Tíminn - 09.04.1959, Qupperneq 7
F1 MI N N, fimmtudaginn 9. apríl 1959.
2
„Maður getur átt á hættu að mæta
10 löndum á sömu klukkustundinni"
Sennilega hafa lesendur
Tímans veitt því athygli, að
undir fréttum þeim, sem
birfast í blaðinu frá Dan-
mörku, stendur stutt og lag-
gott nafnið „Aðils". Hér er
um að ræða fréftaritara
Tímans í Kaupmannahöfn,
fuilu nafni Geir Aðils, en
hann hefir starfað ötullega
að fréttamennsku fyrir blað-
ið nú í nokkur ár. Blaða-
menn frá Tímanum litu inn
til Geirs laugardaginn fyrir
páska, og ræddu lítið eitt
við hann um starf hans og
fieira.
Geir hefir um skeið rekið fyrir
tækið Islands—Export í Kaup-
mannffihöfn, jafnhliða frétta-
jnennskunni, og er skrifstofa hans
til húsa í Mikkels Bryggersgade
2. rétt við Ráðhústorgið, eins og
niörgum íslendingum, sem til
hans faafa leitað ýmissa erinda
fyrr og síðar, er kunnugt.
35 ár í Kaupmannahöfn
,.Þau munu nú vera orðin 35
. irin setn ég hefi dvalizt hér í
Kaupmannahöfn, segir Geir okk-
xir. — Ég er fæddur og uppalinn
í Reykjavík, og eftir nám í
M enntaskóianum hélt ég síðan út
að litast um í heiminum. Ég nam
húsagerðarlist í nokkur ár við
Kunstakademiet hér í Höfn, og
dvaldist liér því nær samfellt allt
til slríðsloka. 1945 kom ég aftur
heirn, og gaf þá meðal annars út
handbókina Hvar, - hver, hvað
ásanft Vilhjálmi S. Vilhjálmssyni
xithöfundi. Bókin kom út í 3 ár
samfellt og gekk vel, en síðan
xirðum við að hætta við frekari
xitgáfu á henni vegna pappírsleys-
ás, sem á þessum tíma stóð allri
hókaútgáfu fyrir þrifum, eins og
kunnugt er.
Ám árunum 1945—’49 var ég
eiginlega með annan fótinn heima,
hafði ximboð fyrir mörg dönsk
þókaforlög og var raunar fyrsti
maðurinn sem kom með danskar
bækur heim eftir stríð, en þá geis-
aði hér pappírsskoríur, líkt og
heima, og gekk jafnvel svo langt
að bækur voru skammtaðar hér í
Danmörku.
Starfað fyrir Tímann
— Iívenær tókstu fyrst til við ’
að senda fréttir héðan heim til
Íslands?
— Ég man ekki nákvæmlega
hvaða ár það var, en á sínum
tíma var ég fréttaritari ríkisút-
varpsins hér í samfleytt þrjú ár
en þá varð ég að leggja það
starf á hilluna vegna veikinda.
Það num hins vegar hafa verið
um jólaleytið 1955, að Haukur.
heitinn Snorrason, ritstjóri Tím-'
,ans, kom að máli við mig, og
jniiti mig eftir því hvort ég vildi
ekki taka að mér að gerast frétta
xtari Tímans hér í Höfn. Ég tók
vel í þessa málaleitun og mun
hafa sent fyrstu fréttirnar heinx
i febrúarbyrjun 1956, um þær
niundir er Tíminn var stækkaður.
Ég man að fyrstu fréttirnar fjöll
xiðu um útvarpsstöð eina, sem
Danir hugðust koma upp í Græn-
landi. Þetta var nokkuð góð frétt,
stöðin átti að heyrast um allar
þyggðir Grænlands, svo og til ís-
lands og kosta nálega 5 milljónir
danskra króna. Önnur fréttin fjall
aði um að Norræna félagið í Fær
eyjunx hefði ákveðið að hefja
baráltu fyrir því að Færeyjar
fengju aðild að Norðurlandaráð-
iriu. Það má minnast á það í þessu
sambandi, að Færeyjar og Græn-
land hafa einmitt oft og tíðum
verið favað bezta frétfaefnið, sem
ég hefi náð í hér.
„Frá borginni við sundið"
Lesendur Tímans kannast við
greinarnar „Frá borginni við
Spjaliað vi(S Geir AtJils, fréttaritara Tímans
í Kaupmannahöfn um íslendinga þar o. fl.
GEIR AÐILS — (Ljósm.: Tíminn J.H.M.)
sundið“, sem birtast oft í blaðinu,
og við biðjum Geir að segja lítið
eitt unx þá hlið fréttamennsku
hans.
— Þessar greinar eru eiginlega
fréttapistlar, sein ég sendi heim.
Þær fjalla um állt milli himins
og jarðar, dægurmól hér í Kaup-
mannahöfn, fundi stúdenta og
fleira þess háttar. Ég hefi rekið
mig á að fólk heima hefir gaman
af því að fylgjast rneð því sem
hér gerist frá degi til dags.
