Tíminn - 07.01.1959, Page 7
T í M I X N, miðvikudaginn 7. janúar 1959.
7
Kom hingað til að hitta unnustann og
sjá landið sem hann hefir lofsungið
— Já, mikið af! er ástin.
Fyrir tæpum tveimur árum
átti spaensk stúlka unnusta
sinn á íslandi og eins og
elskendum er títt, vildi hún
styrkja þau bönd er þau
bundu yfir lönd og höf, svo
hún greip í það sér til af-
þreyingar að þýða kennslu-
bók Snæbjarnar Jónssonar í
íslenzku af ensku á spænsku
og lauk þvi á fimmtán dög-
um_ En ekki hefir þetta ein-
göngu verið dægradvöl, því
nú er þessi unga stúlka kom-
in í skyndiheimsókn til unn-
ustans, sem öðru sinni dvel-
ur á íslandi við nám, og
eftir vikudvöl hér, er hún
farin að skilja drjúgt í ts-
lenzku og ber vel fram þær
setningar sem hún fer með.
En Mariasun Goicoechean hefir
þá liJca fjTr litið í málfræðibók.
Hún er fyrsta stúlka, sem lokið
ihefir með ágætum licensiatsprófi
í germönskum og enskum málvís-
indum við Madrídháskóla og öðl-
azl þar aðstoðarkennarastarf. Sem
stendur er hún við framhaldsnám
i Miinchen í Þýzkalandi, þar sem
hún býr sig undir doktorspróf,
og hefir hlotið ríkisstyrk til þess
náms.
Mariasun er hávaxin stúlka eft
ir því sem gerist um spánskar
stúlkur, svarthærð og dökkeygð,
andlitið ávalt og brúnir sveigð-
ar, svipurinn hýr og þó einbeitt-
ur.
Unnusti hennar er Ignacio de
3a Calle, sem nemur íslenzku og
ísienzkar bókmenntir hér við há-
skólann og hefir skrifað ljóðræn-
ar blaðagreinar og ort kvæði um
ísiand.
Málvísindanám
Mariasun hefir stundað málvís-
indanám sitt bæði við háskóla á
Spáni, í írlandi og Þýzkalandi,
því hún segir að við spænska há-
skóla hafi nútirriía þýzka og enska
ékki aærið kenndar til magisters-
prófs; fyrr en hin síðustu ár. En
að loknu doktorsprófi væntir
hún mikils starfssviðs í heima-
Jandi sínu, m.a. þess vegna, að
þar séu enn mikil gögn órannsök-
uð, einkum í germönskum fræð-
iim. Ekki hefir hún þó látið sér
nægja að læra þessi tungumál,
en hefir þar að auki lært rúss-
nesku og frönsku og arabísku las
hún einnig við háskólann í Madr-
íd, en hann er nú talinn einn
bezti háskóli í þeirri grein.
Fyrir mér er hvert nýtt. tungu-
mál eins og spennandi þraut, sem
hrein skemmtun er að leysa, sagði
Mariasun, og mér þótti það af-
leitt fyrstu dagana, sem ég var
hér, að geta ekki gert mig skilj-
anlega, en nú er það strax farið
að lagast og ég get greint orð
og orð þegar hægt er talað. Hef
ég fullan hug á að kynna mér
islcnzku þegar fram í sækir, en
sém stendur verð ég að éinbeita
mér að þýzkunni. Vonast ég eftir
að þeim þætti náms míns verði
Jokið í októbermánuði í haust.
Þekkt ætt
Föðurnafn Mariasun — Goicoe-
chean — er þekkt um allan Spán
og víðar, því að faðir hennar,
sem er járnbrautarverkfræðingur,
hefir íundið upp nýja gerð hrað-
lesta, sem teknar hjafa vörið í
notkun víða í Bandarikjunum,
Portúgal og á langleiðum á Spáni,
og eru þær léstir svo frábrugðn-
ar eldri gerðum, að talið er til
bvltingar á því sviði.
