Tíminn - 22.02.1959, Blaðsíða 2
einhugur á aSalfundi
Framsóknarfélags Isfirðinga
Félagið hélt aðalfund sinn
i fundarsalnum í verzlunar-
húsi Kaupfélags ísfirðinga
sunnudaginn 8. þ. m. og var
fundurinn vel sóttur.
Að - loknum aðalfundarstörfum
voru kosnir þrír fulltrúar til að
mæta á flokksþingi Framsóknar-
:;lokksins sem hefst í Reykjavík 11.
rnarz n. k.
Kosnir voru Bjarni Guðbjörns-
! on, bankastjóri, Jón A. Jóhanns-
non, skattstjóri og Ragnar Ásgeirs-
non héraðslæknir.
Auk þeirra situr þingið Kristján
Jónssþn frá Garðsstöðum en hann
a sæti' í miðstjórn flokksins.
Varamenn eru Sigurður Sveins-
uon bifreiðarstjóri. Guðbjarni Þor-
valdsson, skipaafgreiðslumaður og
■Baldúr Jónsson forstjóri.
Þá hófust umræður um stjórn-
snálaviðhorfið og hafði Guttormur
,5igurbjörnsson skattstjóri í Kópa-
vogi, framsögu. Ræddi hann um til
irögin' að falli ríkissljórnar Her-
:nanns Tónassonar, myndun núver-
stndi ríkisstjórnar, ræddi nokkuð
im efnahagsmálin og að síðustu
iim kjördæmamálið. Var ræða
Gutíorms greinagóð og hin snjall-
asta.
Að lokinni framsöguræðu urðu
miklar umræður um þessi mál, og
tóku þessir til máls: Bjarni Guð-
björnsson, Kristján Jónsson frá
Garðsstöðum, Hólmfríður Jóns-
dóttir, Guðbjarni Þorvaldsson og
Jón Á. Jóhaiinsson.
Mikill einhugur ríkti á fundin-
um um að efla flokksstarfið í bæn-
um og var fundurinn að öllu leyti
hinn ánægjulegasti.
Stjórn Framsóknarfélags ísfirð-
inga skipa: Jón Á. Jóhannsson, for
rnaður, Guðbjarni Þorvaldsson,
gjaldkeri, Guðmundur Sveinsson
ritari, Bjarni Guðbjörnsson og
Rannveig Hermannsdótt'ir.
Tíminn kom ekki
út í gær
Kaupendur blaðsins eru beðn-
ir áð athuga, að TÍMINN kom
ekki út í gær vegna bilunar á
prentvél blaðsins.
Mótmælir eindregið
afnámi kjördæmanna
Lögð hafa verið fram á
Alþingi eftirfarandi mót-
:mæli:
„Hreppsnefnd Svalbarðs-
hrepps í Norður-Þingeyjar-
sýslu mótmælir eindregið
yfirlýstum tillögum ríkis-
stjórnarinnar um breytingar
á kjördæmaskipun landsins,
þar sem gert er ráð fyrir að
leggja niður öll kjördæmin í
núverandi mynd, nema
áteykjavík.
Hreppsnefndin leyfir sér
því að skora á hið háa Al-
þingi að fella nefndar tillög-
ur.
Holti, 29. jan. 1959.
Þórarinn Kristjánsson,
Óli Halldórsson,
Grímur Guðbjörnsson,
Þorlákur Stefánsson,
Baldur Jónsson;
(Áskoru þessi til Alþingis er
endurbirt hér, því að við birtingu
hennar hér í blaðinu í fyivadag
féll niður nafn eins hreppsnefnd-
■armanns'is).
Trésmíðafélag Rvíkur gengst fyrir
træðslufundum fyrir húsasmiði
Mánudaginn 23. þ. m. hefj
ist í fundarsal Iðnaðarmála-
stofnunar íslands í nýja Iðn-
skólanum fræðslufundir fyr-
ir húsasmiði.
Fræðslunefnd Trésmiðafélags-
. iis hefir í samráði við Verkfræð-
ngafélag fslands og Iðnaðarmála-
tofnun íslands, ákveðið að gang-
■jst fyrir fræðslufundum fyrir
íúsasmiði, um tæknileg efni í
msbyggingum.
Tilhögun hvers fundar verður í
tuttu máli, að flutt verða erindi
f tæknimenntuðum mönnum um
msa þætti húsbygginga og á eft-
: i mun fyrirlesari svara. fyrir-
purnum frá fundarmönnum.
Akveðið hefir verið að halda
fimm fundi í vetur, þann fyrsta
eins og áður er getið 23. þ. m. og
síðan annan hvern mánudag, eða
9. marz, 23. marz, 6. apríl og 20.
apríl.
