Tíminn - 23.01.1959, Blaðsíða 5
TÍMINN, föstudaglnn 23. famtar 1959.
5
Páll Guðmimdsson
Orðið er frjálst
Opið bréf til Steingr. Steinþórssonar
Ég var að lesa „Tímann“ nú ný-
lega. Þar var frásögn af bíræfnu
bankaráni, og fylgdi henni mynd
af bankastjóranum, sem fékk skot
í magann. Svo voru myndir og
frásagnir af nöktu kvenfólki. Ekki
(skemmdi það. En af því að þetta
var spennandi lesefni, þá entist
það skammt, og þá var pólitíkin
inæst. Þar varð fyrst fyrir mér út-
dráttur úr ágætri ræðu þinni um
þetta nýja búnaðarsjóðsgjald, sem
þið verðið ef t'il vill búnir að iög-
festa þegar þú færð þessar línur,
því að afkastamiklir eruð þið
blessaðir þegar mikið iiggur við.
Og auðvitað þráum við sveitakarl-
arnir heitt að höllin komist upp,
sem allra, allra fyrst. Og erum
við ekki búnir að samþykkja nýja
tollinn á fullkomlega lýðræðis-
legan hátt? Ert þú ekki alveg viss
um það, svona innra með þér?
Ég varð ekkert var við atkvæða-
greiðslu um þetta nýja hallartillag
hér í Reykjahreppi í vor, en hvaða
máli skiptir það þó að fáeinar smá-
sveitir hafi orðið úl undan. Þó að
við séum fáir hér i hreppi, er þó
hægt að kaupa . no.:..ra stóla í
veizlusalina fyrir aurana irá okk-
lir. En það voru greidd aíkvæði
um málið hér suður í stærri sveit-
iinum, og þeir voru víst miklu
fleh’i sem sögðu nei. En þú verður
nú að virða þeim það til vorkunn-
ar, karlagreyunum. Það var harð-
neskju tíðarfar j vor, og þá verða
menn ógjarnan eins framsæknir.
Þessi úrslit komu ekki að sök, því
áð fulltrúínn, sem þeir sendu suð-
ur til ykkar, hefur annaðhvort
ekkert verið að leggja þau á minn-
ið eða orðið léttlyndur, þegaa’
hann kom í sólskinið og hofuð-
borgina, og studdi málið, eins og
þú veizt, af miklum drengskap.
Hvort þeim, sem heima sátu, hef-
nr gramizt viö hann, veit ég ekki,
en hit't veit ég, að þeir hafa varla
haft tíma til að reiðast nokkuð að
ráði. Ótíðin hélzt nefnilega fram
í sauðbnrðaiiok, og þvi fylgja þau
hlunnindi að við höfum næga
vinnu, dagvinnu, eftirvinnu, næt-
urvinnu og helgidagavinnu. Já,
það er nú bærilegt. Baldri okkar
á Ófeigsstöðum ætti líka alltaf að
vera óhætt. Hann er orðinn svo
vanur að príla upp í heilturninn
ginn og veit hvað hann má bjóða
sér án þess að skella.
En hvernig var það með þessa
atkvæðagreiðslu? Gerðist ekki
svipuð saga víðar? Ég er því ekki
kunnugur, en mólmæli sá ég í
sumar frá bændum á Austurlandi
<og í Eyjafirði, að ég nú ekki tali
um þá þarna í Vestur-Húnaþingi.
Sendimennirnir þaðan voru nú
bara svo forhertir að beita sér á
móti málinu á sjálfu þinginu, ásamt
nokkrum öðrum.
