Tíminn - 07.04.1959, Blaðsíða 7

Tíminn - 07.04.1959, Blaðsíða 7
1' í i\I I N N, þriðjutlaginn 7. april 1959. 7 GUÐMUNDUR J. EINARSSON: Kjördæmamálið stæðismaðurinn og Sjálf- frá Múla t Morgunbiaðinu 22. jnarz stíg- ur Sveinn á Múla fram á ritvöll- inn og vitnar. í upphafi greinar sinnar, sem er stutt, átelur hann hreppsnefndina hér f.vrir skrif í Tímann frá 17. febrúar. Telur hreppsnefndina ekki hafa haft neitt umboð frá sínum kjósend- um að skipta sér af kjördæmamál- inu o. s. frv. Ég las á sínum tíma þessi skrif lireþpsnefndarinnar. Og ég gat ekki álitið að þau væru annars efnis en að lireppsnefndin sjálf væri að Láta sitt álit í ljós, alveg iaust við álit kjósenda. Þetta eru því óþarfa aðfinnslur hjá greinar- höfundi. Næst fer hann að álelja sömu menn fyrir að hafa ekki skrifað þingmanninum, og skorað á hann að láta veita fé til endurbóta á til- teknum vegarspotta í hreppnum, sem einangri hluta af hreppnum í íyrstu snjóum. Þessi ágæti sveitamaður, Sveinn á Múla, hlýtur að vera búinn að gleyma því, að þessi hreppshluti var iíka ,til á árunum 1942—-1956. Þá var þingmaður Barðstrendinga Sjálfstæðismaður, og hann var duglegur að afla fjár í það, er hann hafði áhuga fyrir. Hvers vegna lét Sveinn undir höfuð leggj ast að minna hann á þennan van- rækta breppshluta? En ekki er Sveinn ó Múla fróður um sína eigin eveit. Vegiu-inn frá Hauka- þergi að Siglunesi er nefnilega ekki þjóðvegur, heldur sýsluvegur og þingmaðurinn hefir því ekkert xim þennan veg að segja. Þetta skeyti Sveins^ er átti að hitta Sig- urvin Einarsson, lendir því á sýslu nefndinm og þó fyrst og fremst á sýslunefndarmanni Barðastrsndar- hrepps, er hefði átt að bera þenn- an sýsluveg sérstaklega fyrir brjósti. Stutt er síðan, að ábúandinn í Holti sendi s'ýslunefnd skrúflegt erindi, og kvartaði undan því að ekki væri byggt lokræsi yfir neyzluvatnsskurð, sem liggur heim að bæ hans, svo að bílar eyðilegðu ekki neyzluvatnið. Ekki var það Eramsó'knarmaður, sem þá var full tiúi Barðstrendinga á sýslufundi, og mun hann þó hafa átt töluverð- an þátt í að samþykkja ályktun, sem ‘gerð var um málið, og lýsti litlum skilningi á nauðsyn bónd- ans. Sigurvin Einarsson hefir eins og fyrirrennari hans, Gísli Jónsson, sýnt iofsverðan dugnað viðkom- andi fjáröflun til vega og brúa- gerða hér í sýslunni. Og ef allri sanngirni er beitt, hygg ég að í því efni hallist ekkert á hinn fyrr- nefnda. Næst fer greinarhöfundur að ræða kjördæmamálið, og má sjá, að hann hefir lesið ísafold, a. m. k. er hann ekki lengi að finna það út, að belra sé að hafa „5—6 þing- menn en 1“. Og það er heldur ekki von að hann sé neitt að hafa orð á því, að þessir 5 eiga að koma í stað annarra 5, sem eru. Það er máske von, að honum finnist það ómaksins vert að segja frá því, að þessir fimm eigi líka að vera þingmenn Vestur- og Norður-ís- firðinga, ísafjarðarkaupstaðar og Strandasýslu, né heldur að þing- mönnum eigi að fjölga um 1/6 frá því sem nú er, svo að áhrif þessara fimm verða 1/6 minni en með því skipulagi, sem cnn er hér ríkjandi. Sjálfstæðismenn eru ekki að hafa fyrir því að fræða íólk á svona aukaatriðum í kjör- dæmaraálinu. Þeir eru heldur ekki að hafa fyrir því að segja fólki það hreinlega að hverju stefnt er IBeð afnámi gömlu kjördæmanna, jiefnilega því að slíta fólkið alveg