Tíminn - 09.04.1959, Side 6

Tíminn - 09.04.1959, Side 6
6 Útgefandl: FRAMSÓKNARFLOKKURIMM Ritstjóri: Þórarinn Þórarinsson. Skrifstofur í Edduhúsinu vi8 Lindargötn Símar: 18 300, 18 301, 18 302, 18 303, 18 30«. (skrifstofur, ritstjórnin og blaöamenn) Auglýsingasími 19 523. • Afgreiöslan 1232S Prentsm. Edda hf. Simi eftir kl. 18: 13M8 Uppbættar forustugreinar SÁ SIÐUR hefur farið mjög í vöxt á undanförnum árum aö greiddar væru uppbætur á alls konar vörur og þjón ustu. Pramleiðslunni eru greiddar uppbætur á landbún aöarvörur, sjávarútvegsvör ur og ýmsar iðnaðarvörur. Opinberir starfsmenn fá ýmsar uppbætur. í einka rekstrinum viðgangast líka alls konar uppbætur til starfs fólks þar. Vafalítið eru upp bætur hvergi meiri tízka en á íslandi. Það er þess vegna ekki neitt frumlegt og því síöur undarlegt, þótt aðalritstjóra Mbl. hafi dottið í hug, að hann þurfi að láta nokkrar uppbætur fylgja forustugrein um sínum. Forkólfar Sjálf- stæöisflokksins eru feöur uppbótastefnunnar hér á landi, en hún hófst fyrir al- vöru eftir hina airæmdu, en skammlífu stjórn Ólafs Thors 1942. Forustugreinar Mbl. eru og vissulega slík vara að þær þarfnast upp- bóta. UPPBÆTUR þær, sem að- alritstjóri Mbl. hefur valið forustugreinunum, eru hins- vegar meö nokkuð sérstæö- um hætti. Við hlið forustu- greinanna hefur verið settur sérstakur þáttur, sem ber fyr irsögnina: Utan úr heimi. Efni í hann er yfirleitt valið af aðalritstjóra blaðsins, er vill að sjálfsögðu ráða því, hvað sett er viö hlið forustu greina hans. Vafalaust munu flestir ætla, að þetta efni sé ekki valið af lakari endanum, enda af mörgu að taka, því aö fyrirsögnin Utan úr heimi, rúmar hin marg- víslegustu efni. Svo hefur þó farið, að efnisvalið hefur orð ið nokkuð einhliða hjá aðal- ritstjóranum. Morðsögur og gleðikonusögur skipa þar langsamlega æðstan sess. Ó- neitanlega virðist svo, að að alritstjórinn telji það efni líklegast til að draga athygli að forustugreinunum eða sömi sér bezt við hlið þeirra. TIL þess að sýna, að hér sé ekki verið að fullyrða neitt út í .bláinn, skal að'eins rifj að upp efni þessa þáttar „Ut- an úr heimi“ seinustu dag- ana fyrir páskana, þegar að- alritstjórinn heföi ekki sízt átt að vera í dyggðugu og guðrækilegu skapi. Fimmtudaginn 19. marz er þessi virðulega fyrirsögn: „Anne Heywood leikur fyrsta hlutverk sitt sem kynbomba.“ Greininni fylgir viðeigandi „kynbombu“-mynd af leik- konunni. Laugardaginn 21. marz er þetta fyrirsögnin: „Sá 99 ára réðist á 86 ára félaga sinn og myrti með eldhúshníf.“ Fyrir sögninni fylgir svo iýsing á þessum atburði, sem er full- komlega í sama tíúr. Pálmasunnud. 22. marz er stórfyrirsögnin þessi: „Átti að myrða milljónaerfingjann PoIo?“ Tilheyrandi myndir af morðingjum, fórnarlambi og kvenmanninum í spilinu fyigja. Þriðjudaginn 24. marz eru þessi tíöindi i stórfyrirsögn um krónprinsinn í Japan: „Hundrað fáklæddar þokka- dísir dansa í brúðkaupi hans“. Stór mynd fylgir, þar sem þokkadísirnar leggja ber lærin upp að fyrirsögninni á forsiðugrein aðalritstjórans um ágæti hlutfallskosninga! Þannig mætti segja þessa sögu áfram, því af nógu er að taka. Þetta verður þó látiö nægja að sinni. ÞÓTT aðalritstjóri Mbl. sé tvímælalaust eini