Tíminn - 04.02.1959, Qupperneq 7
r IM I N N, niiðvikudagiim 4. febrúar 1959.
2
ÞORMÓÐUR EYÓLFSSON
í dag, 4. febr., er til moldar
borinn Þormóður Eyólfsson á
Siglufirði, fyrrum forseti bæjar-
istjórnar þar og forystumaður Sigl-
íirðinga á fjölmörgum sviðum.
Með ihonum er t'il moldar hniginn
enn einn af þeirri kynslóð, sem
■var í þann veginn að ná fullum
þroík-a um aldamótin, en eftir þá
'kynslóð liggur meira umbótastarf,
Jíeldur en nokkra' aðra, allt frá
upphafi íslandsbyggðar til þessa
dags. Var Þormóður sannur full-
trúi 'Sinnar kynslóðar
Þormóður Eyólfsson var fædd-
ur 15. apríl 1882 að Mælifellsá í
Skagafirði, sonur Eyjólfs Einars-
sonar bónda og konu hans Mar-
grétar Þormóðsdóttur. Ungur
missti hann foreldra sína og flutt-
ist þá að Undirfelli í Vatnsdal til
séra Hjörleifs Einarssonar, en
iseinni kona hans var náfrænka
Þormóðs. Þormóður unni söng og
var söngvinn. Mun hann þegar í
æsku :hafa numið söng og hljóð-
færaislátt. Hann gekk ungur í
Gagnfræðaskólann í Flensborg og
3auk þaðan prófi vorið 1902, tví-
lugur að aldri. Eftirtektarvert er
það, að námsveturna i Flensborg-
ai'skóla var hann jafnframt söng-
’kennari skólans. Mun slíkt sjald-
gæft og má segja, að krókurinn
bey.gðtst þar snemma að því sem
verða átti, því mikið vann Þor-
móður síðar á ævinni. fyrir söng-
menntina og mörgum kenndi hann
söng.
Eftir gagnfræðanómið. settist
Þormóður í kennarabekk Flens-
borgars'kólans og tók kennai'apróf
vorið 1904. Síðar gekk hann svo í
Verzlunarskóia íslands og lagði
þar gr«ndvöllinn að öðrum megin
þættinum í lífsstarfi sínu, sem var
viðskipti og ýmiss konar forganga
í atvLnnumálum.
Ártð 1911 giftist Þormóður Guð-
i'únu Björnsdóttui' ’alþingismanns
á Kornsá í Valnsdal, hinni ágæt-
iistu konu, sem jafnan stóð við hlið
háns og vair stoð hans og .styrkur
i blíðu og ekki siður í stríðu og
mi síða-st í langvinnum veikindum
háns.
Þessi ungu hjón Þormóöur og
Guðrún reistu bú íitt á Siglufirði
og þar var siðan stai'fssvið þeirra.
Ég þekkti ekkert til Siglufjai'ðar
á þeim árum,' en heyrði þó ýmis-
legt þaðan. Sagt. var að þar væri
hálf-norskt síldáxþörp og menning
öll á fremur lágu stigi. Ég kom
þar svo 13 ártim eftir að þau lijón
setlust þar að og sá þá að þarna
var 'myndai'legur bær og myndar-
legir íbúar og menningarbragur á
mörgu. Sjálfsagt hafa lýsixigar þær,
sem ég áður heyrði af Siglufirði
og lífinu þar, Verið ýktar, en víst
er þó. að á næstu árum á undan
höfðu orðið miklar framfarir, bæði
i verktegum og menningarlegum
efnum. Ekki nntmi þá aðrir hafa
verið áhrifameiri í bæjarlífinu en
þau hjón, hvort á sínu sviði, og er
alveg víst að þau áttu sinn mikla
þált í þeim framförum, sem orðið
höfðu. Eftir þetta var ég um mörg
ár nákunnugur. starfi Þormóðs, og
þeirna <hjóna beggja, í þágu Siglu-
fjarðai'kaupstaðar ag vegna þeirra
kynna fullýrði ég, að bærinn á
þeim rnikið að þakka, rneira en
flestum öðrum.
