Tíminn - 13.02.1959, Page 7
T í MI N N, föstudaginn 13. febrúar 1959.
3
Með betri nýtingu síMarafians er hægt að gera
hann miklu verðmætari og auka atvinnu í landinu
1 fyrradag var til 1. um-
ræðu í sameinuðu þingi
tiHaga Framsóknarmanna
um athugun á betri hagnýt-
Framsöguræða Karls Kristjánssonar fyrir tillögu Framsóknar-
manna um athugun á betri nýtingu síldaraflans
ingu síldaráflans. Karl
Kristjánsson mælti fyrir
tillögunni og fer ræðaj
hans hér á eftir. Að lok-^
inni ræðu Karls var tillög-
unni vísað til allsherjar-
nefndar.
Tillaga þessi á þskj. 167 er um
að feka ríkisstjórninni að láta at-
huga tii hlítar hvernig þjóðin geti
gert sem verðmestan síldarafla
sinn.
I»ó tillagan sé raunar nægilega
jökstudd með greinargerð þing-
skjalsins, vil ég fylgja henni úr
hlaði með nokkrum orðum.
Síld er talin vera einn þeirra
r.vtjafiska, scm gera megi fjöl-
breylilegastar vörutegundir úr til
manneidis. Sérstaklega þykir hún
öðru fiskmeti hæfari til niðurlagn
ingar og niðursuðu.
Bezta matarsíldin
Sildiu, sem veiðist á íslandsmið
nm, er álitin allra síldartegunda
bezt til matargerðar. Sagt er, að
hvarvetna erlendis þvki það mesta)
og bezta auglýsingin á síldaraf-
urðura, ef hægt er að kenna þær
við íslandssild.
Hefrr Íslandssíldin áiíka merk-
ingu í auglýsingum erlendra mat-
vöruverzlana og Hólsfjallahangi-
kjöt, Vestfjarðariklingur og Skaga
hákarl ó fslandi.
En írfandssíldin kemur ekki frá
íslandi sem útflutningsvara þann-
ig tilreidd, sem hún er eftirsóttust
— og verðmest.
Við Islendingar flytjum hana
aðallega út sem saltað liráefni i
tunnum eða breytum: henni í mjöl
til ske^nufóðurs og lýsi til iðnað-
Íslandssíldin er bezta matarsíld í henni.
Það eru Norðmenn og Svíar og
Danir, sem mest gera að því að
breyta Íslandssíldinni í margvís-
lega dósavöru.
Sjálfir veiða Norðmenn og Sví-
ar íslandssild. En auk þess kaupa
þeir hana héðan sem saltsíld og
vinna úr henni lostæti í verksmiðj-
um sínum — til þess að auka verð
hennar atvinnulífi sínu til ávinn-
ings'.
Verk, sem íslendingar eiga
að vinna sjálfir
Það er sannarlega orðið tíma-
bært, að við fslendingar förum að
athuga með mciri alvöru en hing-
að til hvar við stöndum í þessum
efnum og gera gangskör að því,
að hagnýta síldaraflann á þann
hátt, að hann geti orðið okkur sem
\erömestur.
Hvers vegna eigum við að láta
aðrar þjóðir hafa atvinnu og gróða
af því að vinna margbreytilegar og
\erðháar vörur úr síldinni, sem
sjómenn okkar veiða? Við eigum
auðvitað sjálfir að gera þetta.
Undanfarin 14 ár hefir súldarafl-
inn verið miklu minni en hann
fyrrum var, sérstaklega þegar lit-
ið er á hve veiðitæknin er orðin
miklu meiri en hún áður var.
Samt var síldaraflinn upp úr sjó
1956 miðað við tonn 22,6% og
1957 26,9% af öllum fiskafla lands
inanna eins og hann er talinn á
skýrsLum.
liérumbil helmingur af síldar-
aflanum þessi tvö ár fór í bræðslu,
nálægt % í salt og Va í frystingu.