I Til eru þeir, sem segja að bænd-
ur hafi annað þarfara með aur-
ana sína að gera en að leggja þá í
óþarfa sali. Og ætli að það sé ekki
rétt, að okkur liggi flestum meira
á öðru en sölum yfir ályktana-
samkundur þessara svokölluðu
fulltrúa okkar. Því til staðfesting-
ar ætla ég að segja þér fréttir
héðan úr Reykjahreppi. Er þá
fyrst til að taka, að tveir ungir
bændur eru að byggja íbúðarhús,
sá þriðji er nýbúinn að því og er
að byggja útihús, sá fjórði er að
byggja fjós, sá fimmti er nýbúinn
að byggja stór og vönduð útihús
(var svo lánsamur að fá stórt lán).
Sá sjötti fékk dráttarvél í vor.
Hann kom í sveitina fyrir nokkrn
og fór að búa á svo til húsalausu
koti, hefur lagt alla sína aura í
byggingar og ræktun, taldi sig
víst ekki hafa efni á að leggja í
dráttarvélakaup fyrr, lennti því í
bjargráðaskattinum. 17 þösiind
tók hann. Sá sjöundi byggði fjár-
hús og hlöðu í sumar, og allir eru
að rækla og laga til eftir því sem
aurar og aðrar ástæður leyfa.
Óskadraumur sveitarinnar rætt-
ist fyrir ári síðan. Þá fékk hún
rafmagn frá Laxá, að einum bæ
undanskildum (Saltvík). En „dýrt
var Hildur kerling keypt“ eins og
forðum. Heimtaugargjald, sem fór
upp í um 40 þús. á bæ, innlagnar-
efni, vinna fagmanna úr Reykja-
vík, og svo öll tækin. Rafmagnið
var selt á 65 aura kw. og nú er bú-
ið að hækka það tvisvar með. stuttu
mitlibili, og karlarnir að verða
gramir, halda því fram að þeir séu
látnir borga helmingi hærra en
Reykvíkingar og Akureyringar.
Skyldi það vera satt, og ef svo er,
þá vafalaust til viðhalds jafnvæg-
inu í byggð iandsins, sem stundum
er talað um að alls ekki megi rask-
ast. Við ættum að muna það frá
reiðingsárunum, að það var spaug-
laust þegar draslið valt um hrygg.
Tíðarfarið var dálítið styrfið við
okkur í sumar. Ég veit eiginlega
ekki hvernig gengur að halda gol-
unni í skepnunum í vetur. Allur
munur að hafa ráðagóða ráðu-
nauta. að grípa til. Einn þeirra var
að ráðleggja okkur að gefa kún-
um talsverðan fóðurbæti og Stúart
steinefnablöndu. En því aðeins
notast að igóðum ráðum að hægt
sé að fara eftir þeim, og nú vill
svo til að þó K.Þ. sé kviðað fsbr.
vísu Egiis), finnst. engin Stúart
blancia í bemblinum á því, og það
gerir sér litiar vonir um að geta
sporðrennt henni á næstunni, og
tautar um ófrið við Bretann. En
hvernig er það, eru ekki iand-
helgisbrjótarnir kópaldir á ís-
lenzku diikakjöti? Er þá ekki
sanngjarnt að þeir iáti okkur fá
nokkra poka af biöndunni, og ekki
ætti þá að muna um að skjóta
henni til okkar, ekki er Iangt til
iands af miðunum þeirra, og ef
einhver dóninn skyldi vera með
úldinn botnlanga mætti hrifsa
hann um leið. Við höfum lækni
hér á Húsavík, sem sagður er
bráðröskur með kutann.
Annars get ég ekki skilið
að mennirnir héma á
mjólkurstöðinni hafi ástæðu
til að harma það sárt þó að
nokkrar beljur sálist í vetur, þeir
eru að verða í stórvandræðum við
að taka á móti öllum brúsunum,
sem að þeirn sl'eðja. Kúnum hefur
fjölgað en tækin í stöðinni ekki
stækkað. Það væri víst þörf fyrir
nokkra aura til að bæta aðstöð-
una þar. Er ekki slæmt fyrir hall-
arsjóðinn ef við þurfum að helia
niður mjólkurdropanum?
