Tíminn - 10.12.1958, Page 6
5
T í M I N N , Mi'ðvikudagimt 10. desenieb r 1958.
Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN
Ritstjóri: Þórarinn Þórarinsson.
Skrifstofur í Edduhúsinu við Lindargötu
Símar: 18 300, 18 301, 18 302, 18 303, 18 304.
(skrifstofur, ritstjórnin og blaðamenn)
Auglýsingasími 19 523. - Afgreiðslan 12323
Prentsm. Edda hf. Sími eftir kl. 18: 13948
Mál, sem þolir enga bið
ÞAÐ sýnir vel nauðsyn
skjótra og raunhæfra að-
gerða i efnahagsmálunum,
að útvegsmenn hafa boðað
stöð'vun bátaflotans um ára-
mótin, nema þá hafi verið
gerðar viðunandi ráðstafan-
ir til þess að tryggja rekstur
fiskiflotans á næsta ári. Af
útreikningum þeim er mjög
mjög vel ljóst, hvílík nauö-
syn það er, að kaupgjalds-
vísitaian fari ekki yfir 185
stig, því að þeir telja þörf
aukinna uppbóta, þótt vísi-
tölubætur fari ekki yfir það
mark. Af því geta menn bezt
dregið þá ályktun, hvað fram
undan væri, ef vísitalan færi
upp í 270 stig, en sú yrði af-
leiðingin strax á næsta ári,
ef ekki verða gerðar raun-
hæfar ráðstafanir til að
stöðva hana nú.
Frekari rök þarf vissulega
ekki að færa fyrir réttmæti
þeirra tillagna, sem Fram-
sóknarmenn báru fram í rík-
isstjórninni áður en hún féll.
Þegar þær fengust hvorki
fram né stuttur frestur til
athugunar, gátu afleiðingarn
ar ekki oröið aðrar en þær
að stjórnin segði af sér. —
Kommúnistar gerðu þaö ó-
hjákvæmilegt með því að
loka öllum færum leiðum
til að leysa þessi mál.
TIL réttlætingar þessari
afstöðu sinni hafa kommún-
istar fest á blað nokkrar ó-
raunhæfar skrumtillögur þar
sem gert er ráð fyrir niður-
greiðslu allrar vísitöluhækk
unarinnar. Alþýðublaðið seg-
ir réttilega um þessa;,stefnu“
kommúnista í forustugrein
sinni á sunnudaginn:
,,Menn verða að gera sér
grein fyrir, hvað hún kostar
og hvernig á að afla fjár í
þessu skyni, ef sú leið yrði
farin. Alþýðubandalagið
fæst ekki til að horfast í
augu við þessar staðreyndi.
Lúðvík Jósefsson nefnir 37
milljónir, þegar efnahags-
ráðunautur rikisstj órnarinn-
ar, Jónas Haralz, segir 105
milljónir. Raunar er tala
Jónasar hámark, en samt ber
hér svo mikið á milli, að bilið
er óbrúanlegt. Og hér endur-
tekur sig sama sagan og fyrir
afgreiðsluna á efnahagsráð-
stöfununum í vor. Lúðvík
Jósefsson þóttist þá hafa
reiknað út, að unnt myndi að
komast af með 70—90 millj.
í því skyni. Eftir marga mán
uði féllst hann á þá ráðstöf-
un, sem gerð var. Og kostnað
urinn, sem hann taldi 70—
90 millj. á þvermóðskuskeið-
inu reyndust litlar 240 millj.
þegar öll kurl komu til graf-
ar. En Lúðvík lætur sér þetta
ekki að kenningu veroa.“
í SÖMU grein Alþýðu-
blaðsins segir svo um áróður
kommúnista varðandi þessi
mál:
„Þjóðviljinn spurði í fyrra
dag, hvort Eysteinn Jónsscn
vildi láta svipta sig 8% af
launum sínum, rétt eins og
það væri aðalatriði málsins.
Þetta mun eiga að skilja
þannig, að Alþýðubandalag-
inu þyki jafn vænt um Ey-
stein Jónsson og verkalýðs-
hreyfinguna. Þetta er kann-
ske gott og blessaö út af fyrir
sig. En hvað kostar dýrtiðar
skriðan, sem nú vofir yfir
landinu? Afleiðing hennar
yrði sú, að vísitalan kæmist
upp i 270 stig á næsta ári.