Mestur faluti frvstu síldarinnar var
notaður innan lands í beitu og
alimikiö síldarmjöl í fóður handa
búpeiiingi. Útflutningsverðmæti
sílciar nam um 300 millj. kr. sam-
tals hæði árin eftir skráðu gengi,
en síldarvörur hagnýttar innan
lands námu um 60—70 millj. kr.
Hér er því — þrátt fyrir afla-
tregðuna — um mjög stórar fjár-
hæðir að ræða. Og ef hægt væri
að margfalda nokkurn hluta þeirra
meö betri hágnýtingu síldarinnar
og vinnslu í verðmeiri vörur til
útflutnings, þá skipti það . miklu
máli fyrir gjaldeyrisöflun þjóðar-
innar.
Vetrarvinna, sem kæmi
sér vel
Síldin, sem söltuð er niður í
tunnur á sumarveiðitímanum,
þyrfti að vetrinum að taka upp,
leggja í dósir, reykja,. sjóða niður
eða tilreiða á annan hátt fyrir mat
borðin, eins og áðurnefndar þjóðir
gera. Auka með því útflutnings-
verðmætin og fjölbreytni síldaraf-
urða til neyzlu innsn lands. Með
því skapaðist vetraratvinna í síld-
arverstöðvunum. Mundi það koma
sér mijög vel norðan og auslan
lands.
Niðursuða á nýrri síld er tíma-
bundnari og- krefst meiri véltækni
og hraðvirkni. Niðursuðan á senni
lega bezt við hér við Faxaflóa, þó
bún geti vitanlega komið líka til
greina annars staðar.
Nýlega var sagt-frá því í dag-
blaði, að Fiskiðjuver ríkisins hefir
hafið niðursuðu síldarflaka. Hefir
blaðið eftir forstjóra Fiskiðjuvers-
ins, að um mikla sölu geti verið
að ræða á þeirri vöru, ef framleið-
andi kynni sér vel smekk neytenda
á hverjum sölustað og vandi vör-
una. Samkeppnina segir hann
harða.
Þarna er minnzt á undirstöðu-
atriði, sem gæta þarf við þennan
iðnað. — Ef farið er rasandi ráði
án þess að þekkja smekk væntan-
legra kaupenda og án þess að hafa
lært vel til verkanna, — þá þýðir
lítið að ætla að keppa með vörurn-
ar, þó að hráefnið hafi verið gott.
Góður undirbúnirtgur
nauðsynlegur
í septemberhefti Ægis f. ár
skrifar Sigurðúr Pétursson gerla-
fræðingur hvatningargrein um
þessi efni. Ég tel ástæðu til að
lesa hér kafla úr greininni:
,,Ö11 byrjun er erfið. Það var við
marga byrjunarörðugleika að
stríða, þegar hafin var hér hrað-
frysting á fiski, og fjársterka sjóði
þurfti tií að taka á sig tjón þau,
er fyrstu tilraunirnar höfðu í för.
með sér. Nú er hraðfrysting á fiski
orðin mestur stóriðnaður á íslandi.
Svipaða þróun á niðursuðuiðnaður
inn hér vafalaust i vændum. En
þar sem aðalhráefni þessa iðnaðar
hlýtur að vera síld, þá stöndum vér
þar verr að vígi en með þorskinn
og ýsuna, því að síld kunnum vér
ekki enn að matreiða. Hér sem ann
ars staðar verður að byrja á upp-
hafinu. Það er hrapalegur misskiln
ingur, að hægt sé að reka stóra,
nýtízku niðursuðuverksmiðju, þar
sem engin kann til verkanna, nema
ef til vill forstjórinn. Ef hafin er
stórframleiðsla án kunnáttu og
þjálfunar meiri hluta starfsfólks-
ins, verður varan óseljanleg vegna
alls konar ágalla og fyrirlækið
verður gjaldþrota.
