Tíminn - 10.12.1958, Blaðsíða 5

Tíminn - 10.12.1958, Blaðsíða 5
5 Gullfaiíeg og skemmtileg ferðabók. Bók, sem margir hafa beðið eftir. HeiIbrigUismál Esra Pétursson, læknir Drykkja- og neyzluvatn liér á landi er yfirleitt ekki liarí, sápur freyða vel í því. Stafar þáð af því, hversu tiitölulega lítið magn af steinefnum, einkum lcalki, er í því. Mikið af jarðlcguniun hér eru .tiltölulega kalklitil eða alveg kalk- laus. Fullorðið, og þaðan af eidra fólk, fær því lítið kalk úr dryi.iyarvatn- inu, eins og það fær þó aliviöa er- lendis. Margt fullo.ðiS fólk noíar lika lítið mjólk og mjólkurmat, en í þeim fæðutegundum cr töluvert kalk. 1 einurn pot'ti af mjólk er venjulega u.m þáð bil 1 gramm af kalki. Flestar aðrar fæðutegundir eru kalkefnasnauðar. Þeir, sem bryðja bein, fá vitanlega kalk úr þeim, en það -mun nú frcmur fátítt, einkum meðal fólks með gervi- tennur! Eitt bætiefni er nauðsynlegt við kalkefnaskiftin. Það er D-bætiefna- flokkurinn. Hann er mikið í fisk- lifur og Jýsj, sérstaklega ufsalýsi. Þorskalýsið hefur nú undanfarið verið bætiefnaiiiið suma mánuði ársins. Fáar aðrar fæðutegundir hafa nokkurt verulegt magn af D- bæíiefni. S.vokallaðar iýsispiliur hafa það að sjálfsögðu, en gera sennilega ekki alveg sama gagn og gott lýsi. Víða erlendis er iýsið standardi serað, sem kallað er, þ. e. a. s. baitiefnainnihald þess er mælt, og séð um að 'það nái vissu lágmarki. Nái það því ekki, er bætiefnunum, sem á vantar, bætt út í það. Þá er kaupandi öruggur að hann fær ósvikna vöru. Töluverð bót verður að því þeg- ar mjólkin verður nú fjörvi bætt. Miðaldra og gamalt fólk, sem notar hvorki mjóik eða undan- rennu, né lýsi, fær það, sem kallað er úrkölkun í beinin. Það er mjög algengl og sést oft á röntgenmynd- um, sem teknar eru af fólki á þess- um aldri. Afleiðingar þess geta verið al- varlegar. Beinin "verða gljúp og stökk, og er það aðalástæða þess, hversu mjög gömlu fólki er hætt'- ara við beinbrolum en yngra fólki. Fleira en kalk og D-bætiefni koma til greina, þar á meðai ýrnsir vakar (hormón), en þeir minnka líka með aldrinum. Auk beinbrotahæítunnar er sú hætta, a'ð burðarfietirnir í liðamót- unum dældist vcgna gljúpleika beinanna. Myndast þá rendur um- hvcrfis dældirnar. Þessar rendur slitna eðlilega meira en ella myndi, >og getur nuddazt í gegnum brjósk ið á þeim. Stendur þá beinið allt að því bert eftir, og nuddast svo bein við bein. Síðan set'jast kalk- hrönglar og skellur á þessar slit- rendur, og afleiðingin verður ,,beinagigt“. Ef maðurinn er líka feitlaginn, slitna burðarfletir liða- mótanna lika fyrr, og er þeim hætt- ara við ,,beinagigt“ en grannvöxnu fólki. Verst er þó hin aukna beinbrota- hætta, cn beinbrot hjá gömlu eða miðaldra fólki, gróa líka ofl fremur seint, að nokkru leyti af söniu ástæöum, og valda úrkölkuninni. Vafalaust verður D-bætiefna- aukning mjólkurinnar til bóla, en það nægir ekki. Brýna þarf fyrir fullorðnu fólki að nota meiri mjólk (eða undanrennu ef það er öf feit- lagið) og lýsi, eða a. m. k. lýsis- pillur, ef það telur sig ekki geta notað lýsi. E. P. Utanríkisráðherra- fundiir í Berlín NTB—París, 9. des. Fastákveði'ð mun vera, að utanríkisráðherra vcsturveldanna þriggja og V-Þýzka lands komi saman til fundar í París á sunnudag og ræða Berlin ardeiluna. Á fundinum verður einnig Willy Brandt borgarstjóri V-’Bcrlínar. Minningarorð: Þorleifur Jónsscn Þitt er menntað afl og önd