Ég var að segja þér fréttir úr
einni lítilli sveit, en ætli það sé
ekki hægt að senda svipaðar úr
flestum sveitum, stórum og smá-
um.
Þeir eru ekki margir, sem hafa
byggt nú í seinni tið, án þess að
taka lán. Aðrir hyggðu fyrir nokk-
uð löngu síðan og eru bet'ur settir,
og svo eru til menn, sem búa enn
í gömlu bæjunum sínum og vilja
ekki taka lán, ef til vill eitthvað
svipaðir körlunum,sem Davíð Stef
ánsson var að • yrkja um einu
sinni:
„þeir höfðu ekki skap til að skulda
. né skilja við gamla sveit.“
Þeh’ hafa verið að safna í sinn eig-
in byggingarsjóð, og krónunum
hefur fjölgað í honum en hann
hefur bara verið treyskur að þyngj
ast, þær hafa horazt niður jafnóð-
um, krónuskrattarnir.
Það hefur heyrzt að þið ætlið að
hafa höllina allt of stóra, og ég
hélt það nú lifca, en svo sá ég feit-
letraða fyrirsögn í „Tímamim".
Stafirnir náðu minnst hálfa ieið
til himins. Var líka viðeigandi því
að sáhisorgarar okkar stóðu að
henni, á kirkjuþinginu nýja:
„Biskupar yfh’ íslandi séu tveir,
Skálhollsbiskup og Hólabiskup,
með búsetu i Reykjavík
og á Akureyri.“
Já, þarna kom skýringin. Það
verður ekki langt þangað til við
bændurnir verðum allt of f-ínir
(eins og biskuparnir!) til að vera
úti í sveit, og þá náum við í nóg
af „baunverjum“ til að sjá um
hokrið, stígum upp í fiugvél og
svífum í Höllina til þess að skála
fyrir lýðræðishetjunum, sem púl-
uðu kófsveittir við að koma henni
upp.
Páll Gúðnumdsson,
Saltvík,
Reykjahreppi,
Þegar vinna hófst við nýia sæluhúsið. Herðubreið í baksýn.
(Ljósm.: K. H.).
Fjölbreytt starfsemi Ferðafélags Ak
ureyrar, sem telur um 500 f élagsmenn
Hjörtur Guðmundsson
Orðið er frjálst
Val á kvæðum í íslenzk ijóð 1944-’53
Ferðafélag Akureyrar bauð
fréttamönnum ög nokkrum öðr-
um gesturn til kaffidrykkju í Al-
þýðuhúsinu á sunnudaginn var og
kynnti stefnuskrá fólagsins og
helztu verkefni. Kári Sigurjóns-
son, prentari, formaður Ferðafé-
lagsins, flutti erindi um störf og
stefnu og sýndar voru litskugga-
myndir.
Úr ræðu formanns.
í ræðu sinni minnti foa'maður
m.a. á: Ferðafélag Akureyrar var
slofnað 1936 af 50 áhugamönnum,
en telur nú um 500 íélaga. Til-
gangur þess er sá, að gangast
fyrir ferðalögum um öræfi lands-
ins og óbyggðir, kanna leiðir,
ryðja vegi, byggja sæluhús og
beita sér fyrir hvers konar
fræðslu um landið, sérstaklega ó-
byggðir þess, og kenna mönnum
að njóta töfra þess. Árið 1940 var
ráðizt í að gefa út ársritið Ferðir
og eru komnir af því 17 árgang-
ar. Strax í fyrsta heftinu er talað
um að reisa sæluhús í Herðubreið-
arlindum. Önnur verkefni voru þó
leyst fyrr, en sæluhús var reist i
Herðubréiðai’lindum í sumar, eins
og áður var frá sagt hér í blað-
irut. Sæluhú&ið í Laugarfelli var
reist árið 1948.
