Tíminn - 23.01.1959, Blaðsíða 3

Tíminn - 23.01.1959, Blaðsíða 3
TÍMINN, fosiudaginn 23. janúar 1959. VEGINN ÍK — Sá vátlegi atburður hefir gerzf Ihéir í sveit að veginn hefiir verið Þorgils skarði Böðvarsson Var verknaður þessi framinn að Hrafnagili og var þar Þor- varður Þóraráinsson og menn hans að verkí,. íÞar sem þetta er hinn merkasti og um leið óhugnanleguir atburður þyk- ir oss rétt að birla hér því sem næst ©rðrétta frásögn fréttaritara Waðsins í Eyja- firði, sem er Ihöfundur Sturl- ungu. Hrafnagili 22 jan. 1258. Dregið hefur til stórtíðinda í sveitinni, en hér var veginn sá mæti maður Þorgils skarði Böðvarsson. Þorgils var nýlega kornmn frá Skagafirði þar sem hann sat heima fram um jól og hafði veizlur iniklar og jóla- hoð mikið. Kom hann til Ifrafna- gils síðdegis í gær eftir að hafa skipað mönnum sínum á ýmsa bæi í sveitinni. Kaus sögu Twmasar erkibiskups Þorgilsi var vei fagnáð á Hrafna- gili. Honum var kostur á boðinn hvað til gamans Skyidi hafa, .sögur eða dans, um kvöldið. Hann spurði hverjar sögur í vali væru. Honum var sagi að til vaeri saga Tómasar erkibis'kups, og kaus hann hana því að hann elskaði hann framar en aðra helga menn. Var þá lesin sagan og alit þar til er unnið var á erkibiskupi í kirkjunni og höggv- in af honum knúnan. Er sagt að Þorgits hætti þá og niælti: — Það mundi vera allfagur dauði! Litlu •síðar sofnaði hann og var þá hætt sögulestrinum og búizt til borða. En er inwm váru mjög mettir, töluðu þeir Bergur og Guðmundur þóndi, að halda skyídi hestvörð, en Þorgils kvað þess eigi þurfa mundu og kvaðst engan grun mundu hafa á Þorvarði, frænda sínum. Fórst það og fyrir og varð ekki af. Þorvarður sá fvrir öllu Þorvarður hafði sent mann til Hrafnagils, .er Haiidór hét og var kallaður skraf. Hann skyldi gæt'a þess að allar hurðir væru opnar ef þeir Þorvarður kæmu þar um nóttina. Hann skyldi einnig kunna að segja þeim, í hverri rekkju Þorgils hvíldi. En ef því brygði nokkuð, að Þorgíls riði sem ætlað var, þá skyldi Halldór segja Þor- varði og svo, ef no'kkur væru varð- höld á staðnum. En er Þorgils kom i hvílu, lá Halldór á hvilustokki hjá honum og talaði við hann lengi, allt þar til að Þorgils var sofnaður. Gekk Halldór þá 'til og lauk upp hurð- um. Akvörðun tekím í Skjaldarvík En er þéir Þorvarður og Þorgiis höfðu skilið a3 ekiptum, nokkru áður, reið Þorvarður út með Eyja- firði. En er þeir konnu í gróf eina úti í Skjaldarvík, stigu þeir af baki. Tók Þorvaröur þá til orða: — Hér kemur að því sem mælt er, að hvert ker kann verða svo fullt, að'yfir gangi, og það er að segja, að ég þoli ek'ki longur að ÞorgiLs sitji yfir sæmdum mínum, svo að ég leita einskis í. Vil ég yður kunnugt gera, að ég æt'la að ríða að 'Þorgiisi í nótt og drepa hann, ef svo vill verða. Vii ég að menn geymi, ef færi gefur á, að bera þegar vopn á hann og vinna að þvi ógrunsamlega, svo að hann kunai eigi frá tíðinduni að segja, Þorvarður Þórarinsson að verki ★ Halídór skraf lauk upp dyrum í laumi ★ Þorgils var einn í rúminu ★ Náði ekki að skriftast ★ Hjarnaskálin höggvin af hausinum ★ Ódæðið mælist illa fyrir Hrafnagil í Eyjafirði. því að þá er allt sem unnið ef hann er af ráðinn. Megið þið svo til' ætla að Þorgils er enginn ldekkingjamaður. Ef nokkur er sá hér. sem mér vill eigi fylgja, segi hann til þess nú! ' ' -j Jörundur hvarflaði eftir j Þá mælti Jörundur gestur: —' Það kann ég frá mér að segja, að fyrir sakir míns herra, Hákonar konungs og löguneytis