Tíminn - 25.01.1959, Side 6
6
TÍMINN, sunnudacínn 25 .ianúar 1959.
Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN
Ritstjóri: Þórarinn Þórarinsson.
Skrifstofur f Edduhúsinu við Lindargötu
Símar: 18 300, 18 301, 18 302, 18 303, 18 304.
(skrifstofur, ritstjórnin og blaðamenn;
Auglýsingasfmi 19 523. - Afgreiðslan 1232S
Prentsm. Edda hf. Síml eftir kl. 18: 13948
Einar og Bjarni
UNDANFARNA daga hafa
staöið' yfir í neðri deild Al-
þSngís umræður um hið
nýja vísitölufrumvarp ríkis
stjórnarinnar. Eins og frá
hefir verið skýrt hér i blað-
inu, þá er meginefni þessa
frv. það, að fella niður 10
vísitölustig' og skal greiða
verðlagsuppbót á laun og all
ar aðrar greiðslur, er fylgja
kaupgreiösluvisitölu, samkv.
vísitölu 175, frá 1. febrúar
n.k. áð telja.
Fróðleikur eigi alllítill er í
því fóiginn fyrir menn, að
fylgjast með þessum umræð-
um. Þar fá þeir að kynnast
viöhorfum stjórnmálaflokk-
anna til úrbóta á því verð-
bólguböli, sem þjakað hefur
efnahagslíf þjóðarinnar í
hartnær tvo áratugi. Þetta
mái snertir hvert mannsbarn
i landinu. Fyrir því ætti eng
inn að láta undir höfuð leggj
ast, að lesa og lesa vel ræður
þeirra stjórnmálamanna,
sem þarna leiða saamn hesta
sína, en þær munu að megin
efni birtast í blöðunum þessa
daga.
VART mun hjá því fara,
að tvær ræður, sem fluttar
hafa verið við þessar um
xæður, vekji á visso-n
hátt mesta athygli.
Eru það ræður þeirra Einars
Oigeirssonar og Bjarna Bene
diktssonar, sem raunar hefir
nú talaö oftar en einu sinni.
Ekki eru þær þó öðrum ræð-
um athyglisverðari fyrir þær
sakir, að ræðumennirnir tali
um vandamálin af tiltakan-
legri víðsýni og skynsemi né
að í þeim komi fram vitur-
legri úrræði en hjá öðrum.
Því er einmitt alveg öfugt
farið.
Ræða Einar var óralöng og
jafnvel óvenjulega þunn. Það
þarf líka meira en tungulip-
urð til þess að verja þá af-
stöðu, sem hann hefir tekið.
Fyrrverandi ríkisstjórn var
fagnað af öllum frjálslynd-
um mönnum í landinu. Einar
var henni öndverður þegar
í upphafi. Og þessi sauð-
tryggi þjónustumaður svart-
asta íhaldsins I landinu lét
ekki staðar numið um iðju
sína fyrr en yfir lauk og rík-
ásstjórn Hermanns Jónasson-
ar hlaut að biðajst lausnar.
MEGIN úrræði Einars
Olgeirssonar tii lausnar á
efnahagsvandainálunum, er
að draga stórlega úr fram-
lögum til verklegra fram-
kvæmda einkum út um land.
Látum það gott heita. Það
er svo sem sjónarmið út af
fyrir sig, þótt fáir fullvita
menn láti sér til hugar koma
að efnahagsmálin yrðu auð-
leystari við það, að fólks-
flóttinn utan af landsbyggð-
inni og til Faxaflóasvæðis-
ins og þá einkum til Reykja-
víkur hæfist á nýjan leik, en
einmitt stöðvun þess
straums er ekki ómerkasta
afrek fyrrverandi ríkisstjórn
ar. Það er alls ekki einskis
virði, að Einar skuli opin- |
bera þetta viðhorf sitt en j
hætt er við, að frambjóð- I
endur kommúnista út um ;
land við væntanlegar Alþing j
iskosningar í vor, verði ekki ;
alveg sammála Einari, ef að
vanda lætur.
Eftirtekt munu þau um-
mæli Einars einnig vekja, að
gjalda þurfi sérstakan var-
huga við áframhaldandi
framþróun landbúnaðarfram
leiðslunnar. Þar gæti nú
mjög geygvænlegrar offram-
leiðslu. Þvílík kenning er fár
ánleg. íslenzku þjóðinni fer
ört fjölgandi. Engar líkur eru
til annars en að tiltölulega
lítill hluti þeirrar fjölgunar
iiverfi að landbúnaðarstörf-
um. Innan fárra ára getum
við allt eins vel staðiö and-
spænis þeim vanda, að land-
búnaöarframleiðslan sé frem
ur van en of. Skoðun Einars
ber því bæði vott um skamm-
sýni og þess konar hugarfar
til framieiöslunnar, sem að
ekki er til neinnar fyrirmynd
ar.
