Tíminn - 20.03.1959, Page 6

Tíminn - 20.03.1959, Page 6
Q T í M I N N, föstudaglon 20. marz 1959. Útgefandl : FRAMSÓKNARFLOKKURINN Ritstjóri: Þórarinn Þórarinsson. Skrifstofur í Edduliúsinu vi3 Lindargötn Símar: 18 300, 18 301, 18 302, 18 303, 18 304. (skrifstofur, ritstjórnin og blaðamenn) Auglýsingasími 19 523. - Afgreiðslan 12323 Prentsm. Edda hf. Sími eftir kl. 18: 13948 Varnarmálin AF HALFU íslenzkra stjórnarvalda og stjórnmála flokka hefur því verið lýst yfir við fjölmörg tækifæri, að íslendingar myndu ekki leyfa hersetu á friðartímum, en með því hefur verið átt við •þær aðstæður, að styrjöld væri ekki talin yfirvofandi. Sérstaklega var þetta glöggt áréttað við inngöngu í At- Jantshafsbandalagið fyrir tíu árum síðan. Þess vegna var hafnað þá að að taka her inn í landið, þótt það væri gert tveimur árum síðar, er Kóreustyrjöidin stóð sem hæst og gat breiðzt út þá og þegar. Við það tækifæri var þó enn áréttað, að íslend ingar vildu losna við her- setuna strax og fært þætti af öryggisástæðum, og því sett ákvæðið í herverndar- samningnum um aðeins 1 !/2 árs uppsagnarfrest. ÞAÐ var eðlilegt fram- hald af þessum yfirlýsingum, að Alþingi tök þá ákvörðun 36. marz 1956, að endurskoð un varnarsamningsins yrði hafinn með brottför hersins fyrir augum. Aðstæður og horfur höfðu þá breytzt svo mjög síðan 1951, að annað íiefði verið í ósamræmi við fyrri yfirlýsingar. Árið 1953 hafði verið samið um vopna hlé í Kóreu. Árið 1954 hafði verið samið um vopnaihlé í Indó-Kína. Friðarsamning- ar höfðu verið gerðir við Austurríki 1955 og erlendur her fluttur þatían. Rússar höfðu lagt niður herstöð sína í Finnlandi. Fundur æðstu manna í Genf sumarið 1955 glæddi vonir manna um batnandi sambúð. Forustu- menn Breta og Bandaríkja- manna, Eden og Eisenhower Jýstu eindreginni trú á batn andi friðarhorfum. Allt þetta gerði það eðlilegt, að íslend ingar hæfust handa um brottför hersins vorið 1956, ef standa átti við fyrri yfir- lýsingar. Með þvi cíö skerast þá úr leik og rjúfa samstööuna við hina . lýðræðisflokkana sýndi Sjálfstæðisflokkurinn svart á hvítu, að hann, œtla&i ekki aö standa við fyrti yfirlýsingar, heldur kaus að liafa hér varanlega hersetu. HAUSTIÐ 1956 gerðust svo þeir atburðir, sem enga hafði órað fyrir um vorið, þar sem var innrás Rússa í UngverjaJ. og innrás Breta og iFrakka í Egyptaland. — Vonir manna um toatnandi friðarhorfur hrundu þá til grunna og ný lieimsstyrjöld gat brotizt út þá og þegar. Vígbúnaðarkapphlaup j ókst að nýju. Jafnvel hlutlaus- asta þjóð heims, Svisslend- ingar, tók að auka vígbúnað sinn eftir þessa atburði. — Undir þessum kringumstæð um var eðlilegt, að yfirlýs- ing Alþingis frá 28. marz 1956 kæmi ekki til fram- kvæmda að sinni. Síðan þessir atburðir gerð ust, hefur spennan í alþjóða málum haldizt og ástandið. oft verið mjög ófriðvænlegt. Forsprakkar Sjálfstœöis- flokksvis láta nú mjög gleiðgosalega í þessu sam- bandi og telja, að þeir hafi haft rétt fyrir sér vorið 1956. Hvert mannsbarn veit þó, að þeir hafa ekki frem- ur en dfSrir séö fyrir atburð ina haustið 1956. Afstaða þeirra vorið 1956 markaðist