Tíminn - 22.02.1959, Blaðsíða 5

Tíminn - 22.02.1959, Blaðsíða 5
T í MIN N, sunmidaginn 22. fcbn'iar 1959. 5 í © Ú M MisTioví l í s kÍOASKÓ 00 SIM IN NIS MÓft 1 Gullúlíurinn Hvers konar skepna eiginlega er guliúlfurinn? Hann er rán- dýr, sem er náskylt úlfinum, enda talinn til sömu ættkvislar í háttum sínum er hann nokkuð frábrugðinn úlfinum og lifir meira á jurtaæðu en hann. Þessa dýrs er ekki getið í djTafræði Bjarna Sæmundsson ar, sem kennd er í gagnfræða- skólum landsins. Væri því ekki úr vegi að kynna það lítið eitt, þó að það teljist ekki til hinn- ar íslenzku spendýrafánu. Gullúlfurinn, sei» oftast geng ur undir nafninu: Sjakali (Can is aureus), er um 125 cm. lang ur a’ð meðtöldu skottinu og 40 sm. hár; hánn er gulgrár að lit með hvita kverk. Hann er vel þekktur í Suður- og Aust ur-Ásíu allt framan úr grárri forneskju. Nefndu Persar hann Shigal, en af því orði er sjak alaheitið dregið. Heimkynni gullúlfsins nær frá Vestur-Ind- landi og allt vestur að Mið jarðarhafi, en auk þess hittist hann á gresjum Suður-Rúss- lands og í Grikklandi. Alls ■staðar þar sem menn komast í kynni við hann er hann að þeirra áliti mesti irekjurokkur og slægvitur. ÞEGAR gullúlfurinn heldur kyrru fyrir, en það gerir hann að deginum til, þá liefur hann ekki ætið fasta dvalarstaði. Ým ist skríður hann inn í þétt kjarr, felur sig í klettagjótum eða kúrir í einhverju herhergis ‘horninu í æfagömlum hallar- rústum. Þá sefur hann sætt og vært og lætur sig dreyma um drýgðar dáðir liðinnar nætur. Sólin er sem só ekki fyrr geng in til viðar en gullúifúrinn fer á stjá, Og heyrist þá í honum 'svo átakanlegt sultarvæl — jafnvel blandað grátklökkva. — að ætla mætli, að hann hefði ekki bragðað mat í heila viku. Og allir félagar lians taka und- ir í sama dúr. Þeim mönnum, sem í nágrenni búa, kemur auð vitað ekki blundur á brá, með- an þessi harmakvein standa yf ir. Þó tekur út yfir allan þjófa bálk, þegar hýenurnar, sem fara á kreik um svipað leyti, hefja líka upp raust sína. Það fer ekki hjá því, að hinum ‘hug djarfasta ferðalang renni kalt vatn milli skinns og hörungs við að hlusta á hina nístandi, Máturskenndu tóna þeirra. Á KVÖDIN, þegar gullúlfam ir leggja af stað í veiðiför sína, eru þeir ætíð margir saman. Þeir æða þá um allt, jafnvel á fjölförnustu stöðum og valda oft óbætanlegu tjóni meðal í- búanna. Og þó að fólk sé á ferli, skeyta þeir því engu. Iðu lega heyrist í þeim eins og manni, sem er að hrópa á hjálp. Brezkir þegnar á Ind- landi segja í gamni, að hróp þessi þýði: „Dauður Indverji, hvar, hvar, hvar.