Tíminn - 12.04.1959, Blaðsíða 6
6
T f M I N N, sunnudaginn 12. apríl 1959.
Útgefandi : FRAMSÓKNARFLOKKURINN
Eitstjóri: Þórarinn Þórarinsson.
Skrifstoíur í Edduhúsinu við Lindargötu
Símar: 18 300, 18 301, 18 302, 18 303, 18 304.
(skrifstofur, ritstjórnin og blaðamenn)
Auglýsingasími 19 523. - Afgreiðslan 12323
Prentsm. Edda hf. Sími eftir kl. 18: 13948
Samsærið gegn landsbyggðinni
og lýðræðinu
ÞA loks hefur það endan-
lega tekizt, samsæriö, sem
SjálfstæSisfiokkurinn hefur
verið aö undirbúa gegn lands
byggöinni síöan í desember í
vetur, þegar hann óskaði eft
ir viðræöum við Alþýöu-
bandalagiö og Alþýðuflokk-
inn um breytingar á
kjördæmaskipuninni. Síðan
hefur staðið yfir látlaust
samningamakk milli hans og
þessara flokka og er því nú
lokið meö því, aö þeir hafa
fallizt á svo aö segja óbreytt
ar þær tillögur, er Sjálfstæö
isflokkurinn lagði upphaf-
iega fyrir þá.
ENGUM er það betur kunn
ugt en forkólfum Sjálfstæð-
isflokksins að hér er stórlega
verið að veikja völd lands-
byggðarinnar. Sjálfur hefur
Bjarni Benediktsson lýst því
rækilega, hve einmennings-
kjördæmin tryggi miklu bet
ur vöid og áhrif kjósenda en
stór kjördæmi. Sjálfur hefur
Óiafur Thors lýst yfir því í
nafni Sjálfstæðisflokksins, að
aldrei skyldi flokkurinn fall-
ast á fá og stór kjör-
dæmi vegna þeirra ann-
marka, sem því fylgdu fyrir
landsbyggðina.
í seinustu þingkosningum
kom ekki annað fram en að
sú stefna flokksins væri ó-
breytt. Forkólfar Sjálfstæð-
isflokksins fara því fullkom-
legu aftan að kjósendum sín-
um, þegar þeir bera fram til-
lögur nú umafnám allra núv.
kjördæma, nema Reykjavík-
ur.
ALLT hefur þetta mál á
sér einkenni samsærisins.
Það er ekki aðeins, að Sjálf-
stæðisfl. fari aftan að
kjósendum sínum. Viðræður
hans við Alþýðuflokkinn og
Alþýðubandalagið áttu að
vera fullkomlega leynilegar.
Hann lét ekkert uppi um
hina „nýju stefnu“ sína opin
berlega fyrr en Tíminn hafði
sagt frá henni í einstökum at
riðum. Kjósendur myndu
vafalítið nú fyrst frétta um
þessar tillögur, ef Tíminn
hefði ekki sagt frá þeim. Öll
var áætlun Sj álfstæðisflokks
ins miðuð við það, að kjós-
endur fengju sem allra
minnst ráðrúm til að átta sig
á því, hvað raunverulega
væri að gerast.
Af þeim ástæðum hamra
nú blöð Sjálfstæðisflokksins
mjög á því, að þaö sé alger-
lega fjarri öllu lagi, að næstu
kosningar snúist um kjör-
dæmamálið eitt!
ÞAÐ er ekki aðeins lands-
byggðin, er bíður hnekki við
þá fyrirætlun, sem hér er
undirbúin, ef hún nær fram
að ganga. Það er ekki síður
sj álft lýðræðisskipulagið.
Auknar hlutfallskosningar
leiða til óeðlilega mikils
flokksvalds og flokkafjölg-
unar. Við hvort tveggja veik-
ist lýðræðið. Fyrir þessu eru
fjölmargar sannanir. Stuðn-
ingur kommúnista við þess
ar fyrirætlanir er því eðli-
legur. Trúleysi Alþýðuflokks
ins á málstaö sinn er hins-
vegar svo mikill, að hann
hugar sér ekki líf, nema
kosningaskipaninni sé breytt
í það horf, aö hún tryggi til-
veru smáflokkanna.
Samsærið, sem nú er ver-
ið að gera, byggist þannig á
þremur meginástæðum:
Valdabrölti Sjálfstæðisflokks
ins, niðurrifsstefnu kommún
ista og trúleysi Alþýðu-
flokksins á sjálfan sig.
Þaö er engin réttlæting á
þessu máli að þurft hafi að
rétta hlut þéttbýlisins. Það
var auðvelt að gera án þess
að afnema öll núv. kjördæmi
önnur en Reykjavík.
