Tíminn - 10.12.1958, Side 12

Tíminn - 10.12.1958, Side 12
Hvassviðri, slydda, en siðar rigning Guðmundur Péturs við bryggju í Reykjavík í gærkvöldi. Nýju togskipin geta valdið tíma- mótum í fiskveiðum Islendinga Gutímundur Péturs kom til Reykjavíkur í gær. | Hin togskipm afhent á næstu vikum og mán. 1 gær kom togarinn Guðmundur Péturs, hinn fyrsti af tólf sem ríkisstjórnin lætur smíða í Austur-Þýzkalandi, til Reykja- víkur. Togarinn er gerSur út af hlutafélaginu Baldri á Bol- tmgarvík og þangað kom hann á fimmtudag. Tog'arinn hreppti aftakaveður kvöldið áður en hann kom til Bolungarvíkur, en reyridist mjög vel. Skipst.ióri á togaranum er Leif- ur Jónsson, fyrsti stýrimaður Þór- ir Hinriksson og fyrsti vélstjóri Jóhannes Jóhannesson. Fram- kvæmdastjóri Baldurs h. f., sem gerir logarann út. er Guðfinnur Einarsson, en formaður félags- stjórnar er faðir hans, Einar Guð- finnsson. Þessir aðilar lýstu ánægju sinni ineð skipið í gær, er fréttamönnum gafst færi á að ræða við þá og skoða skipið, sern er í alla staði mjög vandað. , Frumvarp atvinnu- tækjanefndar Hau4dð 1956 samdi atvinnu- tæk.janefndin frumvarp til laga um heimild til skipakaupa o. fl. Ríkisstjórnin lagði frumvarpið fyr ir alþingi, og var það samþykkt fyrir áramótin næstu. í þessum lögum var ríkisstjórninni heimilt að að Iáta smíða sex 150—250 smálesta fiskskip erlendis. Síðar lagði nel'ndin til, að skipunum yrði l'jölgað upp í 12, og var það einnig samþykkt á Alþingi. Samkvæmt lögunum gerði at- vinnutækjanefnd svo tillögu um [rað til ríkisstjórnarinnar, hvernig ráðstafa skyldi þessum 12 skip um. Samþykkti ríkisstjórnin þess ar úthlulunartiriögur nefndarinn ar aö mikiu leyíi eins og nefndin setti þær fram. Samkvæmt því er gert ráð fyrir, að skipunum verði skipt þannig milli landshluta: Vestfirðir 4 skip, Norðurland 3 skip, Norðaustui'Iand 2 skip. Aust firðir 3 skip. Er nú gert ráð fyrir, að síðustu skipin af þessum tólf komi til landsins á næsta vori. 1 atvinnutækjanefnd eru Gísli Guðmundsson alþingismaður, sem er formaður nefndarinnar. Birgir Finnsson, á ísafirði, og Tryggvi Helgason á Akureyri. Stærð skipanna er 240—250 smá lestir. Þau verða flesl með togút búnaði en einnig ætluð til veiða af öðru tagi (síldveiði, netaveiði, línuveiði). Þau rista töluvert grynnra en togarar og geta því lagt afia á land á mörgum stöðum. þar sem hafnarskilyrði leyfa ekki löndun úr stærri togurum og ekki enn fyrir hendi nægileg skil yrði til vinnslu stórra togarafarma. VeiSiaðferSir sameinaðar Aðalmál skipanna eru sem hér segir: Heildarlengd 38,65 m., lengd milli lóðlína 34 m., breidd á bandi 7,30 m,- og dýpt 3,60 m. .Teikningar af skipunum hefur ______________(Framh. á 2, s'íöu.) Reykjavík, —1 stig, Akureyri —5, Kaupmannahöfn 3, New York —1. Þriðjudagur 9. ■lesembcr 1958. A ferð um fjórar áifur eftir Guðna Þórðarson Bókin er prýdd hundrað myndum, sem höfund- urinn hefir sjálfur tekií á fertSum sínum um fjölmörg lönd Komin er út bókin Á ferð um fiórar álfur eftir Guðna Þórðarson. Eins og titillinn ber með sér, þá segir höfund urinn frá ferðum sínum um fjölmörg lönd, sem sum hver eru ekki ýkja kunn hér á landi, né þær þjóðir, sem þau byggja. Bókin er prýdd hundrað myndum, og' eru fjölmargar þeirra heilsíðu- myndir. Útgefandi er bóka- útgáfan Fróði í Reykjavík. Ekki þarf að kynna höfund bók- arinnar fyrir íslenzkum blaðales- endum, þar sem hann hefur verið umsvifamikill í íslenzkri blaða- mennsku árum saman. Þá er Guðni í hópi fremstu Ijósmyndai'a landsins, og jþví mikill fengur að myndum hans í þessari