Tíminn - 04.02.1959, Blaðsíða 5

Tíminn - 04.02.1959, Blaðsíða 5
5 T í MI N N, miðvikudaginii 4. febrúar 1959. í I VEB BERLINER GLUHLAMPEN-WERK Berlin, 0—17 Warschauer Platz /10 Telegramm: Gluhlampen-Werk Berlin. Deutsche Demokratische Republik. EiNKAUMBOÐSMENN: EDDA H.F. PÓSTHÓLF 906, REYKJAVÍK RAFMAGNSPERUR stórar og smáar. Framleiíisla okkar byggist á margra ára reynslu og hagnýtri þekkingu. Framleitisla okkar mun geta gert ytSur ánægftan. i Nýlega Tiarst inér í hcndur pési nokkur með heitinu: Kirkjustjórn vor í upphafi tvítugustu aldar. Pési þessi er a'ð nokkru leyti end urprentun á samnefndum bæklingi ér út kom 1903. En Benjamín Sig- valdason Ásberg hefir ritað for- anála að hinni nýju útgáfu og einn ig stutta ævisögu séra Halldórs Bjamasonar frá Presthólum og eéð um útgáfu. - Við lestur þessa pésa gat ég ekki varizt þeirri hugsun, að bezt hefði farið á að láta þessi mál og mála- ferli, sem þar eru í frásögu færð, gleymd og grafin, ekki sízt þar sem — eins og útgefandinn kemst réttilega að orði — séra Halldór hafði ekki markað nein spor í þjóð arsöguna.“ Eg tel að þjóðinni í iheild sé enginn greið'i ger með því að rifja upp þessa liðnu atburði, þótt einstöku menn kunni að hafa ánægju af að kjamsa á yfirsjónum og mistökum framliðinna mánna. Formáli og ævisöguágrip eru einn- ig riluð í þeirn tón, að ég t'aldi það illa farið, að Benjamín réðst í að skrifa að nýju ævisögu H. B. Þeg- ar ævisaga umdeildra manna er rit uð, er það mikið vandaverk að halda svo á málum, að frásögnin verði hlutlaus og gefi sem rétt- asta mynd af sögupersónunni, en ekki fáránlega skrípamynd eða engilásjónu. En það cr langt frá, að frásögn Benjamíns sé hjutlaus. Iíún sýnir það fyrst og fremst, cr telja mætti séi’a Halidóri og heim- ili hans til óJiróðurs. Enda er hún inngangur að hinum endurprent- aða pésa og undirstrikar efni hans. En hvað er þá þessi endurprent- un? Hún er útdráttur úr nokkrum ínálskjölum snertandi málaferli séra Halldórs og ádeila á þáver- ándi kirkjustjórn samin af harð- vílugum andstæðingum séra Hall- dórs, einhliða málflutningur, þar sem heJzt er til týnt það, er vekur ándúð O'g óbeit lesenda á séra Hall- dóri og kirkjustjórninni. En svo hræddir voru þeir háu herrar, sem að pésa þessum stóðu að gangast við lionum, að þeir fengu umkomu- lausan umrenning til að gangast við faðerninu, af því að þeir vissu að sóra Halldór mundi aldrei leggj ast á þann lítilmagna. En það er rétt, sem Benjamín Jóhannes Guðmundsson Orðið er frjátst ROFIN GRAFARRO segir, áð þeir Sauðanesfeðgar Þor- steinn og Ai’nljótur hafi samið bæklinginn, gefur það illan grun um að þeir hafi ékki haft sem hreinast mjöl í pokanum, þar sem þeir fela sig bak við nafn Sigur- björns Jónssonar. Er það einkum athyglisvert vegna þess, að séra Arnljótur Ólafsson var hinn mesti málafylgjumaður og hvergi hrædd ur hjörs í þrá. En í pósanum var gerð lúaleg tilraun til að vega að andstæðingi úr launsátri, og hefir slík-t aldrei þótt sæmdarauki með- al þjóðar vorrar. Eg skal engan dóm leggja á málaferli séra Halldórs utn og fyr ir síðustu aldamót. Eg var þá barn að aldri og frétti um þau aðeins af afspurn síðar meir. En ég vil benda á, að í nefndum pésa er að- eins dregin fram önnur