“ Það er því engin furða, þó að gullúlfurinn isé ‘hataður í heimalandi sínu. Sér í lagi er Múhameðstrúar- mönnum meinilla við hann og líta á hann sem óhreint dýr, lík lega vegna þéss, að hann étur alls konar hræ og lítt gimi- legan fæðuúrgang. Og svæsnari skammaryrði eru ekki til í málinu en þau, sem þeir nota um hann og háttalag hans, enda er tjónið, sem hann vinnur þeim meira en tárum taki. Ilann er leikinn í því að laum ast óséður inn í alifuglastíurnar og þar myrðir hann meira en hann fær torgað; hann drepur einnig sauðfé og geitur og æðir inn á ‘sykurreyrsakrana og kaffi ekrurnar, því að aldini kaffi- trésins þykir honum gómsæt. Aldinsteinarnir (en þá köllum við kaffibaunir) ganga ómeltir niður af dýrinu. Fullyrt ér, að þarlendir menn hirði slíkar baunir. Segja þeir, að bragð- betra kaffi en úr þeim sé ekki tu. Þeir gullúlf'ar, sem halda til við sjávarsíðuna gera sér að góðu alls konar sjórekin dýr, istærri og smærri, svo að segja má, að þeir séu ekki sérstak- lega matvandir. Stundum þefa þeir uppi slóðir tigrisdýra og pardusdýra og éta leifarnar, ef nokkrar eru, af máltíðum þeirra. Þá setja gullúlfarnif sig aldrei úr færi að Iaumast inn i tjöld eyðimerkurfara til þess að stela því, se.n ætilegt er, og valda þeir þannig ferðamönn- um miklu tjóni. í fám orðum sagt, þá er gullúlfurinn alls staðar jafn illa liðinn, hvort 'heldur sem hann lætur sjá sig í fjölbýli eða á fáferðugum stöð- um. MARGAR sögur hafa verið sagðar af slægð og' hugvitsemi ‘gullúlfsins, en sumar þein-a eru áreiðanlega meira eða minna ýktar. Hér er ein, sem ‘byggð er á öruggum heimildu.n: Veiði maður nokkur var fenginn til að sitja fyrir villisvíni, sem menn hugsuðu, að stæli úr ald- ingarði einum og lá maðurinn í leyni í garðinum. Þegar kvölda tók, komu tveir gullúlfar inn í garoinn; þeir röltu þangað, sem melónurnar voru og þefuðu af þeim, hverri á fætur annarri. Loks nárnu þeir staðar við stóra og vel þroskaða melónu. Beit annar þeirra í snatri stilk inn í sundur, og veltu henni síð an báðir af stað áleiðis út úr ’garðinum. En á leiðinni var brekka, sem þeir gátu ekki kom izt fram hjá. Þegar þeir voru komnir með melónuna svo lít- ið upp í brekkuna, þá valt hún alltaf jafnharðan til baka. Eft ir nokkrar misheppnaðar til- raunir reyndu þeir að draga hana á stilknum, en þá slitn- aði hann í sundur og melónan valt enn niður á jafnsléttu. En gullúlfarnir voru ekki alveg á því að gefast upp, þeir stöldr uðu og íhuguðu málið. Loksins lagðist annað dýrið á hliðina með melónna skorðaða á milli framlappanna, en hitt beit í neðri skolt þess og tosaði þann ig' bæði melónu og dýri upp á brekkubrúnina. Þar með var fejörninn unninn. Veiðimaður- inn varð svo hugfanginn að horfa á dýrin, að honum hvarf öll drápslöngun. Hver vissi nema hér væru foreldrar á ferð að ná í eitthvert ljúfmeti handa soltnum kornabörnum sínum. GULLÚLFARNIR eðla sig á vonin, og þá syngja karldýrin sína Ijúfustu ástarsöngva. Þeh, sem þá hafa hlustað segja, að þeir geti ekki hugsað sér, að til séu jafn óhugnanlegir ástar- söngvar í víðri veröld. En ■sennilega hljóma beir yndis- lega í eyrum kvendýrsins. Kvendýrið gengur með í 9 vikur og fæðir þá 5—8 unga, sem geta fylgt móður sinni tveggja mánaða gamlir á ráns- ferðum hennar. Og áður en ár ið er liðið eru þeir orðnir full numa í slægvizku foreldranna. Gera ,ná. gullúlfinn fylgispak an manninum, ef hann er hand samaður ungur og vaninn. Hag ar hann sér þá líkt og hundur; enda álíla margir, að hundurinn og gullúlfurinn eigi sameigin- legan uppruna eða séu tvær grcinar af sama stofni. Ingimar Oskarsson. Mál og Menning eftir dr. Halldór Halldórsson 4. þáttur 1959 .. ^ ................................................................................ Fyrir alllöngu urðu hér í þátt- unum umræður um sjálfgerðan sila, gjarðasila, gerðasila og igervi- sila. Ég gat ekki birt allt, sem mér var um þetta skrifað, en ég geymi þann fróðleik, sem barst, og mun halda honum til haga. Ekki hefi ég hugsað mér að taka þessar um- ræður upp á nýjan leik, en mun þó víkja að því, sem varðar orðið smeygur, sem dróst inn í þess- ar umræður í bréfum viðskipta- vina þáttarins. f bréfi frá Guð- mundi Guðjónssyni, dags. 14. júní 1958 á Saurum í Ilelgafellssvcit, segir svo: Gervisila heyr'ði ég alltaf kall- aðan smeyg, og þurfti þá ekki klakkabönd til varnar því, að upp af hrykkL Að. smeygnum vikur einnig Hákon J. Helgason í bréfi, dags. í I-Iafnarfirði 22. nóv. 1958. Þar segir svo: * Þegar rætt var um sila á reipi, var jafnframt minnzt á annan hlut, sem nefndur var þar (þ.e. í þáttunum) mörgum nöfnum. Eitt þeirra var sjálfgerður sili. Ekkert þessara nafna hafði ég þekkt áður. í minni sveit, Hörðu dal í Dalasýslu, var þessi hlutur ávallt nefndur smeygur. Smeygn- um var smeygt undir silann á reipinu þannig, að hann (smeyg- urinn) varð tvöfaldur á klakkn- um Ég var lengi að búast við því, að einhver kæmi með þetta orð. En ég varð aldrei var við það. Nú hef ég gætt að þessu orði í Blöndals-oröabók. Þar er það að vísu, en það er þar í ann arri merkingu. — Gelur það ver- ið, að þetta orð sé ekki kunnugt ; i þessari merkingu í öðrum hér- uðum en í Dölum? i Það er skemmst frá því að segja, að ég hefi ekki aðrar heim- ildir um þessa sérmerkingu orðs- ins Smeygur en þær, sem ég nú hefi nefnt. Báðar eru þær af svipuðum slóðum, eins og sjá má ! af því, sem nú hefir verið sagt. j Bragi Sigurjónsson, ritstjóri á ! Akureyri, segir svo í bréfi til mín, dags. 11. nóv. 1958: Að beiðni gamals ncmanda míns úr Iðnskóla Akureyrar, Guð mundar Magnússonar, sem alinn er upp á Siglunesi, leita ég upp lýsinga hjá þér um orð, er hann spurði mig um -og ég kunni eng in deili á né hefi getað fundið í orðabókum. Orðið er deppa og notað, að sögn Guð.nundar, scm er skýrleiksmaður, í merking- unni „raki“ eða ,,.slagningur“. PYRIR BORN OC FUÍLORONA F RAM LEIÐSLA Það er deppa í þvottinum, þ. e, „þvotturinn er rakaþvalur“. ÞaC er að deppa í lieyinu „heyið e. með slagningi (t. d. í hlöðu)“. Guðmundur telur orðið hafo verið svo algengt í notkun í. Siglunesi í uppvexti sínum, ac: hann noti það ósjálfrátt enn efti. allmargra ára dvöl hér og faaí raunar fyrst tekið eftir, að han • var einn um notkun orðsins, t kona ‘hans, Akureyringur, skilc ekkert, hvað hann var að fafa er hann tók inn fyrir hana þvot og sagði, að það væri deppa honum. Guðmundur kveður sig haí . 