ritstjóri i heimi, er birtir glæpa- og gleðisögur við hlið forystu- greina sinna, þykist hann þess vel umkominn að gagn- rýna önnur blöð, ef þau birta eitthvað af svipuðu efni. Það efni, sem hann skipar í önd- vegi við hlið forustugreina sinna, er óhæft og óbirtandi, ef það kemur í einhverju öðru blaði. Hér kemur vel í Ijós hið algera fariseaeðli mannsins. Þetta fariseaeðli hans hef- ur þó aldrei birzt jafn nakið, ásamt hinu gula siðferði hans, og seinustu dagana, þegar hann er að reyna að snúa út úr grein, sem hefur birzt hér í blaðinu, og bygg- ir síöan blákalt á þeim útúr- snúningum þá staðhæfingu, að „Tíminn hafi tekið að sér umboðsmennskir hvítrar þrælasölu hér á landi‘ og „brezkir hyggist brátt hefja nýja tegund landhelgisveiöa meö aðstoö Timans.“ ÞAÐ þarf vissulega gult siðferði á hæsta stigi til þess að fara með staðhæfingar eins og bessar, og þó þarf enn blygðunarlausari fariseahátt til þess, þegar þessi maður kemur fram eins og einhver verndarengill íslenzkra kvenna, — maðurinn, sem meira en nokkur annar ís- lendingur fyrr og siðar hefur reynt að viðhalda óeðh'legum kynnum íslenzkra stúlkna og erlendra manna. Hatur hans á dr. Kristni Guðmundssyni ber þess glöggt vitni, að hann hefir enn ekki gleymt þeirri stund, þegar hann var neyddur til aö fallast á þær hömlur á ferðum amerískra hermanna, sem hafa komið í veg fyrir, að Reykjavík yrði það spillingarbæli, sem hún var á góðum vegi með aö verða undir stjórn hans sem utanríkisráðherra. Maður með slíka íortið ætti að kjósa sér allt annað frek- ar en að gerast siðameistari. Hann er hins vegar á alveg rétti’i hillu, þegar hann er að velja morð- og gleðisögur, sem uppbætur á forustugrein ar sínar. TÍMINN, fimmtudaginn 9. april 195f r Adeilurit, sem vekur mikla athygli: Ljóti Ameríkumaðurinn* er nú önnur mesta metsölubók í Bandarikjunum Bandaríski bókaklúbburinn „Book of the month club" valdi bókina „The Ugly American" ÍLjóti Ameríku- maðurinn), sem bók mánað- arins nú fyrir eigi alllöngu. Höfundar bókarinnar eru þeir William J. Lederer og Eugene Burdick, fyrrum starfsmenn bandarísku utan- ríkisþjónustunnar. Gagnrýni þeirra á stefnu Bandarikjanna gagnvart van- þróuðgm löndum hefir vakið geysi almennar og ákafar umræður vestan hafs. Þeir staðhæfa, að fulltrúar Banda ríkjanna erlendis fremji slík afglöp og séu svo lítt störf- um sínum vaxnir, að svo geti farið, að hin frjálsu lönd Asíu lendi í greipum komm- únismans í næstu framtíð. Er þeim milljörðum dollara, sem bandaríska- stjórnin ver til að afla sér viria, ,og stöðva kommún- ismann i 'hinuni vanþróuðu lönd- um, algjörlega á iglæ kastað? Er það rétt, að þeir séu notaðir af röngum aðilum og á rangan hátt? — Við trúum ekki á atómstyrj- öld, segir William J. Lsderer og Eugene Burdick, höfundar bókar innar „Ljóti Ameríkumaðurinn' — en við trúum, að' unnt sé að glata frelsinu hægt ng sígandi í smá- skömmtum. Það er um þessi atriði, sem þeir Lederer og Burdick ræða í „Ljóta Ameríkumanninum“. Gagn rýni þeirra hefur vakið reiði opin berra embættismanna, cn felmtur meðal almennings. 