Tíminn - 23.12.1958, Side 6
6
Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN
Ritstjóri: Þórarinn Þórarinsson.
Skrifstofur í Edduhúsinu við Lindargötu
Símar: 18 300, 18 301, 18 302, 18 303, 18 304.
(skrifstofur, ritstjórnin og blaðamenn,
Auglýsingasími 19 523. - Afgreiðslan 12323
Prentsm. Edda hf. Sími eftir kl. 18: 13948
Gruimkaupshækkun
Sjálfstæðisílokksins
EINS og áður hefur verið
vikið aö hér í blaðinu, er yfir
lýsingin, sem Sjálfstæðisfl.
hefur birt um hina misheppn
uðu stjórnarmyndunartil-
raun Ólafs Thors, hið sögu-
legasta plagg. Yfirlýsingin
mun lengi vera talin ein hin
ágætasta heimild um stjórn-
arandstöðu Sjálfstæðisfl.
á árunum 1956—■’58.
Meginniðurstaða yfirlýsing
arinnar er sú, að hægt sé að
tryggja rekstur framleiðsl-
unnar, án nokkurra nýrra
skattaálaga, ef launþegar
fallist á 6% grunnkaups-
lækkun og bændur veiti til-
svarandi eftirgjöf. Þetta þýð
ir m.ö.o., að hefði 6—9%
grunnkaupshækkunin, sem
Sjálfstæðisflokkurinn beitti
sér mest fyrir á síðastl. sumri
ekki komið til sögunnar,
væri nú ekki þörf neinna
nýrra ráðstafana. Það hefur
því fyllilega staðtót, er ríkis
stjórnin og sérfræðingar
hennar sögðu á síðastl. vori,
að efnahagslögin myndu ná
tilætluðum árangri og nýrrar
tekjuöflunar ekki verið þörf,
ef ekki yrði meiri hækkun á
grunnkaupi en lögin gerðu
ráð fyrir.
ORSÖK þess, að nú er
þörf nýrra ráðstafana í efna-
hagsmálum, er því fyrst og
fremst fólgin í kauphækkun
arbaráttu Sjálfstæðisflokks-
ins á síðastl. sumri. Strax ef t
ir að efnahagslögin voru
sett, hófu forustumenn Sjálf
stæðisflokksins mikinn áróð
ur fyrir því innan verkalýðs-
félaganna, að krafizt væri
nýrra kauphækkanna. Stjórn
arandstæðingar í Alþýðufl.
og Alþýöubandalaginu létu
fljótt undan þessum áróðri,
sumpart vegna þess, að þeim
var ósárt um, þótt efnahags-
lögin bæru ekki árangur og
sumpart vegna þess, að þeir
voru hræddir við áróður
Sjálfstæöisflokksins vegna
nálægra kosninga-til Alþýðu
sambandsþings og töldu það
styrkja aðstöðu sína í þeim,
að taka þátt í þessu kapp-
hlaupi. Afleiðingin varð sú,
að nokkur félög knúðu fram
kauphækkun strax í sumar
og eftir það varð ekki staðið
gegn almennri kauphækkun.
í haust var því svo komið,
að grunnkaupið hafði yfir-
leitt hækkað 6—9% meira en
efnahagslögin gerðu ráð fyr-
ir. Eftir það varð ekki hjá
því komizt að gera nýjar
ráðstafanir, ef ekki átti að
láta framleiðsluna stöðvast.
ÞAÐ, sem hér er rakið,
sýnir það ómótmælanllega,
að Sjálfstæðisflokkurinn ber
meginábyrgð á þeim vanda,
sem nú er glímt við. Sú niður
staða sérfræðinga hans, að
þörf sé 6% grunnkaupslækk
unar, er skýrust sönnun þess,
að það er einmitt grunn-
kaupshækkunin, sem flokk-
urinn knúði fram, er nú veld
ur vandanum.
í þessari niðurstöðu sér-
fræðinga Sjálfstæðisflokks-
ins, felst vissulega hin
þyngsti áfellisdómur um
stjórnarandstöðu flokksins.
Allt síðan að flokkurinn
lenti í stjórnarandstöðu, hef
ir hann unnið kappsamlega
að því að ýta undir kaupkröf
ur og kauphækkanir. Því mið
ur hefur honum orðið alltof
vel ágengt í þessum efnum.
Afleiðingin af þessari iðju
hans hefur þó aldrei komið
jafn ljóslega fram og nú,
staðfest af sérfræðingum
hans í opinberri yfirlýsingu
frá sjálfum flokknum.
Þessi verknaður forkólfa
Sjálfstæðisfl. verðskuldar
enn þyngri áfellisdóm en ella
vegna þess, að þeir fremja
hann vel vitandi um það, að
þeir eru hér ekki að vinna
fyrir launþega, heldur ein-
göngu í því augnamiði að
valda erfiðleikum og gera rík
isstjórninni erfitt fyrir. —
Sannarlega verðskulda slík
vinnubrögð þyngsta dóm.
