Tíminn - 22.02.1959, Blaðsíða 6

Tíminn - 22.02.1959, Blaðsíða 6
6 T í M IN N, sunnudaginn l'Z. febrúar 1959. Útgefandi : FRAMSÓKNARFLOKKURINN Ritstjóri: Þórarinn Þórarinsson. Skrifstofur í Edduhúsinu við Lindargötu Símar: 18 300, 18 301, 18 302, 18 303, 18 304. (skrifstofur, ritstjórnin og blaðamenn) Auglýsingasími 19 523. - Afgreiðslan 12323 Prentsm. Edda hf. Simi eftir kl. 18: 13948 Bæ jarstjórn Reykjavíkur svarar forsætisráíherranum EINS og skýrt hefur verið frá hér í blaðinu, hefur for- sætisráðherra nýlega snúið sér til bæjar- og sveitar- stjórna með tilmælum um, að þær reyndu að draga úr útgjöldum og lækka útsvör frá því, sem verið hefði. Fyrsta bæjarstjórnin hef- ur nú svarað þessum tilmæl um forsætisráðherrans. Það er bæjarstjórn Reykjavíkur. Vafalaust hafa margir beð ið með nokkurri forvitni eft ir þessum svörum bæjar- stjórnar Reykjavíkur. í bæj- arstjórn Reykjavíkur hafa stjórnarflokkarnir 11 af 15 bæjarfulltrúunum og standa þeir saman sem einn maöur, þótt að vísu sé það Sjáifstæð isflokkurinn, sem öllu ræður. Hér mátti því fá nokkuð gott dæmi um það, hve mikið til lit þessi aðalflokkur stjórn- arsamstarfsins tekur til orða og tilmæla forsætisráðherra. Svarið er nú komið og það er alveg skýrt og ótvírætt. í DESEMBER síðastl. lagði Gunnar Thoroddsen borgar- stjóri fram frumvarp að fjár- ha/gsáætlun Reykjavíkurbæj ar 1959. Þar skýrði hann frá því, að nauðsynlegt hefði verið að hækka útgjaldabálk fjárhagsáætlunarinnar um 29 milljónir kr. vegna 19 stiga hækkunar á vísitölu. í frumvarpinu var reiknað með desembervísitölunni, er var 202 stig, en i fjárhags- áætiuninni 1958 var reiknað með 183 stiga vísitölu. Á fundi bæjarstjórnar Reykjavíkur sem haldinn var í fyrradag, lá fyrir endur skoðuð fjárhagsáætlun fyrir árið 1959 með tílliti til þess að vísitalan hefur nú verið lækkuð úr 202 stigum í 175 stig. Ef 19 stiga hækkun á visitölu (úr 183 í 202 stig) hafði i för með sér 29 milljón kr. hækkun á útgjöldum, eins og borgarstjórinn hélt fram i desember, hefði 27 stiga lækkun hennar (úr 202 stig um, í 175 stig) átt að lækka útgjöldin um 41 millj. kr. Frá þeirri lækkun hefði svo mátt draga grunnkaupshækk unina, sem bæjarstarfs- mönnum var veitt í desem- ber, en hún eykur árleg út- 'gjöld bæjarsjóðs um 5—6 millj. kr. og svo hærri vísi- töluupDbætur í janúar, en kostnaður bæjarins við þær var um 1-2 milj. kr. Hrein út gjaldalækkun hefði því ailt af átt að geta orðið um 33 milii. kr. vegna vísitölulækk unar. Ef bæjárstjórnin hefði svo til viöbótar, orðið við til- mælum forsætisráðherra um frekari sparnað, hefði hún lækkað útgjöldin umfram þessar 33 millj. kr. lækk- un, sem átti að leiða beint af vísitölulækkuninni. HVER urðu svo viðbrögö bæ j arst j órnarmeirihlutans við vísitölulækkuninni og þeim tilmælum forsætisráð- herra, er áður greinir? í stað þess að umreikna alla liöi útgjaldanna með hliðsjón af lækkun ýisitöl- unnar úr 202 í 175 stig og fá út 33 millj. kr. lækkun, eru sumir liðirnir látnir star.da óbreyttir, þar á meðal rnest- allur skrifstofukostnaðurinn, en aðrir liðir eru svo reikn aðir. út af ■ handahófi. Með þessu