SVO AUM, sem frammi-
staða Einars var, tók þó fyrst
steininn úr þegar Bjarni Ben
ediktsson fór að úthella sín-
um visdómi. Enginn maður
hefir, á undanförnum árum,
gagnrýnt pólitíska andstæð-
inga sína af meiri frekju,
yfirlæti og óbilgirni en hann.
Verður ekki annaö ráðið af
ræðum og ritum þessa „prúö
mennis“ en þeir séu yfirleitt
upp til hópa htilfjörlegir
svikahrappar og þjóðhættu-
legir misindismenn. j
Þegar Bjarni ræðir um
fyrrverandi rikisstjórn þá
hefir hann engar sveiflur á
því en afgreiðir allar henn-
ar aðgerðir stutt og laggott
með einu orði: SVIK. Hún
hafi lofað' öllu fögru en allar
hennar aðgerðir hafi snúist
til ills og bölvunar og reynst
tóm svik. Látum það gott
heita, að fyrrv. ríkisstjórn
hafi mistekist sumt það, sem
hún vildi gera. Tæplega mun
sú ríkisstjórn nokkru sinni
hafa verið til, sem tekist hef
ir aö framkvæma allt, sem
hún ætlaöi sér í upphafi og á
þann eina hátt, sem hún
helzt vildi. En hvert er pund
Bjarna sjálfs í því sambandi?
Jú, hann hefir álpað flokki
sínum út í það ævintýri, að
gerast illvigur kaupkröfu-
flokkur í því skyni einu, að
bregða fæti fyrir rikisstjórn,
sem hann óttaðist og öfund-
aði. Og Bjami kom sínu
fram. Og af því hefir hann
nú áhyggjur þungar. Honum
er orðið ljóst, að með aðför-
um sínum hefir hann gert
Sjálfstæðisflokkinn að póli-
tísku skrípi. Þegar Bjarni
var búin að tefla flokki sín-
um í þá aðstöðu, aö hann
varð að birta einhver „úr-
ræði“ þá fundust engin önn-
ur en þau, að menn yrðu að
borga til baka þá aura, sem
Bjarni sagði mönnum að
heimta í sumar. Allt þetta
Er þrautskipuiagt, vísindalegt ein-
ræði stjórnskipulag framtíðarinnar?
Hinn kunni brezki rithöf-
undur, Aidous Huxley, hefir
gefið út nýja bók, Brave
New World Revisited, sem
er eins konar framhald hinn
ar þekkíu framtíðarskáld-
sögu hans frá 1932, Brave
New World. í þessari bók
staðhæfir Huxley, að margt
það, er hann spáði 1932, sé
nú orðið að veruleika og sé
líklegt til að rætast i enn rík
ari mæli í náinni framfíð.
Hér verður sagt nokkru nán
ar frá þessari nýiu bók hans.
Tvær frægustu framtíðarskáld-
sögur á síðasta aldarfjórðungi cru
bækur Aldous Huxley, Bravc New
World, og George Orwells, 1984.
Að vísu vir'ðist mikið djúp stað-
íest milli þeirra mvnda, er þessi
verk draga upp af framtíðinni, —
en það er aðeins á yfirborði. Bók
Iluxleys er bæði fullgild háðssaga
og útópía, hann hefir lýst framtíð-
inni á grundvelli fordisma og
kommúnisma samtíðarmnar. í
hinu þægilega, vélvædda samfélagi
hans árið 632 eftir fæðingu Fords
koma börnin í þennan heim í
flöskunt og örlög þeirra eru fyrir-
fram ráðin, hvort þau verða alfa-
plús leiðtogar, beta-verkfræðingar
eða epsilon iyftustjórar, fólk eðlar
sig af hjartans lvst og hættulaust,
dauðinn hefir misst brodd sinn og
nautnir eins og sóma og tilfinn-
inga-kvikmyndahús standa öllum
til boða. Framtíðarmynd Huxleys
er mótmæli einstaklingshyggju-
manns við samlíðinni, hinum
„nýja, fagra heimi“ er lýst sem
martröð.
Framtíðarsýn Orwells er miklu
uggvænlegri, bók hans er full af
ógn, enda byggð á samtíð, þar
sem stalínisminn stóð í blóma og
fortíð þar sem nazisminn hafði
ráðið ríkjum. Það er því engin
furða, að framtíðarlýsing hans,
byggð á þessum rökum, skyldi
verða ógnvekjandi. En eitt megin-
atriði eiga bækurnar sameiginlegt:
þær lýsa báðar einræði, Huxley
lýsir vísindalegu og tæknilegu
einræði, Orwoll pólitískri ógnar-
stjórn.