'hitt menn af Siglufirði og ú Fljótum, er kannist við orðið, oí: pilti um þritogt kenni ég í vet- ur á vélstjóranámskeiði, er 'kveó' ur sig vel þekkja orðið, en faan > á heima á Siglufirði nú, en t: annars af Siglunesi. Tveir Sig' firðingar aðrir eru á námskeic inu, sem kannast ekkert við orðic Mér cr Ijúft að verða við beiðr Guðmundar Magnússonar að láí í té þá vitneskju um orðið deppa, er ég get. Orðabók Háskólans hef ir eina heimild um orðið. E það iþar ‘skráð skráð eftir konu fc Siglunesi og sagt merkja „væt . á jörð cða á þvotti, sem ekki t. vel þurr.“ Er þetta í fullu san'/ ræmi við það, sem Bragi hefir efti Guðmundi, og orðið staðfært sömu slóðir. Ásgeir Blöndal Magti ússon cand. mag. segir mér,. a ' hann hafi vikið að þessu orði fyrra í þættinum um íslenzkt .n; í Ríkisútvarpinu, en ekki hafi boc izt nein bréf um það, enda kvaðsv hann ckki hafa sérstaklega efíi því leitað. Nú eru það tilmæl. min til viðskiptavina þáttar mín- að þeir láti mig vita, ’hvað þeíí’ kunna um orðið deppa að segja, Ég er í engum vafa um það. að orðið deppa er gott og gamaf; dslenzkt orð. Þvi til styrktar c- að í norksum mállýzkum er varð' veitt sögnin deppa, sem 'merkít' „syrta að“ (um veður), en er einnig notuð um þoku, fjúk o. j: 1. _ íslenzka orðið deppa og norsk. sögnin dcppa eru skyld dönsk damp, ‘scm merkir „gufa, reykur'' og þýzku Dampf í sömu merkingi enda eru raki og gufa skyld hug- tök. Þá má enn frémur bendá á enska lýsingarorðið damp, «ei . merkir „rakur“. Samróta er éimi' ig íslenzka orðið dcmba. Orðið deppa er gott dæmi þes c hvc auðlcgð alþýðumálsins er mik- il og hversu góðir falutir gete. leynzt þar án þess að komast bækur. Ætti þetta dæmi að verða góðum mönnum hvöt til þess a< bjarga frá gleymsku fjársjóðui' tungunnar. Guðmundur B. Árnason á Ak- ureyri skrifaði mér 10. des. 195E og bað mig að leiðrétta atriði, sem hann hafði mishermt eftir Btnc ■ dikt Steingrímssyni, fyrrv. hafna. stjóra á Akureyri. í bréfinu fí. ast Guömundi svo orð: Það kom í ljós, að ég hafé. ranglega sagt, að hann kannaðic.-, ekki við orðið biða. Hann hafðc sagt, að hann hefði aldrei heyi: orðin hálfbiða eða heilbiða og ekki heyrt ílothylkið, sem ég lýsti, nefnt biðu, heldur aðeir.: dufl. En flothylkið, sem nafn. minn, G. G. Hagalín, italar m . — mjótt í báða enda og bung • myndað (gildast um miðju) —• segist hann hafa heyrt nefnt biðu. Þá minnist Guðmundur á það sí j ar í bréfinu, a‘ð í austfirzkri vísu sem ég birti eftir honum, hafi verið prentvillan skjóða í sta .• þess, að standa átti skjóla. Þettc. gerðisl einnig í því afbrigði vís- unnar, scm ég hafði eftir Blöndais bók. Ég hafði að vísu veitt þess eítirtekt, en ékki komið í ver að leiðrétta það, en geri það hér með. Orðið skjóða er ekki au'st- íirzkt. Það tíðkast um allt land. En Auslfirðingar nota fremu: (Framhald á 8. síðu). i P

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.