Á Siglufirði fékks Þormóður
Eyólfsson við margs konar störf.
Hann rak þar um tírna síldar-
verkun og sölu þeirrar vöru, var
.afgreiðslumaður Eimskipafélags fs-
lands frá 1924 og umboðsmaður
ýmissa tryggingarfélaga, norskur
konsúll var hann éinnig. Opinber
störf hlóðust og á hann, þannig
var hann lengi í bæjarstjórn og
forsétl hennar um tíma, átti sæti í
ýmsum nefndum bæjarfélagsins
o. s. frv. Tvennt er þó óíalið af
störfum Þormóðs, sem voru hon-
nm hjartans mál og tókii hug hans
meira en flest annað. Annað var
stárf hans i þágu Síldarverksmiðja
ríkisins, hitt var söngurinn.
Þegar Si'ldarverksmiðjur i-íkisins
á Siglufirði tó'ku til starfa árið
1930, var Þormóður skipaður í
stjórn þeii’ra og var lengi formað-
ur hennar. Gckk rekstur þeirra vel
undir hans stjórn, enda unni hann
þessu fyrirtæki, senx bæði var .til
hagsmuna og tryggingar síldveið-
unum yfirleit't og lyftistöng þess
bæjarfélags, sem hann var borg-
ari í. Er það mitt álit, að hann
hafi verið manna færastur til að
hafa forustu verksntiðjanna á
hendi á meðan kraftar hans entust.
Skal svo ekki frekar um það rætt.
Það mun alþjóð kunnugt að Þor-
móður Eyólfsson var lengi söng-
stjóx-i karlakórsins „Vísis" á Siglu-
firði. Hann var í æsku söngkenn-
ari í sarna skóla og hann samlímis
stundaði nám i og söngnum unni
hann alla tíð. Ef til vill hefði hann
notið sín bezt í lífinti, ef hann
hefð'i getað helgað sönglistinni allt
líf sitt, svipað og yngri bróðir
hans Sigurður Birkis, en slíks var
tæplega kostur í hans æsku.
Þormóður Eyólfsson var giæsi-
legur maður, fríður sýnum, mikill
vexli og karlmannlegur, sköruleg-
ur í allri framgöngu. Skapmikill
var liann, svo sem f’ítt er um mikil-
hæfa menn, og þótti mótstöðu-
mönnum hans hann harður í horn
að taka, en vinur vina sinna var
hann, tryggur vinur. Það get ég
borið um af eigin reynd og um
það veit ég lika önnur áþreifanleg
dæmi.
Eftir að ég varð þingmaður, var
Siglufjörður í kjördæmi mínu í 19
ár. Ég átti þá off leið þangað og
var þá jafnan gestur_ þeirra Þor-
móðs og Guðrúnar. Ég naut þar
ekki einasta gestrisni þeirra, held-
ur einnig þeirrar alúðar og vin-
áttu, senx ég aldrei gleymi. Nú
kveð ég þig hinztu kveðju kæri
vinur og þakka þér öll okkar
kynni.
Ekkju Þoi'móðs, frú Guðrúnu
Björnsdóttur, votta cg mína inni-
legustu samú'ð.
BernlMi'8 Stefánsson.
Við nemum staðar, þegar vinir
okkar eru kvaddir hinzta sinni.
Myndir og minningar streyma i
hugann, mótaðar aí’ kynnum og
persónuleika þess, sem kvaddur er.
Um sjö <ára hil átti ég heima á
Siglufirði. Frá þeim árum á ég
mai'gar ánægjulegar minningai'.
Engum var ég persónulega kunn-
ugur þar, er ég fluttist þangað,
þótt ég af afspurn kannaðist við
helzlu forystiimenn Siglufjarðar
og þá einkanlega Þormóð' Eyólfs-
son konsúl, sem var þjóðkunnur
ma'ður og hafði verið um margra
ára bil.