við Þorgils, þá mun ég frá ríða og' kalla þetta hið mesta níðingsverk og óráð sem þér hafið með höndum. Þorvarður mælti: — Eigi geng- ur þér drengskapur tU, þótt þú ríðir frá. Hlupu þeir Þorvarður þá á hesta sína, og riðu allir með honum nema Jörundur gestur. Hann hvarflaði þar ef-tir. Var einn í rúminu j Nú ríða þeir Þorvarður og fé- lagar, þar til er þeir komu til Iirafnagils. Fóru þeir heldur hljóð- lega og komu'þar að opnum dyr- um. Gengu þeir ian með brugðn- um vopnum. Fundu þeir Halldór og segir hann þeim hvar Þorgils hvíldi. Magnús gekk að hvílunni en Þorgils svaf og horfði í loft upp, og var einn í rúminu. Segja menn að Magnús hyggi til hans með öxi um þverar bringspalirnar. Hafa rnenn þar deilzt, hvor það mundi einhlítt til bana eða eigi. Vaknaði Þorgils við það. Spratt hann þá upp og þreif ofan sverðið er hékk hjá hvíiunni, og hjó þegar til Magnúsar. Hann hjó í sundur stálhúfubarðið, svo að þegar gekk frá. Hjó hann þá hvert högg af öðru. Magnús hörfaði undan og féll á kné. í því gekk hjaltið af sverðinu hið efra og hljóp þá brandurinn fram úr meðalkafla- umgerðinni. Var Þorgils nú vopn- laus. Hljóp hann fram að Magnúsi og rak hann undir sig. Bað sér griða Þeir Þorvarður hlupu þá fram í þvi og unnu á honum, hver sem við mátti komast. Þorgils spurði Þorvarð hvort hann skyldi grið hai'a. Þorvarður mælti: •—• Hafa muntu nú slík sem þá mátf sjá. Þá mælti Þorvarður, að þeir skyldu draga hann út. Tók Þor- varður- þá undir brókarbeltið, og drógu þeir hann út eftir skálanum. En er þeir komu þar gegnt, er Þórður prestur hvíldi, þá mælti Þorgils: — Þórður prestr, ég vil gjarna skriftast við þig, — og rétti til hans höndina. Náði ekki prestinum Þórður prestur spratt upp og vildi seilast á móti honum og bað djöflana að láta hann nú ná að skriftast. En þeir hrundu honum í frá og hrataði hann í burtu, og náði Þorgils eigi prestinum. Þorgils spurði þá, hvar væru sínir menn. Þorvarður mælti þ: — Þessa skaltu nú fyrir þína menn hafa. I Og er þeir komu í utanverðan jskálann, lagði Þorvarður hann með sverði. En er þeir komu út úr dyrunum, kvaddi Þorvarður til þann mann, er Jón hét, og var kallaður usti, að vinna að honum. Jón hjó í höfuðið niður við þrösk- uldinum, af hjarnaskálina í hárs- rótunum. Varð Þorgils þá út dreg- ! inn. Gengu þeir Þorvarður þá ir.n í ! skólann aftur. Tóku þeir þá Berg og Ásbjörn og leiddu þá út. En þeir beiddu griða og fengu eigi. Voru þeir drepnir báðir. Haildór skraf vá að Bergi, en að Ásbirni vágu aðrir, En aðrir menr, fengu grið, þeir, sem með Þorgilsi höfðu verið. Síðan var þar mörgu stolið , og rænt. Riðu þeir Þorv’arður um daginn upp á Grund í Eyjafirði. Þetta var Vincentíusmessudag á þriðja í viku. Það var í dögun er þeir Þorvarður komu að Hrai'na- gili. i I' 22 sár Morguninn komu þeir menn Þorgils, er verið höfðu á öðrum bæjum um nóttina. Þvoðu þeir Guðmundur bóndi og Guttormur Guttormsson líkama Þorgils. Þá var sent til Munka-'Þverár og sögð ábóta tíðindin. Þótti öllum þessi tíðindi mikil og ill. Fór hann þeg- ar í móti iíkinu og með honum bræður og prestar. Er ábóti kom, var lionum sýndur líkami Þorgils og mörgum öðxum — og sveipuðu. Nú hafa þeir svo sagt, er þar st'óðu yfir, að Þorgils hafði tuttugu og tvö sár og sjö ein af þeim höfðu blætt. Eitt af þessum var það á hjarna- skálinni, er af var höggvin haus- inum. Veittist Þorgilsi það, a@- hann hafði þvílíkt sár, sem sagt I (Framh á 8. síðu.) Louis í kvikmynd með Nínu og