Stjórn félagsins vill vekja at-
hygli félagsmanna á þessari starf-
semi, sem er nýjung í félagsstarf-
inu. Hér er um einstætt tækifæri
■til aukinnar þekkingar og skiln-
ings á síarfsgreininni og hvetur
félagsstjórnin meðlimi félagsins'
eindregið til að sækja fúndi þessa.
Langanes
Þjófnaður
við höfnina
í fyrrinótt kom skipstjórinn á
ivassafeli á lögreglustöðina og
ilkynnti þjóínað frá einum skip-
/erja isinna, en nóttina áður var
.tolið 1500 krónum íslenzkum og
100 krónum dönskum frá manni
loessum. Varðmaður <um borð í
:kipinu hafði séð tvo ókunna og
ilvaða menn er komu um borð í
•kipið þá.nótt, en vildi ekki skipta
;ér af þeim einn síns liðs. Fór
iiann uppá bryggju og svipaðist
;ftir aðstoð, en þegar hann kom
im borð fiítur, voru mennirnir
Liorfnir að sögn hans. Skömmu síð
t;r varð þjófnaðurinn uppvís.
(Framhald af 1. síðu)
hafnar. Egill Skallagrímsson fékk
vír í skrúfuna, og fór Sæbjörg
honum til hjálpar og dró hann til
hafnar.
Veðurlag.
Veðurlag á þessum slóðum var
klukkan tvö í gærdag sem hór seg
ir: Vindur stóð af austri níu stig,
nokkur snjókoma var með upp-
styttum, hiti eitt stig og talsverð-
ur sjór, en ekki var veður verra
en það, að bátar á svipuðum slóð-
um kvörtuðu ekkert um erfiðleika
við línudráttinn.
Gifting í
messu
Brúðarlíni býr sig daman
Bjarni flytur messugjörð.
í Gálgahrauni gefur saman
Gullbringu og Hafnarfjörð.
Nágrannakona.
Hernaðarsáttmáli
Iran o g Banda-
ríkjanna
Teheran — 21.2: Upplýst var í
Teheran í dag, að íransstjórn
hefði nýlega gert
hernaðarsamn-
ing við Bandarík
in, eins og kunn-
rigt er slitnaði
upp úr viðræð-
um rússneskra og
íranskra samn-
ingamanna á dög
unum um hernað
arsáttmála. Rúss-
Shahinn af íran ar kröfðust þess
þa, að Irans-
stjórn segð isig úr Bagdadbanda-
■laginu, en íranskeisari harðneit-
aði. Keisar.inn upplýsti í dag, að
skv. hinum nýju samningum við
Bandaríkin myndu þó ekki verða
settar upp erlendar herbækistöðv
ar í landinu. Moskvuútvarpið lét
svo ummælt á dögunum, að vel
mætti vera, að íranskeisai-i hlyti
sömu örlög og konungsfjölskyld
an í írak, ef hann léti hafa sig
til að gerazt „handbendi erlends
valds.“
Búnaðarþing
(Framhald af 12. sí'ðu)
drjúg spor fyrir íslenzkan land-
búnað. Hlutverk búnaðarþirigs
hefði verið og ætti að vera að
íeggja á ráð um hinar fræðilegú
hliðar landbúnaðarins og fylgjas’t
með og undii-búa landbúnaðarlög-
gjöf. En að fleiru yrðu forystu-
menn bænda að hyggja. Landbún
aðurinn hefði ekki notið þeirrar
virðingar, sem honum bæri. Þetta
hefði verið vorkunn meðan hann
var rekinn á fnimstæðan hátt og
á eflir öðrum atvinnuvegum. Þessu
væri ekki lengur til að dreifa. Sú
staðreynd, að landbúnaðarfram-
lei'ðslan ykist stórum ár frá ári,
þótt fólki því, sem að honum
vinnur, fækkaði, talaði sínu máli.
Sagði hann sáðan 41. búnaðar
þing sett.
Ræða landbúnaðawáðherra.
Næst ávarpaði Friðjón Skarphéð
insson, landbúnaðarráðherra, þing
ið. Ræddi hann m. a. um nauðsyn
aukinnar fjölbreytni í landbúnaði,
svo sem ræktun fóðurkorns. Óskaði
'hann þinginu heilla í störfum.
Á þessum fundi var einnig kjör
in kjönbréfanefnd og áttu- sæti í
henni Ásgeir Bjarnason, Einar Ó1
afsson, Hafsteinn Pétursson, Jó-
hannes Davíð&son og Sveinn Jóns
son. Var setningarfundi síðan slit
ið en fundur boðaður aftur síð-
degis.
