Tíminn - 14.02.1959, Qupperneq 6
6
T f M I N N, laugardagimi 14. febrúar 1959.
Útgefandi : FRAMSÓKNARFLOKKURINN
Ritstjóri: Þórarinn Þórarinsson.
Skrifstofur í Edduhúsinu við Lindargötu
Símar: 18 300, 18 301, 18 302, 18 303, 18 304.
(skrifstofur, ritstjórnin og blaðamenn)
Aúglýsingasími 19 523. - Afgreiðslan 12323
Prentsm. Edda hf. Sími eftir kl. 18: 13948
SjálfstæSisflokkurinn og bændur
ÞAÐ vantar ekki, að Sjálf-
stæðisflokkurinn þykist vera
góðviljaður í garð bænda.
Blöð 'hans keppast við að
]ýsa yfir áhuga hans fyrir
málefnum þeirra. Forustu-
grein Mbl. 6. þ. m. er eitt
dæmið um þetta. Lokaorð
hennar eru þessi og svartletr
ar Mbl.'þau til áherzlu:
„Mestu máli skiptir nú,
að tekið verði á erfiðleikum
bændastéttarinnar af sann-
girni og framsýni. íslenzkir
bændur mega treysta því,
að þess meiri sem áhrif
Sjálfstæðisflokksins verða
á stjórn lahdsins, þess raun
hæfari skilningi mun hags-
munamál þeirra eiga að
mæta.“
Svona hljóða oröin. En
hvernig eru svo efndir orð-
anna hjá Sjálfstæðisflokkn-
um, þegar bændurnir eiga í
hlut?
Tökum glænýtt dæmi,
sem er staðreyndÞegar sett
voru lögin „um niðurfærslu
verðlags og launa o. fl.“ í
síðastliðnum mánuði, sam-
þykkti Framleiðsluráð land-
búnaðarins einróma að óska
þess að tekið yrði inn í verð
lagsgrundvöll landbúnaðar-
varanna áður en hin al-
menna niðurfærsla verðlags
og launa væri gerð, það sem
vantaði á, að laun toænda í
grundvellinum — eins og nú
var komið — væru svo sem
vera bar hliðstæð iaunum al
mennra verkamanna í
Reykjavík. Var. þetta talið
vera 3,3%.
Ríkisstjórnin vildi ekki
verða við þessari eðlilegu ósk,
að setja bændurná samhliða
öðrum, þó að nýr vísitölu-
grundvöllur ætti að ganga í
gildi og sjávarútvegurinn
væri tekinn inn í hann með
samskonar hreyfanleik og
verkalaun. Áður höfðu aðal-
samningur veriö til árs eins
og landbúnaðarins.
AUÐVITAÐ hefði Sjálf-
stæöisflokknum verið mjög
auöyelt að fá ríkisstjórnina
til þess að taka óskir Fram-
leiösluráðsins til greina, ef
hann hefði háft nokkra
minnstu löngun i þá átt, af
því að hann hefir líf ríkis-
stjórnarinnar hendi sér og
ræður gjörðum hennar. Það
vita allir.
En með þessu er ekki sag
an sögð til enda. Framsókn-
armenn fluttu tillögur á A1
þingi um að orðið yrði við
óskum Framleiðsluráðs þrátt
fyrir synjun ríkisstórnarinn-
ar. Bentu á að nýmælin gagn
vart sjávarútveginum ættu
líka að ná til landbúnaðarins.
Annars væri rangt við haft
og ósamræmi innleitt. Allir
Sjálfstæðismennirnir á þingi
greiddu atkvæði á móti þess
um tillögum og þar með líka
þeir tveir þingmenn Sjálf-
stæðisflokksins, sem sæti
eiga í Frámleiðsluráðinu og
höfðu eins og aðrir Fram-
leiðsluráösmenn samþykkt
að bera fram óskirnar.
Þetta er ekki trúlegt, en
samt er það satt.
í Framleiðsluráðinu komu
fram orðin. Á Alþingi sýndu
sig efndir orðanna.
ÞAÐ hefir sjaldan vantað
orðin hjá Sjálfstæðisflokkn-
um, en efndirnar í garð bænd
anna hafa venjulega verið
svipaðar og í þessu máli.
Jafnvel bændurnir í flokkn-
um eru látnir vera á móti
sjálfum sér á úrslitastundum
málanna.