úr sambandi við fulltrúa sína á Alþingi, svo að flokkastjórnirnar eigi hægara með að hafa öll ráð þess í sinni hendi. Þeir eru ekki að hafa fyrir að fræða sveitamenn- ina á því, að með því að sameina margar sýslur og kaupstaði í eitt kjördæmi, þá verði áhrif sveitanna ennþá minni á löggjafarþingi þjóð- arinnar. Sveinn á Múla, sem alla ævi hefir verið í sveit og helgað s'veit sinni alla krafta sína, ætti að sjá það, að t. d. bændur í Barðastrand- arsýslu verða með kjördæmabreyt- ingunni gerðir alveg áhrifalausir um kosningar, þegar þeir þá þess utan bera ekki gæfu til að sam- einasl i einum flokki. Veit hann ekki það, að nú búa 57% íbúa Barðastrandarsýslu í sveit, en að- eins 43% í kaupstöðum. En þegar Vestfjarðarkjördæmi Sjálfstæðis- flokksins- er komið á laggirnar, þá búa innan þess 60% í kaupstöðum en aðeins 40% í sveitum. Finnast honum þetta hagkvæm skipti?--Er nokkur maður yfirleitt svo skyni skroppinn, að hann ekki geti kom- ið auga á (ef hann vill) að Sjálf- slæðisflokkurinn er að ljúga að landfólkinu um kjördæmamálið. Hvernig stendur á því, að Sjálf- stæðismenn, sem hver eftir annan hafa lýst þeirri skoðun sinni á Al- þingi, að ekki gæti komið til mála að raska við kjördæmaskipun þeirri, sem er í g'rundvallaratrið- um, skuli nú finna henni allt til foráttu. Og hvernig stendur á því að fólk eins og Sveinn á Múla skuli fylgja með í hringsnúningi þeirra? Því hafi t. d. Jón Þorláks- son, Pétur Ottesen, Gísli Sveins- son og sjálfur Ólafur’ Thórs sagt það satt 1942, að áhrif sveitanna og dreifbýlisins yfirleitt minnkuðu stórlega ef tekin væru upp fá en stór kjördæmi. Hvers- vegna trúa þá menn, að þeir segi satt, þegar þeir segja nú hið gagnstæða. Því í þessu máli sem öðrum getur tæp lega verið um sannlcika að ræða í báðum tilfellum. Þá fer greinarhöfundur að tala um „að okkur i dreifbýlinu hafi ekki virzt Framsóknarflokkurinn vera flokkur dreifbýlisins í vinstri stjórninni.“ Hverjir eru það í „dreifbýlinu", sem hafa gefið Sveini á Múla umboð til að skrifa svona? Það skildi þó ekki vera, að hann tali hér umboðslaust, sem hann vítir þó hreppsnefndina i'yr- ir, og er þó ólíku saman að jafna, þar sem þeir koma fram undir eig in nöfnum, en hann þykist tala fyrir allt dreifbýlið. Minna mátti nú ekki gagn gera. Svo fer hann að tala um milljónir, sem vinstri stjórnin hafi oflagt á þjóðina og þó sérsíaklega smábændur, og fagnar því að þessu verði nú skil- að aftur i niðurgreiðslum á vöru- verði. Það er nú bara eins og Bjarni ökkar Ben. sé þarna kom- inn sjálfur. En hefir S.veinn lagt það niður fyrir sér hvað mikið af þessum niðurgreiðslum kemur í hlut okk- ar smábændanna? Nei, líklega hef ir hann ekki athugað það. Hann hefir liklega ekki athugað það, að einu vörurnar, sem nokkur telj- sndi niðurgreiðsla er á, eru afurð- ir bændanna sjálfra og þar sem þeir fá ekki neina niðurgreiðslu á þær afuxðir, sem þeir lögðu til heimila sinna í haust, eins og t. d. kjöt og kartöflur, þá verða þeir að sætta sig við að borða þær með þeim mun dýrara verði en kaup- staðabúar, sem nemur niður- greiðslu ríkistjórnarinnar. Sama er að segja um mjólkina. Engum dettur í hug, að nokkur bóndi fari með alla mjólk sína í mjólkurbúð- ina og selji hana þar og kaupi hana svo aftur með niðurgreiddu I verði og flytji heim til neyzlu á