Tíminn - 07.04.1959, Blaðsíða 4
4
T í MIN N, þriðjiulaginn 7. apríl lf)59t«
Bœhur oq bofunbor
Vordraumur og vetrarkvíSi
Pétur Rögnvaldsson skrifar frá Bandaríkjumtm:
Hinn 18 ára kúluvarpari Dallas Long
er líklegur til að varpa yfir 20 m.
Jafna<Si heimsmet Pat O’Brien á fyrsta utan-
hússméti ársins
L. A.( 27.-28.3. 1959.
Fyrsta stórmót sumarsins,
hið svokallaða „Páskaboð-
hlaup", fór fram nú um heig
ina, og var það 59. í röðinni.
Rúmlega 500 fr jálsíþrótta-
menn tóku þátt í mótiun sem
fór fram í Santa Barbara
(150 km. fyrir norðan Los
Angeles). Um 10 000 áhorf-
endur horfðu á þetta vel
skipulagða mót í 25 stiga
hita.
Margir af beztu frjálsíþrótta-
mönnum Bandaríkjanna tóku þátt
í mótínu. Þar af voru fjórir beztu
kúluvarparar heimsins, frá upp-
hafi, mættir til leiks.
Síðan ’52 hefir O’Brien verið
bczti kúluvarpari heimsins. Hann
varð Oiympíumeistari ’52 og ’56,
og varpaði kúlunni fyrstur yfir 18
og 19 melra. O’Brien hefir sagt,
að hann ætli að verja Olympíu-
titil sinn í Róm á komandi ári.
Mesta kúluvarpskeppnin
I þessari mestu kúluvarpskeppni
veraldarsögunnar varð O’Brien að
láta sér nægja þriðja sætið. Fyrst-
ur varð verðandi konungur kúlu-
varparanna Dallas Long. Hann
jafnaði heimsmet O’Briens 19,25.
Annar varð Bill Nieder, liðsforingi
í bandaríska landhernum, en hann
varpaði 19,12. Númer iþrjú varð svo
O’Brien með 18,95 og í fjórða sæti
D. Davis með 18,35. O’Brien út-
skrifaðist úr U. S. C. ’53 1 verzlun-
arfræði og er nú aðstoðarbanka-
stjóri hér í iborginni, en virðist
engu að síður gefa sér tíma tiá að
æfa kúluvarpið áfram. Þetta var í
fyrsta skiptið síðan ’51, að hann
verður nr. 3 í kúluvarpskeppni, og
þriðja skiptið síðan ’55 að hann tap
ar keppni. 1956 itapaði (hann fyrir
svarta risanum K. Bantum og 1957
fyrir B. Nieder.
Nýja stjarnan
Dallas er fæddur 13. júní 1940
í Arkansas. Hann útskrifaðist úr
North Phoenix ,,High School" á
Arizcna 1958. Dalias stundar
nú nám í University of Southern
Kalifornía (U. S. C.) og ætlar sér
að verða læknir, og er sagður góð-
ur nemandi. Dallas segist ihafa æft
mikið undanfarin 3 ár, en æfi nú
aðallega lyftingar. Hann æfir iyft-
ingar fjórum sinnum í viku, en
kúluvarp tvisvar. Ilann er 190 cm
á hæð og 125 kg. Dallas æfir mest
með 130—150 kg, en hefir pressað
liggjandi á bekk, að eigin sögn 200
kg. Hann segir „því sterkari sem
maður er líkamlega, því lengra get-
ur maður að öðru jöfnu varpað
kúlunni.“
Eíns og kunnugt er, mun Pétur Rögnvaldsson, sem nú stundar nám í
Bandaríkjunum, skrifa nokkrar greinar um frjálsíþróttamót í Bandaríkj-
unum. Fyrsta grein hans birtist fyrir nokkru siðan, en Pétur hefir haft
i-nikið að gera undanfarið, meðal annars staðið ierfioum prófum, og um
páskana var honum boðið ásamt fjórum öðrum nemendum við skólann að
óeimsækja fjóra bæi fyrir norðan Los Angeles. Um 18 þúsund nemendur
stunda nú nám við háskólann í Suður-Kaliforníu, og sf þeim eru um 1000
erlendir. Það þykir ávallt mikiil heiður að vera boðinn í þessa ferð, sem
Rotary sfendur fyrir. Sýnir það því vel hvers álits Pétur nýtur við skól-
cinn, að honum skyldi boðið í þessa ferð, en nemendurnir fjórir fræddu
fólk í þesSum f jórum bæjum um lönd sín og sýndu myndir frá þeim. Myndin
ftér að ofan er af Pétri (til vinstri), þýzkum pilti og tveimur enskum stúlk-
am, sem hlutu hnossið að þessu sinni, og birtist hún í mörgum blöðum í
Kaliforníu.
