Tíminn - 16.12.1958, Blaðsíða 7

Tíminn - 16.12.1958, Blaðsíða 7
T í MT N N, þriðjudaginn 16. descmber 1958. 7 B Æ K U R O G H Ö F U NP A R Rödd úrhorfnum menningarheimi Stefan Zweig: VERÖLD SEM VAR. — Sjálfsævisaga. — Hall- dór J. Jónsson og Ingólfur Pálma son þýddu. — Bókaútgáfa Menn ingarsjóðs, Reykjavík 1958. Sjálfsævisaga stendur á titil- blaði þessarar bókar, og vist er það satt 'að Ibókin fjallar um ævi Stefans Zweig og er ritúð af hon- um sjálfum. En það er aðcins hálf- ur sannleikur um bókina og ekki það. Zweig leitast fyrst og fremst við að segja sögu támanna sem ihann lifir, sögu evrópskrar menn ingar frá því á síðustu áratugum aldarinnar sem leið fram til síð- ustu •heimsstyrjaldar. 1-Iann telur sig fyrst og fremst evrópumann, fulltrúa menningar, sem týndist í svartnætti fasisma og heimsstyrj- aldar. Og það er mynd þessarar menningar, sem hann dregur í ævi sögu siuni, Veröld sem var. Einka mál .s.jálfs hans koma ekki við sögu nema þar sem þau geta orðið itil skýringar á öðrum og stærri at- burðum. Hann nefnir fæst verk sín, getur þess lauslega að hann kvænist, nefnir lát móður sinnar, en hann er svo fágætlega hógvær um líf sitt að það hverfur lengstaf að baki þeirra atburða er hann lýsir. Zweig er afsprengi evrópskrar borgaramenningar á ofanverðri nítjándu öld, fæddur í Vínarborg 1881. Það er framfaratrúin og ör- yggiskeundin er mótar heim æsku ára hans, Austurríki og Evrópu á árunuin fram að heimsstyrjöldinni fyrri, og þar mótast Zweig sjálf- ur: rótgróin einstaklingshyggja hans og frjálslyndi, ástríðuþrungin ást hans á list, fegurð og frelsi. En þessi heimur þar sem allt virð jst horfa til hins bezta er í raun- inni dauðadæmdur. Dauðamörkin leyna sér ekki á hinu forna Austur riki þaf sem ellin situr í hásæti yfir sundurlyndum og ósamstæð- um þjóðabrotum, þar sem æskan •er taiin hælluleg en borgaralegt öryggi metið öllu öðru hærra. Og þótt evrópsk menning blómgist fag urlega á ytra borði, ber hún mein- semd hið innra með öllum fram- föruhum, útþenslustefna grípur hvert rikið af öðru, undir niðri heyja stórveidi og auðhringar ein- •stakra landa miskunnarlausa bar- áttu um völd og ítök. Og 1914 er bendi veifað til leiks, og þessi friðsæli heimur ferst í eldi og reyk. Zweig- er einn hinna fáu er halda ráð og rænu i hamförum styrjaidarinnar, og átakanleg er lýsing hans á umkomuleysi hinna fáu friðarsinna á þessum árum. Allur meirihluti manna er á valdi stríðsæðisins, og þeir fáu sem eru á öndverðum meiði mega sin bók- stafl. einskis, raddir þeirra kafna í gný vígvélanna. Þær tilraurrir, sem gerðar eru til að samcina friðarsinnaða menntamenn fara út um þúfur, sundurlyndið skýtur alls staðar upp kollinum. Og að stríðs- lokum eru stjórnmálaklækirnir óð ara komnir í hásæti á nýjan leik, áður en langt um líður er ljóst að enn verra er í vændum. Ilitler kemst til valda, og skuggi hans hvilir æ þyngra yfir þessari bók þar til henni lýkur í september 1939. Þar eru tímaskii, segir Zweig í forspjalli. „Og i dag stöndum við enn á tímamótum, við ný þátta- skil, nýtt upphaf. Það er því ekki út í bláinn, að ég læt í bráðina þessar endurminningar mínar enda við ákveðinn mánaðardag, því þénnan septemberdag 1939 var endahnútur riðinn á það tímabil, er mótaði okkur og mannaði, sem nú erum sextugir. En ef við getum með vitnisburði okkar fiutt næstu kynslóð fáein sannleikskorn úr hrynjandi rústum þess, hefur erf- iði okkar ekki til einskis orðið.