ÞRÁTT fyrir það, þótt
Sjálfstæðisfl. hafi þannig
tekizt að koma i veg fyrir,
að efnahagslögin næðu til-
ætluðum árangri og nýrri ráð
stafana sé nú þörf, stendur
það eigi að síður óhaggað, að
ekki hefur um langt skeið
verið eins auðvelt við stjórn-
arskipti að finna lausn á
vanda efnahagsmálanna og
nú. Þótt grunnkaupið væri
nú lækkað um 6%, myndi af
koma launþega vera áfram
mjög sæmileg og kaupmátt-
ur launanna vera sízt minni
en hann var í október eða |
febrúar síðastl., þegar hin
svokallaða stöðvunarstefna
var enn í gildi.
í þessari niðurstöðu felst
vissulega mikil viðurkenning
um starf núverandi rikis-
stjórnar. Þrátt fyrir hina á-
byrgðarlausu og óþjóðhollu
stjórnarandstöðu, er reynt
hefur að valda hinum mestu
truflunum í efnahagslífinu
meö kaupkröfum og verkfalls
brölti, hefir hinni fráfarandi
ríkisstjórn tekizt að halda
hér uppi blómlegu atvinnu-
lífi, efla og auka atvinnu-
reksturinn út um land og
skilja þannig við, að aðgerð-
ir í efnahagsmálum eru öllu
auðveidari nú en þær hafa
lengi verið.
Óhætt má því segja, að
hlutur ríkisstjórnarinnar sé
eins góður og hlutur stjórnar
andstöðunnar er slæmur og
hörmulegur. Fyrir því liggur
nú ekki sízt örugg heimild,
þar sem er álit sérfræðinga
Sjálfstæðisflokksins um þá
grunnkaupshækkun, sem
flokkurinn knúði fram á síð-
astliðnu sumri og nú orsakar
þann vanda, sem glímt er
við.
TALDRAÐ
Á BÍI
Vegír og vegleysur - „GuSI-
gröftur” á Bíldudal - öragnéfa
Eokunin - Nýr fogari um ára-
mót - Gallað kennsiupláss -
IColapélitík - Lóiaska í fjörðinn
Ekki veit undirritaður,
hve margra roðskóa heiðin
milli Tálknafjarðar og Bíldu
dals er, en hún er gengin
á röskum þram tímum.
Hæsti tindur á þessari leið,
Hálfdanarfell, nær 614
metra yfir sjávarmál, og
vegurinn lokast bifreiðum í
fyrstu snjóum.
Kristján Ásgeirsson, afgreiðslu-
maður hjá Kaupfélagi Arnfirð-
:inga, lofaði því í símanum, að
undiritaður skyldi ekki verða
drepinn þótt hann kæmi til Bíldu-
dals. Hann stóð utan dyra hjá
kaupfélagshúsinu, þegar undir-
ritaðan bar að úr heiðargöngunni,
og hann bauð þegar uppá máltíð,
gisting og buxnaskipti meðan
ferðabrókin var að þorna. Hann
stóð þvi við orð sín og meira til.
Ógreiðfær vegur
Það barsl í tal okkar Kristjáns,
að vegurinn milli Tálknafjarðar
og Bíldudals væri síður en svo
í góðu ásigkomulagi.
— Þessi vegur var lagður á
niu dögum, sagði Kristján. — Upp
haflega ruddur til að koma vinnu
vélum til Bíldudals, og þess vegna
má segja, að hann hafi upphaflega
ekki verið lagður á heppilegustu
stöðum, heldur þar sem auðveld-
ast var. í fleiri ár var lítið fyrir
veginn gert, þar til nú uppá síð-
kastið, að nýir kaflar hafa verið
Iagðir hérna megin og skipt um
vegarstæði. Þetta hefir verið til
mikilla bóta. Annars teppist Hálf-
dán (efsti hluti heiðarinnar)
mjög fljótt. Það gerir að vegur-
inn er niðurgrafinn, og að öllu
jöfnu má segja, að hann sé mjög
ógreiðfær.
Saima má segja um veginn
héðan út í Selárdal. Hann ér allt-
aí ófær á vetrum; mjög eríitl að
ýta af honum vegna svella. Það
vanta i hann ræsi á mörkum
stöðum. Oft hlaupa á hann skrið-
ur og snjóflóð að vetrinum.
Framfíðarleiðin
Við höldum áfram um vega-
málin. Kristján er þeim vel kunn
ugur. Hann hefir margra ára bif-
reiðarstjórasiarf að baki.
—• Hvað um veginn í Trastans-
íjörð?