hlið máls- ins. En sjaldan veldur einn þegar tveir deila. Og einhverjar ntáls- bætur mun séra Halldór hafa haft; þólt þær komi hvergi fram i þessu riti. Þess ber líka að gæta, að margs konar deilur geta risið upp meðal ágætra manna, svo að þeir ná ekki samkomuiagi eða sáttum, ef þeir líta einhliða á m'álefnin, ent kapps fullir og geðríkir. Enn fremur er rétt að hafa i huga, að hálfsögð er saga ef einn segir. Slíkur hálf- sannleikur vill einatt verða hættu- legur mannorði lifandi manna, hvað þá dáinna, ekki sízt ef þeir eiga engan að til að bera hönd fyr- ir böfuð sér. Séra Halldór átti enga afkomendur, og nú eru frænk ur hans ,Presthólasystur‘, er hann gekk nálega. í föðurstað allar dán- | ar. Meðfram vegna þess hefi ég tekið mór penna í hönd. Ekki til þess að rifja upp þessi löngu liðnu málaferli cða gang þeirra, heldur til að lýsa kynnum mínum af séra Halldóri og P.resthólaheim- ilinu eins og það kom mér fyrir. sjónir fyrir 48 árum, og mun þar leitast við að láta hvorttveggja njóta sannmælis. Af ástæðum, sem ekki verða raktar hér atvikaðist svo, að ég vistréðst til séra Halldórs vorið 1910. Þegar eftir að þessi vista- ráð vitnuðust, tóku menn að bera mér sögur af Presthólaheimilinu og meðferð á hjúum þar. Einkúm voru þó sögur þessar bornar föð- ur mínum, fékk liann því áhyggj- ur stórar af vistaráöum mínum og vildi fá þeim riftað, ef kostur væri. En ég var nú einu sinni þarna ráðinn og leit svo á, að ég yrði að mæta afleiðingunum, hverjar sem þær yrðu. Fór ég því að Preslhólum og var þar eitt ár vinnumaður og kaupamaður sum- arið eftir. Skal nú í fáum orðum sagt frá reynslu minni af þessu heimili og húsbónda þess. Eilt af því, sem látið var misjafn lega af í Prcsthólum, var þjónust- an. Sögur gengu um, að þjónusta væri engin og vinnumenn gengju þar rifnir í lær og loka. Þegar ég kom þangað, var unglingsstúlku, sem nýlega var komin á heimilið, falið að þjóna mér. Hiin var óvön þjónustubrögðum, og var þvi á stundum nokkuð óvant við þjón- ustuna. Á mér var líka mikil þjón- usta, því að ég hafði fjárgeymsl- una á hendi yfir veturinn, og skó- frekt er í Presthólahrauni. Þurfti því að gera að skóm og sokkum svo að segja daglega. Á þessu vildi verða nokkur misbrestur, einkum er leið á veturinn og stúikan tók að þreylast I sífelldu bótastagli. En um þetta var ekki við' neinn að sakast nema þjónustuna. Og ckki vildi ég kæra þetia fyrir svstur séra Halldórs, því síður honum sjálfum. Enda hvorugu þeirra. hér um að kenna. Matarvist var mjög sæmileg í Presthólum, þegar ég var þar, allt- af nóg að borða af óskemmdum mat, kjöts var mjög neytt árið vun kring. Þegar ekki voru gestir, sá ég ekki, að systkinin eða frænkur þeirra ,,Presthólasystur“ borðuðu annan mat en vinnufólkið. Hins vegar mataðist það' jafnan í bað- stofuhúsinu, þar sem systkinin héldu sig aðallega, en vinnufólkið mataðist í frambaðstofunni, og var hverjum manni þar skammtað sér eins og' tiðkast hafði á undanförn- um öldum í sveitum landsins. Kæmu hins vegar gestir, var •meira haft við. Var þá oft eitt- hvað breyttur matur og þá borinn sérstaklega fyrir gestina og séra Halldór. Gestrisni var þarna mjög mikil, og mig furðaði ekkert á, þótt gerður væri einhver munur á gestunv og