Sumarið 1939 var hafin vinna
við vegagerð upp úr EyjafU’ði —
Vatnahjaliaveg til að opna leið
á Sprengisand. Áður var rannsak-
að vegarstæði í Herðubreiðar-
lindir. Vatnahjallavegur er nú lítt
-eða ekki notaður, en leiðin um
Bárðardal vaiin í staðinn.
í sumar var vegurinn í Herðu-
breiðarlindir gerður akfær stærri
bifreiðum og skálinn reistur þar
í fögrum stað skammt frá Lindá
Og hún brúuð. Eerðafélagið keypti
skáia einn er Barnaskólinn á Ak-
ureyri átti og var hann endurbyggð
ur austur frá. Formaður þakkaði
margvíslega aðstoð og sjálfboða-
vinnu við það að reisa þetta hús.
Kaupfélag Þingeyinga gaf 3 þús.
kr., Akureyrardeild KEA 2 þús.
og Ferðafélag Húsavíkur 1200
krónur.
Flugvöllur er í nágrenni sælu-
hússins.
Ferðafclag Akureyrar hyggst nú
opna skrifstofu í Iíafnarstræl
100 hér í bæ. Hún mun koma
góðar þarfir, sérstaklega í sun
ar eða á sumrin þegar ferðalö:
befjast.
Kynningarkvöld.
Dr. Sigurður Þórarinsson mu:i
koma til Akureyrar á vegum í<-
Nýja HúsiS og Lindá.
(Ljósm.: K.H.). j
lagsins um næstu helgi og sýnn
myndir, bæði fyrir félagsm,enn og
áhnenning, sem auglýst er á öðr
um stað í blaðinu í dag. Eflausi:.
verða sýningarnar vel sóttar.
Hvort tvcggja er, að myndirnar
eru framúrskarandi og ekki þari
að efa að dr. Sigurður Þórarins-
son muni flytja fróðlegar skýring-
ar.
j Geta má þess til viðbótar, ac
Hornstrandamynd er með skýi’-
ingum dr. Kristjáns Eldjárns þjóð
minjavarðar.
Stjórn Ferðafélagsins á Akur •
eyri skipa: Kári Sigurjónsson for-
maður, Tryggvi Þorsteinsson vara»
íormaður, Jón Sigurgeirsson 'frá
Helluvaði gjaldkeri, Karl Magn-
ússon ritai’i og Karl Hjaltason
meðstjórnandi.
Svar við grein Guðinundar Haga-
líns og Helga Sæmundísona:- ...
1 grein minni í Tímanum, fösíu
daginn 9. þ.ip., beindi ég þeirri
fyrirspurn til Guðm. G. Haga-
líns, hvers vegna nefnd sú, sem
valdi kvæðin í ísl. ljóð frá 1944—
’53, hefði aigjörlega gengið fram
hjá skáldinu Gunnari Dal. Og Joks
ins þegar svarið hefir borizt er
það þannig, að það er á allan
Jiátt ófullnægjandi. En Hagatín
eegir:
„Þegar við, sem til þess vorum
kjörnir, höfðum komið okkur
saman um val Ijóðanna, skrifaði
Bókaútgáfa Menningarsjóðs öllum
höfundunum bréf, skýrði frá vænt
anlegri útgáfu og vali kvæðanna
' og bað um leyfi til birtingar. Loka
eetningar bréfsins voru þannig:
„Ef þér hafið sérstakar athuga-
eemdir að gera, skulu þær að
Sjálfsögðu teknar til athugivnar.“
Langflest skáldin veittu leyfið
vmyrða- og athugasemdalaust, en
nokkur bentu á önnur kvæði en
þau, sem valin höfðu verið. Eitt
þessara skálda var Gunnar Dal.
