Tíminn - 09.04.1959, Qupperneq 5
TÍMI'WN, fimmtudaginn 9. aprfl 1959.
5
„Væri illa íarið, ef vinstri menn
létu hlekkjast til slíkrar ohæfun
Kaflar úr framsöguræðu, fiuttri á fundi Háskólastúdenta
um kjördæmamálið
Góðir stúdcntar.
ALLMIKIÐ hefir verið rætt og
tritað um kjördæmamálið að undan-
íörnu og eru þær umræður vaktar
af þeirri yfirlýsingu Alþýðuflokks-
ins og Sjálfstæðisflokksins, að
gerð myndi verða tilraun til breyt-
inga á kjördæmaákvæðum ’ stjórn-
árskrárinnar nú fyrir vorið. Var
það að heyra af yfirlýsingu þess-
ara fiokka, að það væri höfuðinn-
iak og lykill þeirrar stjórnarmynd-
wnar, sem gerð var á méssudag
heilags Þorláks. Kom það að 'vísú
nokkuð spánskt fyrir, að því er
eumum fannst, að mynduð skyldi
bin veikas-ta minnihlutastjórn til
évo stórfenglegrar löggjafarbreyt-
ingar sem stj.skrárbreyungin er,
en það er önnur saga og mun ég
ékki fjölyrða um það hér.
Ekkert frumvarp í þessa átt hef-
ir komið fram á þinginu ennþá og
mun enn standa yfir málþóf og
Samningar miili þeirra stjórnmála
ílokka, sem að þessu frumvarpi
munu væntanlega standa. Á þessu
Btigi máisins er þvi ekki unnt að
segja nákvæmlega til um það, hvar
kötturinn muni að lokum lenda í
éekkmim, en í pokann mun hann að
ýísu komast og því hefir þótt til
jdýða að við kæmum hér saman í
kvöld og ræddum og reifuðum mál-
íð, svo áð stúdentar mættu leggja
Bitt pund á vogarskái þessa mikils
verða máls.
Þótt ýmis atriði hins væntanlega
írumvarps séu enn á huldu, hafa
þó grundvallaratriði frumvarpsins
verið opinberuð lýðnum. Þau eru
þess eðlis, að leggja á niður öll
!hin fornu og fastmótuðu kjördæmi
Utan Reykjavíkur, en taka í þeirra
étað upp fá og stór kjördæmi með
Ídutfaliskosningum. Um leið á svo
að leiðrétta það misrétti, sem skap
azt hefir í kjördæmaskipuninni
vegna hinna gífurlegu fölksflutn-
inga suður á bóginn. Að rétta hlut
J>éttbýlisi.ns í kosningalöggjöí'inni
virðast stjórnmálaflokkarnir sam-
áiála um í höfuðdráttum, en um
hitt hafa aftur á móti spunnizt all
Ihatrammar deilur hvort leg-gja eigi
oiður héraða- og kaupstaðaskipan,
en taka í þess stað upp fá og stór
kjördæmi með hlutfallskosningum.
Eg mun því lítt ræða hve marga
aýja þingmenn sanngjarnt og eðli-
•legt mætti telja, að þéttbýlið ætti
að fá, en snúa mér að þeim kjarna
málsins, sem méstur styrr hefir
etaðið um þ. e. afnámi núverandi
kj ördæmaskipunar.
ÞEGAR GERA á brevtingar á
Stjórnarskránni, sem er gr'undvöíÞ
íir stjórnskipunar rikisins, má það
aldrei hvarfla úr hugum manna-, að
þær breytingar verða að vera
eniðnar til frambúðar og því má
framtíðin ekki myrkvast af mold-
Viðri nútíðarinnar.
Séu gerðar breytingar á kosninga
Bkipan, sem er meginás löggjafar
og þingræðis í landinu, má ekki
miða þær breytingar við stundar
hag hverfulla stjórnijiálaflokka eða
♦ímabundna óheillaþróun í þjóð-
Jífinu (þ. e. hina gífurlegu fólks-
flutninga suður á bóginn), sem eigi
VCfður séð fyrir, hvaða rás muni
fcaka i næstu framtíð. Allir stjórn-
málaflokkar verða ætíð þvl hiarki
brenndir, að þeir viija skara sem
mestan eld og beztan að sinni köku,
Þvi eðli þeirra mun tæplega verða
brcytt og mun sá kvilli stafa af
þeim breyskleika og þeirri eigin-
girni, sem lengstum mun ioða við
mennina. Þessi „eiginleiki“ stjóni-
málaflokkanna má því teljast
næsta eðlilegur og þarfnast því
fremur skilnings en fordæmingar,
því að fordæmingin, einkum ef hún
er einhliða, leysir engan vanda, en
er fremur sönnun þess, að menn
hafi séð flísina í auga náungans
þrátt fyrir bjálkann í eigin auga.