Á síðdegisfundinum skilaði kjör
bréfanefnd áliti og lýsti öll kjör-
bréf gild enda hefðu engar kærur
Jbörizt um þau. Þá voru kjörnir
varaforsetar þingsins Pétur Otte
sen og Gunnar Þórðarson, en sú
regla er, að forseti B.í er einnig
þingforseti. Ritarár voru kjörnir
Hafsteinn Péttirsson og Sveinn
Jónsson. Loks var kosið í fasta-
nefndir þingsins lýst framkomnum
málum og þeim vísað til nefnda.
Var fundi síðan slitið en næsti
fundur boðaður kl. 9.30 á mánu-
dagsmorgun.
Fastanefndir búnaðarþings.
Fjárliagsnefnd Benedikt Gríms-
son, Einar Ólafsson, Garðar Hall
dórsson, Hafsteinn Pétursson, Jón
Sigurðsson, Sigmundur Sigurðs-
son og Helgi Kristjánsson.
Jarðræktarnefnd Ásgeir Bjarna-
son, Klemenz Kristjánsson, Egill
Jónsson, Ingimundur Ásgeirsson,
Kristinn Guðmundsson og Þor-
'steinn Sigfússon.
Búfjárræktarnefnd: Baldur Bald
vinsson, Bjarni Bjarnason, ICrist-
ján Karlsson, Sigurður Snorrason,
Sveinn Guðmundsson og Jóhann
es Daviðsson.
Allsherjarnefnd: Benedikt Lín-
dal, Gunnar Guðbjartsson, Jón
Gíslason, Ketill Guðjónsson, Sig-
urjón Sigurðsson og iSveinn Jóns
son.
ReikningSnefnd: Gunnar Guð-
bjarísson, Jóhannes Davíðsso- og
Sveinn Guðmundsson.
Snjóboltar á götum
Nú, þegar snjórinn er kominn,
hafa menn veitt því athygli, sem
oft áður, að unglingar hnoða gríð
arstóra snjóbolta og velta þeim um
götur og jafnvel skilja þá eftir,
þar sem hætta stafar af. Snjó-
bolti ó götu, alhvítri af snjó, er
ógreinilegm- og því stórhættuleg
ur umferðinni. Sumir krakkar
hafa jafnvel kynnt sig að því að
hlaða tálmanir á götur, þegai’ snjór
inn er meyr og hentugur til þeirra
hluta. Fullorðnir ættu að benda
þeim á, að slíkt athæfi er hættu-
legt og getur valdið slysum.
Samvizkubit
í fyrrakvöld hnuppluðu nokkrir
strákar gosdrýkkjaflöiskum úr
geymsluskúr bak vlð Pylsuvagn
inn. Þegar búið var að skipta
fengnum, fékk einn drengjanna
samvizkubit og skilaði sínum hluta
á lögregiustöðina. Jafnframt skýrði
hann frá hnuplinu.
TIMINN, sunnudagiiin 22. febrúar 1959.
Mæla með samþ. tillögu Framséknar-
manna um bætta heyverkunaraðferð
Allshérjarnefnd hefir ski-1- ________________________
að áliti um þingsályktunar-
tillögu Ágústs Þorvaldssonar
og fleiri Framsóknannanna
um ráðstafanir til að greiða
fyrir votheysverkun og öðr-
um heyverkunaraðferðum,
sem að gagni mega koma í
óþurrkum. Er álit nefndar-
innar svohljóðandi:
„Nefndin hefur athugað tillög
tina og auk þess sent hana til
umsagnar Búnaðarfélagi íslands,
Rannsóknarráði ríkisins og Til-
raunastöð háskólans í meinafræði
og eru álit þeirra birt hér með.
Nefndin telur, að jafnframt auk
inni jarðrækt og bættri hagnýt-
ingu tilbúins áburðar sé mjög
nauðsynlegt að geta aflað heyja
á sem skemmstum tíma, án tilliís
til veðurfars og því beri að
•leggja höfuðáherzlu á, að finna
ráð til þess að koma í veg fyrir
rýrnun túngrasanna, bæði meðan
heyöflun stendur yfir og eins
við igeymslu heyjanna. Til þess að
stuðla að því, að verulegur .árang
ur náist, mælir nefndin með því,
að ríkisstjórninni verði falið að
vinna skipulega að framgangi
málsins í samráði við þá aðila, er
'tillagan greinir. Nefndin leggur
til að • tillagan verði samþ. með
eftirfarandi breytingu:
í stað orðanna „og tilraunaráð
búfjárræktar“ í tillöigugreininni
korni: „tilraunaráð búfjárræktar og
rannsóknarráð ríkisins."