Hverjar yrðu at'leiðingar
þess fyrir atvinnuvegma og
efnahagslífið og þá um leið
kaupmátt launanna og þær
kjarabætur, sem vinnustétc-
imar og opinbísrir starfs-
menn vilja og þurfa? Fram
hjá þessum atriðum er ekki
hægt að ganga af því að þau
skipta öllu máli. En Þjóðvilj-
inn lætur eins og þau séu
ekki til. Það er vægast sagt
óraunsæi og ábyrgðaríeýsi“.
>
ALÞÝÐUBLAÐIÐ ræðir
enn um þessi mál í forustu-
grein sinni í gær. Þar segir
á þessa leið:
„Vanda efnahagsmálanna
verðum við íslendingar að
leysa, og það verk þolir
enga bið. Vetrarvertíðin fer
óðum í hönd. Og hún verður
að hefjast á réttum tíma.
Stöðvun atvinnuveganna, og
þá fyrst og fremst sjávarút-
vegsins, er mesta áfall, sem
við getum orðið fyrir. Slíkt
má ekki ske. Þá er atvinnu-
leysið og öngþveitið á næsta
leyti. Afleiðingar þeirrar ó-
heillaþróunar verða vinnu-
stéttunum ómetanlegt böl á
tímurp verðbólgunnar og dýr
tíðarinnar. Um þetta þarf
ekki að ræða. Þessi háski er
öllum íslendingum ljós. En
hann veröur ekki umflúinn
nema gripið sé til skjótra og
raunhæfra ráðstafarm.
Óvissan í efnahagsmálun-
um er mesti voði okkar ís-
lendinga. Kommúnistum
kann að detta í hug, að hrun
ið verða vatn á myllu þeirra
af því að öngþveiti í efna-
hagsmálum ög stjórnarfari
hefur reynzt þeim heppileg-
ur jarðvegur víða erlendis.
Ábyrgðarlausir spákaupmenn
dýrtíðarstefnunnar í hópi
borgarastéttarinnar kunna
einnig að trúa því, að skriö-
an fari framhjá þeim og eftir
standi svo uppi einhver de
Gaulle hér eins og í Frakk-
landi. En slíkt tafl gildir líf
eða dauða.“
ÞETTA er vissulega rétt.
Það', sem skiptir mestu máli
nú, er lausn efnahagsmál-
anna. Það mál þolir ekki bið.
Fyrsta verkefni næstu rxkis-
stjórnar er að leysa það verk
efni, svo að flotinn verði ekki
bundin í höfn. Þegar þaö hef
ur tekizt, má snúa sér að
lausn annarra mála, eins og
t.d. kjördæmamálsins, sem
vissulega væri æskilegt ,að
náðst gæti um víðtækt sam-
komulag sem fyrst, svo að
áframhaldandi átök um þaö
þurfi ekki að torvelda som-
tök og samstöðu um önnur
a'ðkallandi málefni.
Orðið er frjálst Guðlaugur Rósinkraoz:
Þjóðareining um úrræði í efnahagsmálunum
Tæpast mun það ofsagt þótt sagt
sé, að vísitölukerfið, eins og það
nú er, sé einn höfuðskaðvaldur
í íslenzku fjármála- og efnahags-
kerfi. Hin gagnverkandi áhrif
kaupgjalds og landbúnaöarvara
skrúfa vísitöluna upp með óstöðv-
andi afli og grafa þannig, með
sílækkandi verðgildi krónunnar,
grundvöllinn undan íslenzku efna-
hagskerfi. Þetta er staðreynd, sem
allir virðast viðurkenna. En þeir,
sem þessum málum ráða í þjóð-
félaginu ,geta þó ekki komið sér
saman um að stöðva þessa öfug-
þróun þótt öllum ætti að vera
ljóst að vér erum á leið í algert
efnahagslegt öngþveiti, ef ekki er
hér stöðvað og það strax.
Hvers vogna koma stjórnmála-
flokkarnir sér ekki saman um ð
losa þjóðina við þá hringavitleysu,
sem vísitölukerfið er orðið í fjár-
málalífinu, kerfi sem einna mest
minnir á úrræði Bakkabræðra þeg
ar þeir, eftir að hafa byrgt fyrir
alla glugga baðstofunnar, reyndu
að bera sólskinið inn í trogum.