Margir hafa dvalið hér langdvöl-
unx eða eiga hér skyldmenni, og
hafa því gaman af því að fylgjast
með hlutunum.
— llvernig eru Danir viður-
eignar, þegar þú þarft að leita
til þeirra vegna frétta?
— Þeir eru mjög liprir og greið
viknir. Ég er hér í félagi erlendra
blaðanxanna, og var í stjórn þess
umi eins árs skeið. Félagið er
meðlimur danskra blaðamanna-
samtaka, og sku-teini frá því veita
mönnum talsverð réttindi. Ef
eitthvað sérstakt er á ferðinni,
senx ég álít þess virði að skrifa
um, t.d. leiklnis eða listsýningar,
fer ég beint til leikhússtjórans
eða hlutaðeigandi ráðámanns, og
fæ fréttirnar strax.
i
Um Islendinga í Höfn
— Annars' vil ég skjóta því hér
inn, segir Geir, að mér hefir lík-
að sérle^a vul að vinna fyxir
Tímann hér. Fréttamennskan er
auðvitað aukastarf og ég á það
að mestu eiginkonu minni, Else,
að þakka, að cg gel lagt svo
niikla stund á þetta. En hún
hjálpar nxér með skrifstofustörf-
in.
— Hvað er að segja um ís-
lendinga hér í Kaupmannahöfn?
— Ja, eins og ’ allir vita, er
Höfn mesta ,,íslendingaborg“ í
heimi. Maður getur átt á faættu
að mæta 10 löndum á sanxa
klukkutímanum, ef gengið er um
miðbæinn og ég held ég nxegi
segja að íslendingar venji komur
sinar stöðugt meira hingað. Ef
menn fara til Evrópúlandanna,
koma þeir oftast við hér í annarri
hvorri leiðinni. Margir leggja
leið sína hingað á. skrifstofuna til
mín, til þess að íá aðstoð varð-
andi innkaup og vöruval og ég
reyni að aðstoða þetta iolk eftir
föngum.
Fjör í Stúdentafélaginu
— Félagslíf íslendinga hér í
Höfn hefir jafnan verið mikið,
leldur Geir áfram. — Stundum
Jr rnikið fiör í íslendingaféiaginu,
?n deyfð í Stúdentaféíaginu og
ifugt eins og gengur. Annars
íefir mikið verið unx að vera í
itúdentafélaginu um alllangt
keið. Margir nxerkir íslendingar
íafa iagt ieið sína á fundi hjá
félaginu, svo sem Kiljan, Þótr-
bergur Þórðarson o. fl., að ó-
gíeymdum Jóni Heigasyni, eins
og nxenn hafa lesið um í frétt-
um. Stefán Jóhann Stefánsson
sendiherra hefir og komið á þessa
"—Ji og stundum tckið þar til
máls. _
Listamenn í Höfn
— Eitt af því, sem ég hefi
fylgzt vel nxeð, eru heimsóknir
ísienzkra listamanna himiað, segir
Geir og dregur um leið fram
Exlra Bladet frá deginum, og sýn
(Framhald a 8. síðu).
siotur bók um ísland gefin út í Danmörku
Fyrir nokkrum árum var hér á
ferð danskur rithöfundur Knud
1-Iansen að nafni. Dvaldi hann hér
um sunxartíma og ferðaðist mikið
um landið. Fyrir nokkru kom út
í Danmörku lítil, en einkar snot-
ur bók um ísland eftir þennan
gest og er mikill hiýhugur til
lands og þjóðar á blöðum þessar-
ar bókar.
Bókin er gefin út í Óðinsvéum
á Fjóni, en þar er höfundurinn
búsettur á ævintýraslóðum Hans
C. Andersens. Bókina nefnir liann
,.Den rygende vig“. Segir þar frá
ferðalögum höfundar víðs vegar
um ísland, en hann kannaði
landið víða og skoðaði landið með
augunx gestsins og gleymír hvergi
vinsemdinni, eins og óður er
sagt. Hann bvrjar ferðasöguna
með frásögn aí Flugferð til ís-
lands. Bregður s'iðan upp svip-
myndum frá Revkjavík. lýsir fólk-
inu. sem á vegi hans verður, hygg
ingarstíl höfuðborgaiúnnar og
mörgu fleiru. Leið hans liggur
austur á land og hann kynnist
Paradísarlundum Hallormsstaða-
skógar, þó að ekkert bendi til
þess að hann hafi þar noíið unaðs-
semda Pai’adísar, enda beykiskóg-
ar Danagrunda honum bernsku-
kærir.
Bókarhöfundur lýsir enn fremur
flugferð til Vestfjarða, þar sem
honum þykir náttúrutöfrar hrika-
legir og heillandi. Hann skoðar
hvalvciðar og lýkur bókinni með
Teikning eftir Knud Hansen frá Vestmannaeyjum.
skemmtilegri lýsingu á Vest- mælis'. í bókinni eru nxargar bráð-
inannaeyjum. skemmtilegar teikningar, sem höf-
íslandi er oft borin misjöfn saga undur hefir sjálfur gert.
af útlendingum og er því vert að
geta þess, sem gert er þannig, að Hér í Reykjavík fæst þessi bók
land og þjóð er látið njóta sann- I Bókabúð Braga Brynjólfssonar.