Þeir aðilar, sem fengu till. til
umsagnar og nefndir eru hér að
ofan, mæla allir með því að hún
verði samþykkt._______________
Kesningabandalag;
(Framhald af 1. síðu)
með honum. Þrátt fyrir það, létu
þeir einn af þingmönnu.'n sínum
svíkja þann lista og kjósa lista
Alþýðubandalagsins.
Af öllu þessu er Ijóst, að for-
kólfar iSjálfstæðisflokksins telja
ékki mök við kommúnista eins
vorkunarverð og þeir vilja stund
um vera láta, enda þrá margir
þekra ekkert meira en endur-
reisn nýsköpunarstjórnarínnar
svonefndu.
Únslit kosninganna urðu ann-
ai’s á þessa leið:
j. Yfirskoðunarmenn ríkisreikn-
inganna 1958 voru kjörnir: Af lista
Framsóknarmanna: Jörundur
Brynjólfsson, af lista Sjálfstséðis
og Alþýðufl.: Jón Pálmason og
Björn Jóhannisson.
í stjórn síldarverksmiðja rikis-
ins var kosinn af lista Framsókn
armanria Ej’steinn Jónsson, af lista
Sjálfstæðiis og Alþýðuflokksins
Sveinn Benediktsson, Sigurður
Ágústsson og Jóhann Möller, af
lista Alþýðubandalagsins Þórodd
•ur Guðmundsson. Varamenn: Jónó
Kjartansson, Júlíus Hafstein, Ey-
þóró Hallsson, Ólafur Guðmunds
son og Tryggi'i Helgason.
í síldarútvegsnéfnd voru kjörn
ir sem aðalmenn:.
Af lista Framsóknarmanna:
Björn Kristjánsson, af lista Sjálf
stæðis og Alþýðuflokksins: Jón
Þórðarson og Erlendur Þorsteins-
soir. Vai’amenn: Jakob Frímanns
son. 'Guðfinnur Einarsson og Birg
ir Finnsson.
í nýbýlastjórn voru kjörnir sem
aðalmenn: Af lista Framsóknar
manna: Steingrímur Steinþórsson,
af lista Sjálfstæðis- og Alþýðu-
flökksins: Jón Pálmason, Jón Sig
urðsson og Benedikt Gröndal, af
lista Alþýðubandalagsins: Ásmund
ur Sigurðsson.
Varamenn: Haukur Jörundsson,
Ingólfur Jónsson, Þorsteinn Þor
steinsson, Pétur Pétursson og
Tryggvi Pétursson.
í stjórn Áburðarverksmiðjunn-
ar til næstu fjögurra ára voru
kjörnir:
Af lista Framsóknarmanna: Víl-
hjálmur Þór. Af lista Sjálfstæðis
flokksins og zllþýðiibandalagsins:
Pétur Gunnarsson go Kjartan Ól-
afsson.
Alþýðuflokkurinn stillti upp
Pétri Péturssyni, en hann náði
okki kosningti.
Bandaríkst körfu-
knattleikslið
væntanlegt
Úrvals bandarískt körfuknatt-
leikslið (All Star) er væntanl. til
landsiris í lok mánaðarins og
mun þreyla keppni á vegum körfu
knattleiksráðs Reykjavíkur hinn 1.
marz n. k. við íslenzkt „tilraunar"
landslið í íþróttahúsi ÍBR að Há
logalandi. Búið er að velja 20
manna hóp til samæfinga frá hin
um ýmsu félögum, sem iðka körfu
knattleik og mun landsliðið endan
lega valið úr þessum hóp n. k.
mánudag.
Áskorun frá rann-
sóknarlögreglunni
í gær var 'bakkað á bifreiðina
G 1208, þar sem hún stóð móts-
við Sólborg á Seltjarnarnesi. Tals
verðar skemdir urðu á bifreiðinni,
en rússneskri jeppabifreið mun
hafa verið bakkað á hana. Rann-
sóknarlögreglan skorar á öku-
mann jeppabifreiðarinnar að gefa
sig fram og æskir viðtals við
sjónarvotta, ef einhverjir kynnu
að vera.
Hitavatns-
dunkur
150 lítra
óskast
I
| Uppl. f síma 19523 J
„Hekla
austur um land í hringferð hinn
28. þ.m. Tekið á nuóti flutningi
til Fáskrúðsfjarðar, Reyðarfjarð-
ar, Eskifjarðar, Norðfjarðar, Seyð-
isfjarðar, Þórsliafnar. Raufarhafn-
ar, Kópaskers og Húsvíkur á morg
un og þriðjudag.
Farseðlar seldir á fimmtudag.
Góð jörð
í Borgarfirði til leigu frá
næstu fardögum. Upplýs-
ingar í síma 35803.