Það er kannske vegna þess hve
pabba hefir orðið mikið ágengt í
sinni starfsgrein, að mjár hljóp
kapp í kinn við námið, sagði hún.
Hann hrósaði mér aldrei fyrir
það, sem ég gerði vel, en setti
Frú Sigrííur Thorlacíus ræíir vií spánska
málvísindakonu, Mariasun Goicoechean, en
unnusti hennar stundar nám vií háskólann í
íslenzkum fræíum
Mariasun Goicoechean og ignacio de la Calle.
nnskunnarlaust út á allt, sem
ekki var fullkomið. Ég held að!
það hafi vakið hjá mér löngun |
til að sýná honum, að ég gæti
líka komizt nokkuð áleiðis með
það. sem ég tæki mér fyrir
hendur.
Geta þeir, sem komast að há-
skólum á Spáni sem aðstoðarkenn
arar verið nokkurn veginn vissir
um, að fá fullgild kennaraembætti
þegar fram líða stundir?
Nei, til þess aö verða fullgild-
ur háskólakennari verður að
ganga undir samkeppnispróf og
þegar fleiri keppa um sama kenn
arastól, veit maður aldrei fyrir
fram hve mófumsækjendurnir
eru vel að sér. Þessi samkeppnis-
próf eru raunverulega þyngsta
prófraun, sem til er.
— Er það ekki rétt, að faðir
yðar sé Baski að uppruna?
— Jú, og þótt ég sé að mestu
alin upp i Madrid, þá tel ég mig
líka Baska. Ekki kann ég þó
lengur tungu Blaskanna, — að-
eins nokkur kvæði, — en sem
barn talaði ég það mál. Faðir
minn aftur á móti talar það reip-
rennandi.
Mál baska
— Er nokkuð vitað ura uppruna
þeirrar tungu?
— Allar staðhæfingar um það
eru byggðar á ágizktinum, menn
segja, að rekja megi málið til
íberanna, sem voru frumbyggjar
á norðurströn'd Spánar, en ekkert
er vitað um það með vissu og
þótt mörg indógermönsk orð séu
í málinu, veit enginn hvort þau
eru tökuorð eða af hinum upp-
runalega stofni.
— Það er einkennilegt að þessi
tunga skuli hafa haldið velli
þarna á Norður-Spáni. Hvaða rök
ætli að liggi til þess.
| — Baskahéruðin hafa alltaf, að
! vissu leyti, verið einangruð og nú
'er vakin alda tíl verndunar mál-
inu. Um tíma vildi unga fólkið
í Baskahéruðunum ekki tala ann-
að en spönsku, — vildu ekki
! skera sig úr — og það af því,
; sem fluttist til borganna hætti að
tala annað. En nú er þetta sama
fólk farið að eignast börn og þá
vill það endilega verða sér úti
um barnfóstrur, sem kennt gela
börnunum baskamálið.
Háskólanám kvenna
— Er það ekki enn heldur fá-
títt að konur stundi háskólanám
. ú Spáni?
— Þeim fjölgar óðum, en ennþá
er sá hugsunarháttur algengur, að
fjölskyldurnar eru ekkert hrifn-
ar af því að ungu stúlkurnar leiti
mikið út fyrir heimilin. í gam-
alli vísu segir, að sú kona skuli
lofuð, sem brjóti fætur sína inn-
an veggja heimilisins og sá hugs-
unarháttur er enn ekki úr sög-
unni. Foreldrar kunna ilia þeirri
nýbreytni, að stúlkur fái mcnnt-
un, sem vekur þær til þess að
skapa sér sjálfstæðar skoðanir,
sem, kunna að vera í andstöðu við
skoðanir foreldranna. Algengas't
er enn, að stúlkur á Spáni, sem
sækja háskóla, stundi heimspeki-
nám og bókmenntir og þá ekki
fyrst og fremst með það fyrir
augum að skapa sér möguleika til
sjálfstæðra starfa að námi loknu.