Að flokkarnir koma sér ekki
saman um úrræðin, getur tæpast
verið af öðru en hræðslu þeirra
hvers við annan. Allir virðast þeir
hræddir við að tapa kjósendum, ef
þeir framkvæma þær ráðstafanir,
sem nauðsynlegar eru, vegna þess
að þær óhjákvæmilega skerða hag
háttvirtra kjósenda í bili, af því að
þjóðin lifir nú um efni fram, þótt
hinar nauðsynlegu ráðstafanir
hljóti að verða til stórra bóta, þeg
ar frá líður.
Flestir munu sjá, að ríkjandi
vísitöluuppbót og styrkjakerfi er
orðið hreint óráð og er á góðri
leið með að eyðileggja fjái’hags
lif vort, eins og svipað kerfi eyði-
lagði efnahagskerfi Þýzkalands eft
ir fyrri heimsstyrjöldina og gerði
það gjaldþrota. Vísitalan hækkar
nú ört og krónutala launanna vex.
Af því leiðir hækkun framfærslu-
kostnaðar og vöruverðs. Síðan eru
launauppbæturnar aftur teknar í
ríkissjóð með auknum sköttum og
tollum, sem enn er svo greitt sem
styrkir og uppbæíur til landbúnað
ar og útgerðar. Þannig heldur
hringrásin áfram, kaupið hækicar
og vöruverðið að sama skapi eða
meira, tollar og skattar hækka, en
krónan ein fellur í verði. Þetta
er orðin ein allsherjar svikamylla,
sem engin virðist ráða við. Út-
flutningsfyrirtækin, iðnfyrirtæki
og aðrar stofnanir lenda svo stöð-
ugt í meiri og rneiri fjárhagslegum
vandræðum.
Þegar um síðustu mánaðamót
var ákveðin hækkun grunnlaupa
um 6 og 9%, auk 17 stiga hækkun-
ar á kaupgjaldsvísitölu, sýndi það
sig, að launagreiðslur- þeirrar stofn
unar, sem ég veiti forstöðu. Þjóð-
leikhússins, hækka af þessum sök-
um, svo dæmi sé tekið, um hvorki
meira né minna en 920 þúsund kr.
á einu ári. Reikna má með að tvær
eða þrjár álika vísitöluhækkanir
bætist svo við á næsta ári, sem
þýðir að launagreiðslur þessarar
stofnunar hækka um allt að þr .n
milljónum króna á næsta ári. Þ-ið
mun hverjum manni ljóst, að elcki
er hægt að hækka aðgöngumi'a-
verð leikhússins svo mikið, að
hækkunin nemi allt að þrem millj.
króna á einu ári. Annað hvort
verður þá leikhúsið að hætta störf
um, eða að fá úr ríkissjóði þessar
upphæðir, sem vísitöluhækki.n'n
veldur. Eg geri ráð fyrir, að Þjúð-
leikhúsið sé ekki eitt um þessa að-
stöðu, ef framhald verður á vísi-
töluskrúfunni. Svipað ástand mua
vafalaust skapast hjá vel flestum
stofnunum og fyrirtækjum lands-
ins. Fjárkröggur þeirra verða
meiri og styrkjáþörf úr ríkissjjði
eykst æ meir.
Til þess að fá fé til þessara
auknu styrkveitinga barf ríkisvaid
ið auðvitað með einhverju móti að
ná þessum 6 og 9% og 17 stiga
launahækkuninni afíur af launþeg
unum. Til hvers er þá allt þetta
i bramboll?
Nei, bér verður staðar að nema.
Hið hálf-sósíalistíska hagkerfi virð
ist hafa runið út sitt skeið. Það
þýðir ekki að sletta á það nýjum
bótum. það bara rifnar út frá.
Þessi hrærigrauíur dugir ekki
lengur. Efnahagskerfið verður í
grundvallaratriðum að vera annað
hvort knpítalistískt eð sósíalistískt.