Uggvænleg fólksfjölgun
Hvor þeirra reynist hafa rétt
fyrir sér? Enginn getur spáð um
framtíðina með fullri vissu, og
möguleikinn á kjarnorkustríði ger
ir alla spádóma fáfengilega. En
eigi að lala um nokkra framtið,
hlýlur maður að gera ráð fyrir
því að ekki komi til slíkrar styrj-
aldar. Og það gerir Aldous Hux-
ley í hinni nýju bók sinni Brave
New World Revisited, bók um
ástand mála í dag og þá útsýn, er
opnast til framtíðarinnar. Það eru
ekki bjartar horfur.
Þróunin hefir orðið miklu örari
en Iluxley gat séð fyrir, þegar
hann skrifaði bók sína fyrir 27 ár-
um. Spádómar hans hafa orðið að
veruleika miklu fvrr en hann
hugði. Sú martröð allsherjar skipu
iagningar er hann gerði ráð fyrir
á sjöundu öld eftir Ford blasir nú
við okkur á næsta leiti. Skammur
tími cr til stefnu þar til allt þetta
verður að veruleika, ef ekkert er
varð hann að viðurkenna í
þeim umræðum sem staðið
hafa yfir nú undanfarið.
Ekki að furða þótt aðalrit-
stjórinn væri framlágur orð
inn á föstudagskvöldið.
Kannski munar Bjarna
ekkert um það að renna nið-
ur tveimur og hálfum ár-
gangi af Mbl. auk alls ann-
ars. En er ekki athugandi fyr
ir Sjálfstæðis.fl. hvort
hann munar ekki óþægilega
um það, að hlýta til lengdar
svona leiðsögumanni?
Áldous Huxley ví
þróun heímsinála
ALÐOUS HUXLEY
— fagri, nýi heimur
gert lil að vernda mannlegt frelsi.
Ein s'ú hætta, er að steðjar, er
sívaxandi íbúafjöldi jarðarinnar.
Huxley sýnir með þurrum tölum
fram á hve ör fólksfjölgunin hefir
orðið á okkar dögum og verður
næstu 50 árin. í upphafi tímatals
okkar voru íbúar jarðar um 250
nulljónir, ekki helmingur af íbú-
um Kjna í dag. 16 öldum síðar,
þegar pílagrímafeðurnir lentu í
Ameríku, var íbúatalan orðin Jið-
lega 500 milljónir. Þegar sjálfstæð
isyfirlýsing Bandaríkjanna var
undirskrifuð, var hún orðin meira
en 700 milljónir. 1931 voru íbúar
jarðarinnar tæplega tveir milljarð-
ar. Síðan hefir dánartalan enn
lækkað, en erfitt er að koma í
kring raunverulegum takmörkun-
wn á fæðingum, einkum þó þar
sem slíkra ráðstafana er mest þörf.
Af þessu leiðir, að íbúum jarðar-
innar fjölgar um á að gizka 43
rr.illjónir árlega og tala þeirra tvö-
faldast á tæpumi 50 árum. Sömu-
leiðis er fullvíst, að hin vanþró-
uðu lönd, þar sem íólksfjöldi' er
mestur, munu innan skamms kom
ast undir einræðisstjórn, að öllum
likindum stjórn kommúnisla.
Þetta hlýtur að fá afleiðingar f.vr-
■lr Vesturveldin, sem komast ekki
hjá að auka enn varnai'ráðstafan-
ir sjnar. Og allir vita, að frelsið á
ekki auðvelt uppdráttar í alher-
væddu landi. Slíkt ástand leiðir af
sér stöðugt eftirlit með öllu og
öllum.
Jafnframt hafa hinar mikiu
tækniframfarir í för með sér sí-
aukna fjöldaframleiðslu og fjölda-
dreifingu, og efnahagsvaklið saín-
ast því á hendur æ færri aðila.
Afleiðing allrar þessarar skipu-
lagningar verður aftur að hlut-
verk einstaklingsins fcr minnk-
andi. Trúnaður hans við vinnu-
veitanda sinn verður meginatriði.
„Fagri, nýi heimur“
Hitler sýndi fram á hvers megn-
ugur áróðurinn er í einræðisríki.