En fleiri og fleiri eru teknar að
stunda læknisfra;ði, lyfjafræði og
t efnafræði og núna veit óg t.d.
af einni stúlku frá Barcelóna,
sem fengið hcfir ríkisstyrk til að
stunda framhaldsnám í Sviss og
fæst hún þar við hormónarann-
sóknir. Já, þeim stúlkum fjölgar
óðum, seín. ekki hugsa eingöngu
ujn, hvernig þær eigi að klæða
sig og snvrta þegar þsér eru
komnar í háskóla, heldúr leggja
alúð við námsgreinárnar, sem þær
velja sér. Sem stendur er ein
kona háskólakennari í Madrid og
mér finnst að í hópi kennaranna,
sé þar raunverulega minni and-
staða gegn því. að konur komizt
í slíkar stöður, heldur cn meðal
háskólakénnafa í Þýzkalandi.
Ekki sézt í ár
— Ferðin til íslands. hefir vís't
ekki fyrst og fremst. verið ráðin
af málfræðiáhuga — var það?
— Nei, við Ignacio höfðum
ekki sézt í meira en ár, svo mér
fannst ágætt að nota jólaleyfið til
þess að gera hvort tveggja í einu,
hitta hann og sjá þetta land, sem
hann hefir iofsungið svo ákaft
síðan hann var hér við nám vet-
urinn 1956—57.
■— Hverjar eru framtíðaráætl-
anir ykkar?
— Að giftas't þegár við höfum
bæði lokið námi. Siðan vona ég
að geta fengizt í senn við vísinda
störf og þýðingar. Ennþá hafa fá
ar spænskar konur lagt fyrir sig
þýðendastörf að nokkru ráði. Að.
vísu er ég dálítið kvíðin að rit-
leikni mín hrökkvi ekki til, en
vonándi get ég þá lært af Ignacio.
Hann getur ekki hugsað sér aðra
vinnu en ritstörf og ljóðagerð —
hann hefir skáldgáfuna.
Hún rennir dökkum augunum
til unnustans, sem s'itur hjá henni
og mér er ekki grunlaust að hon-
um fari þá eins og piltinum í
kvæðinu eftir Jiménez:
Me dijo seria: Tú quiéres que
te quiera?
Y la manana de luz me traspasó.
(Hún sagði alvarlega: Viltu ég
elski þig?
Og morgunljómann Iagði gegnum
mig.)
Sigríður Thorlacíus.
Hverju atti brosið að leyna?
Þegar Morguublaðið skýrði frá ]
tillögum þeim í málefnum þjóðar-
innar, er Sjálfstæðisflokkurinn
ætlaði að beita sér fyrir, ef honum
hefði tekizt að mynda ríkisstjórn
þá birti blaðið mynd af aðalfor-
ingjum Sjálfstæðisfl., cr tekin var
á fundi, er foringjarnir skýrðu til-
lögur sínar fyrir flokksráðinu. Þeir
Ólafur og Bjarni eru þar í meira
legi broslegir, svo ætla mætti, að
þeir hafi verið ánægðir með það
hlutverk sitt að skýra það 'sem þeir
höfðu fram að færa til úrlausnar
í málefnum þjóðarinnar, og þarf
nokkrum að undra það?
