Tíminn - 07.01.1959, Page 9
T ! MI N N, mift'vikudaginu 7. jaiutar 1959.
9
•— Þetta er allt í lagi Díana,
Héðan af skiptir það engu.
— Sara, þú verður að trúa
mér.. Mér þykir vænt um þig.
Eg veit að ég er eigingjörn og
þykir sennilega vænna um
sjálfa mig en stundum finnst
mér við vera ein manneskja.
Við dróumst báðar aö honum.
Hvað var það, sem gerði það
að verkum? Það var vegna
þess hversu hann kom sér-
kennilega fram .. . tilfinning-
in um að hér væri eitthvað á
ferðinni sem maður gæti ekki
komizt til botns í . . . Er þetta
ekki rétt? Mér fannst sem
hluti af honum væri í fasta
svefni og að það hlyti að vera
gaman að geta vakið þann
hluta hans til lífsins á nýjan
leik. Þetta lítur kannske
kjánalega út en mér fannst
þetta vera þannig. Mér fannst
að ef hann elskaöi einhvern
. . . . elskaði af lifi og sál, þá
mundi ástin breyta honum.
Eg hélt að fyrirlitning sú sem
hann virtist hafa á fólki
mundi þróast í þá átt að hann
yrði ástfanginn af einhverj-
um. Mig langaöi til þess að
vera sú manneskja.
— Já, sagði ég, — ég veit
hvað þú átt við.
— En nú veit ég að hann
vill ekki að þessi hluti hans
verði vakinn til lífsins, sagöi
liún. — Han nhefir lokað sig
inni að nokkru leyti, senni-
lega fyrir fullt og allt. Hann
vill ekki láta neinn fá högg-
stað á sér. Hann á sjálfsagt
eftir að verða hrifiun af hin-
um og þessum en hann mun
ætíð hafa stjórn á sjálfum sér.
Hann mun gera skyldu sína
og gera Creedown að heimili
fyrir börnin, en hann vill ekki
sýna hvað honum í raun og
veru býr í brjósti. Tilfinning-
ar.hans eru djúpt grafnar og
hann mun aldrei grafa þær
upp ef hann fær nokkru um
í’áðið siálfur.
— Díana. Til hvers ertu aö
segja mér þetta?
— Eg vil ekki særa þig Sara.
Þú ert hluti af sjálfri mér . . .
og ég vil ekki særa þig.
— Eg er ekki lirædd. Eg er
hamingjusönr Diana.
— Já, í dag . . . en einhvern
tíma muntu finna að það
skortir eitthvað . . . draumarn
ir þínir hafa ekki orðið aö
veruleika.
— Eg vona engu að síður að
þeir verði það.
— Sara. Það er dálítið sem
ég vil að þú vitir. Eg segi þetta
ekki vegna þess að ég sé af-
brýölsöm. Eg segi þér þetta
nú eins og ég mundi hafa sagt
þaö við sjálfa mig ef ég hefði
veriö í þínum sporurn nú. Eg
held að hann giftist þér vegna
barnanna og vegna þess aö
honum finnst hann bera
32
skylda til þess að uppfylla síð
ustu ósk frænda síns. Ef ég
hefði getað umgengizt börn á
sama hátt og þú, Sara, þá
hefði það ef til vill orðið ég,
sem hann giftist .
Eg setti upp hattinn. Eg sá
andlit hennar í speglinum.
Tárin stóðu í augnakrókum
hennar og ég yissi að henni
var mikið niðri fyrir. Eg áleit
einnig að þaö sem hún var að
segja væri satt.
Eg gleymi aldrei hinum
þremur dásamlegu vikum sem
nú gengu í hönd. Við ókum
þvert yfir Frakkland, stað-
næmdumst við hallir frá mið-
öldum, ókum gegnum fagurt
landslag, burt frá hinu kalda
norðri og suður að hinu hlýja
Miðjarðarhafi.
Þetta voru vikur hamingju
og nýrra áhrifa. Eg var ham-
ingjusöm, mjög hamingju-
söm ,en af og til minntist ég
orða Díöiiu og ég vissi að það
sem hún'hafði sagt var ekki
svo fráléitt.
Eg var ung og aðlaðandi og
ég elskaði Josslyn meira en
nokkuö annað á þessari jörð.
Hann var einnig ungur og
hann var eiginmaöur minn,
en oft fannst mér sem eitt-
hvað væri á milli okkar, eitt-
hvað, seþn hann gæti ekki
gleymt eða vildi ekki gleyma.
Vofan í Creekdown Manor var
með okkur á þessu brúðkaups
ferðalagi.
Ef hann aðeins segði mér
frá henni, liugsaði ég oft, þá
mundi ég skilja þetta og kom-
ast yfir það. En.ef hann gerir
það ekki mun þetta varpa
skugga á ást okkar.
Einu sinni sagöi hann við
mig: — Ertu hamingjusöm,
Sara? Ertu eins hamingjusöm
og þú gætir veriö?