bók. Lönd í austri Bókin hefst á hluta, sem höfund (Framh. á 2. síðu.) Guðni Þórðarson Innlent skuldabréfa- lán til Sogsvirkjunar Áætlaft aí selja innan lands skuldahréf fyrir 30 millj. og séu j>au verítryggð Leifur Jónsson, skipstjóri við stjórnvölinn. Atvinnuleysi mik- ið í Finnlandi NTB—Helsinki, 9. des. Koinm únistai- í Finnlandi efndu til úti fundar og kröfúgöngu i Ilelsinki í dag. Varð fundurinn fámennur og létu þátttakendur heldur Iítið yfir sér. Voru borin kröfuspjöld og rauö ir fánar. Gengið var að iþinghúsinu og þar hélt foringi flokksins Hertha Kuusinen ræðu. Krafðist hún þáttöku í'lokksins í ríkisstjórn og réðst á Fagerholm, sem hún taldi spilla vináttu Finnlands og Sovétríkjanna. Kommúnistar höfðu látið fyrir fram mikið yfir fundi þessum og 'Raunar urðu þeir ckki nema 7 Faunar urðu þeir ekki nema 7 þús. og vafalaust hefir vont veður átt sinn þátí í því. Atvinnuleysí er nú geisi mikið í Finnlandi. Tala atvirinulausra er 7Í> þús. og fjölg ar atvinnulausum uin 6 þús. á viku. Fram er komið á Alþingi frv. til laga um viðauka við lög frá 1946 um virkjun Efra-Sogsins. Er frv. flutt af fjárhagsnefnd efri deildar. 1. grein frv. er svohljóðandi: ■ „Stjórn Sogsvirkjunarinnar er heimilt að taka skuldabréfalán til virkjunar Efra-Sogs, allt að þrjátíu milljónum króna, enda komi samþykki ríkisstjórnarinnar til. • Akveða má, að skilmálar bréf- anna séu þannig, að upphæð endur greiðslu og vaxta eða annars hvors j hreytist í hlutfalli við breytingu ' | rafmagnsverðs til neytenda í Reykjavík frá útgáfudegi bréfanna | til gjalddaga. Þessa verðtrj'ggingu má miða hvort sem er við einstaka rafmangstaxta eða vísilölu nokk-1 urra rafmagnstaxla. j Ríkissjóður og bæjarsjóður, Reykjavíkur bera sameiginlega, ' báðir fyrir annan og annar fyrir báða, ábyrgð á skuldbindingum | Sogsvirkjunarinnar samkv. lögum j þessum, innbyrðis er ábyrgð hvors aðila takmörkuð við eignarhluta hans í Sogsvirkjuninni á hverjum tíma, sbr. sameignarsamning, dags. 30. júlí, 1949. 2. gr. Lög þessi öðlast þegar gildi.“ Svohljóðandi greinargerð fylgdi frv. Frv. þetta er flutt samkv._ ósk fjármálaráðherra í bréfi dags. 5. des. og fylgdu því svohljóðaridi athugasemdir: Fjáröfluntil virkjunar Efra- Sogs er nú það lángt komin, að tryggt er fé til greiðslu alls erlends (Framh. á 2. síðu.) Hvaða bækur eru á boðstólum? — Þessar eru auglýstar hér í blað inu í dag: BÓKFELLSÚTGÁFAN: Móðir mín bls. 4 I FRÓÐI: Á ferð um i'jórar álfur bls. 5 I LITBRÁ: This is Icelaud — ljósniyndabók bls. 8 I IÐUNN: Akú — akú bls. 9 I ÍSAFOLD: Kirkjan og skýjakljúfarnir bls. 11 I MENNINGARSJÓÐUR: Veröld sem var Höfundur Njálu Rit Pálma Hanriessonar bls 6. II SKUGGSJÁ: Falinn eldur bls. 6 II 14 DAGAR TIL JÓLA Börðu í borðið og köstuðu eggjum um alla íbúðina Þegar maður. sem á heima vest- ur í Granaskjóli, kom heim til sín um fimmleytið í fyrradag, I skipstjóraklefanum í GuSmundi Péturs, taliS frá vinstri: FeSgarnir og skipaverkfræSingarnir BárSur G. Tómasson og Hjálmar R. BárSarson, höfðu verið linnin spcRvirki í Guðfinnur Einarsson, framkv.stjori Baldurs hf. og Leifur Jónsson skipstj. | íljúðinni. stolið parkerpenna Og tveimur vasaljósum. Þá höfðu ver ið tekin egg úr eldhúsinu og þcim kast'að um alla ibúðina, og barið með hamri ofan í skrifborðs plötu úr harðviði. Sýnt var að brotizt hafði verið inn í kjallara hússins, og farið þaðan inn í íbúð ina. Sjónarvottu'i' hel'ir tjáð lög- reglunni, að hann hefði séð til stráka á ferð hjá húsinu, skömmu áður en eigpndi kom heim.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.