Á víðavangi
Hættumerkið
í Víðavangspistlum Tínians í
íyrradag var nokkuð nxinnzt á
þá ,,afreka“-skrá ílialdsins, scm
Ólafur Thors, af þjóðkunnri hóg-
værð sinni og lítillæti, birti þegn
um sínum á landsfundi Sjálfstæu
isnxanna á dögunum. Hér konia
nokkur fleiri sýnishorn af hinni
samvizkusamlegu og hlutlausu
fræðslu, sem fram fór á þessum
pólitíska kabaretti.
Ólafur segir: „— flokkurinn,
sem á faldi frclsisöldunnar ný-
skapaði allt atvinnulíf þjóðarinn-
ar-----“. Ilér mun átt við „ný-
sköpunarstjórnina“, Sem af ýms-
um var raunar nefnd ósköpunar-
stjórn og ekki út í hláinn. Um
hana hefir verið fremur hljótt á
síðari árum, enda mun flestum
farið að skiljast, nema Ólafi, aö
þetta afkvæmi hans var að ýhisu
leyti einhver hin mesta vánd-
ræðastjórn, senx verið hefir viff
völd á landi hér síðan íslending-
ar fóru að eiga með sig sjálfir.
Aldrei hefir nokkurt fyrirtæki,
sem ldaupið hefir af stokkunum
á Islandi, verið auglýst méð öðru
eins skrurni og fyrirgangi og
þessi ólánsstjórn ihaldsins og
kommúnista. Var helzt svo að*
skilja, að hingað væru stigip nið-
ur á hólmann einhvers konar
himnesk ináttarvöld, sem búa
myndu íslendingum Paradísar-
sælu um alla framtíð. Stjórn
þessi hafði óhemju fjármuni
handa á milli. Inneignir þjóðar-
innar erlendis námu mörgum
milljónahundruðum, er hún tók
við. Allar framleiðsluvörur . okk-
ar seldust á stríðsverði iiieðau
hún sat. En ekkert lirökk til
Þegar hún veltisl úr valdastólun
um, var allt etið upp og mikill
hluti þessara gífurlegu fjárniuna
hafði liorfið í hreina og bcina
eyðslu og sukk. Dýrtíðin hafði
magnazt um allan helming. Flest-
ir þeir erfiðleikar, sem íslenzka
þjóðin á við að etja í dag,' eiga
rætur sínar að rekja til þessarar
stjórnar Ólafs. Gildi hennar cr
áðeins fólgið í því að vera hættu-
merki á viðsjálum vegi þjóðmála
starfseminnar. Hún er æpandi
aðvörun urn það, hver háski er
búinn þjoðinni allri, þegar
skammsýnt og eigingjarnt íhalds-
lið og ofstækisfullir Moskvu-
pótentátar taka höndum saman
og ná lyklavöldunum að stjórnar
ráðinu.
Skrum eða veruleiki
Þá kenuir þessi klausa: ., ---
flokkurinn, sem mestan þáttinu
átti í hinum nýja íslenzka iðnaði,
allri uppbyggingu fiski- og katip-
skipaflotans og flugfIotans • ■— “.
Ójá, ekki verður nú sagt, að
sinátt sé smjörið skamintað. Eng
inn veit til þess að íhaldið hafi
liaft öðrum fremur forgöngu urn
nokkurn iðnað í þessu landi
nema ef vera skyldi það, sem
kallað er rógsiðja. Það hnoðaðist
gegn framkvæindum í raforku-
málum á meðan það þorði og gat.
í Sogsvirkjunina fékkst í upphafi
ekki ráðizt fyrr en þess eiginn
flokksmaður hótaði að svipta
það meirililutaaðstöðu í bæjar-
stjórn Reykjavíkur. Sementsverk-
smiðjan og Sogsvirkjunin nýja
voru strandaðar vegna ljárskorts,
þegar því var steypt úr ráðherra-
stólunum sumarið 1956. Og þeg-
ar það óttaðist að öðrum tækist
að levsa þau aðkallandi verkefni,
sem manndómi þess og vilja
reyndist ofvaxið, þá gerði þaö
allt, sem í þess valdi stóð, til áð
spilla fyrir því. Skirrðist jafnvel
ekki við að breiða út á erlendum
vettvangi óhróðurs- og lygasögui
um samlanda sína og mun það
drengskaparleysi lengi uppi.
Fljótfærni Ólafs hefir lengi
verið viðbrugðið og fcr ekki
þverrandi, sesn á því má marka,
að hann skuli minnast á fiskiskip.
Sjálfur átti liann að heita sjávar-
útvegsmálaráðherra á árununi
1950—1956. Hvað leið þá upp
byggingu fiskiskipaflotans? Hvar
eru skipin, sem Ólafur stöð fyrii
Framhald á 11. síðu.