— Eg mundi yera þaö ef ég
vissi að þú værir ánægður
meö mig.
Þá hló hann. — Ánægður
með þig? Eg fullvissa þig um
að svo er. Þú ert dásamleg.
Öðru sinni ságði hann við
mig: — Sara, þú verður að
vera þolinmóð gagnvart mér.
Eg er ekki eins þlíður og góð-
ur og þú.
— Hvaða vitleysa.
— Þaö er ekki vitleysa.
Börnin tóku þegar í stað eftir
því, er það ekki?
— Börn taka upp á ýmsu
skringilegu.
— Eg held áð þaö sé ekki
mjög skringilegt. Börn eru
hreinskilin og blátt áfrarn og
þau eru oft réttsýnni en full-
orðið fólk. Eg er dálítið önug-
ur stundum og’ nota bitur orö.
Mahstu liversu ókurteis ég var
í fyrsta sinn sem við hitt-
umst?
— Mér féll vel við það.
— Það er ekki víst að þaö
sem þér feilur vel í framkomu
ókunnugs manns falli þér í
geð þegar kemur að eigin-
manni þínum.
— Eg er ekki hrædd, sagöi
ég.
— Þú veröur alltaf að hafa
það hugfast, Sara, að ég elska
þig. Og ég verð þér alltaf
þakklátur fyrir að hafa hjálp-
að mér með börnin .
— Hlutir eins og þakklæti
eiga engan rétt á sér okkar á
milli, hrópaði ég æst. - Börn-
in verða mín jafnt sem þín
.... Creekdown er heimili okk
ar. Við eigum að vinna saman.
Hann faðmaði mig — Þú
hefur á réttu að standa, sagði
hann. — Auðvitað hefur þú
á réttu að standa.
Eg gat ekki hætt að hugsa
um það, sem Díana hafði
sagt: — Hann giftist þér
vegna barnanna. Jafnvel á
þessum dásamlegu hveiti-
brauösdögum gat ég ekki
gleymt þessu.
En ég vonaði. Eg vonaði, að
áður en viö færum heim aftur
mundu allir draumar mínir
rætast. Eg hugsaði sem svo
að ef hann aðeins vildi segja
mér frá konunni sem hann
einu sinni hafði elskað, þá
mundi hann gleyma henni.
Samt hvíslaöi einhver innri
rödd því að mér að þrátt fyrir
að hann segði mér frá henni,
mundi hann aldrei gleyma
henni. Og einmitt af þeirri á-
stæðu vildi hann ekki tala um
hana.
Eg beið þess á hverjum degi
aö hann segði mér frá henni,
en þrátt fyrir það að hann
virtist ætla að trúa mér fyrir
einhverju, þagði hann jafnan.
— Josslyn, sagði ég daginn
áður en við lögðum af stað
heimleiðis. — Eg held að þig
langi ekki til þess að fara
heim til Creekdown Manor.
— Langi ekki. Hvað er . . .
— Þegar þú talar um það
er engu líkara en þú lifir í
öðrum heimi. Þú veizt það vel,
ekki satt?
Hann tók um höfuð mitt og
sagði: — Eg vil gera það sem
frændi minn bað mig um að
gera.
Þetta var ekki svar við
spurningu minni. Hann vissi
það, ég vissi það, en ég var
hrædd við aö fara frekar út
í þessa sálma.
Þetta sama kvöld — síðasta
kvöldiö okkar á hótelinu —
kom hann inn í herbergið okk
ar á meðan ég var að bursta
hár mitt fyrir framan spegil-
inn. Eg var í bláum morgun-
kjól með hvítum rósum sem
Júlía frænka hafði einhverju
sinni gefið mér.
Hann gekk til min og kyssti
létt á öxl mína.
| — Þú ert falleg, Sara. Þú
verður fallegri með hverjum
deginum sem liður.
Eg sneri mér að honum. —
Eg verð hamingjusamari með
hverjum deginum sem líður.
Ef til vill er það þess vegna.
Eg hefi aldrei verið svo full-
komlega hamingjusöm. Hvað
um þig, Josslyn?
— Eg vona aö þú verðir
alltaf hamingjusöm, Sara. Eg
vona líka að ég eigi aldrei eft-
ir að valda þér vonbrigðum.
I Þetta var heldur ekki full-
nægjandi svar við spurningu
minni.
Seinasta kvöldið er viö lág-
um við hlið hvors annars,
sagði hann :— Sara!
Mér fannst rödd hans vera
líkt og hann væri að reyna að
segja mér eitthvað. — Já,
I Josslyn, hvíslaði ég’.
| — Eg ætla að segja þér
nokkuð.