'Samkvæmt síð ustu bókaskrá ,,New York Times“ er „Ljóti Amer'íkumaðurin.n'" í 2. sæti metsölubók i Bandai ikjunum. í fyrsta sæti er „Dr. Zivago“. „Ljóti Amerikumaðurinn" hefur verið neðanmálssaga í „Sadurday Evening Post“, sem gefið er út í ■milljónaupplagi, og hefur sagan gefið hinum óbreytta, bandaríska borgara tilefni til alvarlegrar í- hugunar. Viðbrögð ba ad-arísku blaðanna bera þess vott, að 'bókin hefur sett kuldahroll í ýmsa, athugula Banda ríkjamenn, og hún 'hefur sannfært þá um, að Bandaríkin verða að breyta stefnu sinni, ef hin van- þróuðu lönd Asíu og Afríku eiga ekki að kornast undir kommúnist- íska stjórn. Það er ekki seinna vænna, að Bandarikjamenn taki að líta á þjóðir Asíu og Aíriku sem jafningja, og það er kominn tími til, að þeir fari að verja doll urum sínum til skynsamlegra hluta. Hvert orð er saff! „Ljóti Am.erijcumaðurinn“ fjall- ar um bandariska „diplomata“, hernaðarráðgjafa og sérfræðinga í suðaustur-Asíu. í eftirmála bókar- innar, þar sem Lederer og Burdick gera grein fyrir sjónarmiðum sín um, segir, að -ekkert í sögunni sé skaldað. Hvert orð er satt. í „Ljóta Ameríkumanninum1' seg ir frá því, er Sovétríkin fengu heið urinn af hrisgrjónasendingu frá Bandaríkjimum til ihungurssvæðis, vegna þess, að kommúnistar bættu orðunum „Gjöf frá Rú>slandi“ á hrísgrjónasekkina. Bandarísku embættismennimir, sem úthlut- uðu hrísgrjónum kkildu ekki mál hinna innfæddu, og gátu því ekki lesið hvað stóð á sekkjunum. Lederer og Burdick segja, að þessi atburður hafi átt sér stað fyrir skömmu. En Rússar .ná ekki aðeins fót- festu með hjálp bragða. Áhrif þeirra aukast einnig, vegna þess að sendimenn Bandarikjanna skort ir skilning á ihlutverki sínu. Sem ' síendur er hálf önnur imilljón, Bókin er mjög hörð ádeila á fulltráa bandarísku utanríkisþjónustuniiar i hin- um vanþróuðu löndum Ásíu bandarLkra diplomata, hermanna, ráðgjafa, sérfræðirga og fyr'r- greiðslu- o g upplýsingastanfs-. manna búsettir utan Bandarikj- anna. i Þeir skilja ekki hina innfæddu j Gagnrýni þe:rra Lederer og Burdock felast í þessum meginat riðum: 1. Send'herrar Bandaríkjanna eni oft úínefndir vegn.a þess að beir eru auðugir og hafa pólitísk áhrif. Sendiherrar Bandaríkjanna í Frakklandi, Xtalíu, Þýzkalandi, Belgiu, Noregi, Hollandi og Tyrk- iandi skilia ekki tungu viðkomandi þjóðir. Af hinum 9 sendiherr- um í Arabalöndunum sk'lja uð- eins -tvelr arabí ku. í Japan, Kór- eu, Burma. Thailandi, Viet-nam og Indónesíu skilur eng'.nn ssndi herranna málið. 1 hinum komm- únistiska hluta he:ms er það að- eins isendiherrann í Mo -kvu, sem skilur málið, sem talað er í landinu. 9 af hverjum 10 rúss neskum sendjherrum tala, lesa cg ski’ifa aftur á móti málið, sem talað er í landinu, sem þeir dvelj ast í. f Indónesíu og Ceylon hafa mik- ilvægai', póliti• kar byltingar favið ■algjörlega fra.m hiá Bandaríkja- mönnum, vegna þess að þeir gátu aðeins igert sig skiljanlega gegn- um túlk. í Indukína blekk.tu Frakk ar þá a.f því að þeir skildu aðeins frönsku. Dulles utanríkis'iráðherra hefur sagt, að túlkar séu engin bragarbót á vankunnáttu í málum. Er.gu að siður ski'Iur helmirgur bandar- ískra embæt’ti.manna í útlöndum aðeins ensku. 