vinnufólki. Slíkt var ekki talið nerna eðlilegt í þá daga. Oft njóta hjú gó'ðra gesta, segir vnáltækið. Svo reyndist einnig á Presthólum. Stunduvn fékk maður aukakaffi vegna gestkomu og stundum að bragða á því, sem gekk af gestaborðinu, cf unv breytt an mat var að ræða. Með morgun- kaffinu var alltaf borið brauð. Var það nýlunda fyrir mig, senv ekki hafði kynnzt þeini sið áður. Af því, sem hér Jvefir verið sagt, vná sjá, að ég hafði enga ástæðu til að kvarta yfir vnatarvistinni. VinnuKarka var nokkur, einkum ef eitthvað verulegt lá við. Það lá rikt i eðli séra Halldórs að vilja koma því fram, sem hann ætlaði sér. Hann var kappsfunllur og þoldi illa vnótbárur, begar því var að skipta. Við dagleg störf Jieima s. s. jarðabæfur eða slátt minnir nvig, að unnið væri aðeins 10 tíma. Hins vegar var elckv unv ákveðinn viunutíipa að rveða. ef vvm hirðingu á heyi eða fjárgæzliv var að ræða s. s. rúning, snvalamennsku o. s. frv., enda engin leið að koma shku við á sveitabæjum, voru Presthól- ar því engin undantekmng í þsssu efni. Eg var óharnaður unglvngur, þegar ég kom i vistma og enginn afkastamaður. Þó fann cg aJdrei á presti, að lionum þælti ég liðlétt- ur, og aklrei rak hann eftir nvér. Mér virtist lvann ánægður, ef hann fann að unnið vav a£ trúmennsku, að störfum. En hann gaf orðið, harðskeytlur, þegar hann varð var við sviksemi eða kæruleysi. Yfirleitt höfðum við nóga hvíld og nógan svefn í Presthólum, þó úfc, af því gæti brugðið, þegar mikiS lá við eins og áður er greint. Eg. gætti fjárins urn veturinn. Þegar góð var tíð og auðvelt að reka féS til beitar frá sjónurn, var þetta gott, létt og heilsusamlegt starf. Þegar hins vegar hriðar geisuðu,. illt lil jarðar og erfitt að reka tii, beitar var þelta kalf og karlmann-1 legt starf. Þá varð að fylgja fénu eftir hverju sem viðraði og standa yfir því, meðan því var haldið til beitar. En þótt stundum blési kaít og sumir dagar væru erfiðir, minri ist ég þessa vetvar jafnan með á- nægju, ekki sízt fyrir það, að venjulega kom prestur brosandi á móti mér, þegar ég kom lieim úr verstu hríðunum, og spurði líð- inda. Eitt er víst, að aldrei liefi ég verið hraustari en þennan vet ur, fékk aldrei kvef. Ekki verður annað sagt en áð1 ég byggi við gott atlæti í Presthól um. Eg kom þangað öllum ókunra ur, en var teki'ð' vel af öllum, ekk: sízt húsbóndauum, sem ,,þúaði“ mig þegar í sta'ð og aldrei ávarpaði mig öðruvísi en Iilýlega. Aldréi var okkur vinnumönnunum ætlað neitt starf á kvöldin yfir veturinn, og þótt mér það nýsiárlegt, því að ég hafði vanist öðru. Oft var spil- að, einkum ef gestir komu og þáL venjulega ,,lomber“. Tóku vinnu- menn oft þátt í því. Þegar óg réðst í Presthóla, hafði það verið í samningum, að presiur segði mér til í ensku. Það loforð efndi prest- ur fyllilega, og kom það mér að gó'ðum notum síðar. Enn fremur naufc ég nokkurrar tilsagnar ‘ í reikningi um veturinn. Af' þessu má ráða, að mér leið vel í Presthólum. Og ég skal taka það fram, að ef ég hefði ætlað mér. að' vera vinnumaður áfram, hefðá ég hiklaust v-erið þar kyrr. En ég' hafði ákveðið að afla mér ein- hverrar fræðslu, og því fór ég það-. I (.Framhald á 8. síðu). r.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.