Eg lokaöi augunum. Eg hélt
að bænir mínar hefðu verið
heyrðar og að hann elskaði
mig nú á sama hátt og’ ég elsk
aði hann. Eg beiö eftir því að
hann héldi áfram, en hann
geröi þaö ekki. í stað þess
kyssti hann mig.
aramininmmnmmmmmmmmmiitigffiiflmmmmHimniimnninnBnuiuniminnmimnHiniimflM
= s
= s
I 1
(25 ódýrar skemmtibækur (
i i
1 Neðantaldar skemmtibækur eru a. m. k. á helmingi lægra |
1 verði en söluverð þeirra væri ef þær væru gefnar út nú. Þrátt |
s fyrir það fær kaupandinn 20% afslátt, ef pöntun nemur kr |
5 200,00. Bækurnar eru allar óbundnar. §
= Vínardansmærin. Saga um ævi og ástir frægrar dansmeyjar. 130 |
j| bls. kr. 8,00. |
j| f vopnagný 2. Leiftrandi elding. Framhald af Krónhirti. 246 |
| bls. kr. 13,00. 1
j| Spelivirkjar. Saga um hi'ö hrjufa líf gullgrafaranna eftir Rex §
Beach. 290 bls. kr. 15,00.
= Hetjan á Rangá. Norræn hetjusaga úr fornöld. 133 bls. kr. 7,00. |
1 f vopnagný 3. Varúlfurinn. Síðasta bókin af þessari frábæru §
s indíánasögu. 236 bls. kr. 12,00. |
j§ Einvfgið á hafinu. Óvenjuleg og spennandi saga um ást o* |
hatur og einvígi á opnu hafi. 232 bls. kr. 12,00.
jjjj f vesturvíking. Saga byggð á ævi víkingsins fræga Henry Morg- |
l§ ans. 164 bls. kr. 9,00.
H Svarta liljan. Ævintýraleg saga eftir hinn heimskunna höfund |
= Rider Haggard. 352 bls. kr. 17,50. |
= Námar Salómons konungs. Eftir sama höfund 344 bls. kr. 16,00 §
H AUan Quatermain. Eftir sama höf. Eins konar framhald af |
Námar Salómons. 418 bls. kr. 20,00.
= Blóð og ást. Ein bezta saga metsöluhöfundarins Zane Qrey i
253 bls. kr. 15,00.
= Hjá sjóræningjum. Sjóræningja- og leynilögreglusaga. 280 bls j
| kr. 15,00.
3 Percy hinn ósigrandi. 4. bók. Frásagnir af afi’ekum afburða leynl- =
= lögreglumanns. 400 bls., kr. 20.00.
1 Percy hinn ósigrandi. 5. bók. 196 bls. kr. 10.00.
1 Percy hinn ósigrandL 6. bók. 192 bls. kr. 10,00.
3 Útlagaerjur, eftir Zane Gray. Stórbrotin saga um ástir og basr s
áttu í „villta vestrinu". 332 bls. kr. 19,00. j|
§j Miljónaævintýri’ð. Gamansöm ástarsaga um góðar manneskjur s
| auð og örðugleika. 352 bls. kr. 18,00. s
§ Hart gegn hörðu. Hörkuspennandi leynilögreglusaga. 142 bla jgj
| kr. 9,00. =
| Percy hinn ósigrandi. 7. bók. 220 bls. kr. 12,50.
1 f undirheimum. Saga um hættúr og ógnir undirheima stórborg =
anna. 112 bls. kr. 7,50.
| Svarti sjóræninginn. Ein skemmtilegasta sjóræningjasaga er úí |
5 hefir komið. Kr. 12.00. 3
| Horfni safírinn. Spennandi saga um stórfellt gimsteina |
i rán 130 bls. kr. 7,50. 1
3 GuUna köngulóin, leynilöereglusaga, 60 bls. Kr. 5.00. s
= S
= s
Undirrit.... óskar að fá þær bækur, sem merkt er við É
1 í auglýsingu þessari sendar gegn póstkröfu.
Nafn
Heimili
luiiiiiiinmiiiiiiiimiiiiiitsiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiuiiiiiiiiiiuiuiiiiiiiiiimuiiiiii
ödýra bóksalan, Box 196, Reykjavík.
I ■■ 1
auuiuiuiuiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiuiiiiuimiiuiuiuiuiiuuiuiuiiiiiiiniuui
Byggmgasamvinmifélag
lögregiumanna í Reykfavík
hefir til sölu 3. herbergja risíbúð við Nökkva-
vog, Þeir félagsmenn, er neyta vilja forkaups-
réttar síns, gefi sig fram við stjórn félagsins.
fyrir 15. þ.m.
U
mttmmmmmtmtmtmtmmtttmm
Stjórnín
Þökkum iimilega samúð vegna fráfalls mó'ður okkar.
GuSríoar HafiiSadóttur
frá Strandseljum.
Börnin.
Ma'ðurinn minn,
Geir G. Zoega,
fyrrv. vegainálastjóri,
verour jarðsettur frá Dómkírkjunni fcstudaginn 9. janúar ki. 14,30.
Bíóm afþökkuö, en þeir, sem vilja minnast hins iátna, eru vinsam-
lega beönir a'ð láta líknarstofnanir njóta þess.
Athöfninni vsrður útvarpað.
Hólmfríður Zoega.