Heppilegt og eðlilegt væri því að
draga þessi mál út úr hita þjóð-
málabaráttunnar og úr höndum
stjórnmálaflokkanna og fá þau í
hendur sérstöku stjórnlagaþingi,
sem hefði þetta mál eitt til úrtausn
ar. Höfuðatriði væri, að til þessa
þings yrði kosið á þann hátt, að
þessi mál yrðu svo vel sém auðið
væri slitin úr tengsium við stjórn-,
málaflokkana, þjóðmálabaráttuna
og önnur hita- og dægurmál.
í STJÓRNARSKRÁNNl er víða
pottur brotinn og kosningaákvæði
hennar eru ekki ein um það, að
þarfnast endurskoðunar. og úrbóta.
Slík al'Miða endurskoðun og lag-
færing hefir þó dregist lengUr fir
hömlu en heppilegt getur talizt og
stafar það af því, hve erfitt þáð
hefir reynzt Alþingi að fást við
slíkt verkefni. En eigi tjóir að láta
óskhyggjuna hlaupa um of með sig
í gönur, því að nú stöndUm við and-
spænis þeirri bláköldu staðreynd,
að stjórnmálaflokkar hafa beitt sér
íyrir einhliða breytingum á stjórn-
arskránni og mun því á komandi
sumri reyna mjög á þolrif þjóðar-
innar og einkum á það hvort hún
lætur draga sig í flokksdilka 1 svo
afdrifaríku og mikilsverðu máli
sem kjördæmamálið er.
Forsvarsmenn breytingarinnar
vitna oft í Hannes Haistéin og
aðra kunna þjóðmálaskörunga til
stuðnings máli sínu. Það er vissu-
lega rét og satt, að Hannes Haf-
stein vildi laka upp hlutfallskosn-
ingar. Þess ber þó að gæta, að
hlutfallskosningar voru þá mjög
nýjar af nálinni og vlrtust í fyrstu
og á tímum Hannesar vera góð
trygging fyrir réttlátum kosninga-
úrslitum. Hannes Hafstein var
þjóðhollur framfaramaður og má
því telja eðlilegt að hann aðhyllt-
ist þessar kenningar, sem svo Vel
litu út við fyrstu yfirsýn, sem hlut-
fallskosningar gefðu óneitanlega.
Reynslan hefir svo sýht aðra hlið
á Mutfallskosningum og hana heid
ur skuggalega og ætti sú reynsla
að vera næganieg til varnaðar. Þess
skal einnig gætt, að vart er kleift
að tala um eiginlega stjórnmáia-
flokka í tíð Hannesar Hafstein og
viðhorf því næsta ólík til málsins.
Vítin eiga að vera tií vaínaðar
og væri illa farið ef jafn skynsöm
þjóð og hin íslenzka skellti skollá-
eyrum við reynslu annarra þjóð'a i
þessum efnufn.
Fiestar þjóðir meginlandsins
gengu í þetta „'hlutfallsgLn“ og
sluppu engan veginn öskaddaðar
Ekki þarf lengi að leita með log-
«ndi ljósi í sögunni fil þess að stað
festa það. Öllum mun í fersku
minni fall 4. lýðveldisins franska.
Ber flestum saman ;um það, og
ekki sízt Frökkum sjálfum, að meg
in orsök stjórnmálaóreiðunnar,
sundntngarinnar og úlfúðarinnar,
sem kollvarpaði lýðræði Frakka, sé
að finnaí þessu margumtalaða kosn
ingakerfi, sem af örlæti sínu nærði
mergð smáflokka, sundurþykka og
sundufleita.
Það er að vísu rétt, að þetta
kerfi lítur vel út á pappírnum og
það er auðvelt að gylla það á
ýmsar hliðar. En reynslan verður
ætíð bezti dómarinn og reynslan
af hlutfallskosningakerfinu hræðir.