eigirðu fram að bjóða hvassan skilning, haga hönd, lijartað sanna og góða. Stephan G. Stephansson. Mér kemur í huga þessi vísa Klettafjallaskáldsins er ég minnist vinar míns Þorleifs Jónssonar, er andaðist á Blönduósi 1. okt. s.l., tæplega 80 ára gamall. Leifi, (en svo var hann kallaður af vinum sín- um) átti, eins og segir í vísunni, hvassan skilning haga hönd, hjart- að sanna og góða Ég naut alls þessa hjá honum í ríkum mæli í nærri sex áratugi og er honum innilega þakklátur fyrir þessa löngu, traustu vináttu, sem aldrei bar skugga á. Ég minnist þess enn með aðdaun, hvað Leifi hafði mikla og fagra söngrödd. Það mætti segja, að hann hafi heillað unga og gamla, menn og málleysingja með söng sínum. Set ég hér lítið dæmi um það, hvernig hann heillaði hest með kvæðalagi. Er við Leifi vorum sam- tíða á Haukagili í Vatnsdal, átti hann hest er hann nefndi Litla- Grána. Hestur þessi var fádæma slyggur, og náði honum enginn í haga nema Leifi. En þar sem óg var daglega að snúast við hross, var þægilegt að láta mig (strák- inn) koma heim með reiðhestinn á laugardagskvöldi, og það gerði óg oft, en gat ekki náð Litla-Grána, hann var svo styggur. Þá kenndi Leifi mér, hvernig ég ætti að ná." hestinum. Ég átti að skríða kveð- andi að honum, en óg varð aiP kveða eins og Leifi. Ég lærði.1 stemmuna og svo reyndi ég þetts töfi’abragð við Litla-Grána. Fyrsi: tók hann sprettinn og ætlaði sanrt- •arlega ekki að gefa færi á sér. Þá fór ég að kveða. Hesturinn slanz- aði og hlustaði. Eyrun voru á si- felldu iði. Hann var tortrygginn og vissi ekki hvort óhætt væri a'ð trúui þessari rödd. Ég' kvað alltaf sömiii vísuna og Litli-Gi’áni lét blekkjast. Eftir þetta náði ég honum alltatj, með sama bragði. Leifi sat hest prýðilega og tamdii þá svo vel, að þó þeir væru fjör- harðii’, mátti segja að hvert bara gæti við þá í'áðið, svo voru þeií taumléttir Qg vel þjálfaðir. Það var gott fyrir mig að eigai Leifa að, er óg fór fyrst að bera ljá í gi’as. Hann var sláttumaður ágætur, og svo góður vinnufélagú að engan hefi ég þekkt betri. Komi þar til hans haga hönd og hjarta? sanna og góða. Þó hann væri stó,- lyndur, þá var hann svo sólhýr £ daglegri umgengni, að öllum þótté gott með 'honum að vera. Hann var hagmæll'ur í bezta lagi og gerði margar snjallar vísui, Hafði hann yndi af góöum skáld- skap og ku.nni góð skil á öllu er að ljóðagei’ð laut. Hann hafði' mikla ánægju af að ræða við aðr xi (Framh. á 8. siðu.) Bókaútgáfan Fróði Áferð umtjórara fu eftir Guðna Þórðarson, blaðamann I þessari skémmtilegu og fallegu bók segir íslenzkur blaðamaður frá kynnum sírium af framandi þíóðum og fiarlægum Jöndurn í fjórum heimsálfum. Þeir, sem unna ævintýrum og ferðalögum mega ekki missa af þessari óviðjafnanlegu og skemmtilegu bók Hann býður ykkur með sér til hinna ólíkustu og fjarlæg- ustu staða í austri, — vestri, —- norðri og suðri. Þið lcynnist töfrum Egyptalands, — Landinu heiga, — Bagdad, ævintýra- borg kalífanna, — Miklagarði, — Afríkuströndum, — Viilta vestrinu í Ameríku, — Grímsey, — Grænlanösjöklum og lífi norskra fiskimanna í hafróti á Lófótenmiðum. Þessi þióðkunni íslenzki blaðamaður leiðir ykkúr með sér um strendur Fönikíumanna og Libanonsfjöll, yfir eyðimerkur með Aröbum og segir ykkur ævintýri Þúsuivd og einnar nætur í nýjum búningi. í bólcinni eru 100 úrvals Ijósmyndir eftir höfundinn * %

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.