Á Siglufirði takast fljótt kynni
með bæjarbúum. Ég kom þangað
að hausti, og yfir vetrarmánuðina
samlagast fólkið í þessum einangr-
aða hæ og verður á mai'gan hátt
sem ein fjölskylda. Þormóður mót-
aði hæjarbraginn á margan hátt,
og honurn kynntust flestir xneira
eða minna. Mér eru einkum hug-
stæðar þrjár myndir, þegar ég nú
lít til baka. Ég minnist söngstjór-
ans. Létiur, hress og glaður hélt
Þormóður tvö kvöld i viku eða
fleii'i til söngæfinga með karla-
kór sinn, eins og til hvíldar, oft
sð loknu margviílegu og erilsömu
dagsverki.
Ætið var hann mættur lil æf-
inga á i'éttum tíma og æfði og
stjói-naði þrjátíu til fjörutíu rnanna
söngflokk sem félagi og vinur allra
söngmanna, hvort sem þeir voru
17 ára ungmenni eða á sjötugs-
aldri. Lagni Þormóðs, þolinmæði
og þó um leið einbeitni, kom fram
með svo elskulegum hætti, að
seint gleymist þeim, er þekktu.
Þonnóði var annl um Vísi, og
VísiSmönnum þótti vænt um söng-
stjóra sinn og sýndu það á minnis-
vei'ðan hátt við merkisafmæli Þor-
móðs, er hann var um það bil að
hætta söngstjórn.
Þormóður unni íslenzkum ljóð-
um og lögum. Honum þótti vel
fara á því að syngja jafnan, er
opinberlega var komið fram, „Ég
vil elska mitt land“ með lagi
Bjarna Þorsteinssonar. Þá fór það
saman, að haldið var uppi merki
sigl'firzkrar tónmenntar á tvennan
hátt og söngstjórinn gat tekið
lagið með kór sínum, því að ættar-
óður Ijóðsins var sem hans eigin
rödd, er honum var eiginleg, ekki
aðeins á söngpalli, heldur einnig
í lífi og starfi.
Ég sé hinn virðulega, fyrirmann-
lega borgara og alháfnamann, sem
ég álti margvísleg viðskipti við.
Reglusemi og nákvæmni einkenndu
lians dagfar. Þormóður var trún-
aðarmaður ýmissa stórfyrirtækja,
sem höfðu aðalstöðvar sínar fjarri
Siglufirði. Hann þurfli því oft að
leysa vanda, sem af því leiddi, og
gæta um leið þess, að á hvojugan
hallaði, þann, sem til hans íeitaði
með vandamálið, og hinu, sem fjar-
sladdur var.
Þormóður var maður mikilla at-
hafna. Saga Siglufjarðar frá því
skömmu eftir aldamót er um lei'ð
hans starfssaga. Hann var ýmist
þátttakandi eða forystumaður. við
uppbyggingarstarfið á Siglufirði
fyrir og eftir 1930, en þá voru
tímamót í atvinnuþróun bæjarfé-
iagsins. Oft kom þá til harðra
átaka, og var hann þá í fyJkingar-
brjósti, enda skapi hans eðlilegast,
■en þeir tímar starf og þtaka voru
að mestu hjá liðnir, þegar Jeiðir
okkar lágu saman í Siglufirði.
i Og að lokum minnist ég hús-
bóndans og heimilisföðurins.
I Þormóð og hans mætu konu,
| Guðrúnu Björnsdóttur írá Kornsá,
var gaman að heimsækja, og kvöld-
in li'ðu fljótt í þeirra félagsskap.
Umræðuefni þraut ekki, því að
álmgamál húsbænda voru margvís-
leg. Sama fjör og umbótaáhugi
mótaði umræður, hvort sem þær
hnigu að menningar- ’eða atvinnu-
málum, bæjar- eða þjóðmálum.
Þa'ð er hollt ungu fólki að kynnast
slíku heimiii og verða fyrir vekj-
andi áhrifum frá starfs- og' bar-
áttumanni eins og Þormóði Eyólfs-
syni. Og enda þótt minningarrífar
um hann verði mér sérstaklega
hugstæðar í dag', veit ég, ao þær
munu oft síðar koma í hug minn.
Slíkar minningar er gott að eiga
og ljúft að þakka.
Hjörtur Hjartar.
í dag kveðja Siglfirðingar hinztú
kveðju, 'einn sinn mætasta mann,
Þormóð Eyólfsson ræðismann.