■Hjá íslendingum rekur maður
sig oft á óheppilegt sambland af
kunnáttuleysi og stórhug. Það er
vel hægt að hugsa sér íslending,
sem fangið hefir gómsæta síld með
snapsinum hjá einhverjum kunn-
ingju sinum erlendis, og strengir
þess heit með sama, að svona síld
skuli hann framleiða. Þegar hann
kemur heim, fer hann beint upp í
gjaldeyrisnefnd og biður um inn-
flutningslevfi fyrir vélum, upphæð
2 milljónir. Síðan fer hann í bank
ann og biður um lán, upphæð 5
milljónir. Hann kemur við
Stjórnarráðinu og segist geta
bjargað heilu sjávarþorpi frá at-
vinnuleysi og basli, ef hann byggi
nógu stóra niðursuðuverksmiðju
þorpinu. Stjórnmálaflokkarnir
keppast hver við annan um að
styðja fyrirtækið í von um atkvæði
þorpsbúa. Verksmiðjan er sett upp
hráefni keypt og byrjað að vinna.
En þá kemur bara í 1 jós, að kunn-
átta til verkanna er engin fyrir
hendi. Eitthvað er samt sett í dós-
irnar og vörunni er gefið nýtt heiti'
því að svona vara hefir ekki sézt
fyrr. Þá. er farið að leita að mark-
aði, en hann er þá alls ekki til.
Þar með er draumurinn búinn.“
Stórhug verSur a6 byggja
á þekkingu og kunnáttu
Við, s'em flytjum þessa tillögu,
gerum það vegna þess að við telj-
um tímabært og nauðsynlegt að
hefja sterka sókn í því að breyta
síldinni í svo verðmætar vörur,
sem frekast er kostur á, og hætta
sem mest að flvtja hana óunna úr
landi.
En hins vegar er okkur vel ljóst,
að stórhugur i þeim efnum.verð-
iir að byggjast á þekkingu og
kunnáttu. Frumhlaup geta valdið
miklu tjóni og afturkippum.
Við teljúm, að heppilegast sé
að ríkisvaldið hafi þar hönd í
bagga og annist að færustu menn
skipuleggi framkvæmdir, láti rann-
saka markaðinn og gera tilraunir
með framleiðslu og sölu.
Vel mætti gera þetta á vegum
síldarútvegsnefndar og Fiskimála-
sjóðs, sem hefir meðal annars
það hlutverk að leggja fram fé til
tilrauna með verkun og vinnslu
,,sjávarafurðð og til markaðsleita
fyrir sjávarafurðir", eins og segir
i lögum sjóðsins..
En þetta verður að gera með
fullri'gát og fyrirhyggju. Það verð
ur að afla til þess þekkingar og
kunnáttu erlendis frá.
Það má alls' ekki draga meira
en orðið er, að leggja áherzlu á
athafnir í þessunv efnum.
Ríkið verður að láta gera þetta
— og bera ábyrgð á tilraunum.
Sjá um, að engin hroðvirkni eða
fljótfærni eigi sér stað við tilraun
irnar, því svo mikið er í húfi, að
vel sé af stað farið og ekki stofn-
að til tjóns fyrir kunnáttuleysi.
Ég leyfi mér, herra forseti, að
óska þess að umræðunni verði
frestað og málinu verði vísað til
iháttv. allsherjarnefndar.
r •
A víðavangi
Takmarkið er að qera landicí*
að einu kjördæmi
Blaðið Austri ræðir nýlega um
kjördæmamálið og segir þar
m.a.:
„Sú kjördæmaskipan, sem við
búum við er orðin gömul og flest
ar breytingar sem á henni liafa
verið gerðar liafa sízi verið til
hóta. í fyrstu var við það miðað,
að hvert kjördæmi tæki yfir hin
fornu uinboðs- og* stjórnarsvæði,
sem þá í upphafi voru mjög miu
stór og mis fólksmörg'. Voru því
fámennari sýslur gerðar að ein-
menningskjördæmum, en liinar
stærri ,að tvímenningskjÖrdæni-
um, og hvarvetna viðhafðar é-
hlutbundnar kosningar. Meö
vexti kaupstaðanna á síðari ái-
um hafa þeir stærstu smátt og
smátt verið greindir frá sýslum
og gerðir ,að sérstökum kjördæm-
um, og þá einvörðungu einmenn-
ingskjördæmum, að Réykjavík
einni undantekinni.