Kommúnisminn lítur heldur eng
an veginn ósnoturlegia út á papp-
írmim og margar grandvarar sál-
ir létu blekkjast í fyrslu. En nú
hefir reynzian bolnað þá hálf
kveðnu vísu og „botninn“ er svo
skýr og greinilegur, að hann kast-
ar algjörri rýrð á fyrripartinn.
Og hlutfallskosningavísan hefir
einnig sinn skíra og greinilega
botn. — En menn og þjóðir kaupa
oft reynskina dýru verði, — ég vil
segja ailt of dýru verði. 'Og’vil ég
ekki trúa því að óreyndu, að ís-
lendingar hafni ekki öllum þjóð-
félagslegum fallgryfjum og láti sér
að kenningu verða reynslu annarra
þjóða, þegar um það er að ræða að
taka á upp nýja og afdrifaríka þjóð
félágs, eða þj óðlífshætti.
KOSNINGAR á að heyja i því
markmiði að reyna að ná samhent-
um þingmeirihluta til myndunar
sterkrar þingræðisstjórnar, sem
getur án óheilbfigðs samninga-
makks og pólitískra hrossakaupa
komið stefnumálum sínum i fram-
kvæmd og í örugga höfn. 1 þeim
löndum, þar sem tveggja til þriggja
flokka stjórnmálakerfi ríkir, hefir
það reynst tryggast, að kosningar
næðu að uppfýlia þennan nauðsyn-
lega og rétta'tilgang sinn. Slíkt
stjórnmálakérfi hefir ekki reynzt
lífvænlegt nema þar, sem kosið er
í kjördæmum, er mynda sérstakar
og fastar atvinnu- og fjárhagsheiid-
ir í ríkinu en alls ekki þar sem
stundaðar eru hlutfallskosningar í
stórum kjördæmum.
Fiestir stjórnmálamenn munu
sámmála um það, að tveggja flokka
kerfi sc heilbrigðast og hollast fyr-
ir þjóðarheildina og bezt trygging
fyrir stérku stjórnarfari hvers
ríkis.
í löndum, þar sem hlulfallskosn-
ingakerfi ríkir eru fiokkar margir
og for fjölgandi. í þeim ríkjum
hafa stjófnarmyndanir gengið erf-
iðlega óg stjórnarkreppur skollið
yfir þjóðirnar hvað eftir annað,
því að næsta ógérlegt hefir reynzt
að samræma stefnur hinna sundur-
leitu smáflokka, en dýrmætur tími
farið til spillis við ófrjóar og þóf-
kenndar samningaviðræður.
ÍSLENZKIR stjórnmálaflokkar
eru þegar of margir og bera að
stefna að því, að þeim fækki en
fjölgi ekki. Vinstri siiinaðir menn
þjóðarinnar hafa fengið að súpa
seyðið af þeirri sundrungu og
fiokkadráttum, sem ríkja meðal
þeirra við þá kosningahætti, sem
búið er við nú. Að taka upp hið
nýja, títtnefnda sundrungarkerfi
væri því beinlínis að bjóða hætt-
unni heim og væri sorglega illa
farið, ef vinstri menn í landinu
létu blekkjast til slíkrar óhæfu.
Allir vinstri flokkranir, Alþýðu-
flokkur, Framsóknarfiokkur og
Aiþýðubandalag hafa tilhneigingu
til klofnunar og nýja kerfið mundi
gefa klofnihgsöfium innan þess-
ara flokka mjög lausan tauminn.
Sjálfstæðismenn munu sjálfsagt
treysta á samheldni sína og styrk
í þessum efnum, en þeim er engu
síður hætta búin en hinum
flokkunum og nægir að minna á
Lýðvelidsflokkinn sáluga, sem
klofnaði út úr Sjálfstæðisflokknum,
þrátt fyrri þá varnagla, sem ríkj-
andi skipulag slær við slíkri þró-
un.
Hlutfa'lls kosninga'kerfi getur ver
ið til stundarhagræðis fyrir stóra
stjórnmálaflokka meðan þeir geta
staðizt tilhneigingu til klofnunar.