þvi ekki af þeim. Afstaða þeirra markwðist af því, að þeir vóru runnir aö fullu frá fyrri yfirlýsingum um að hér yrði ekki her á friö artímum, og vildu í staðinn varanlega hersetu. EINS og nú standa sakir, eru aðstæður mjög uggvæn- legar vegna Berlinardeilunn ar. Þar getur brugðið til beggja vona. Hún getur leitt til styrjaldar, en líka til sam komulags og batnandi sam- búðar stórveldanna. Ef hið síðara verður niðurstaöan, getur það haft mikil áhrif á afstöðu íslands í framtíð- inni, t.d. ef samkomulag yrði um hlutlaust toelti og aukna varðgæzlu Sameinuðu Þjóð anna á hlutlausum svæðum. Af þessum ástæðum er það mikil nauðsyn fyrir íslend- inga að fylgjast vel með fra.mvindu alþjóðamála og haga sér samkvæmt því, en utanríkisstefna íslands verð ur að fylgja því, sem bezt samrýmist hagsmunum og öryggi þjóðarinnar á hverj- um tima. AF HÁLFU andstæöinga varnarsamningsins er því haldið fram, að hersetan sé landinu lítil vernd, ef til styrjaldar kemur. Þessu skal ekki mótmælt hér. En hlut- leysið myndi ekki reynast meiri vernd. Allt bendir til þess, að ísland yrði undir öllum kringumstæðum víg- völlur, ef til stríðs kærni í dag. Helzta áhugamál íslendinga hlýtur því að vera það, að styrjöld hefjist ekki. Meðan herstöð á íslandi er hlekkur í varnarkerfi, sem stuðlar að því, að styrjöld brjóstist síð- ur út, á hún rétt á sér, en lengur ekki. Herstöð á ís- landi hefur vafalítið slika þýðingu í dag, en ný hern- aðartækni getur dregið mjög úr þeirri þýðingu í framtíð- inni. Þessu ber vissulega að gefa fullan gaum. Annars er ekki þörf að svara miklu áróðri Moskvu- kommúnista í þessu sam- bandi, því að meðan for- sprakkar þeirra hafa ekki annað takmark meira í huga en að komast í stjórn með Sjálfstæðisflokknum, er brottvikning hersins þeim ekki slíkt áhugamál og þeir vilja vera láta. Það er takmark, sem ís- ERLENT YFIRLIT. Deila Nassers og Kassems Hún setur Rússa í vanda og veldur ágreiningi hjá vesturveldunum NASSER, einræðisherra Egypta- lands ;hefur löngum staðið í j ströngu síðan hann kom til valcla. ■Sjaldan hefur hann þó teflt öllu • djarfara en um þessar mundir, ! þar sem hann rís 'nú gegn Rúss- um ekki síður en vesturveldunum, en fram að þessu hefur hann treyst á vinfengi við Rússa í á- tökum þeim, er hann hefur átt í við vesturveldin, eftir innrás Breta og Frakka í Egyptaland haustið 1956. Ástæðan til þess, að Nasser teflir nú vinfenginu við Rússa í hættu, er sú, að hann telur þá vera hlið- hollari Kassem, einræðisherra í írak, en. sér, og hugsi sér jafn- framt að nota hann til að ná fót- festu í Arabalöndunum og hindra þannig fyrirætlanir Nassers um sameiningu allra Arabaríkjanna í eina ríkjasamsteypu, er standi ó- háð i átökum stórveldanna. — Ef kommúnistar næðu völdum í írak fyrir tii verknað Kassems, væru þessar ráðagerðir Nassers liðnar undir lok. ^ ÞEGAR byltingin varð í írak á síðastl. sumri, var almennt búizt við því, að þar væru fylgis- j menn Nassers að verki og inn- jlimun íraks i Sameinaða arabiska ! lýðveldið (Egyptaland og Sýr- iand) myndi brátt fylgja í slóð KASSEM þess. Þetta var Jíka fyrirætlun margra