Þá er að velja á milli,
Allmikill meirihluti þjóðarinnar
mun vafalaust telja. að hið kapítai
istíska form henti okkur betur
heldur en hreinn sósíalismi, því
flestir íslend ngar munu þannig
gerðir, að' þeir kjósa sem mcst
frelsi og sjálfsforræði í orði sem
á borði. j
Fyrst og fremst þarf að s :apa
undrstöðuatvinnuvegum þjóðar-
innar, landbúnaði og sjávarútvegi,
þá a'ðstöðu, að þeir geti starfað og
þróazt, án styrkja úr ríkissjóði. Sé
það gert, munu aðrar atvinr.u-
gpeinar, eins og verzlun, iðnaður
og siglingar einnig geta . tarfað og
blómgazt styrkjalaust. Til þess að
þetta megi ske verður SKi’áning
hinnar íslenzku krónu að verða
rétt. miðuð við erlendan gjaldeyri,
og myndi þá jafnframt vera nauð
synlegt að skifta um mynt, svo
illa sem íslenzka krónan er nú
komin. Vísitöluna verður a'ð :iema
úr gildi og þvi víxlverkunarákræði
sem nú eru á milli kaupgjalds og
verðs landbúnaðarvara.
Stöðugra verðlag er nú á heims
markaðnum heldur en ’iokkru
sinni síðan fyrir stríð. Það er eðli-
legt, þar sem engar stórstyrjai iir
sem valda mestum sveiflum á fram
boði og eftirspurn og misræmi
milli kaupgjalds og verðlags. Þess
ar stóru sveiflur hafa svo valdið
því, að vísitöluregur hafa verið
upp teknar.
Laun verða að greiðast í sam-
ræmi við afkomu undirstöðual-
vinnugreina þjóðarinnar. Þau laun
ætti að mega ákveða með samn-
ingum á milli samlaka atvinnu-
rekenda og atvinnuþiggjenda án
afskipta ríkisvaldsins. Með því að
launþegasamtökin hafi aðstöðu til
þess að fylgjast með afkomu at-
vinnufyrirtækjanna, ælti að mega
skapa sanngjarnt launakerfi og
ábyrgðartilfinningu hjá launþeg-
unum. Með aukinni þekkingu á
fjárhagsafkomu atvinnufyrirtækj-
anna, ættu launþegarnir að vita
hversu langt þeir mega ganga í
launakröfum sínum, þegar elcki er
lengur hægt að fara í ríkissjóðinn
til þess að auka með því fjársjóð
þann, er til skipta verður milii
launþeganna. Hvert atvinnufyrir-
tæki verður þá óstutt og standa
og sjá sér farborða. Það myndi
vafalaust skapa aðhald og ábyrgð-
artilfinningu þegar ekki er lengur
hægt að velta ábyrgðinni yfir á
ríkissjóðinn. En þá verður líka að
gera þá grundvallarkröfu til ríkis-
valdsins, að það, með fjármála-
kerfi sinu. tryggi slöðugt verðlag
og haldi jafnvægi með sköttum og
tollum. Ríkið verður að sjálfsögðu
að haga svo framkvæmdum sinum.
að þær verki sem lóð á vogarslcál
og haldi, jafnvægi á eftirspurn og
framboði vinnuafls, og fyrir-
byggi þannig að verulegar sveifl-
ur verði á launum. Að sjálfsögðu
þarf að gera áætlanir langt íram
i tímann, að minnsta kosti í 4 ár,
eins og kjörtímabilið er, um fjár-
festingu ríkis-, bæja- og einka-
fyrirtækja.
Eins og efnahagskerfi vort er
í dag, mun flestum Ijóst, að ekki
verði hjá því komizt, að gera rót-
tækar ráðstafanir til úrbóta. Því
miður eru umræður um þessi al-
vai’legu mál í því formi, að þeir
sem aðallega hafa borið ábyrgðina
síðan i stríðslok, skella skuldinni
hver á annan. En það er eklci
slílcur metingur, sem vér þörfn-
umst. Ég geri ráð fyrir, að allir
beri flokkarnir nokkra skuld. En
erfitt verk, og býsna tilgangslaust
væri að fara að deila á milli þairra
eða reikna út í prósentum og stig-
um, hvað hverjum þeirra ber af
þeirri skuld. Annars er það stór-
furðulegt, að stjórnmálamenn
skuli þurfa að viðhafa það orð-
bragð, sem þéir yfirleilt gera, þó
þá greini eitthvað á um aðferðir
til úrlausnar í ýmsum vandamál-
um þjóðarinnar. Er ekki nóg að
færa fram rök fyrir máli sínu. Þó
þeim fylgi ekki allskonar fúkyrði
um þann eða þá, sem á annari
skoðun eru? Andstæðingunum eru
valin hin háðulegustu nöfa, brugð
ið um svik, fláttskap, lygi, laudráð,
svik og loddaraskap, svo nokkur
algeng orð úr hinum daglegu
stjórnmálaumræðum séu nefnd.