“ Þannig er þessi bók harmsaga öðrum þræði, saga um hörmungar ■heiilar veraldar. En aðeins öðrum þræði þvi jafnhliða er rakin sigur saga menningar er stöðugt vinnur nýja landvinningf, í riki andans. „Aldrei fyrr hefur mannlegt sam- félag gengið fram í jafn-djöful- legri breytni og aldrei leyst af höndum jafn-ofurmennskar dáðir“ segir Zweig á einum stað. Hann hefur haft meiri og minni kynni af flestum þeim mönnum er láta að sér kveða í andlegu iifi Evrópu á þessum tíma og lýsir mörgum þeirra á frábæran hátt. Má þannig nefna minnisstæðar frásagnir hans af Hugo von Hofmannsthal, Theo- dor Herzl, Freud, Rainer Maria Rilke og ekki sízt Romain Rolland. Þessir menn og fjöidi annarra skáida, listamanna og hugsuða eru hinar raunverulegu söguhetjur þessarar bókar og miklu fremur en Zweig sjáifur, þeir eru eins og hann, beztu fulltrúar evrópskr- ar menningar á tuttugustu öld. Og við lesturinn hlýtur það að vekja manni furðu hveimig siðleysi og viliimennska fasisma og nazisma gat megnað að troða verk þessara nýjan ávöxt, þótt stofninn væri fallinn fyrir öxinni? Það sem kyn. slóðirnar höfðu skapað fyrr og nú tortímist aldrei að fullu. Manni varð að lærast að hugsa í meiri víðernum og lengri tímabilum. Ég sagði við sjálfan mig, að menn ættu ekki eingöngu að hugsa evrópskt, heldur út yfir endimörk Evrópu, ekki að sökkva sér niður í deyjandi fortiðarmenningu, heid ur stuðla að endurfæðingu henn- ar.“ Þrátt fyrir alit er þetta endan leg 'niðurstaða Zweigs, sá ávöxt- ur er hann bsr úr býtum úr skip- broti Evrópu. (Framh. 4 8. síðu.i VIGFUS GUÐMUNDSSON Framtíðarlandið - ferðabok Vigfósar Vigfús Guðmundsson gestgjafi hefir nú sent frá sér aðra ferða- bók sína, .-em fjallar um Suður- Ameríku og kaliar höfundur hana Framtíðarlandið. í þessari bók segir Vigfú.v frá langri ferð sinni um Suður-Ameríku og segir marg víslegan fróðlcik á leiðinni. Fyrsta bók Vigfúsar Umhverfis jörðina þóiti skemmtileg og per- sónuleg ferðasaga, enda kann Vigfús þá list að segja skemmti- lega frá og gera frásögnina per- sónulega og lifandi. Það eru mörg sömu höfuðein- kenni á þessari nýju bók Vigíúsar sem liinnar fyrri.Menn verða strax við lestur fyrstu blaðsíðanna ósjálfrátt samferðamenn Vigfúsar og þykir sú samfylgd góð til enda og lýkur fyrr en margir kjósa. Vigfús gerir sér far um að leita uppi islendinga og afkomendur þeirra úti í heimi og hefir hann á ferðalögum sínum bjargað frá igiötun mikilsverðum fróðleik í þessu efni og ritað um það j skemmtilega sögu í ferðabókum j sínum. Við lestur þessarar nýju bókar Vigfúsar komast flestir að raun um það að þeir vita tiltölulega lítið um þetta mikla meginland á suðurhveli jarðar. Margir skemmtilegir kaflar eru í bók Vigfúsar um Suður-Ameríku, en ef til vill er þó sá forvitnileg- astur, sem fjallar um afkomendur ísienzku landnemanna í Brasilíu, Brasilíufaranna, sem á sínum tíma þóttu hinir mestu fullhugar j og ævintýramenn, er þeir kvöddu föðurlandið og héldu suður til Brasilíu og námu þar land. Vigfús Guðmundsson er um margt óvenjulegur maður. Ilann er fullhugi mikill, sem ólst upp í faðmi borgfirzkra dala, en leitaði sncmjna