þeirra, sem að bylting- unni stóðu, m.a. Arifs, annars helzta leiðtoga hyltingarinnar. — Aðalleiðtogi byltingarinnar, Kass- em, hafði hins vegar aðrar fyrir- ætlanir. Hann vildi ekki fórna sjálfstæði íraks, heldur aðeins ná betri samvinnu við hin Araba- ríkin en verið hafði um skeið. Vel má líka vera, að hann hafi í huga að færa út Jandamæri íraks, og telji eðlilegra að Sýrland og Jórdanía sameinist írak en Egyptalandi, sem er í annarri •heimsálfu. Þetta hefur hann þó ekki gert uppskátt enn. Síðan það kom í ljós, að Kassem var andvígur innlimun fraks í Sameinaða arabiska lýðveldið, hef ur verið gerð gegn honum hver byltingatilraunin eftir aðra af hálfu fylgismanna Nassers. Þær hafa allar misheppnazt til þessa. lendingar mega aldrei víkja frá, að þeir eigi einir að búa í landinu sínu. Því má her- setan ekki vara hér lengur en brýnasta öryggisþörf kref ur. Jafnframt þarf að gæta þess, að áhrif hersetunnar, meðan ltún helzt, verði sem minnst á menningu og efna- hagskerfi þjóðarinnar. í þeim efnum hefur vissulega verið unnið merkilegt starf seinustu árin með aukinni einangrun hersins og sam- drætti varnarvinnunnar. ekki of hollir Kassem. Arahiska einingarstefnan, sem Nasser er ' merkis'beri fyrir, á. eiimig -sterk í- tök meðal hersins og xnennta- manna. Meðai sömu aðila er það ekki litið hýru auga, hve mikið Kassem styðst við kommúnista. Fyrirætlun kommúnista er ekki heldur sú að styðja Kassem um aldur og ævi, heldur að nota fyrsta tækifæri til að losna við hann og ná völdum sjálfir. Margar ástæður valda því þann- ig, að Kassem er nú valtur í sessi. Frá sjónarmtði Nassers er rétt að reyna að notíæra sér það. Ef Kassem heppnast þrátt fyrir þetta allt, getur hann orðið Nasser hættulegur. Hann hefur á prjón unum ýmsar fyrirætlanih um rót- tæka stjórnarhætti, en Nasser hef ur orðið fremur lítið ágengt á því sviði. Ef stjórn Kassems heppn aðist betur þannig en stjóra Nass ers, gæti svo farið í framtiðinni, að Kassem yrði Nasser skæður keppinautur um hvlli Aratoa. Slíka keppni vill Nasser vitaalega losna við f tírna. Enn hættulegra yrði það þó fyrir Nasser. ef það yrði afleiðing in af stjórn Kassems, að kommún istar næðu völdum í írak. EINS og áður, treystir Kassem nú alltaf meira og meira á stuðn- ing kjommúnista í þaráttunni við Nasserista. Jafnframt leitar hann einnig stuðnings Rússa. Nú í vik- unni voru tmdirritaðir samningar milli Iraks og Sovétríkjanna, þar sem Stvétríkin veita írak efna- hagslega aðstoð, er nemur 500 millj. rúblna. Áður hafa Rússar lofað Egyptum mikilli efnahags- legri aðstoð, m, æ .til að koma upp Aswanstífiunni: Við undirritun áðurnenfds sámn ings milli íraks og Sovétríkjanna, lét Krustjoff svo ummælt, að Arabar ættu að leggja niður deilur og þoka sér saman. Þetta munu hafa átt að vera aðvörunarorð til Nassers og Kassems. Nasser hefur •hins vegar efcki látið sér segjast við þetta, heidur hert árásirnar á Kassem sem undiriægju kommún- ista. Ef þessu heldur áfram, kom ast Rússar varla hjá því að taka afstöðu annaðhvort með Nasser eða Kassern. Hjá því vilja þeir þó vafalaust komast, því að þeir vilja iátast vera vinir allra Araba. MEÐAL vesturveldanna gætir talsvert mismunandi skoðanaaim afstöðuna til þeirra Nassers og Kassems. Bretar og Frakkar virð ast heldur standa með Kassem, (Framhald á 8. sL u). ...... —*. .