í einum kafla bókar sinnar gerir
Huxley athyglisverðan samanburð
á aðferðum einræðisherrans og nú
tíma auglýsingatækni. Meginregl-
ur auglýsingaáróðurs eru mjög
einfaldar: Einhver sammannleg
löngun eða ótti er fundinn, íundin
aðferð til að tengja saman þessa
löngun eða ótta og þá framleiðslu
sem ætlunin er að selja, síðan
byggð brú tákna sem viðskiplavin-
urinn getur fetað sig eftir frá stað
reyndum til óskhyggju og þaðan
til þeirrar ímyndunar að varan
sem auglýst er geti gert óskir
hans að veruleik. Útvarp og sjón-
varp eru orðin öflug vopn í aug-
lýsingatækni. Áhrif þeirra eru
einkum mikil á börn sem heyra
rar viuS háskalegri öfug-
í sííustu bók sinni
hin síenduriéknu auglýsingaslag-
orð dag eftir dag og bregðast að
lokum við þeim eins og þjálfaðir
hermenn við skipunum. Ekki eru
hin pólitísku áhrif sjónvarps sjð-
ur viðs.iárverð, t. d. við kosningar.
Frambjóðendur eru auglýstir fyrir
kjósendum e:ns og hver önnur
vara, og áðar en langt um líður
er orðið úíilokað að almenningur
fái að vita s nnleikann um nokk-
urn skapaðan hlut.
En váleg'jst óg'nun við frelsi
einstaklinganna eru þó hiriar nýju
aðferðir og eínasambönd til að
breyta og móta allan hugsunar-
hátt og liísviðhorf mannanna.
Heilaþvoltnr er staðreynd og hef-
rr mjög verið iðkaður i Kína,
bæði við slríðsfanga og við upp-
eldi flokksíoringja, sem á þennan
hátt eru gerð?r að ofstækisíullum
velmennum. Töframeðalið soma,
sem í Brave New V/orld veitti
gleymsku oc hamingju án þess að
nokkrir timburmenn fylgdu í kjöl-
farið á hliðstiæður sínar í ly.fjum
eins og reserpin, ineprobamate
eða LSD-24. Þessi eíni geta orðið
óhugnanlegt vopn ; höndum ein-
ræðisstjórnar Önnur aðferð, sem
getur orðið háskaleg, er hin svo-
kallaða „subliminal projection": á
sjónvarpsskermi eru sýnd orð eða
ír.yndir svo hrat.t að auga eða eyru
fylgja því ekki, en myndirnar hafa
engu að síður áhrif á undirmeðvit
undina, og geta þannig haft áhrif
á hugsanir. tilfinningar og verk
fólks. Þessi aðferð hefir þegar ver
ið reynd i aiiglýsingatækni með
góðum árangri.
Það, sem Huxley kallai- hypno-
daea í skáidsögunni, kennsla
barna með því'að útvarpa yfir þau
sofandi sömu setningunum og
siagorðunum aftur og' aftur hefir
sömuleiðis verið reynl mcð góðum
árangri. Það er auðvelt að sjá
hverjum árangri alrátt ríkisvald
fær með þesstim hætti.
Vísindaiegt eínræði
Hvernig má ala æskuna upp til
frelsis, hvernig verja sjálfstæði
einstaklingsins fyrir þeim öflum
er reyna að imdiroka það? Huxley
hefur engin sérstök lausnarorð á
reiðum höndiim, en hann harmar
að hvergi í heimi sé börnum kennt
á skiplegan hátt að greina á milli
sannra og ioginna, skynsamlegra
og fjarsíæðra fullyrðinga. Hann
leggur til að þeim verði, innrætt
gagnrýnt viohorf við áróðri þannig
að þau festi ekki umsvifalaust trú
á hreinum fjarstæðum. Auk þess
verða þau að iæra að skilja gildi
persónulegs frelsis, ástar og skyn
semi, en án hennar er ást magn-
iaus og freisi óhöndlanlegt.
En ef fóiksíjölgunin og yfir-
skipulagningin fær að halda ó-
hindrað áfram er hætta á að lýð-
ræðislönd eigi eftir að lifa þróun,
öfuga við þá sem gerði Bretland
að lýðræðisriki þólt öllum ytri ein
kennum konungsveldis væri 'hald-
ið. Það er þetta, sem er að gerast
í alþýðulýðvehhinum. Öll ihin ytri
form varðveitast, kosningar, þing
hæstiréttur, öil hin gamalkunnu
nöfn og slagorð verða óbreytt, ___
en aðeins sem gríma einræðis. Og
að öðru leyti munu ríkjandi stjórn
málamenn og þrautjijálfað lið
þeirra, hermenn, lögregla, ihugs-
anaframleiðendur og heilastjórar
ráða því er þeim sýnist. Á síð
ustu síðu bókar sinnar fullyrðir
Huxley: „Engin ástæða virðist til
þess að fullkomnu, vísindalegu
einræði verði nokkru sinnisteypt.“
Óvinir frelsisins eru undirförul
ir, erfitt að fá í'angstað á þeim og
fieiri en menn halda. Huxley var
ar röggsamlega við þessum fjehd-
um í siðustu toók sinni.