út á kóngavegi ævintýr- anna. Ungur maður hélt hann til Noregs og þaðan til Ameriku, þar sem hann kynntist ævintýrum, og eru þau enn mikið til óskfáð. Hann gætti hjarðar í Klettafjöll- unum meðan villta vestrið var villt í þess orðs fvllstu merkingu. Sjálfsagt hefir hann séð mikil tækifæri til þess að eignast þægi- lega búsetu í Ameríku, en lika um það reyndist hann hinn óvenju- legi íslendingur, sem ekki fer alltaf þá sióðina, sem troðnust er cg auðveldust. Hann sneri heim til íslands, s'innti þar hugsjónum sínum og áhugamálum og gerði myndarlegt átak til þess að kenna þjóðinni að sjá og njóta náttúru- fcgurðar landsins. Margir þeir, sem þekkja Vigfús, og þeir eru margir, vonast enn | eftir bók frá hans hendi, þar sem ! iiann segir frá ævintýrum fullhug ' ans í æs'ku, upp um íslenzk fjöll : og -heiðar, austur í Noregi og vest- ! ur á Klettafjöllum. Enda þótt ferðabækur Vigfúsar séu góðar,! myndi slík endurminr.ingabók lík-1 1 lcga verða þeim ennþá forvitni- j legri, því að þar myndi Vigfús i segja ævintýri og sannar sögur, : sem ekki er á annax’ra færi að segja. —gþ. Sjö sldp og sín ögnin af hverju sóna, og kennir þar stundum hóf- leysis og misræmis, og á það við 'um fleiri persónur sögunnar, en eigi að síður eru viðbrögð hennar oft og einatt mjög kunnugleg í við skiptum við litlu stúlkuna. Og gegnum alla harðneskjuna skynj- ar lesandinn góða konu, sem stundum beitir sjálfa sig hörðu til þess að halda til gildis þeim upp- eldisreglum, sem, hún telur barn- ungri frænku sinni nauðsynlegar til farsældar. En vankantar þessarar sögu hverfa mjög í skugga þess' tæra skáldskapar og mannþekkingar, sem lýsingin á litlu stúlkunni er. Hún er alla söguna svo nærfærin og heilsteypt, að maður segir við sjálfan sig hvað eftir annað, að höfundur hljóti að byggja að ein- hverju leyti á eigin reynslu eða nákunnugri. Atvik, viðbrögð og tiifinningaandsvör barnsins verða oft svo eðlileg og persónuleg, að þau afneita hugarsmíð fullorðinn- ar manneskju cn sverja sig til sárrar lífsreynslu. Það fer heldur ekki milli mála, að hugur höfundar er mjög bund- inn þessai-i aðalpersónu, jafnvel svo að bygging sögunnar í heild bíður linekki af, og sögusviðið og aðrar persónur mótast ekki svo skýrt sem skyldi. Eigi að síður verður að viðurkenna, að Þórunn Elfa hefir vaxið mjög við ritun þessarar bókar, og vegna ríkrar samúðar og skilnings á örlagabar- áttu barnssálarinnar rís sagan hátt á gráum grunni fábreyttrar at- burðarásar. —AK. manna í svörð — þótt kannske væri það aðeins um stundarsakir. Úr þessari spurningu gat Zweig aldrei leyst. það var hún sem síðar hrakti hann í dauðann. Hann er fulltrúi kynslóðar er festi allt sitt traust á frelsi einstaklinganna, andlegu og líkamlegu, og yfirgang- ur og harðstjórn hvers kyns múg- hyggju er honum viðurstyggð, sem hann fær hvorKi unað né lifað við. Og bók hans er ninn fegursti vitn- isbui-ður um alreK þessarar kyn- slóðar, rödd úr horfnum menning- arheimi. Þar sern Zweig segir frá kynn- um sínum af Suður-Ameriku segir á einum stað: „Ég varð altekinn áköfum fögnuði og nýju trúnaðar- trausti. Hafði menning þjóðanna ekki flutzt land úr landi um þús- undir ára, höfðu frjóin ekki ævin- lega lifað af og borið blóni og „Dropi í hafið‘\ skáSdsaga eftir Margareth Jessen Komin