Nú ráðgerir íhaldið og með-
reiðarsveinar þess róttækar breyi:
ingar á kjördæmaskipuninni. Hiu
fornu kjördæmi skulu liverfa, en
í þeirra stað koma stór kjördæmi
með hlutfallskosningum og jafn-
frarnt er látið í það skína, að
þessi „betrumbót'* sé aðeins- á-
fangi að hinu endanlega tak-
marki: Að g'era landið allt a&‘
eiuu kjördæmi.“ .
Áhrif minni byggðarlaga
þurrkuð út
Austri segir enn fremur: „Me&
breytingum þeim, sem nú eru
fyrirhngaðar á kjördæmaskipun-
inni er fullkomlega vikið frá
hinni upprunalegu stefnu, a&
skipa landinu í cinstök kjördæmi,
sem væru stjórnarfarslegar heild
ir, líkar að atvinnuháttum og
samstæð landfræðileg svæði ea
í þess stað reknir samau heilir
fjórðungar, stórir kaupstaðir
teknir í kjördænii með fáménn-
um sveitum og á þann hátt þurrk
ttð út áhrif sveita og fáinennari
laiulsvæða, aukin völd lögð í
hendur þéttbýlisins og miðað aö
enn vaxandi jafnvægisleysi i
byg'gð landsins, eflt stórlega á-
hrifavald Faxaflóasvæðisins, sem
þegar hefir náð undir sig miklu
valdi í fjármála- og efnaliagslífí
þjóðarinnar."
Þá segir Austri: „Frá upphafí
hafa menn haft þá trú, að fá-
mennari og fjarlægari sveitir
þurfi að Iiafa forsvarsmenn á lög
gjafarsamkundu þjóðafinnar
Með þeirri skipan sem nú er
stefnt að, er sá réttur að veru
legu leyti af þeim tekin og vald
kaupstaða og þéttbýlissvæða auk-
in að sama skapi. Hlýtur þetta
að leiða til þess, að stjórnmála-
flokkarnir sveigi stefnu sína sem.
mest að hagsmunamálum þéttbýL
isins. Fólksfjöldi, á takmörkuðu
svæði, kallar á margvíslega fyrii
greiðslu rikisvaldsins, sem eðli
legt er, strjálbýlissvæðin, þóti
oft séu engu þýðingarminni. fyr-
ir þjóðarbúið í lieild, gleymast."
Kosningar í verkalýðs-
félögum
Aústri víkur að kosningafyrir-
komulaginu í verkalýðsfélögun-
um og segir: „Það er að vísu rétt
að noklaið má jafna kjóseiidatöli!
bak við hvern þingmann með
lilutfallskosningum í stórum kjör
dæmiim, en slíkt er varla nokkurt:
úrslitaatriði uni lýðræðislega
stjórnarliætti og starfshæfni Al-
þingis. Það lætur a. m. k. all-lilá
lega í eyrurn að heyra slík rök
frá Alþýðuflokksmönnum og
kommúnistum. í þeim félagssam
tökum, sem þessir flokkar haf
skipulagt, verkalýðssamtökunum,
er réttiu' minnihlutans enginn
um skipun stjórnar og trúnaðar-
maiina. Þótt valdir séu f jölmarg
ir fulltrúar á saina félagssvæði
er þeirri skipan haldið, að meiri
hlutinn fær alla kjörna, minni
lilutinn engan .Virðist þar þó
gott tækifæri til að sýna í frani
kvæmcl ág'æti lilutfallskosning;:
og lýðræðislegrar félagsskipun-
ar.“