— Hann má teljast sæmilegur
allt í Reykjarfjörð að öðru leyti
Guðbjartur Ólascin
— selja bátana eða fleygja þeim.
en því, að það eru tvær óbrú-
aðar ár á leiðinni. Þær verða oft
ófærar í rigningum og önnur um
ílæði. Hún, Otradalsá, verður líka
ófær vegna uppbólstra að vetrin-
um. Það er sérstaklega erfitt að
eiga við hana vegna mjólkurflutn-
inga frá Fossi í Dufansdal.
Frá Reykjar.firði í Tro.tansfjörð
liggur vegur, en hann er varla
fær fólksbílum og alls ekki í rigr,-
ingum. Sá . kafli hefir ekkert
verið lagfærður síðan hann var
lagðúr, fvrr en í sumar. Þá var
dálítill spotti lagfærður með jarð
ýtu. Um þennan veg liggur fram-
tiðarleiðin suður og norður, því
hann á að tengjast Vesturlands-
veginum ofanvið Trostansfjörð.
Arnfirðingum leikur hugur á, að
þessi vegatcnging verði íram-
kvæmd, því þá styttast leiðir bæði
s'uður og norður. Um leið og
vegirnir mætast mun ísafjarðar-
sýslunni opnast leið suður. Leiðin
tipp frá Trostansfirði er talin
mjög vel fallin til ruðnings með
jarðýtu.
Sýsluvegur er frá Trostansfirði
i Langabotn. Var únnið í honum
með jarðýtu inn að svokallaðri
Ófæru. Þar þarf að sprengja og
stöðvuðust framkvæmdir í haust.
Einn Hl samanburðar
— Þær vegabætur, sem hér eru
gerðar fara oft fram á haustin.
Ofaníburðurinn oft þveginn úr að
vorinu og kemur að lillum notum.
Vegagcrðin hér hefir eina ámokst-
ursvél og athafnasvæðið nær
yfir Rauðasand, Patreksfjörð all-
an, Tálknafjörð og Arnarfjörð
vestanverðan. Svo það leiðir af
sjálfu sér, að eitthvað verður að
sitja á hakanum. Að öllu saman-
lögðu eru þetta einhverjir verstu
vegir á landinu.
Okkur hefir verið sagt, þegar
við höfum verið að kvarta yfir
vegunum, að við ættum að fara
um Skógarströndina. En það er
náttúrlega hart, ef ekki er nema
einn vegarspotti á öllu landinu,
sem kemst til samanburðar í ó-
færðinni.
MeS lúðrasveit og pragt
Rækjuverksmiðjan er mikilvæg-
ur þáttur í atvinnulííi Bílddæl-
inga. Hún tók til starfa 1938. Var
vígð með pompi og pragt og lúðra
sveit, sem kom til Bíldudals að
sunnan með Gullfossi. Verksmiðj-
an er nú rekin af kaupfélaginu.
Konur á Bíldudal pilla rækjuna
í ákvæðisvinnu. Þær eru handa-
greiðar og sumar þeirra hafa á
íjórða hundrað króna daglaun
meðan bændur þeirra verða að
láta sár nægja tímakaup.
Rækjan kemur að hafi íil að
hrygna. Bezt er hún að haustinu
og á veturna. .4 Bíldudal fæst hún
rétt utan v:ð voginn. Þar eru tal-
in beztu rækjumið landsins.
Valdimar Ottósson, verksmiðju-
stjóri, segir að veiðarnar hafi
gengið ágætlega í haust.
— Engin hætta á a'ð rækjan
gangi til þurrðar, Valdimar?
— Það er áreiðanlega hægt að
tcrtíma henni nxeð ofveiði. Veiði-
sxæðið er lítið.
— Margir sem slurida þessar
veiðar?
— Bátarnir eru tveir og þeir
mega koma með ákveðinn
skammt, sem miðast við fjölda
verkafólks í verksmiðjunni. Þeir
fá yfir 24% af pillaðri rækju mið
að við afla; það eru um 200 kíló
af pil’Iaðri rækju á hvorn. Þetta
er eins og að grafa gull. Hvor
bátur hefir um 3200 kr. á dag
og tveir menn á hvorum. 37 kon-
ur og tveir til þrír karlar vinna
að pillun. Sú hæsta hefir .komizt
upp undir f.iögur kíló á klukku-
stund, og þær fá 14 kónur og 22
aura á kílóið. Lengst er unnið að
pillun frá kl. átta á morgnana til
tvö eöa þrjú eftir hádegið. Og
svo geturðu reiknað þeim kaupið.
— Og þetta skapar
— Mikið kvennaríki? Sumir tala
um það. En þessi vinna hefur
hjargað mörgum heimilum.
Fjölbreytni
En fleira er gerl í verksmiðj-
unni en að pilla og sjóða niður
rækju. .Þar hafa verið soðnar nið-
ur alls' konar grænmetistegundir,
kjöt og svið. Nýlega var byrjað
að sjóða niður steikt kjöt og hefir
það gefizt mjög vel. Kindahaus-
Valdimar Ottósson við rækjuhreinsunarvélina.