Svo heit er andstaða Sjálf-
stæðisflokksins gegn hags-
munum bænda, svo gjarnt er
flokknum að setja þá neðar
öðrum stéttum, að góður
málmur, eins og áreiðanlega
er þó i bændahyggju áður-
nefndra framleiðsluráðs-
manna, bráðnar eins og blý,
þegar í flokksofninn kemur.
En hræsnina og smjaðrið
við bændurna vantar ekki í
blöðum Sjálfstæðisflokksins.
Og hvernig verður þetta
svo, ef hin fyrirhugaða kjör-
dæmabréyting, sem Sjálf-
stæðisflokkurinn beitir sér
fyrir, nær fram að ganga?
Halda bændur, að við það
aukist kannske áhrif bænda
fulltrúanna í Sjálfstæðis-
flokknum, þegar þau reynast
nú ekki meiri en framan-
greint dæmi ber merki um?
Björn og Ólafur
FRÓÐLEGAR umræður
fóru nýlega fram á Alþingi
milli tveggja þingmanna
Sjálfstæðisflokksins í sam-
toandi við frumvarp, sem
Einar Olgeirsson flytur um
áætlunarráð ríkisins.
Annar þessara þingmanna,
Björn Ólafsson, hallmælti
þessu frumvarpi mjög, lýsti
sig andvígan hverskonar á-
ætiunarbúskap og höftum,
en fylgjandi sem mestu
frelsi.
Hinn þessara þingmanna,
Ólafur Björnsson, tók hins-
vegar frumvarpi Einars held
ur vel og lýsti s?g fylgjandi
áætlunarbúskap og höftum,
a.m.k. að vissu marki.
Þetta er lítið dæmi þess,
hvernig Sjálfstæðisflokkur-
inn reynir að hafa tvær
tungur eða fleiri i hverju
máli. Hvað ofan á verður svo
hjá honum, fer eftir því, sem
bezt þykir henta hverju
sinni. En til þess er talað
tveimur eða fleiri tungum,
að reynt er að halda öllum
dyrum opnum.
Furðulegt er, ef menn fara
ekki yfirleitt að átta -sig á
því, að Sjálfstæðisflokkur-
inn hefur enga ákveöna
stefnu, heldur fer afstaðan
eftir því, sem bezt þykir
henta váldabrölti hans þá
og þá.
ERLENT YFIRLIT:
Makaríos og Grívas hafa sigrað
Brezka heimsveldisstefnan hefir enn einu sinni beðið verðskuldaðan ósigur
MEÐAL frelsisunnandi manna
um allan heim, eru það mikil og
góð tíðindi, að samkomulag hefur
náðst milli Grikkja og Tyrkja um
framtíðarstjórn Kýpur. Með því
samkomulagi ætti það að vera
tryggt, að Kýpurhúar fengju
frelsi sitt og ofbeldi Breta yrði
hætt. Með því ætti það einnig áð
verða t.ryggt, að ekki komi til
friðslita milli Grikkja og Tyrkja,
eins og íullar horfur voru á u:n
skeið, en það hefði mjög veikt
allt varnarkerfi vestrænna þjóða
við austanvert Miðjarðarhaf. Sam
komulagið ætti einmitt að tryggja '
það, að samhúð þessara grann-
þjóða, er oft hafa ell grátt silfur
saman, fari batnandi í framtíð-
inni.
Til þess að þetta samkomulag
Grikkja og Tyrkja fái fullt gildi,-
þarf það að fá staðfestingu Breta,
er ráða formlega yfir Kýpur. —
Sennilega treystir brezka stjórn-
in sér ekki til annars en að sam-
þykkja það, því að annað myndi
mælast mjög ilia fvrir. Þó er talað
um, að Bretar kunni að setja ýmis
skilyrði fyrir sanxþykki sínu, m.a.
varðandi herstöðvar þeirra á Kýp-
ur. |
Eins og kunnugt er af fréttum,
náðist samkomulag Grikkja og
Tyrkja á fundi forsætisráffherra
og utanrikrsráðherra þessara
þjóða, er haldinn var í Sviss. Utan
ríkisráðherrarnir eru nú komnir
til London til að leita eftir fulln-
aðarsamþykki Breta.