En eins og áður hefir verið bent á,
er þetta kerfi hinn ákjósanlegasti
vermireitur smáflokka. Einn stór
flokkur gegn mörgum smærri get-
ur fengið mikinn meirihluta þing-
manna með minnihluta atkvæða,
eða að öðrum kosti mun fleiri þing
menn en hann ætti að fá e£ höfða-
töhtreglu væri beitt.
í Finnlandi standa nú yfir harð-
ar deilur vegna þessa fyrirbrigðis
og una smáfiokkarnir, sem þetta
kerfi hefir getið af sér, i-lla hag sín-
um. Þetta kerfi ti-yggir því ekki
einu sinni réttlát kosningaúrslit, en
leiðir til sífellt meiri og meiri
glundroða, sundrungar og sér-
drægni.
Eg er persónulega hlynntur því,
að stórir stjórnmálaflokkar og
sterkir njóti hagræðis fram yfir
smáflokka, og er það í samræmi
við það, sem ég hefi sagt hér að
framan, en hins vegar hefir reynzl-
an sýnt, að stórir flokkar standast
ekki til lengdar öldurót og boða-
föll hlutfailskosningakerfisins og
þeir steyta fyrr eða síðar á klofn-
ingsskerinu.
ÞEGAR MENN vilja reyna að
meta og sjá fyrir hverjar afleiðing-
ar og áhrif það hefði að taká upp
hina títtnefndu kjördæmaskipan
og þurrka út núverandi kjördæmi,
þarfnast menn mjög framsýni. —
Menn mega ekki láta blindast af
þeim rökum, sem höfða fil nú-
verandi flokkaskiptingar og á-
stands, eða þess ástands, sem sterk
líkindi eru til að muni ríkja við 2
til 3 fyrstu ikosningar eftir að hin
nýja skipan hefir komizt á. Það
má til sanns vegar færa, að þeir
þingmenn, sem nú eru á þingi,
munu ólíklega breyta svo mjög eðli
sinu, viðhoríi og afstöðu til þjóð-
mála, þó-fct þeir yrðu kosnir á þing
eftir öðrum reglum en gert hefir
verið áður. í tveimur til þremur
fyrstu kosningunum gengi þetta
því, ef til vill nokkuð vel, því að
þeir þingmenn, sem kjörnir voru
eftir gamla kerfinu, eru enn í fram
boði og ennþá er ekki fyrnt yfir,
hvaðan kjörfylgið kom og því auð-
velt og styrrlítið að raða á lista
flokkanna.
En þegar lengra liði frá og nýja
kerfið hefði tekið á sig fastara
(Framhald á 8 sív.u)
Ritstjóraskipti
JÖN mRNÞÓRSSON
Eins og iesendur Vettvangsins
hafa cflaust rekið augun í, þá
liafa ritstjórar Vettvangsins, sem.
eru tveir hverju sinni, skipt þanr
ig með sér verkum, a) hvor um
sig sér um aðra hvergia síðu. Ni,
hefir nýr ritstjóri, Jón Arnþórs
son, liafið störf við Vettvanginri.
og hafði liann ritstjórn síðasta
Vettvangs með höndum. Jón Am
þórsson hefir gefið siig allinikiá
að félasísstörfum og mun liani.
flestum ungum Franisóknarmönn
u»vi T,oi bnnnur. Jón varð stúdeiu
f “ onmvi p \ltiivnvvj
HJORTUR hjartarson
1951. Stundaði síðan verzlunar-
nám og verzlunarstörf í Banda-
ríkjunum og Sviss nokkur ár.
Hann vi»r formaður F.UjF. i
Reykjavík 1956—1958. Jón er nú
fyrsti varamaður ungra Frani-
sóknarmanna í íniðstjfirn flokks
ins.
Bjóðum vi.) Jón velkominn að
síðunni, og óskuin honum heilla
og farnaðar í störfum sínum.
Iljörtur Iljartarson, prentari,
sem vcrið hefir ritstjóri við Vett
vangiim nin alllangt skcið læt-
ur nú af ritstjórn sökum anna.
Hjörtur er formaður hins ný-
stnfnaða og fjölmenna félags
ungra Framsóknarmanna í Kópa-
vogi.
Þökum við Hirti prýðis góð og'
heilldrjúg störf við Vettvanginn
og óskum honum cg liinum unga,
örtvaxandi félagi lialts gæfu og
gengis.