Tíminn - 10.12.1958, Blaðsíða 3

Tíminn - 10.12.1958, Blaðsíða 3
T f M IN N, B'Mvikudaginn 10. desemebr 1958. 3 Fyrir rúmlega viku síSan kom 18 manna hópur rúss- neskra kvikmyndaleikara, framleiðenda, rithöfunda og tæknilegra ráSunauta í sam- bandi við kvíkmyndir í kynn isför til Bandaríkjanna. Tímaritið Newsweek sendi út af örkinni sinn fremsta mann um rússnesk málefni, og er hér grein, sem hann ritaði um eina fremstu kvik- myndaleikkonu Rússa, Tam- ara Makarova, sem er nokk- urs konar Marilyn Monroe þar eystra. Rússnesk kvikmyndalejkkona er afar svipuð stalLsystur sinni í Hollywood. Hún á meira af pen- ingum en hún getur komið í lóg, en hefir á (hinn íbóginn líkams- vöxt, sem hún veit fyllilega hvern- ig nota skal. Og nótt sem nýtan dag hefir hún áhyggjur af því, að hún sé að verða of gömul. Tamara Makarova er (þeirrar skoðunar að gleði og á'hyggjur smfara því að vern kvikmyndastjarua séu svip- MAKAROVA — eilíf æska Margt líkt meö kvikmyndastjörnum austurs og vesturs - segir helzta „kynbomban í Rússlandi í kynnisför um Bandaríkin ★ Óttast ellina meira en allt annað ★ Tveir lúxusbílar f og gnægð fjár aðs eðlis þáðum megin járntjalds ins. Góðar tekjur Frú Makarova starfar hjá Gorky kvikmyndafélaginu í Moskvu og fær í laun um 5 þúsund rúbiur á mánuði (1200 dollara). Fyrir hverja kvikmynd, sem hún leikur í, fær hún til viðbótar 80 þúsund rúblur (20 þúsund dollara), en sé hún lánuð öðru kvikmyndafélagi bætast enn við 50 þúsund rúblur (um 12.500 dollarar), sem hún fær greiddar fyrir ómakið. Hún kveðst hafa gaman af því að vera lánuð til annarra félaga. Leyfi til utanferða Maður Makarovu er Sergei Ger- asimov, mikils megandi kvikmynda stjóri, sem hefir jafnvel enn hærri laun en eiginkonan, og fær þess utan prósentur af hagnaði hverrar myndar sem hann gerir. Hann heí- ir stjórnað flestum myndum, sem kona hans hefir leikið í, og hafa reynzt gefa vel af sér. Gerasimov hjónin eru því meðal bezt efnuðu borgarar Rússlands, enda halda þau stóra lúxusíbúð í Moskvu, MARSLYN — meiri kynþokka MARLENE — vinna, vinna og aftur vinna sveitasetur, eigin glæsibifreið á- samt bifreiðarstjóra, aðra bifreið með vagnstjóra, sem kvihmynda- Byssubófinn og hetjan Hýtt „barnagaman“ af grófgerðari endanum ryður sér tii rúms vestan hafs Þeir sfóðu andspænis hvor öðrum, byssubófinn — dökk ur yfirlitum og skuggalegur, með sexhleypurnar reiðu- búnar — og hetjan, sem hafði byssu sína í hylkinu við hiið sér. Skyndilega dró hetjan byssuna fram og félagið lætur þau hafa til um- ráða — og tíma til þess að hregða sér oft í ihvíldarskyni til Svaría- hafsstrandarinnar. Nýlega haf.i þau líka fengið leyfi til að ferðajt erlendis. „Dramatísk" Makarova er 41 árs gömul, falleg kona. 'Hún er ef til vill ekki eins glæsileg og Marílyn Moru-oe en þar má niargt á milli vera. Hún er lika góð leikkona — en sjálf álítur hún sig ekki gædda jafn miklum kyhþokka og Marilyn, en ef til vill vera „dramatískari“ í útliti, eins og hún kemst að orði. Hennar aðal vandamál er aldur- inn. Hún vonast eftir því að kom-' ast að leyndardómi æskunnar með an hún dvelst í Bandaríkjunum, því að hún kveðst hafa tekið efíir (Framh. á 6. síðu.) skaut og rödd heyrðist segja „40 hunplraðshlutar úr sekúndu"! Eitthvað á þessa leið getur að heyra og sjá í