er út lijá Ægisútgáf- unni skáldsagan „Dropi í haíið“ eftir Margareth Jessen. Hún er fædd i Tromsö í Noregi og hefir allt sitt líf átt heima í norður- hluta landsins, og þar í fiskiþorpi í Finnmörk, gerist skáldsagan. Lífið einsog það gerist þarna, frumstætt, drfitt og hörkulegt eins og fólkið sjáift birtist í aðal- Sigurður Haralz lá í siglingum lengi ævi. Var hann ævintýramað ur mikill, og hefir áður sýnt, að hann hefir frá ýmsu að segja. Þrjár bækur voru áður komnar út eítir hann og nú kemur hin fjórða — Sjö skip og sín ögnin af hverju. Þelta eru auðvitað sjóferðasög- ur, en þó fremur — eins og' jafn- an verður, þegar menn eru orðnir nógu miklir sjómenn -— rabb um daglegt líf þeirra, sem eiga heima á skipum. Sigurður er óneitanlega skemmtilegur sögumaður og nógu hlédrægur til þess að gefa lesand- anum ævintýri sín í skyn fremur en hafa um þau mikinn málanda. En frásögnin er öll yljuð góðlát- iegri kímni, og í þvi efni er hann ekkert hlífisamari við sjálfan sig en aðra. Þetta er því einkar nota- leg bók. Margt ber skoplegt við í frásögn Sigurðar, og hún ber öll þess' merki, að „yfir hið liðna bregður blæ, blikandi fjarlægðar". Þótt forsjónin í lífi sjómannsins sé sjaldnast mikil, þegai- hann hefir fast land undir fótum, er heilbrigt og mannlegt viðhorf allsráðandi — að minnsta kosti í þessum minn persónunni, Stínu. Örlög hennar eru farvegur bókarinnar, partur lífssögu frá æsku til fullorðins- ára, vegur skyldu og fórnar til strils og vonbrigða. Þetta er stutt- orð, hversdagsleg saga og blátt áfram. Þýðinguna gerði Skúli Jensson. ingum, hvort sem það ber að þakka því, hvað þær eru orðnar ráðsettar, eða hinu, að Sigurður hefir verið afbragð ungra sjó- manna, og verður það héðarx af að liggja milli hluta. Það væri oíætlun að rekja þveit ing Sigurðar heimshorna miili, enda gefur yfirferðin bókinni ekk ert gildi. Hilt er rneira um vert, hvernig hann lýsir mannfólki. Hver skyldi það vera, sem ekki brosir í kampinn að blundi Sigurð ar standandi á göíu í Sydney eða að „riksjá-ævintýri hans í Kína. En skemnrtilegast þykir mér, hvernig Sigurður lýsir þjónustu sjómanna við réttlætið, bæði L innbyrðis skiptum og eins út á við, þar sem þeim gefst færi á að skakka leik eða koma fram hegn- ingu fyrir aðra. Ævinlýri Sigurðar eru mörg og skemmtiíeg og gerast jafnt í hafn- arborguin Ivína sem Vestur-Indía, Suður-Afríku og Rússlands, Eng- lands og Ástralíu. Og Kaupmanna- höfn og Snæfellsnes koma lika við sögu. Þetta er vel skrifuð bók og ákaflega skemmtileg. Ekki fellir það bókina í gildi, að þar eru nokkrar prýðilegar teikningar, sagðar eflir unga stúlku, sem ekki vill láta nafns síns getið. Eru myndirnar einfald ar og kímilegar, og get ég ekki stillt mig um að láta tvær fljóta hér með. Satt er það, að þessi bók Sigurð- ar Ilaralz er „sín ögnin af hverju“ og verður það syrpa góð, ér sam- an kemur. —AK. Á víðavangi Skrökvað eftir nótum Það er gömul trú, en c. t. v. ekki að sama skapi góS, aö' ráði'S til þess a'ð fá menn til að' trúa lýg- inni, sé að endurtaka hasia nógit oft. Þjóðviljinn virðist hafa tii- einkað sér þennan lærdóm og not ar Imnn ósleitilega. í háifan már.