— ---------- . . - - NASSER Sú síðasta var gerð í Mosulhéraði, helzta olíulindasvæðinu, fyrir tæp um hálfum mánuði. Deilur Kassems við Nasser-ista 1 hefur leitt til þess, að hann hef- ur orðið að leita meira og meira samstarfs við kommúnista, sem mynda nú ein sterkustu stjórnmáia samtök landsins. Stjórn Kassems byggist nú fvrst og fremst á hern- um og þeim stuðningi, er komm- únistar veita honum. ÞANGAÐ til uppreisnin varð í Mosul á dögunum, hafði ekki kom ið til opinbers fjandskapar milli Nassers og Kassems. Hún varð hins vegar til þess, að það sauð upp úr. Kassem ásakaði Egypta beinlinis fyrir það, að þeir hefðu staðið að baki uppreisnarinnar, og áréttaði þetta með því að reka nokkra sendiráðsmenn þeirra úr landi. Nasser iét ekki lengi á sór ■standa að svara þessu. Undanfarna daga hefur hver útifundurinn rekið annan í borgunv Egyptalands og Sýrlands, þar sem Kassem hef ur verið stimplaður sem leppur kommúnista og fjandmaður hinnar arabisku einingarstefnu. Þetta er í fyrsta sinn, sem Nass- er lætur ráðast opinberlega á kommúnismann og varar við hætt- unni, er frá honum geti stafað. 1 FLEST bendir til þess, að Nasser telji nú heppilegt tækifæri til að gera upp við Kassem og steypa honum úr stóli. Aðstaða Kassems er mjög veik nú, þar sem vafasamt_ er, að herinn sé honum öruggur, því að enn eru ýmsir gamlir fylgismenn Nuri-es-Said á- hrifamiklir innan hans og þeir eru „Línan“ er: Aukin sundrung . Einn af foringjum Moskvu kommúnista, skrifár grein í Þjóðviljann í fyrradag, og ræðst harðlega á till. flokks- þings Framsóknarflokksins um einmenningskjördæmin sem aðalstefnu í kjördæma- málinu. Þessi afstaða Moskvupost- ulans kemur emgum á óvart. HJutverk Moskvumanna hér er að halda vinstri öflunum sem mest sundruðum. Þetta hafa þeir rækt dyggilega síðan þeir hófu starf sitt hér um 1930. Því miður hef ur starf þeirra heppnazt allt of vel. Hvergi á Norðurlönd um er verkalýðurinn eins sundraður, jafnt í verkalýðs samtökunum og stjórnmála- samtökunum. Það er „Iína“ Moskvu- manna að halda þessari iðju áfram. Þess vegna voru þeir frá upphafi fjandsamiegir fyrrv. ríkisstjórn og gerðu allt til að fella hana, unz þeim tókst það að lokuni. Moskvumenn sjá nú þá hættu frarmmdan, ef ein- mennSngskjördæ-min yrðu tekin upp sem aðalstefna að vinstri öflin yrðu þá að þoka sér saman í ein lýð- ræðissinmtð samtök, þar sem Moskvumenn yrðu áhrifa- lausir. Þess vegna berjast þcir gegn einmenniiiigskjör dæmum með hnúum og hnef um. Moskvu-kommiúnistai' vilja umfram alil hlutfallskofil ingar nnt allt land. Það er ekkí aðeins líklegt til að viðhalda sundrungu vinstri aflanna, heldur til þess að auka hana. Ef vinsíri menn ætla ekki að láta íhaldiS fá völdin vegna klofnings vinstri afl- anna, þá er vissulega kom- inn tími til að losna við sundrungastarf Moskvu- kommúnista. ■ i

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.