heimilinu. Þess vegna fara bænd-1 ur alveg á mis við niðurgreiðslu á 1 þeim neyzluvörum, sem er þeirra daglega fæða. En sagan er þó ekki nema hálfsögð, að því er t. d. snýr að Barðstrendingum sjálfum. Nú í vetur eins og s. 1. ár reyna allir, sem geta, að bæta afkomu sina með því að innvinna sér aukaskild ing með vinnu við togaralandanir á Patreksfirði. Hafa miargir lagt mikið á sig til þess, og þá ekki minna á hið veika lið, sem heima hefir verið og þurft að sinna gegn ingum í fjarveru þeirra, er fóru. En hv.er eru launin? 3—4 króna minna kaup á tímann vegna niður greiðslu, sem þeir njóta lítils sem einskis góðs af. Annars er það s'koðun mín, að niðurgrciðsla á landbúnaðarvörum sé og verði bændastéttinni ein- ungis til ills eins. Það cr óhugs- andi að sú öfugþróun, sem ríkt hefir nú um nokkurt árabil í efna iiagsmálum þjóðarinnar geti hald- izt öllu lengur. Og uppbætur og niðurgreíðslur hijóta að hverfa al- veg úr sögunni. Og það fær mig enginn til að skilja það, að þá verði hægara að komast klakk- iausi út úr ógöngunum, heldur en að horfast strax í augu við erfið- leikana eins og þeir eru. Jú, Sveinn. Framsóknarflokkur- inn er flokkur dreifbýíisins og hef ir einatt verið það. Þess vegna á nú að revna til að gera Iiann sem alli-a áhrifaminnstan í landsmál- um, en það' mun ekki tak'ast nema um stundarsakir ef til vill. En bæði þú og aðrir ættuð að nnma það við í hönd farandi kosningar, að þið eruð ekki að kjósa um flokk, heldur um malefni, sem vaiðar allan landslýð. Látið skvn- semina ráða atkvæði ykkar, en ekki ósennilegan áróður manna, sem vilja hneppa ykkur í þræl- dómsfjötra og nota ykkur síðar sem fótaskinn flokksforustunnar í Reykjavík. Kjósið þá menn á þing, sem vilja viðhalda gömlu kjör- ciæmaskipuninni með S'anngjörn- um og sjálfsögðum breytingum á þingmannatölu þéttbýiisins. Þá mun vel fara. Guðmundur J. Iiinarsson. Fáein orð um menntun og hæfni kennara Vegna greinargerðar, sem for-j maður Kennarafélags Kennara-1 skóla íslands lét birta í Tímanum! þann 14. febr. s.l., og annarra; blaðaskrifa, langar mig tii að gera nokkrar athugasemdir. Mér fi'nnst frumvarp það, sem minnzt er á í greinargerðinni, um' réttindi ófaglærðra kennara, alveg sjálfsagt. ! Það er vitað mál, að rnargir ó- kennaraskólagengnir menn eru fyllilega starfi sínu vaxnir, sem kennarar, enda þótt mörgum fag- manninum svíði það í augum. Þannig er um allar stéttir manna. Til er' fjöldi manna, sem eru hagleikssmiðir, bæði á tré og járn, og hvergi lakari en iðnskóla- gengnir menn eða faglærðir, en það er reynt að útiloka þá með öllum mögulegu móti frá þvi að stunda iðju sína, af því, að þeir hafa e.t.v. ekki haft efni eða á- stæður til að kasta tíma í fánýtan skólalærdóm, sem oft er nafnið tómt. Mér dettur ekki í hug að halda því fram, að kennaraskólagégnir menn séu yfirleitt amlóðar, þvert á móti eru rnargir ágætir menn, sem koma frá þessari virðulegu stofnun. En því miður eru of margir, sem alls ekki eru starfi sínu vaxnir, jafnvel þótt þeir hafi útskrifazt m.eð ágætum viitn's- burði. Ekki held ég að þessir menn mvndu að neinu leyti batna, þótt þeir bættu enn nokkrum ár- um við skólagöngu sína, af þeirri einföldu ástæðu, að hæfileika fær enginn af bókviti einu saman. Það kemur fram í g.