ÞÓTT samkomulagi þessu sé
yfirleitt vel tekið af hrezkum blöð
um, er það þó í raun og veru
mikill ósigur fyrir þrezk stjórnar
völd og núv. ríkissljórn Breta. —
Bretar fengu formleg yfirráð yfir
Kýpur 1878, er Tyrkir létu eyjuna
af hendi. Bretar voru þar yfirleitt
afskiptalitlir þangað til eftir síð-
ari heimsstyrjöldina. Þá byrjuðu
þeir kappsamlega á því að festa
sig þar í sessi, enda ætlun þeirra
að gei-a Kýpur að aðalbækistöð
sinni við Miðjarðarhaf, eftir að
þeir misstu ítök sín í Palestínu,
Egyptalandi og Jórdaníu. Þetta
ýtti undir frelsishreyfinguna á
Kýpur. Til þess að halda henni
niðri, gripu Bretar til þess ráðs
að koma á deilum milli grísku og
tyrknesku þjóðarbrotanna á Kýp-
ur og réttlættu síðan yfirráð sín
á Kýpur með þ\d, að allt færi þar
í bál og brand, ef þeir færu
burtu þaðan. Auðséð var að
Bretar ætluðu að gera það tvennt
í einu að látast vera að semja,
en halda þó við deilum þjóðarbrot
anna. Þetta kom t.d. glöggt fram
eftir ferðalag Macmillans til Grikk
lands og Tyrklands á síðastliðnu
su.nri. Upp úr því kom brezka
stjórnin með miðlunartillögur,
sem fjölluðu um skiptingu Kýpur
milli þjóðarbrotanna. Fyrirfram
var vitað, að gríska þjóðarbrotið
myndi aldrei ganga að þessu. Til-
gangurinn með tillögu Macmillans
var heldur ekki að koma á sam-
komulagi, heldur að látast vera að
því, og tryggja áfranrhaldandi deil
ur milli þjóðarbrotanna. í skjóli
þeirra ælluðu svo Bretar að sitja
sem fastast áfram.
BREZKA stjórnin var hér hins
vegar ekki eins klók og hún
hélt sig vera. Tillögur Macmillans
spilltu mjög sambúð Grikkja og
Tyrkja. í Grikklandi óx þeirri
stefnu stöðugt fylgi, að Grikk-
land færi úr Atlantshafsbandalag-
inu, ef Kýpurdeilan yrði ekki leyst
á viðunandi hátt. Forráðamenn At
lantshafsbandalagsins urðu mjög
áhyggjufullir út af þessu. Vörnum
þess við austanvert Miðjarðarhaf
var hér stefnt í hreinan voða. —
Bandaríkjamenn lögðu alveg sér-
stakt kapp á að reynt yrði að
leysa málið. Um skeið var reynt
þessari klípu með því að reyna
að bjarga brezku stjórninni úr
Mynd þessi sýnir brezkan hermann
handtaka þ jóðernissinna á Kýpur.
Slíkt gerist vonandi ekki hér eftir.
að koma á sameiginlegri ráð-
■stefnu Breta, Grikkja og Tyrkja.
Grikkir neituðu að taka þátt í
slíkri ráðstefnu. Niðurstaðan varð
sú að lokum, að Grikkir og Tyrk-
ir ræddust við án þátttöku
Breta. Þessar viðræður hafa nú
'borið þann árangur, sem áður er
sagt frá.
AÐALATRIÐI samkomulagsins
milli Grikkja og Tyrkja eru þessi:
1. Yfirráðum Breta á Kýpur
verði lýst lokið og Kýpur verði
sjálfstætt lýðveldi.
2. Forseti landsins verði Grikki,
en varaforsetinn Tyrki. Varaforset-
inn hefur neitunarvald varðandi
stjórnarframkvæmdir, er snerta
hermál og utanríkismál. Stjórn
landsins skal skipuð fulltrúum
beggja þjóðarbrotanna. Hvert þjóð-
arbrotið hefur silt sérstaka þing,
er fjallar um sérmál þeirra, én
auk þess verður sameiginlegt þing,
sem fer með sameiginleg mál
landsmanna, og fá Tyrkir þar Vs
hluta þingsæta, þótt þeir séu ekki
nema Vs hluti landsmanna (100
þús. af 500 þús.). í vissum málum
hafa tyrknesku fulltrúarnir neit-
unarvald.
3. Dómarar og lögregl: menn
skulu valdir úr báðum þjóðarbrot-
unum eftir vissum reglum.
4. Tvær herstöðvar skulu vera á
Kýpur, báðar undir yfirumsjón
Aliantshafsbandalagsins. Önnur
stöðin verður mönnuð Breturn, en
hin Grikkjum og Tyrkjum og ef;til
vill einnig Bremm.
Það þykir líklegt, að Bretar
kunni að gera einhverjar athuga-
semdir varðandi þetta samkonju-
lag, einkum þó varðandi siðasta
atriðið.