Að sjálfsögðu er ekki nóg að
vera sterkur iíkamléga. Það verð-
ur enginn heimsmethafi án þess að
leggja mikið að sér við æfingar, og
án vilja og ihæfileika til þess, að
læra iþað sem með þarf. Fáír í-
þróttamenn æfa betur, og gera
meira til þess að læra nýtt í iþrótt
sinni, en „fenomenið“ D. L.
Ör þróun
Fyrir aðeins 10 árum þótli yfir-
náttúrlegt að varpa kúlunni yfir 18
metra. Nú fara ,,þeir“ bráðum að
nálgast 25 m. Eg spái því að D. L.
varpi 'kúlunni 22—23 m og að tveir
aðrir Bandaríkjamenn verði komn
ir yfir 20 m. fyrir Olympíuleikana
í Róm.
Tíu beztu kúluvarparar frá upp-
hafi (utanhúss):
1. Parry O’Brien USA 19.25 ’56
2. Dallas Long USA 19.25 ’59
3. Bill Nieder USA 19,12 ’59
4. Dave Davis USA 18,59 ’59
5. K. Banlum USA 18,30 ’56
6. Stan Lampert USA 18,13 ’54
7. Dave Owen USA 18,13 ’57
8. J. Skobla, Tékkósl. 18,05 ’57
9. Tom Jones USA 18,00 ’55
10. Arthur Rowe Engl. 17,96 ’58
Annar árangur
Árangur Rink Babka í kringlu
kasti 57,96 vakti einnig óskerta at
hygli, enda þriðji bezti árangui
sem náðst ihefir tgreininni. HeimS'
methafinn Ilarold Connally, sigraði
með yfirburðum á sleggjukasti,
kastaði 66,14. C. Dumas sigraði í
hástökki og 120 y. grindahlaupi,
stökk 2,026 og hljóp á 14,5. Evrópu
methafarnir í stangarstökki og
langstökki, sem báðir slunda nám
hór 1 nágrenninu komust thvorug-
ur á verðlaunapallinn. Roubanis
hinn gríski, varð að láta sér nægja
4,26 í stangarstökki og fjórða sæt-
ið ásamt nokkrum öðrum. Þar sigr-
aði Paquin stökk 4,42. Og 'hollenzki
kynbiendingurinn H. Vissér náði
aðeins 7,16 í langstökki og varð
í fimmta sæti. Þar sigraði R. Range
sem stokkið hefir 8 metra en stökk
7,46. í míluhlaupi sigraði ungverski
flóttamaðurinn László Tábori, við
geysilegan fögnuð áhorfenda, sem
hvöttu liann óspart. Tími hans var
4:06,2.
Enska knattspyrnan
Úrslit s.l. laugardag:
1. deild.
Aston Villa—Leieester 1-—2
Blackburn—West Bromwich 0—Ó
Blackpool—Leeds 3—-0
Chelsea—Manchester City 2—0
Manéhester U—Botton 3—0
Portsmouth—Preston 1—2
Tottenharn—Luton 3—0
West Ilam—Everton 3—2
Wolverhampton—Burnley 3—3
2. deild.
Barnsley—Sunderland 0—2
Brighton—Ipswich 4—-1
Bristol City—Sheffield W. 1—2
Cardiíf—Fulharn 1—2
C'harlton—Scunthorpc 2—3
Grimsby—Bristol Rovers 1—2
Huddersfield—Lincoln 2—1
Liverpool—Derby County 3—0
Middlesbrough—Leyton 4—2
R.otherham—Stoke City 0—0
Sheffield U—Swansea 2—0
Með siígri sínum yfir Bolton
hefir Manch. Utd. nú hlotið jafn-
inör.g stig og Úlfarnir, eða 52 st.
hvort félag, en þar sem Úlfarnir
(Framhald á 8. síðu>.