Við tókum tillit til óska skáld-
anna, ef-þær gptu samrýmzt mati
okkar sjáll'ra. Sú varð ekki raun-
in um óskir Gunnars Dal, en hann
gerði uppfylling þeirra að skil-
yrði fyrir því, að kvæði eftir
hann væri birt í bókinni.“
Hagalín lætur í það skína, að
óskir skáldsins' hafi verið svo ó-
aðgengilegar, |að nefndarmenn
hafi ekki getað orðið við þeim.
Þetta er vitanlega engin sfeýring,
nema við fáum að vita, hvérjar
hinar ósvífnu óskir skáldsins hafa
verið og hvers vegna efcki hafi
verið hægt að taka tiliit til þerra.
Lætur þessi gamli múgiífs skvaldr
ari (á norsku „folkelivs skildr-
er“) sér nægja að gutla hér á
grunnmiðum sem endranær, læt
ég svo útrætt um hann að sinni,
en vænti svars, sem er meira en
orðin tóm.
Sný ég mér þá næst að Helga
Sæmundssyni.
í Alþýðublaðinu miðvikudaginn
14. jan. geysist þessi írömuður ís-
.lenzkra bókmennta fram á vígvöil
inn og hyggst verja húskarla sína,
og má furðulegt heita, hve marg-
ar mótsagnir geta rúmast í ekki
stærri grein.
Helgi byrjar á því í grein sinni
að sverja af sér öll afskipti af
vali kvæða í bókina. Samt fræðir
I hann lesendur sína á því, ao hann
! eigi hugmyndina að þessu fyrir-
I tæki, að hann hafi „komið þeirri
j hugmynd í framkvæmd“, og að
) hann hafi ráðið þremenningþna
| t.il að velja ljóðin. Það væri harla
I óiík't Helga Sæmundssyni, cf hann
I hefði ekki sjálfur rætt skáldskap-
inn við húskrria sína. Er það e.
t v. einskær tilviljun, að nefndin
velur mikið til sömu kvæðin og
Helgi Sæmundsson hælir í ritdómi
sínum í Alþýðublai'iiu. Helgi við-
urkennir sjálfur i greinarkorni
sínu, að „ljóðsmekkur nianna sé
misjafn — og guði sé lof.“
Er það einnig tilviíjun, að
nefndarmennirnir finna hjá sér
alveg sérstaka hvöt til að lýsa
því yfir í formála bókarinnar, að
þeir hafi lesið ijóðabækur um-
rædds tímaljils (sem er hejdur
ólíklegt) hver í sínu lagi, þús-
undir ijóða, og allir valið nákvæm
lega sömu Ijóðin.
Það er móðgun að bera svona
fjarstæðu á borð við ekki heimsk-
ari þjóð en íslendinga. Þegar jafn
ólíkir menn og Hagalín, Gils og
Þórarinn Guðnason þykjast kom-
ast að nákvæmlega sömu nlður-
stöðu um ljóðaval, er það óræk
sálfræðileg sönnun þess’, að þeir
hafa ailir lotið húsbónda sínuin
og herra, cnda eiga þeir Gils og
Hagalín að minnsta kosti mat
sinn til hans að sækja. Það er
því alveg tilgangslaust fyrir Ilelg::
Sæmundsson að fá nokkurn mana
til að trúa því að honum sé ljóða-
valið óviökomandi.
Enn bcimskulegri og mótsagna-
kenndari er afstaða Helga í um»
ræddri grein til skáldsins Gunn-
ars Dal. í grein minni í Tíman-
um sýndi cg fram á, að Gunnar
er af mörgum fremstu bókmennta
mönnum okkar talinn beztur og
frumlegastur þeirra skálda,' sem
fram koma á þessu tjmabili. Ég
lcom með órækar tilvitnanir máli.
mínu til sönnunar. Minntist jafn-
vel á, að Helgi sjálfur hcfði I
ritdómi sínum unv Síinxinn og
hamingjuna talið Gunnar Dal einr.
„sigurstranglcgastan“ ungi .
skálda.
I (Framh. á 8. síðuo