Var það ekki ánægjulegt fyrir
foringja Sjálfstæðisfl., mennina,
sem börðust á móti efnahagslög-
gjöf ríkisstjórnar Hermanns Jónas-
sonar :s.l. vor, og töldu þá, að hún
stefndi málefnum þjóðarinnar í
voða, að skýra nú frá því, að á
þessari löggjöf mætti nú byggja
heilbrigt efnahagslíf, og frekari að
gerða væri ekki þörf. ef fært væri
til baka það, sem oftekið var, og
miðað á ný við það, sem ríkisstjórn
in og stuðningslið hennar sögðu
þjóðinni, að atvinnuvegirnir þyldu
að greiða? Eða höfðu þeir Sjálf-
stæðisforingjarnir ekki ástæðu til
að vera broslegir þegar þeir skýrðu
liðsmönnum sinum frá því, að kaup
hækkiinum þeim, sem þeir hefðu
beint. og óbeint unnið að, að knýja
fram í sumar, yrði þjóðin nú að
skila aftur, vegna þess að hún hefir
um efni fram, ef hún notar þetta
fjármagn ,og á það beinlínis á
hættu að í staðinn fyrir örugga at
vinnu og velmegun komi atvinnu-
leysi og örbyrgð? Hefur það ekki
verið ánægjulegt að geta bætt því
við, að þetta hafi þeim verið ljóst,
þrátt fyrir það, sem gert var. —
Þá var það ekki lítið gleðiefni fyrir
foringjana að skýra frá því, sem
sinni stefnu, að leggja beri á það
ríka áherzlu, að hafa samráð og
samstarf á milli rikisvalds og sam-
taka launþega og atvinnuveilenda
til lausnar vandamála þjóðarinnar.
Og þetta voru mennirnir, sem
fordæmt hafa þau vinnubrögð hjá
ríkisistjórn Hermanns Jónassonar]
og töldu þau stefna valdi og virð- ■
ingu Alþingis í beinan voða. Ekki
er að undra þótt ljómi af ásjónu
foringjanna þegar þeir skýrðu
þennan kafla í sinni stefnu. Hvað
þá þegar mennirnir, sem bönnuðu
Pétri Ottesen og Sigurði Bjarna- j
syni þátttöku í Rússlandsferðinni j
s.l. sumar, vegna þess að það var
ekki samboðið virðingu þeirra að
koma nálægt slíku fólki, skýrðu
nú frá því að þeir hefðu myndað
ríkisstjórn með Rússlandsvinum
kommúnista, ef þeh-ra sameigin-
legu skemmdarverk hefðu ekki
staðið þar í vegi. j
Var það ekki líka ánægjulegt,
fyrir foringjann, sem lagði til fyrir
nokkru, að hér á landi yrðu ein-
göngu einmenningskjördæmi, að
skýra nú frá því sem sínu máli,
að upp yrðu tekin fá, stór kjör-
dæmi með hhttfallskosningum, og
að málinu átti að hraða svo, að
gengið yrði frá því við stjórnar-
samning, svo að það fólk, er fól
þingmönnum Sjálfstæðisfíokksins
umboð sitt við síðustu Alþingis-
kosningar komi engttm vörnum við
þó verið væri að gerbreyla grund-
vallaratriðum í stjórnskipan lands-
ins með því að leggja niður öll
kjördæmi utan Reykjavíkur og þar
með að fella niður áhrifavald lands
byggðarinnar.
Nei, foringjum Sjálfstæðisflokks
ins var ekki gleði í hug. Þeir gerðu
játningu sina á flokksráðsfundun-
um, enda var hún ekki gleðigjafi.
En hvers vegna brostu þeir þá?
Vegna þess, að brosið átti að
leyna þeirri beisku játningu, sem
þeir voru að gera.
Mennirnir, sem jafnan hafa vilj-
að telja sig alveg sérstaklega þjóð
holla, standa nú samkvæmt sinni
fFramh á 8. síðu »
Á víðavangi
SjálfstæSisflokkurinn
og fjárlögin
Eins og kunmigt er, liafa ÍSjálf
stæðisflokkurinn og Alþýðu-
flokkurinn nú tekið hönduin sain
an um afgreiðslu fjárlaiga fyrir
næsta ár. Á undanförnum jþing-
urn liafa Sjálfstæðismenn hald-
ið uppi hörðum árásum á fjár-
málaraðherra fyrir oflág fram-
lög til verklegra framkvæmda
víða um land. Jafnframt hafa
þeir keppzt við að flytja marg-
víslegar hækkunartillögur. Þaffi
verður því ekki ófróðlegt að sjá
hvernig Sjálfstæðismenn halda á
þessum máluin, þegar þeir bera
orðið sjálfir ábyrgðina. Það æt'.i
a. m. k. ekki að þurfa að óttasi.