'Þegar allir eru gengnir til feðra
sinna, sem enn rnuna íslenzka
hændamenningu eins og hún ihefir
verið um aldir og fræðimenn fram-
fíðar.inar fara að heyja sér fróð-
'leik um horfna menningu í verk
um Iþeirra höfunda, sem um hana
hafa fjallað, munu iþeir hafa langa
viðdvöl og ilærdómsríka meðal
verka Guðmundar Friðjónssonar á
Sandi. Vafasamt er hvort nokkur
íslenzkur höfundur hefir brugðið
upp eins iháklassiskum myndum úr
baráttusögu þjóðarinnar eins og
Guðmundur, og nægir í því sam-
bandi að rnihna á snilldarverk
eins og Fífukveikinn og Garnla
lieyið.
Sonum hans, sem einnig hafa
söðlað skáldafákinn, er nokkur
vandi á Ihöndum þegar þeir kveðja
sér hljóðs á skáldaþingum, þar eð
flestir munu ósjálfrátt minnast
meistarans mikla, sem hlaut slíka
fær.ni í heimahögum að gjervöll
þjóðin lagði 'eyra við máli hans,
þegar synir.nir láta frá sér fara
sögur og Ijóð.
Heiðrekur Guðmundsson, hefir
ekki ilátið þetta á sig fá. Hann ihef
ir tekið með sér úr foreldrahúsum
haldgott veganesti. Ljóð hans bera
þess óræfct vitni að maðurinn hefir
'drukkið í sig það bezta, sem ís-
lenzk menning hefir upp á að
hjóða, með móðurmjólkinni. Orða-
forði hans er mikill, málið hreint
og tært eins og bezt gerist hjá
þeim, sem hafa toergt af ómenguð-
um lindum iþess 'þegar frá bernsku.
Rímleiknin fer ekki milli niála. Af
þyí sem þegar hefir verið sagt má
sjá, að óþar.ft er að leita hortitta
í máli og rími Heiðreks, það er
hvort tveggja hafið yfir venjulega
bókmenntagagnrýni.
Þá kemur nœst að því að meta
það mannvit og þá skapgerð, sem
í kvæðunum birtist, en þetta
tvennt .hlýtur, úr því málið er í
lagi, að skera úr um gildi þeirra
eða gildisleysi. Augljóst er að
Heiðrekur hefir 1 ríkum mæli þann
mikla kost, að 'hann er einlægur
og virðist lítt 'kunna að hræðast
a. m. k. ekki í Ijóðum. Hann er
furðu fundvís á ýmsa þá iþætti
itlármsálarinnar, sem margslungnir
mega kallást og alls ekki liggur í
augum uppi hvernig greiða skuli
úr. Sýnast mér sálfræðilegar skýr-
ingar hans mjög réttar og mun
■Ijósarj en flestir 'láta þær frá sér
fara í fræðibókum, sannast þar sem
oftar, að listin sigrar alltaf vísind-
in í næjnleika á þau öfl sem bær.ast
í mannsálinni.
Samkvæmt iippruna sínum og
uppeldi má segja að Heiðreki beri
skyldá 411 að vera góður íslending-
ur enda mun eldcert á það skorta;
ættjarðarást hans er fölskvalaus
og hann bér engan 'kinnroða fyrir
•henni, þótt annað hafi iþótt fínna
á seinni árum en unna ættjörðu
sinni og þora að kannast við það.
Ef finna ætti eitthvað að Ijóðum
Ileiðreks almennt, rnyndi það helzt
vera skortur á léttleika, sem les-
andinn ræki augun í. Heiðrekur
hefir ekki fengið' í föðurarf þá
samslungnu tilfinningu, sem frænd
ur okkar á Norðui-löndum kalla
ihúmor, sefn við þekkjum á því, a3
•uin leið og hvannurinn vöknar a£
átakanleik iþess, sem er að gerast,
kiprast hann saman eins og í
hlátri að skopleik þess. En enginn
er fullkominn í Iþessum heimi, og
það væri fjarstæða að krefjast þess
að ógerlegt væri að sakna ein-
hvers í sambandi við eins afkasta-
mikið skáld og Heiðrek.