Þegar ég var að alast upp á
Siglufirði, voru þar ekki aðrir at-
kvæðameiri í atvinnumálum og
stjórnmálum, en Þormóður Eyólfs-
son, enda var hann vel til forustu
fallinn, framsýnn, stórhuga og fylg
inn sér. Oft stóð styr um Þormóð
Eyólfsson, en frá önnum og erjum
dagsins átti hann sér öruggt at-
livarf i faðmi sönglistarinnaf.
Ilann var söngelskur mjög, og þótt
ég hefði þá ánægju að vinna með
ihonum á ýmsum sviðum, er það
fyrst og fremst sern söngstjóra
Karlakörsins Vísis sem ég minn-
ist hans.
Það vöru skemmtileg ár þegar
Vísir var upþ á sitt bezta undir
stjórn Þormóðs. Hann mun hafa
verið að mestu sjálfmenntaður í
tónlist, en meðfædd smekkvísi og
ást hans á söng og tónlist geröi
það að verkum að hann var sér-
lega skemmtilegur söngstjóri.. Þor-
móður gerði miklar kröfur, en
aldrei meiri til annarra, en sjálfs
sín. í starfi sínu fyrir Vísi naut
hann löngurn aðstoðar bróður síns,
Sigurðar Birkis, söngmálastjóra,
og minnist ég þess hvílíkir dýrðar-
dagar það voru, er Birkis var kom
inn í bæinn til þess að leiðbeina,
og svo var æft af keppi, undir
hljómleika og söngför, en Þormóði
var það mest yndi, að leggja land
undir fót og halda hljómleika með
kór sínum í öðrum byggðarlögum.
Þormóður Eyólfsson var glæsi-
menni og mikill höfðingi. Hann
var kvæntur hinni ágætustu konu
Guðrúnu Björnsdóttur frá Kornsá,
er lifir mann sinn. Þau hjónin áttu
á Siglufirði glæsilegt heimili, og
aldrei voru þau ánægðari, en þeg-
ar þau skemmtu þar gestum, enda
voru þau bæði höfðingjar heim
að sækja.
Við Vísis-menn sendum frú Guð-
rúnti og öðrum aðstandendum inni-
legar samúðarkveðjur, en geymum
minninguna um dáðan söngstjóra,
og góðán félaga.
Þorsteinu Hannesson.
Hestur eltur lengi
á snjóbíl
Frá frcttaritara Tjmans.
S.l. laugardags'kvöld fór Skarp-
héðinn Jónasson bílstjóri á Húsa-
vík af stað við sjötta miann á stór-
um vörubíl áleiðis til Mývatns-
sveitar. Á palli höfðu þeir §njó-
bíl. Eftir erfiða ferð upp í Mý-
.vatnssveit lögðu þeir af stað á
snjóbílnum aiistur á fjöll. Erind-
ið var að leita útigangshests, sem
þar hefir gengið í vetur og und-
anfarin ár gengið illa að hand-
sama. Er hann ótaminn og óhemja
hin mesta, ættaður frá Grímsstöð-
um og heldur sig því þarna eystra.
Greiddist ferð þeirra á snjó-
bílnum vel og fundu þeir hestinn
nokkru vestan J'ökulsór og hófst
nú eltingarleikur. Hjarn var, og
bar hestinn vel ur.dan, en ekið
var á eftir honum sem hægt var
á snjóbílnum. Hélt eltingarleik-
urinn þannig áfram norður heið-
arnar allt norður undir Keldu-
hverfi, en þar tókst loks að hand-
sama hestinn skammt frá Meiða-
völlum og koma honum í hús.
