, hvert augnablik eru gullkorn og perl- i ur í sjóði eilífðar, og skínandi 1 gersemar í skrúða hamingju J þinnar. . | Manstu: Hann er heimsins | Ijós. Hann er vegurinn, sann-i leikurinn og lífið. Hann gerir hinn örbirga auð-j ugan og gefur orðum þínum i og athöfnum gildi með snert- i ingu sinni og augnatilliti. „Lifðu Jesú — ekkert annað j er og verður lífsins hrós, j gefðu honum, engum öðrum, j allra dýrstu hjartans rós. Lifðu Jesú — heiga honum hug og vilja tregðulaust, vinn með fylgi vor og sumar, 1 vinn þú eins, þóti kólnt haust.“ 11 Arelíus Níelsson. iiiiiSiÍSliliilHSÍIlKS® 4* .V.V.V.V1 ,SV. ■.v.v.w.v. s Útiæfingaföt Badmintonspaðar Badmintonknettir Spaðatöskur Spaðaklemmur Borðtennis-sett Borðtennisspaðar Borðtenniskúlur Aflraunagormar Atlaskerfi Atlaskerfi Sundbolir Sundskýlur Sundhettur Leikfimibuxur Leikfimibolir Handknettir Körfuknettu- Blak-knettir Gúmmíknettir Fótknettir Knattspyrnuskór Knattspyrnusokkar Rásbyssur Ferðaprímusar Svefnpokar Skíði Skautar Allt til íþróttaiðkana. HELLAS Skólavörðustíg 17. Sími 1-51-96 av.w.v.v.'.v.v.v.v.v.vj Fylgizt með tímanum: Notið CARDA-glugga í « i 2) í 3) :: 4) 5) 6) Síðasti tíagur :: 7) :; 8) expo Dick Laan: Ljósmynda- og blómasýn- ingin í sýningarsal Ás- mundar Sveinssonar við Sigtún er í dag Opin frá kl. 10—23. Stuttar kvikmvndir sýnd ar á eltirfarandi tímum: Kl. 16 Heklumynd Osvalds Knudsen. Kl. 17,30 Hrogn- kelsaveiðar e. M. Jóhanns- son. Kl. 19 Hálendi íslands e. M. Jóhannsson. Kl. 21 Laxaklak e M. Jóhannsson og kl. 23 hin merka mynd Fjölskylda þjóðanna. ís- lenzkur texti. Síðasta tækifærið til að sjá þessa sérstæðu sýningu. Ferðir með Sundlauga- vagninum á 15 mín. fresti. Heiztu kostir CARDA-glugga eru: Eru þéttir bæði gegn vatni og vindi. Fylgja þeim sérstakir ofnir þéttilistar, sem setjast í er gluggi hefir verið málaður. Hægt er að snúa grindunum alveg við og hreinsa allan luggann innan frá. Er þetta mikið atriði í íbúðum á efri hæðum húsa. Hægt er að hafa gluggann opinn í hvaða stöðu sem er upp í 30°. Einangrun ágæt, þar sem tvöfaldar grindur eru í gluggunum og nægir því að hafa 2 einfaldar rúður. Engin móða eða frostrósir safnast innan á rúðurnar. Loftræsting mun fullkomnari en við venjulega glugga. Verkar hér líkt og loftræsting um reykháf. Útsýni nýtur sín vel, þar sem engir sprossar eða póstar skyggja á. Hægt er að koma rimlagluggatjöldum fyrir milli rúðanna. Hægt er að fara frá gluggunum opnum án þess að hætta sé á, að það rigni inn um þá. Gluggarnir eru seldir með öllum lömum og læsingum áfestum. Gluggana skal ekki steypa í, heldur setja í á eftir. Notið tímann, og pantið í tíma. Timburverzlunin VÖLUNDUR h.f. Klapparstíg 1. — Sími 18430. I w.v. v.v.w. '.V V.V.V.V.V.V.V.W.V.W.V.V.W.VV.V.V.V.V.V.V.V.VJ ?. I Innilegustu þakkir til allra, sem veittu mér fjár- í I; hagslega hjálp í veikindum mínum og erfiðleikum s.l. S !• vor. Sérstaklega þakka ég sveitungum mínum höfð- ■* inglegar gjafir. í Guð íauni ykkur öllum. Vigdís Einbjarnardóttir, Rauðamel, ytri !■_■_■ ■ ■ ■ ■ I Æviniýri Trltils í sumar komu hingað hollenzk læknishjón til stuttrar dvalar. Nafn mannsins var Dick Laan. — Hann ferðaðist um landið, hitti ýmsa og talaði við mrga, en fæstir vissu, að hér var á ferðinni mest lesni höfundur Hollands, faðir Trítils, sem öll börn dá. Þessi faðir Trítils' á ekkert annað barn en Trítil, en hann hefir veitt börnum í Hollandi, Svisslandi, Frakklandi, Belgíu, Danmörku, Noregi og Svíþjóð meiri ánægju en þótt Dick Laan og' frú hefðu eignazt 100 börn. Ekki þarf að efast um, að bók þessi verði ís- lenzkum börnum hinn mesti aufúsugestur. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför föður okknr Bjarna Kjartanssonar, fyrrum forsfjóra. v Börnin. Hjartanlega þakka ég auösýnda vinsemd og hlýhug við andlát og jarðarför mannsins míns Elísar Ó. Guðmundssonar. Fyrir mína hönd, barna minna og annarra aðstandenda. Helga Jóhannsdóttir.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.