Fyrsta ljóðabók Heiðreks „Arfur
öreigans“ kom út 1947. Þá þegar
braust Heiðrekur fram í fremstu
röð þeirra, sem nú yrkja á íslenzka
tungu. Kvæði eins og Listamaður-
inn, 'I Hallormsstaðaskógi. Móðirin
í dalnum og Til móður minnar,
voru öll meðaH iþess bezta, sem
þessi öld veitir þeim ókomnu að
ljóðlistararfi.
Árið 1950 kom bókin „Af heiðar-
brún“. Framförin voru þar minni
en ég hafði búizt við, en velli var
þó haldið, og að sumu leyti sótt
fram, T. d. toer 'kvæðið Móðir mín
í !kví, kví, miklum þroska og djúp-
um skilningi glöggt vitni.
Svo 'liðu átta ár og Heiðrekur lét
ekkert til sín heyra, hafði hann sog
azt inn í velmegunariðu góðær-
anna eins og skáldbróðir hans
Tómas Guðmundsson? Eða hafði
harpa hans hljóðnað af einhverj-
um öðrum sökum? Hvorugt hafði
gerzt. Árið 1958 sendi Heiðreknr
frá sér bókina „Vordraumar og
vetrarkvíði" og sýndi þá að frarij-
sókn hans var eklci lokið. Kvæðin
eru að vísu elcki öll jafnmikil
snilldarverk, en tovenær anyndi slík
bók verða gefin út? Eg skal aðeins
nefna nokkur, sem mér þykja sér-
staklega góð. Skjólstæðingur er
skarpleg og miskunnarlaus sál-
fræði, Genginn úr leik sígildur
saoinleikui’. Heiðraðu skálkinn
dómur yfir efnishyggjukynslóð
samtíðarinnar, Umskiptingur, marlt
vlss skýring á hjátrú liðius tíma.
Nýju fötin keisarans í anda ævin-
týrameistarans H.C. Andersens og
þannig mætti lengi telja og gefa
kvæðunum hverja ág'ætiseikunnina
eftir aðra. Eg sé iþó ekki ástæðu
til þess. Þeir, sem enn eru ekki
orðnir ruglaðir af bragleysisstagli
því, sem svonefndir listamenn eru
að gefa út á dýrum pappír í vand
lega auglýstum ritum ættu að lesa
ljóð Heiðreks og lesa þau vand-
lega. Hann stendur eins og klcttur
úr bragleysishafinu, traustur full-
trúi íslenzkrar menningar. Góður
íslendingur, sem þorir að segja
sannleikann. Alvarlegur og ein'læg
ur í senn. Og þegar bann er allur
mun þjóðin tengja nafn hans við
Sand og munu þá rætast á honum
hin fleygu orð.-sem hann orti til
móður sinnar. — Gróin spor á
Sandi sjást.
Ólafur Gunnarsson.
,.V.\\\V.,.%V.V.,.V,V.V.W.VAW.V.,.V,WA»AV
Hjartans þakkir ykkur öílum, nær og fjær, sem ;!
veittuð mér gleði á 75 ára afmæli mínu, með jJ
heimsóknum, skeytum og' gjöfum. jS
Gu launi ykkur hlýjar kveðjur og vinarhug. ■“
í Eyjólfur Sigurðsson, Fáskrúðsfirði. %
(v.v.v.-.v.-.v.v.v.vav.v.vv.v.w.v.w.v.v.v.v.wj
VW'
I
Systir okkar
Guðrún Benjamínsdóttir,
frá Þingeyri,
andaðist í sjúkrahúsi í Reykjavík 6. apríl.
Steinþór Benjamínsson,
Marzibil Benjamínsdóttir.
Hjartkær faðir okkar og tengdafaðir
Guðmundur Stefánsson
húsasmíðamelstari,
fyrrum faóndi að Lýtingsstöðum í Skagafirði,
andaðist 5. þ. m. á sjúkrahúsinu Sólheimum.
Hervin Guðmundsson. Anna Guðmundsdóftir.
Sveinn Guðmundsson. Elín Hallgrímsdóttir.
Gunnar GuSmundsson. Magnús Sigurðsson.
Stefana Guðmundsdóttir. Ólafur Sveinsson.