- uð hefir hann látlaust hamrað á því, að' Framsóknarmenn liafi ætl að sér að „stela“ 17 vísitölustig- um af verknmönnum. Alidrei hefir biaðið þó komizt nær því a'ð röksty'ðja þetta en það, a'ð segjn þenna þjófnað hafa verið falinn í tilmælum forsætisrá'ðherra til A1 þýðusambandsþings. Og hvernig voru þá þessi tilmæli? Jú, þaii voru á þá leið, a'ð verkalýðssai"- tökin féllust á að frestað yi'ði greiðslu fullrar vísitöluuppbótar yfir einn mánuð, i mesta lagi þó, með.in stjórnarflokkarnir léituðu fyrir sér um samkomulag tilistö'ðv unar dýrtíðinni. Næðist ekki sam komulag um annað, skyldi uppbót in greidd. Þetta kallar Þjóðvilj- inn aff ræna verkanietin. Áf hverju gerir Ivxnn það? Áf því að hann óttast afleiðingarnar af því óhappaverki konunúnista, að hafa rofið samstarf vinstri flokkanna. Einhver samvizkuslitur virðast þo ómíða kommúnistaforingjana. Þvi reyna þeir að klíha á aðra ábyrgð- inni á afleiðingum eigin verkrc En það' er jafn voniítil barátta bg hún er smánarleg. Öll þjóðin veit hið sanna í málinu. Kommúnistar munu hljóta ver'ðskuldaða skömm ekki aðeins fyrir ósannindi 'sín heldur einnig fyrir a'ð liafa brugft izt stjórnarsamstarfinu þegar mest á reið. Sá er líka jafnun hátc ur lítilmenna. Hver er meiningin? Sjaldan er ein báran stök ög sannast það enn á málflutningi Þjóðviijans. Einn liðurLnní ósaim indakrossferð lians er sá, a® kenna Framsóknarmönrtnm uin þá hækkun, sem orðið liefir a landbúnnðarafurðum. — Héldu kommúnistar a'ð vísitölustigin 17 gengju bara sporlaust yfir sviðið? Eru þeir ekki enn búnir að átta sig á því, að' slík hækkun hlyti aff draga dilk á eftir sér?Eða ætluð- ust þeir til, aff fólk, sem viniiur við geymslu kjöts og söiu þess, nijólkurvinnslu og mjólkursölu og önnur þau störf, er snertu. vinnslu og dreifingn þessara vara sæti eftir á bakkanum er aðrir svömluðu út í vísitöluálinn? Var það kannske mciningin a'ð bænd- ur bæru þessar hækkanir? Þess- um spurningum hefir áffur verið varpa'ð fram hér í bla'ðinu, í til- efni af þessum lokleysuskrifum Þjóffviljans, en svör liafa ekki bor 'izt. Væntanlega lætur Þjóðviljinn þa'ð ekki lengi dragast að skýra viðhorf sín í þessum efnum. Hvað líður pennastrikinu? Mbl. iieldur víst að það spyrji akaflega vísdómslega þegar það spyr: „ . . . hvers vegna J.agði Ilermann Jónasson, forsætisráð- herra, þá ekki þessar „færu leið- ir“ fyrir Alþingi og bað um álií þess? Mun hér átt við cfnahags- málatillögur Framsóknarmanna. Nú rániar Mbl. e. t. v. i það, að undanfarin tvö og liálft ár hef- ir verið þi'iggja flokka stjórn á íslandi. Sá háttur hefir veriff ‘ á hafður í því samstarfi, aff stjórnár flokkarnir hala ekki liver um sig lagt fram á Alþingi tillögur i efnahagsmálum, heldur í sarnein- ingu, þótt Mbl. kunni að þykja það furðuleg vinnubrögð. í sam- ræmi við þetta lögffu Framsóknar menn aff sjálfsögffu sínar tillögur fyrst fram í ríkisstjórninsii. Uni þær varff hins vegar ekki sam- komulag. Þar með var samstarfs- grundvöllur ríkisstjórnarinnar ekki Iengur fyrir hendi og stjórn- iu lilaut a'ð biðjast lausnar. Und- anfarið hefir Ólafur Thors reyní a'ð mynda stjórn, með neikvæffuni árangri, enn sem komið er. Mcð- an það mál er á tilraunastigi er ekki ástæða fyrir Framsóknai- menii að bera sínar tillögur fram á Alþingi. Of snemmt er liinsveg- ar fyrir Mbl. aff fullyrð'a nokluiiv (Framh. á 8. síðu.)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.