2. Sendimenn Bandaríkjanna ■halda sig í stórborgunu.n. í>eir umgangast hver annan í „kckteil- boðum“ og vila lítið sem ekke.vt um tilfinningar cg skoðanir hins ó- brey.tta manns. Þeir búa í lúxus- íbúðum flestir hverjir cg fyrivlíla allan annan mat en þann, sem fluttur er inn frá Bandavíkjunum, og aka ium í „doilargríni", sem þeir hafa tekið með sér að heiman. Lifnaðarhættir Bandaríkjamanna vékj.a andúð hinna erlendu manna. 3. Styrkþega.r verða að 'kunna ensku til þess að fá ná.nsstyrki í Bandaríkjunum. Þetta hefur þær -afleiðingar. að flestir styrkþegarn i*r ikorna frá velstæðum fjöl, kyld um i 'boxigum. En meirihluti fólks í Asíu 'lifir af landbúuaði. Kínverj- um verður ekki sapia skyssan á og þeir ná hetri árangri. 30.000 ung- •lingar frá Indónesíu, Burma, Thai- landi og Camhodiu geta ár hvert f'erðast til Kina til náms. Margir þe rra núa he:m, sem eidiegir fylg ismenn hins kommúnistíska kerf- is. 4. Bandarikjamenn gera sig grá hærða með þenkingum um. hver muni verða næsti leikur i ref- skák komnuinista. Meðan á stríð n-u . tóð í Indókina var samt .:em áð ur ekki unnt að finna einn ein- asta bandari-ka.n hernaðarrað- gjafa, sem hefði l-esið „Úrvals- verk Mao Tse-tungs“ (ens:k út- gáfa), þar s-em he.rs'tjórn og> her brcgð kommún: ta, eru skiigreind. Um alla ruðaustur Asíu íhafa 'kommúnistar fylgt leiðheiniiigum Mao Tse-tungs og crrustan '• um Dien BLen Pbu var ejnvkönar prófmál á þær lei&bein-ingar.. 5. Þegar bandaríska utanríkis- þjónu tan ræður starfsfólk er kgð áherzla á laun, lífskjör, auka- takjur cg skemintanir. En ekkert er m.nnzt á starfið. í emum toækl- i.iga 'utanríkisráðuneytisins sjást mýndir af B3ndaríkjamöu.num við innkaup á mörfcuðum Isfahan. „Nýliðaprcgramm" utanrík-iráðu- neytisins kallav til meðalmennsk- unnar, en fælir marga duglega og veigefna Bandríkj.menn frá. 'Þar fin.nst ekkert yfirlit um það, hve margir af bezt.u diplomölum Bandaríkjanna h-afa vaðið villu og reyk og rekið hausinn í húsvegg inn — en George Kcnnan — fyrr verandi sendihe.rra Bandaríkjanna í Moskvu (dró sig í hlé) — er einn þeirra. 6. Hinir tæknilegu ráðgjafar Bandaríkjanna. fást aðailega við gerð flóðgarða, akvega, áveitna og aðrar stórframkvæmdir. Bauda- ríkin verja milljörðum dollara til vopnasendinga tii h.nna- • vanþró- uðu ianda, en það eru vopn, sem aldrei gætu urmið nokkurt strið. Það eru aðeins hinir innfæddu stjórnmálamenn sem hafa ánægju af risaframkvæmdunum, því að þær skapa þeim vir'ðingu og álit. E:i það er mun meiri þcrf fyrir þróun í alifugla-, svína- og íræ rækt, fiskveiðum, .niðurouðu á matvöru og endurbætt skipulag (Framhald á 8. síðu). ........ ......................... ■ SkiIyrSi Gísla Tíminn hefir frétt frá góð'um heimildum að Sjálf- stæðisfiokkurinn hafi bcðið Gísla Jónsson að vera í fram boði í Barðastrandarsýshi, þar sem Ari sýslumaður þykir ekki heppilegur í framboð. Nú nýlega man Gísli hafa gefið kost -á þessu með þremur skilyrð- um: 1. að verða formaður fjár veitinganefndar. 2. að verða forseti sam- cinaðs þings og 3. að verða efstur á lisía Sjálfstæðisfíokksins í hinu væntanlega Vestfjarðakjöf- dæmi. Barðstrendingi, sehi heyrði þetta, varð þá að orði: Sjötugan manninn nú sendir á kreik ;i Sjálfstæðisftokkur, því miður. |: Og hann á að framkvæma ljótan leik: að leggja kjördæmið niður. , ,•,n.. ■ i> -v'i't>,,,/3

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.