það að framlög til vérklegra
fr-amkvæmda berði lækkuð.
Þá liafa Sjálfstæðisménn talaffi
borginmannlega um, að auðvelt
sé að draga úr ýmsri eyðslu rík-
isins. Þeir hafa þó aldrei flutt
tillögur í samræmi við þessár
fullyrðingar. Vonandi koma þær
nú í dagsljósið.
Sjálfsfæðisflokkurinn
og erlendu lánin
Blöð Sjálfstæðisflokksins hafa
mjög deilt á fyrrv. ríkisstjórn fyr
ir ofmiklar lántökur erlendis. Þ6
hafa þau aldrei bent á, hvaða
framkvæmdum ætti að sleppa, er
lánsféð hefur runnið til. En þrátt
fyrir það, liafa þau þó talið lán-
in hina mestu óhæfu og gilti
einu, hvort þau væru ickin vest-
an járntjalds eða austan. ;Ef láu
in væru tekin austan tjahls, væri
verið að binda þjóðina á klafa
Rússa. Ef lánin væru tekin vest-
an tjalds, væri þjóðin að þiggja
ósæmilegt mútufé vegna herset-
unnar á Keflavíkurflugvélli.
Menn ættu því ekki að þurfa
að óttast það, að erlendu skuld-
irnar verði auknar í tíð hinnar
nýju samstjórnar Sjálfstæðis-
fiokksins og Alþýðuflokksins.
Áróður og athafnir
Það verður áreiðanlegá í sam-
bandi við fleira en vérklegar
framkvæmdir og erlendu lánin,
sem mönnunr leikur hugur á aí
sjá hvernig Sjálfstæðisflokkur-
inn hagar vinnubrögðum sínuin
eftir að hann er komjnn í stjórn
araðstöðu. Nú mun gefast tæki-
færi til að sjá á mörgum svið-
um, hvert samræmi "ér milii á-
róðurs Sjálfstæðisfjokksins og
verka. Hin nýja ríkisstjórn er affi
því leyti gagnleg, að hún gefur
landsfólkinu kost á að sjá, hve
mikil alvara hefur falizt í áróðri
Sjálfstæðisfiokksins meðan liann
var í stjórnarandstöðu.
Aðeins til bráðabirgða
Ekki fer hjá því, að menn vciti
því athygli, að Mbl. keppist nú
mjög við að stimpla «11, verk
hinnar nýju ríkisstjórnar Sjálí
stæðisflokksins og Alþýðuflokks
ins senv bráðabirgðaráðstafanir.
Eftir kosningar eigi að gcra allt
aðrar og varaniegri ráðstafanir.
Ilversvegna má ekki gera þessai
varanlegu ráðstafanir xtrax?
Hvaða ástæða er að draiga þær?
Hvers vegna þarf að vcra að fara
með þessi varanlegu úrræði eins
og pukursmál? Og hversvégna
þarf endilega að láta fara fram
kosningar áður en þau crú gerí
opinber?
Það er vissulega ástæðá tii
þess, að almenningur reýni affi
kryfja allt þetta „bráðabirgða“
skraf Mbl. til mergjar.
Leitað eftir
harmonikuleikara
Mönnum er það minnisstætt,
að fyrir kosningarnar 1946 drógu
Sjálfstæðismenn sýslumanninn í
Suður-Þingeyjarsýslu til baka
sem frambjóðanda sinn þar og
buðu fram harmoníkuleikara í
staðinn. Nú er sagt, að Sjáll’-
stæðisfiokkurinn sé farinn affi.
leita eftir harmoníkuleikara tii
framboðs á Siglufirði í stað bæj- i
arfógetans þar.