fæst útgjaldalækkun, er nemur einum 19 milljón- um kr, Svarið, sem forsætisráð- herra fær frá bæjarstjórnar- meirihlutanum er m. ö. o. að í stað þess að lækka út- gjöldin um 33 millj. kr., eins og visitölulækkunin ein gerði mögulegt, eru þau lækk uð um einar 19 millj. kr. Raunverulega er hér því að ræða um útgjaldahækkun, er nemur 14 millj. kr. HVAÐ útsvörin snertir, er svo heildarniðurstaðan sú, að þau eru áætluð 221 millj. kr. eða 16 millj. kr. hærri en í fyrra, enda þótt aðrar álög- ur bæjarins hafi stórhækk- að, eins og fasteignagjcldin, og launagreiðslur verði nokk uö svipaðar og í fyrra. Til- mælum forsætisráðherra um lækkun útsvara er þannig svarað með hækkun útsvara um 16 millj. kr. Því er að vísu haldið fram, að hægt veröi að lækka útsvarsstigin eitthvað, jafnvel um 5% vegna hárra tekna, sem menn höfðu í fyrra. Þessu er hins vegar því að svara, að miðað víð raunverulþg laun manna, verður miklu þungbærara að greiða nú svipuð útsvör eða örlítið lægri en í fyrra. Ástæðan fyr ir því er sú, að heildarlaun in verða nú svipuð og þá, en verðlag flest er miklu hærra. Þess vegna hefðu útsvörin þurft að lækka verulega, en ekki að hækka um 16 millj. HÉR hefur þá verið greint lítillega frá því, hvernig bæjarstjórn Reykjavíkur hef ur svarað forsætisráðherra. Útgjöld eru lækkuð miklu minna en vísitölulækkunin gerði mögulegt. Útsvörin eru hækkuð um 16 millj. kr. og aðrar álögur þyngdar. Þáð er auðséð að fjósameistar- inn Jjykist ekki þurfa að taka mikið tillit til forsætisráð- herrans, heldur geti hann nú hagað sér, eins og honum sýnist. En ætla kjósendurn- ir að sætta sig við það, þótt forsætisráðherrann kunni að gera það? Sætta reykvískir kjósendur sig við það, að út- gjöld bæjarins séu hækkuð endalaust og útgjöldin jafn7 fram hækkuð á sama tíma og geta skattþegnanna versnar til þess að rísa undir þeim? Kirsten stofnuðu Flagstad veitir hinni norsku ríkisóperu forst Hinn 16. febrúar síðast lið inn var Ríkisópera Norð- manna opnuð í fyrsta sinn, og með því rættist það, sem alla norska tónlistarunnend- ur hefir dreymt um. Fyrir 50 árum síðan lét Björn-] stjerne Björnsson þau orð: falla, að óoera væri eitt af því sem norska þjóðin þyrfti til þess að fá sér „andlegt bað" eins og hann orðaði það. Þá hélt hann því fram, að ef óperan yrði ekki stofn sett þá, mundi hún aldrei komast á laggirnar, en nú hefir þessi draumur orðið að veruleika hálfri öld síðar. Ríkisóperan hei'ir þó enn ekki fengið eigið húsnæði til urnráða, en er til húsa á Folketeatret í Olsó. Þegar hafa verið ráðnir 15 einsöngvarar að óperunni, kór, ballett og hljómsveit, en það sem ef til vill hefir vakið mesla at- hygli er að söngkonan Ki.rsten Flagstad hefir verið ráðin til þess að veita óperunni forstöðu. Leynir ekki aldrinum Heimurinri brosir vií henni á ný eítir hörmungar styrjaldaráranna hún steig þ.að skref*, sem hefir orðið henni dýrkeypt. Banú ríkin •oru enn ekki komin í styrjöldiria og hún fékk ievfj til þess “íara til Noregs og gerði svo. Það var þá. er halla tÓK á ögæfu- 'iliðina fyrir henni. Hún gat c-ldrei skilið það, því að hún hatð; ekki erið annað en