Ilalda háttvirtir stjórnmálamcnn
virkilega að svona orðbragð sé
nauðsynlegt t'l þess að hafa áhrif
á háttvirta kjósendur? Það eralgcr
misskilningur. Kjósendur eru orðn
ir þessu orðbragði svo vanir. að
þeir cru löngu hættir að taka mark
á því, svo þess vegna er síjórn-
málamönnunum alveg óhætt að
að ræða málefnin með rökum og
drengskap og aí fullri kurteisi.
Aðalatriðið er hitt, að finua leið
ir úr ógöngunum og að koma sér
saman um þær. Leiðirnar eru til,
eins og á hefur veri'ð bent. og
áreiðanlega færar. Það sem vanlar
er að nægilega margir áhrifamenn
úr öllum stjórnmálasamtökum
landsins komi -sér saman um á-
kveðið mark, sem að verður að
keppa og leiðina að því marki.
Vilja nú ekki forystumenn þjóðar-
ipnar taka höndum saman á thættu
stund, um að koma þeirri skipan
á í efnahagsmálum vorum. sem
nauðsyn býður og er í samræmi
við verðmætaöflun þjóðarinnar. —
Allir þurfa þeir að vinna saman
af fuílri einlægni, festu og ein-
beitni til þess að skapa heilbrigt
og varanlegt efnahagskerfi. Mynd
um nú órofa fylkingu um þetta
mál og komum þvi í höfn.
íslenzka þjóðin hefur áður sýnt
að hún getur staðið saman sem
einn maður, þegar um frelsi og
sjálfsagðan réít þjóðarinnar er að
tefla, enis og var i sjálfstæðismáli
voru, landhelgis- og handritamáli.
Hversvegna ættum vér þá ekki
eins að geta staðið saman um það
að skapa oss örugga lífsafkomu í
landi voru, og réttláta og -sann-
gjarna skiptingu þjóðarteknanna í
grundvallaratriðum? Vissulega er
það hægt. Vér þurfum aðeins að
gera það strax. Myndum þjóðar
einingu um þetla grundvallarmál
efni íslenzku þjóðarinnar!
3. síðan
því, að aldurinn toíti alls ekki á
suma ameríska leikara, að því er
séð verði.
Eilíf æská
í samkvæmi, sem haldið v-ar fyr
ir gestina í New York, átti frú
Makarova samtal við hina glæsi-
legu „ömmu", Marlene Dietrich.
— Iívernig farið þér a'ð þessu,
spurði rússneska leikkonan.
— Hvert er leyndarmál yðar?
— Leyndarmálið, svaraði Diet-
rieh, — er vinna, vinna og aflur
vinna.
Frú Makarova virtist ekki sér-
lega hrifin af þessu svari.
— Hvers konar vinna? spurði
hún.
— Líkamleg vinna, útskýrði
Dietrich. — Ég þvæ gólf og mála
veggi. Ég geri hvað sem er. -Lítið
þér bara á hendur mínar.
Frú Makarova missti brátt álliug-
ann á Dietrieh-aðfer'ðinni. En hún
kvaðst munu kryfja spurniiiguna
um æskuna til mergjar, er til
Hollywood kæmi. Hún var greini-
lega á því, að finna mætti auðveid
ari leið en þá, sem Marlene Diet
rich benti á.
Þegar leikkonan var spurð um
efni kvikmyndar þeirra, sem hún
leikur í, hvort þær væru eitthvað
svipaðar þeim, sem Maril.vn
Monroe gerir, vaTð hún snúðug
og bað spyrjandinn að athuga
það, að þegar állt kæmi til alls
væri hún nær þrítugu en sextugu.
En síðar viðurkenndi -hún, að ekld
byggðust myndir hennar jafn mik-
ið á kynþokkanum og myndir
Marilyn. I rauninni myndi hún
ekki eftir neinni, sem jafnast gæti
á vi'ð þær, nema kannske mynd-
inni ,,Kennarinn“, þar ,sem hún vefe
ur hinar frumstæðustu kenndir
manns nokkurs i toaðsenu — sem
ekki sést á myndinni, lieldur er
aðeins dróítað að!