Hafði ferðin öll þá staðið rúman
sólarhring
Á víðavangi
Aukin sundrung vegna
Dagiir ræðir um kjördæmamál
i'ð í forustugrein 28. f.m. og segir
m.a.:
,,í ræðu Karls Kristjánssonar
alþingismanns, sem fjallað er um
á öðrum* stað i blaðinu í dag,
sagði hann efnislega á þessa leiíf
um kjördæmamálið: Þær tillög-
ur, seni boðaðar hafa verið af
stjórnarflokkunum (Alþýðufl. og
Sjálfstæðisfl.) fela í sér hættu-
lega grúndvallarbyltingu á rétti
landsfólksins til áhrifa á skipun
Alþingis. Landlnu á að skipta í 8
kjiirdæmi og liafa í þeim hlut-
fallskospingar. Eru með því lögY
niður öll núverandi kjördæmi u
an Reykjavíkur, en tekin upp 7
hlutfallskosningakjördæmi 5—7
þimgmanna. í Reykjavík á að
kjósa 12—15 þingmenn.' Uppbót
arþingmenn eiga að vera allt aS
11 og þinginönnun'i á að fjölga
úr 52 í 60.
Með hinu nýja fyrirkomulagi
segist stjórnarliðið ætia að skapa
festu í íslenzkum stjórnmálum.
En hins vegar hefur réynzlan
alls sta'ðar orðið sú, að hlutfalls
kosuingar leiða til sundrungar
og sniáflokkaþróimar. Er því öl
ingt að farið. Enda mún Alþýðu
l'lokkurinn bera fram þessar til
lögur til að reyna að bjarga sér
á því smáflokkastigi, sem liann
er. Hann er nefnilega að því
kominn að detta ofan um rist-
ina. En Sjálfstæðisflokkurinn
lmgsar sér að komast í meiri-
hlujla með hlutfallskoúningum
er leiða af sér það, að andstæð'
ingarnir skiptast í smáhópa og.
glundroði eykst þeim inegin."
Árás á héruöin
Þá segir Dagur enfremur:
„Afnám uúverandi kjördæma
er árás á sjálfstæði héraða og
bæjarfélaiga utan Reykjávíkur
og röskun á stiiðu þeirra í þjóð-
félaginu, sem orðið hefur tií
með sögulegri og félagslegri þró
un á löngum tíma. Hér er því
verið að slíta rætur, sem standa
djúpt og bera mikið uppi. Allir
hljóta að sjá, ef þeir hugsa um
málið hleypidómalaust, hversu
fráleitt er, að tveir stjórnmála-
flokkar hlaupi allt í einu til
vegna eigin liagsmuna að gera
slíka breytingu.
Verði breyting þessi : ‘ gerð
missa héruðin hið nána samband
við fulltrúa sína, sem þau hafa
nú og val manna til fnnboðs lend
ir í höndum flokksstjórna í liöf-
uðstaðnum og þéttbýlustu hverf
anna í hinum stóru kjördæmum.
Hin nýja þróun verður sú, a®
flokksvaldið færist í aukana og
lýðræði í átt til múgræðis."
„Reisn" foringjans
í útvarpsumræðum er ' nauð-
synlegt að fylgjast nákvæmlega
með tímanum. Er því algeiiigt a®
ræðtimenn fá upplýsingar til sín
á smámiðum um það hvgð tíman
uni Iíður. í síðustu mræðunni
höfðu þeir Eysteinn Jónssón og
Páll Þorsteinsson ákveðíð að
skipta með sér fyrri ræðutíina
flokksins og það verið -tilkýúnt.
Atti E. J. að láta Pál vita þegar,
20 mín. voru biinar og gerði það>
auðvitað. Lauk Páll ræðu. sinni
nokkrum minútum síðar sem ráð
gert var.
Þegar hér var komið sögu var
Bjarni Ben. tekinn nokkúð að
umhverfast — enda byrjar máf
sitt með því að leggja útaf þeirri
,,frekju“ E. J. að koma niönn
um frá liljóðncmanmn með orð
sendingum. Vissi Bjarni þó mætai
vel, hvernig málið var vaxið, en
rætnin sagði til sín (Jg bar skyn
semina ofuríiði. Það sýnir svo
andlegt ásland ritstjórans, aði
hann endurtekur þetta bull i
Reykjavíkurbréfinu síðast.
Ekkert hefur frá því verið
sagt í Mbl., að Páll Þorsteinsson
rétti E. J. samskonar niið'a og'
að E. J. hætti 5 mín. síðar!
(Framhald á 8. si'öu).