kona mar.ns síns. En það -var hvisiazt á. Húr var ogð hafa sm>aðrað fvrir þýzkum diplómötum i Washington t:l þess að fá heimfararlevti. Hur. hefði haidið konserta í Berlin t;t þes's að þakka fyrir sig! Það kom lyrir eKki, þó að hún neitaði öllum þessum ásökunum. Það stoðaði heldur eklci, þó að maður hennar segði af sér stöðu sinni 1944 og sæu iafnvel um hríð í fangabúðum Gestapo. Men,n álitu að hún væri útskúfuð fyrir fullt og allt og fyrirgefningu var ekki hægt að veita Henry Johansen. Eftir frelsún Xoregs' var hann handtekinn aí stjórnarvöldunum ákærður fvrir iandráð, og sat svo lengi í fangeisi, að heilsu hans hrakaði til muna. Hann lézt fyrir uokkrum árum siðan Kirsten Flagstad tilheyrir þeim konum, sem ekki gera minnstu tilraun til þess að levna aldri sírmm. Hún er 63 ára gömul, en það gefur að sjálfsögðu til kynna að rödd hennar er farin að láta á sjá, en persónuleiki hennar, yndisþokki og dugnaður er ennþá óskertur. Kirsten ólst upp á Hamri, þar senn foreldrar hennar lögðu bæði stund á tónlist. Það má því .segja að hún hafi alizl upp með tón- listinni. Aðeins þrettán ára göm- ul kunni hún Lohengrin utan að — á þýzku. — Ég hafði pínulitla rödd, sem varla heyrðist á milli herhergja, sagðji hún eirihvtj'ju sirini. En henni var lónlisíargáfan gefin og með því að þiálfa þessa ..pínulitlu rödd“ á degi hverjum, þá fór svo að iokum að röddin, sem í byrjun heyrðist varl á milli herbergja, hljómaði um ailan heim. 25 áheyrendur KIRSTEN FLAGSTAD var samstarfsmaöur hennar við Metropolitanóperuna í New York. En hann á hen.ni einnig mikið að þakka. Þegar þau tvö komu fram sarman, stóðu áheyrendur bókslaf lega á öndinni aí hrifningu og það eru engar ýkiur að segja að aödáendur Wagners í Bandaríkj- unum hafi aldrei verið fjölmenn- ari en þegar þau Kirsten ag Meichior stóðu á hátindi frægðar sinnar þar. Giífist „trékóngnum" Þá kom ástin til skjalla í lifi hennar. Hún giftist einum ríkasta manni Noregs, hinum svonefnda „trékóngi“, Henrv Johansen. Hann átti miklar sögunarmyllur víðs vegar um Noreg og var hess heldur í stjórn tveggja stærstu bótelanna í Osló. Hann bar Kirst- en á höndum sér. Hann var sjálf- AndúS í Bantfaríkjunum Kirsten reyndi nú að leita hugg unar í því að taka til við söúginn á nýjan leik. en þessi leið var henni einnig lokuð. Það var ekki aðeins svo komið að enginn vildi heyra hana né siá í heimaiandi hennar, heldur varð hún fyrir miklu áfaili annars staðar. Hún tókst á hendur ferð til Bandaríkj- anna, en þar sköpuðu Norðmenn, búsettir þar. slika andúðaröldu gegn henni. að þau varð ómogu- legt fyrir hana að halda tónleika og tilraunir hennar til þess að ná aftur fótfesUi i Metropolitan, þar sem hún hafði vakið svo inikla hrifningu áður íyrr, reyndust með öllu árangurslausar. Það verour að reyna að skilja aðstöðu Norðmanna í þes'sum mál um. Þeir höfða þurft að þola margt af þýzka hernáminu og þeir áttu erfitt með að athuga með réttsýni erfiðieika einnar konu. Skuggi hernámsms hvíldi yfir öllu. Vegurinn til frægðar var þó erfiður. Hún byrjaði að syngja í kór, og varð sið'an revýjusöngkona, sem út af fyrir sig verður að