-einargerð formanns, að hann og félagar hans, vilja á allan mögulegan hátt, gera ófaglærðum kennurum sein erfiðast fyrir. Kennarafélag Kenn- araskóla íslands virðist sjá öfund- araugum yfir þeim hlunnindum, sem réttindalaus'ir kennarar verða aðnjótandi eftir langt og erfitt starf. Eg veit ekki betur en allir, sem kennslu stunda, greiði í líf- eyrissjóðs- og stéttarfélagsgjöld á- kveðnar prósentur af launum sín- um, hvort sem þeir eru mikið eða ’.ítið lærðir. Hvers vegna skyldu þeir þá ekki hafa sama rélt? Ann- ars er þá ekki um annað að X'æða en ,,pungaprófsmennirnir“ stofni með sér eigin samtök. Margir af viðurkenndustu kenn- urum þessa lands voru ókennara- skólagengnir menn, og sumir, já mér er óhætt að segja margir, fagmannanna koinast ekki með tærnar. þangað senx hinir höfðu hælana. Eg er ekki að halda því fram,; að óþarfi sé á kennaraskóla, en hitt er staðreynd, að á kennslunni þar þarf að verða mikil breyting frá því, sem nú er. Kennaraskóla- próf er enginn óskeikuli mæli- kvarði á hæfni manna, til þess að stunda kennsiu. llinn mikli tungu- málalærdómur og flóknu málvís- indi korna oft að litlu gagni, þeg- ar á að fara að kenna börnurn og unglingum hagnýt fræði, sem að gagni mega konxa í hinum stranga og þýðingarmesta skóla, skóla lífs- ins. Það eru verkin sjálf, sem tala . Ég hefi tekið við börnum, sem bæði faglærðir kennarar og ófag- lærir hafa kennt á undan mér, og ég hefi hvergi getað fundið, að þau, sem sá ófaglærði kenndi, stæðu neitt að baki hinna í þeklc- ingu. Það er ekki nóg að vera „attest aður“ og útblásinn vindbelgur, ef það er bara til þess að sýnast. Það verður að segja hverja sögu eins og hún gengur, jafnvel þó að hún láti illa í eyruni sumra. Hinn mikli en dauði lærdómur sunxra kennai'askólamanna virðist slíga þeim til höfuðs og brjótast út í miður heppilegum gorgeir. sem kemur að litlu haldi, þegar síðar rneir á að fara að miðla þekkingarsnauöu barni af iang- sóttri og dýi'ri speki. Margir af hinum hálærðu kenn urum eru alls ekki færir um að útskýra fyrir nemendum einföld- ustu málefni, er að íslenzkiú, al- mennri vinnu iýtur, og hverjum sönnunx Islending ber a vita. Þeir eru útblásnir af vísdómi, sem þeir hafa aldrei brúk fyrir og hljóta því eðlilega að gleyma mjög fljótlega. Það er ekki nóg að vera mikill byggingarmeist'ari, ef nxenn gleyma því, að byggingin þarf að standa á traustunx grunni eigi hún ekki að hrynja. Kennaraskóla- menntunin er því miður of oft skálkaskjól fyrir menn, sem alls ekki hefðu getað áunnið sér starf- ið af eigin verðleikum. Það eru jafnvel dæmi til, að há- lærðir menn stunda kennslu við æðri menntastofnanir án þess að vera menn til þess, þótt e.t.v. að þeir séu sæmilega færir í sinni grein, en væru alls ekki notandi baniafræðarar, af þeii-ri einföidu ástæðu, að þeir kunna ekki manna siði. — Þeir eru iíkt og kalkaðar grafir sem að utan líta fayjurlega út vegna hinnar ágætu menntunar, en um innihaldið spyr enginn, þv> að þeir hafa bi'éf upp á sinn ó- skeikulleik. Sumir af þessunx mönum virð- ast ágætir við að semja kennslu- 'hækur, sem sumar eru notaðar Framhald á 11. síðu Á víðavangi „Sjálfstæðisbarátta" Sjálf- stæðisfSokksins Núvérandi „formaður" Sjilf- stæðisflokksins hefur s. 1. 