mörgum bandarísk- urn verzlunum nú á dögum. Hetjan er aðeins venjulegur viðskiptavin- ur, og byssubófinn ómerkilegt tré- likneski. Kúlan. sern skotið er, er gerð úr vaxi. Nýtt „barnagaman" Á bak við þetta allt liggur það að sérstakur mælir sýnir nákvæm- lega hve lengi menn eru að draga byssuna upp úr hylkinu og skjóta. Mæla þessa er víða hægt að fá og hefir þessi „della“ breiðst eins og eldur í sinu um þver og enddöng Bandaríkin að undanförnu. Fjöl- margir klúbbar hafa verið stofn- aðir og þetta er sem sagt orðinn einn helzti leikur fullorðinna karl manna vestur þar. „Leikurinn“ mun eiga rætur sínar að rekja til sjónvarpssendingar einnar, þar sem kvikmyndaleikari einn, O'Brien að nafni, sýndi fram á hversu menn gætu verið snöggir að skjóta, ef þeir æfðu sig. Nú er þetta sem sagt orðin eftirlætisíþrótt Bandarikja- manna. Hvernig varast skal að reita ofstopa- manneskjuna Mariu Callas til reiði - Stríðsheíjan, sendiherrann - og konan Bretum er, sem kunnugt er, sárt um heiSur og velsæmi hetja sinna úr síðasta stríSi, og tekur þaS þarlenda sárt ef eitthvaS ber út af í þeim máium. Nú fyrir skemmstu varð mikið hneyksli í Bret- iandi er stríðshetja ein að nafni Anthony „Tony" Gre- : ville Beli, heimtaði skilnað frá konu sinni vegna þess að hún hefði daðrað við spænska sendiherrann i London, 58 ára að aldri. Rétturin veitti I Tony skilnaðinn og varð þeg- j ar mikið fjaðrafok út af hneykslismáli þessu og end- aði með því að sendiherrann spænski, hertoginn af Primo de Riviera varð að segja af sér embætti sínu. Eftir að hafa greift kostnaöinn við skilnaðinn hafði Tony það eitt við blaðamenn að segja „að það eina sem hann þyrftí núna væri góður viskísjúss og heitt bað!" 1| . ^ ■ Tonv ''ir ensk stríðshetia . . . . en spænski sendiherrann . . .... rændi hann konunni. Maria Callas mun vera einhver sú skapbráðasfa sópransöngkona, sem sögur fara af, og er þá mikið sagt, því að margt hennar stéttar fólk er sagt geta reiðzt illa, ef því mislíkar. Er þess skemmst að minnast, að Maria var rekin frá Metro- politan óperunni fyrir að rjúka upp á nef sér út af smámunum. Einnig hefir hún neitað að koma fram á hljómleikum á síðustu stundu, jafnvel eftir að sal- urinn var orðinn troðfullur af fólki. Það er því ekki heíglum lient að unigangast hana, svo að ekkert bjáti á, og þess vegna var þaö sern umboðsmanni hennar í Wash- ington voru gefnar nokkrar ráð- leggingar varðandi samskipti hans og söngkonunnar, þegar hún kom í hljómleikaför til höfuðborgarinn- ar fyrir nokkru. Eftirfarandi var brýnt fyrir um- boðsmanninum: 1. að hafa bifreið tilbúna við flug- stöðina. 2. að gleyma ekki að hafa með sér hlómvönd með 24 hvítum rósum. 3. að afhenda henni sjálfur blóm- inn. 4. að kyssa á hönd hennar. 5. að fylgja henni til bifreiðarinn- ar. 6. að vera henni samferða til hljóm leikasalaxins. 7. að bíða eftir henni meðan á hljómleikunum stóð. 8. að fylgja henni til gistihússins aftur. Látið var fylgja með þessum ráð- leggingum, að færi umboðsmaður- inn ekki eftir þeim til hlítar, yrðí hann sjálfur að taka afleiðingum þess, því að þá gæti söngkonan sleppt sér á hverri stundu, og allir vita að þá er hún ekkert lamb að leika sér við. MARIA CALLAS — stekkur upp á nef sér

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.