teljast merkilegt í dag, og er ekki að orðlengia að hún vakti mikla eftírfekt í revýjunum. Það má segja að hún hafi fyrst vakið athygli, svo að nokkru næmi, skömmu eftir fyrri heimsstyrjöld- ina í Bajadere. Þá var rödd henn- ar orðin þjálfuð og menn tóku eftir því að í henni fólst við- kvæmni og ástríða jöfnurn hönd- um. Nafn hennar varð þekkt utan Noregs' og óperustjórar gerðu sér ferð þangað að hlusta á hina ungu söngkonu, og þar með stóð henni vegurinn opinn til mikilla afreka á sviði sönglistarinnar. Það má teijast undarlegt, að Kaupmannahafnarbúar uppgötv- uðu Kirsten ekki fyrr en seint og síðarmeir. Hún kom þangað loks af sjálfsdáðum 1932, og hélt sjálfstæða tónleika þar, og áheyr- i endur voru nákvæmlega 25 talsins! , Wagner söngkonan í London og New York var þessu öðruvísi háttað. í hinum cnskumælandi heimi öðlaðist hún brátt- viðurkenningu, sem fram- úrskarandi Wagner söngkona. Hún varð jafn umtöluð og María Callas er í dag — en ekki vegna undarlegrar framkomu og eilífra deilna — heldur vegna hinnar undurfögru raddar sinnar og nor- ræna fegurð. | Kirsten hefir aldrei dregið dul ; á að hún á söngvaranum Lauritz ; Melchior mikið að þakka, en hann Folketeatret í Osló, þar sem Ríkis- óperan er til húsa. ur dæmigerður Norðmaður, hár og ljóshærður. Kirsten var ham- ingjusöm, en það varði aðeins skamma hríð. Þegar Noregur var hernuminn, var Kirsten í New York, en Henry Johansen í Noregi. Hann hafði áður verið í nazistaflokknum: og var siðan skipaður yfirmaður á- fengisverzlunarinnar í Noregi —- af stjórn Kvislings'. Hann mun einnig hafa átt nokkur skipti við hernámsstjórnina þýzku. Kaldar viðtökur Kirsten þráði að komast hcim til manns síns, og það var þá sem Leiðin tii baka En þá breyttist ástandið áður en varði. Þetta skeði svo skyndi- lega, að metut veittu því næstum ekki eftirtekt. Hún var ráðin cin- riaka sinnum íil þess' að syngja. Hún söng í brúðkaupi þeirra Elísa- betrar drottningar og Philips her- toga og fólk streymdi á ný í óperu- alina, þegar nafn hennar var á -luglýsingu.num. Hinar stóru óper- ur stóðu henni til boða á ný og það vakti athygli þegar núverandi 'orstjóri Metropolitan, Rudolf Bing, tók hana fram vfir Melchior. Þessi breyting m,ála náði einnig íeim til Noregs1. Þar voru ennig ^árreiðir menn, vegna þess að þeir rissu, að hún hafði verið beitt órétti. lfún hal'ði heitið því að yngja aldrei framar í Noregi; en nú héít hún heim og hélt þar sig- urför sína. Beizk í bragðé Hún náði þegax í stað viðurkenn ingu þeirri, sem hun hafðj áður haft í Noregi sem söngkona, en það liðu nokkur ár þar til hún var Kirsten Fíagstad á nýjan leik, sálfræðilega séð. Hún vár ibeizk í bragði, en ef til vill gerði hún út um þessi mál í ævisögu sinni, The Flagsíad Manuscript, An Autobiography, en þar talar hún óvægilega ttm stríðsárin. Hún ræðst þar harkalega á sendiherra Noregs í Wa.shington, sem var Wilhelm Morgenstjerne, og ákær- andann, sem sótti málið gegn manni hennar, Ingolf Sundför hæstaréttariögmann. Það er ef til vill ekki auðvelt fyrir þá, sem Framhaid á 11. síðu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.