AÐALSIGURVEGARARNÍR í
Kýpurdeilunni eru þeir Makarjos
erkibiskup. sem Bretar hafa haldið
í útlegð séinustu þrjú árin, pg
Grivas liðsforingi, sém stjórnað
hefur ieyhiher frelsishreyfmgar-
innar og Bretum hefur ekki teldzt
að handsama, þrátt fyrir mikiö fé,
sem þeir hafa lagt til höfuðs hon-
um. Makarioj byrjaði að skipu-
leggja frelsishreyfinguná 1948 ög
var þá 'aðalmark hennar, áð
Kýpur sameihaðist Grikklandi.
Makarios fékk Grivas, sem vann
sér frægðarorð í Grikklandi á
stríðsárunum, til þess að skipu-
leggja æskúlýðssveitir frelsishreýf-
ingarinnar. Þegar Bretar hundsuðu
allar óskir fr-elsishreyfingarinnar,
skipulagði Grivas flokk skæxuliða,
er hélt uppi skemmdarverða-
starfsemi gegn Bretum. Bxetar
svöruðu með þvi að herða tökin á
Kýpur og flytja þangað meiri her,
en það nægði ekki. Báðir beittu
síðan miklu harðræði, en skærulið-
ar oft þó meiru. Segja sná, að
skæruliðar hafi oft gengið lengra
en hóflegt var. en hitt verður jafn-
fram að viðurkenna, að gegn ó-
svífnu erlendu valdi, er neitar við-
komandi þjóð nm sjálfsákvörðun-
arrétt og freisi, er off ekki um
aðrar aðferðir að ræða. Vafalaust
eiga skæruiiðasveitir Grivas mik-
inn þátt. í undanláti Breta. M. a.
studdi mannfall Breta á Kýpur að
því, að yfirdrottnun þeirra þar
varð óvinsæl meðal almennings- í
Bretlandi, er ekki vildi fórna
mannslífum á alíari heimsveldis-
stefnunnar.
Síðari misserin hefur Makarios
breytt stefnu frelsishreyfingarinn-
ar að því leyti, áð hún hefur ikraf-
izt sjálfst'æðis fyrir Kýpur í stað
■sameiningar við Grikkland, sem
Tyrkir hafa ailtaf haft illan bifur
á. Þessi stefna Makariosar hefur
nú sigrað og er nú yfirleitt búist
við því að hann verði fyrsti fo.rseti
Kýpur . Til þess hefur hann Tíka
fullkomlega unnið. Þ.Þ.
Á að (jölga flokkum?
Alþýðublaðið lýkur miklu
lofsorði í gær á hlutfalls-
kosningafyrirkomulagið,
sem ríkjandi sé annars sta'ð
ar á Norðurlöndum, og tel-
ur að við eigum að taka
okkur það til fyrirmyndar.
í tilefni af þessum full-
yrðingum Alþýðublaðsins,
þykir rétt að rifja upp
hvaða áhrif þetta hefur haft
á flokkaskipunina í viðkom
andi löndum. .Reynslan í
þessum efnum er á þessa
leið.
Hlutfallskosningarnar hafa
leitt til þess, að í Noregi
eru 6 þingflokkar, í Dan-
mörku 6 þimgflokkar, í Sví-
þjóð 5 þingflokkar og í
Finnlandi eru þeir nú orðn
ir átta.
Flokkafjöldinn í Finn-
landi á sinn mikla þátt í því,
að næsta ógerlegt er að
mynda þar starfliæfa ríkis-
stjórn. Stjórnarskipti hafa
verið mjög tið þar seinustu
árin og þvf lítil festa í
stjórnarframkvæmdum.Hiut
fallskosningamar eiga vafa-
laust sinn stóra þátt í því,
að stjórnmál Finna eru kom
in í miklar ógöngur.
Vafalaust er gott að
sækja .ýntsar fyrirmyndir
til Norðurianda. Við eigum
samt ekki að sækja þangað
þá fyrirmynd að fjölga
flokkum. Þar er flokka-
sundrungin í FinnJandi ekki
sízt til aðvörunar.
Eða er það feannske skoð-
un foringja Alþýðuflokks-
ins og Sjálfstæðisflokksins,
sem viljia nú taka upp
finnska kosningafyrirkomu-
lagið, að þaff, sem íslcnzka
þjóðin þarfnast nú mest,
séu fleiri flafefear og meiri
sundrumg?
Vissulega þarfnast fslend
ingar nú aös annars frem-
ur.
1
I