35— 40 ár verið með réttu talinn me.sli gortari íslands. í hinni frægíi landsfundarræpu sinni kemsí iiann að þeirri niðurslöðu, a<" bókstaflega allt, sem nýtilegt he! ur verið unnið á landi hér síð- ustu áratugi, sé íhaldinu aó þakka. Upptalningu afrekanna byrjar hann þannig; „Flokkurinn, sem jafnan stýrðL förinni á síðasta áfanga sjálfstæ/ isbaráttunnar----og á þar viö SjálfstæJisflokkinn. Þetta er mi að vísu nægilega ónákvæmt orða lag til þess, að enginn getur átt- að sig á hvað Ólafur meinar. A tala um einhvern „síðasta áfanga- í sjálfstæðisbaráttu cinnar þjóð> ar er algjört rugl. Sérhver þjóJ. ekki sízt smáþjóð, er aila stund að berjast fyrir frelsi sínu og lífi. Þeirri þjóð, sein sést yfii þau sannindi, er háski Minn. En ef hringurinn er þrengdur og aðeins rætt um átökin við Daui, mun almennt litið svo á, að síft asta tímabil þeirrar barátu liafi náð yfir árabilið frá 1918—1944. Hvaða för stýrði íhaldið á þeini árum? Ekki fór það með lands- stjórnina nema lítinn hluta uni rædds tímabils. Og árið sem lýft veldisstofnunin fór fram var ut- anþingsstjórn við völd. En ein- mitt í sambandi vilS þann at- burð náði „sjálfstæðisbarátta“ Sjálfstæðisflokksins hámarki, ei heimingur þingí'Iokksins skilaði auðum atkvæðaseðliun við forseta kjörið að Lögbergi 17. júní. Mun sú minnig um fáheyrt smekk leysi og eindæma lubbaska.p í lialdisins lifa um aldur og ævi í sögu þjóðarinnar. Og svo birtii Ólafur ununæli sín í Dáris.ka- mogga. Það er við hæfi. „Herstjórn" Bjarna Og Ólafiir heldur áfrani: „Flokkurinn, sem síðan sá stóri sigur vannst, (í sjálfstæðisbarátt unni), hefur tryggt hann með vit uriegri stjórn utanríkismála állan fyrsta áratug lýðveldisins." Ekki skýrir Ólafur nánar í hverju þessi viturlega forysta er fólgin og má vera vorkunn. ís- lendingar gerðu Keflavíkursamn ingin 1946, gengu í Sameinuðu þjóðirnar sama ár oig síðan í At Iantshafsbandalag'ið. Loks kom licrverndarsaiiiningurinn 1951. Um það má deiia og hefur verið deilt liversu hyggilegar þessar samningagerðir okkar hafa verið, sumar hverjar a. m. k. og liver trygiging er í þeirn fólgin fyrir frelsi þjóðarinna og sjálfstæði Ekki skal þó dregið í efa, að’ verulegur meiri liluti þjólarinn ar hefur talið og telur að bessi spor bafi verið rétt, þótt firina megi menn í ölluin flokkum, sem eru á annarri skoðun. En eriga „forustu“ höfðu Sjálfstæðisinenn um þessar ákvarðanir. Þeirra lið semd lá í því einu, að vera þeim fylgjandi, allflestir. Og ónærgætn islegt er það af Ólafi að vera að minna á „herstjórn“ Bj. Beri er hann var utanríkisráðherra á árunum 1951—1953. Þá var allt eftiriit með sambúð fsl. og varn- arliðsins svo, að bæði horf'ði til vansa.og voða fyrir i-ióðina. S\o þegar nýir siöir og betri voru upp teknii í þessunx efrium af dr. Kristini Guðmundssyni, þá aúláSi íliaidið að ærast og sigaði á haun öllu sínu sorpliði. Því fannst það nálgast hreina laud- ráðastarfsemi að lofa ekki hern um að vaða liindrunarlaust ura aliar jarðir. Er sú ófagra saga öll ekki ómerkur vottur um þjóð- hollustu þeirra og „viturlega“ sjálfstæðisbaráttu. íhaldið og landhelgin Og enn segir Ólafur: „ . . Flokk urinn, sem borlð liefur hita ( í þunga hinnar nýjxi frelsicbaráttu í sambandi við víkkaða landhelgi . . .“ Fátt sýnir betur algjöra blindu Ólafs á eigin ávirðinigar in að hann skuli minnast á land Praixit.ald a 8. síðu)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.