Friðrik ÞaS hefir nú verið afráðið að Louis Armstrong komi fram í kvikmynd ásamt þeim Nínu og Friðrik. Samningur um þetta var undirritaður í Stokkhólmi fyrir nokkrum dögum síðan og er þóknunin sem Armstrong á að fá fyrir viðvikið, sú hæsta, sem um gefur í danskri kvikmynda- gerð. Gizkað hefir verið á að hann muni fá allt að 100 þús. krónum dönskum. ! Hlutverkið sem Armstrong er ætlað í myndinni er þó ekki veiga mikið. Hann kemur aðeins tvisvar fram með þeim Nínu og Friðrik, og auk þess syngja þau öll þrjú saman. Upptökurnar mun aðeins standa yfir í þrjá daga, og fara þær fram í Lyngby utan Kaup- mannahafnar. Stúíka, gítar og trompef Það er Richard Stangerup sem Fær Kæstu laun sem um getur í sögu danskra kvikmynda, fyrir a<J koma þrisvar fram komið hefir því til leiðar að jazz kór.gurinn leikur í þessari mynd. Hann mun hafa dvalist í Stokk- hólmi um tíma til þess að kom- ast að samkomulagi um þetta. — Kvikmyndafélag eitt sænskt hafði nefnilega einnig áhuga á því að iclófesta Armsti'ong og buðu betri torgun en Stangerup. Erigu að síð ur ákvað Armstrong að taka til- boði hans, en þeir munu eitthvað hafa haft saman að sæl.da áður. Kvikmyndin sem hér er um að ræða hefir þegar hlotið nafnið „En Pige, en Guitar en Ti'ompet“. — Kvikmyndahandritið er að nokkru gert eftii' enskri kvikmynd, sem tekin var fyrir mörgum árum, og er samið af Ninu og Fritz Ruzicka, auk margra annarra aðstoðar- manna. Nágrannarifrildi Myndin fjallar um ósamkomulag milli tveggja fjölskyldna í Kaup- mannahöfn og auðvitað verða þau Nína og Friðrik (sitt úr hvorri fjölskyldunni) ástfangin hvort af öðru. Friðrik er sendvir af föður sínum, sem er vínsali, til Spánar, til þess að fullnuma sig i öllu sem lýtur að víngerð og sölu, en hann hefir engan áhuga á slíkum hlut- um og vill helzt af ö'lhi fá að vera í friði með gitarinn sinn. Faðir hans lætur honum í té kjallara einn, þegar hann kemur frá Spáni og nú á Friðrik að standa á eigin íótum og sýna hvað hann hafi lært um vínsölu. Friðrik breytir kjallaranum þegar í stað í jazzklúbb, en þar sem klubbgest- ir eru mestmegnis unglingar sem ekki eiga grænan eyri í vasanum, þá horfir ekki yel með rekstur klúbbsins. Hinn freisandi engill Louis Þá kemur Nína til skjalanna. Hún er dóttir hæstaréttarlög- manns, sem hatar föður Friðriks. Skötuhjúin gefa að sjálfsögðu l'jöl skyldum sínum langt nef, og til að hjálpa Friðrik, sem er kominn á hvínandi hausinn me'ð klúbbinn, þá fer Nína á fund Louis Arm- slrongs sem er gestkomandi í bæm um, og getur fengið hann til að koma fram í kjallaranum hjá Frið rik. Á meðan þetta er að gerast hafa feður þeirra beggja rannsakað for tíð hvors annars gaumgæfilega til þess að fá höggstað hver á öðr- um og auðvitað hafa þeir báðir sín ar dökku hliðar. Þeir gerasit þá liinir beztu vinir til þess að bjarga við málinu, en þá vill bara svo til að Nína og Friðrik eru orðin verstu óvinir. Þau finna þó hvort annað þegar Armstrong hjálpar þeim til þess að koma fram og syngja sem par. Frá Danny Kaye til N & F Nína og Friðrik hafa sjálf samið enska textann, sem þau syngja með Armstrong í myndinni. Aðrir leikarar eru Gunnar Lauring, Else Marie og Ebbe Rode svo að nokkr- ir sé nefndir. Áður en Armstrong kom til Ev- rópu að þessu sinnL hafði hann verið að vinna að mikilli jazz- mynd, um hljómsvertarsjtórann Red Nicholls. Aðalhlutverkið i þeirri mynd er leikið af skoplerkar anum Danny Kaye.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.