SAMSÆRI þessara þriggja
flokka er nú orðið augljóst og
opinbert. Vafalaust verður
það staðfest af þingmeiri-
hlutanum innan fárra daga.
Það þýðir hins vegar eng-
an veginn það, að það hafi
öðlazt lagagildi. Slíka breyt-
ingu þarf að samþykkja á
tveimur þingum með kosn-
ingum á milli. Kjósendur
hafa enn seinasta orðið.
Þeir hafa enn tækifæri til
að rétta hlut landsbyggð-
arinnar og lýððræðisskipu-
lagsins. Það geta þeir gert í
kosningunum í sumar.
Samsærisflokkarnir óttast
bersýnilega þetta vald kjós-
endanna. Þess vegna teflir
Mbl. nú fram gulum sögum
í stað rökræðna.
ÍSLENZIR kjósendur hafa
áður hrundið fyrirætlunum
valdamanna, er höfðu rikis-
stjórn og meirihluta Alþing-
is að valdi sér. Eftirminnileg
ast gerðu þeir það 1908, þeg
ar átti að innlima ísland end
anlega í Danmörku. Þá voru
það einmitt íbúar dreifbýl-
iskjördæmanna, er risu ein-
dregnast upp. Það er stað-
reynd, sem vert er að festa i
minni, að sennilegast hefði
innlimunartillögunum ekki
verið hrundiö 1908, ef þá
hefði gilt sú kjördæmaskip-
un, sem samsæristillögurnar
gera ráð fyrir. Hugsandi fólk
um land allt þarf nú að rísa
á fætur með engu minni
myndarbrag en 1908 og
reka samsærismennina af
höndum sér. Með því leggja
þeir fram mikilvægan skerf
til að tryggja framtíð lands-
byggðarinnar og lýðræðisins
og varðveizlu íslenzkrar
menningar og þjóðarsjálf-
stæðis.
Ábyrg stjórnarvöld hljóta hvarvetua
að reyna að bjarga afbrotamönmim
Starfsheitið sálfræðingur,
er fremur ungt og vísinda-
grein þeirra manna á marga
lund nýstárleg. Hérlendis
eru enn tiltölulega fáir, sem
lagt hafa stund á þau vís-
indi og þeim hafa óvíða ver-
ið ætlaðar sérstakar stöður
við opinberar stofnanir. En
almennur áhugi er ríkur
fyrir mörgum þeim málum,
sem sálfræðin fjallar um.
Þegar frú Karen Berntsen,
hinn danski sérfræðingur í
sálarfræði afbrotamarma
hélt fyrirlestur sinn í Há-
skólanum, sýndi það sig, að
óvenju margir komu til að
hlýða á mál hennar miðað
við það, sem almennt ger-
ist um fyrirlestra um sér-
fræðileg efni.
Fyrirlestur frú Berntsen um
sálfræðilega aðstoð við afbrota-
menn var mjög ljós og skipuleg
ur og hún benti á staðreyndir,
sem ótvírætt sanna gagnsemi
þess starfs. Að fyrirlestrinum iokn
um bað ég frú Berntsen um viðtal
því fleirum mun leika hugur á
að hlusta á fyrirlestra hennar.
Hafa 'sálfræðingar getað rakið
nokurt beint orsakasamhand á
milli gáfnastigs manna og glæpa
hneigðar?
Ekki er beinlmis hægt að segja
það,ð en t. d. treggáfaðir ungling
ar eru auðleiddari en aðrir. í nú-
tíma þjóðfélagi er revnt að koma
andlega vangefnu fólki á hæli,
þr sem séð er fyrir þörí'um þess.
Þeir, sem eru treggáfaðir, en ekki
taldis í þörf fyrir hælisvist, eiga
oft mjög erfitt með að bjarga sér
í þjóðfélaginu og eru þannig aS
vissu leyti verr staddir en þeir,
sem á hælunum eru. Er nú farið
að ræða nauðsyn þess að veita
slíku fólki aðstoð utan stofnana.
Treggáfað fólk kemst oftar í
kast við lögreglu en aðrir vegna
þess, að léttara er ,að hafa hend
ur i hári þess, og það kemur frek
ar upp um sig en þeir, sem bet-
ur eru gefnir. Emna erfiðast er
að hjálpa þeim, sem auk gáfna-
tregðu eiga við sálrænar truflanir
að stríða. Við þá er mjög erfitt
að koma nokkurri lækningu.
Skiptist afbrotafjöldi nokkuð eft
ir stéttum?
Áhrif misjafnra lífskjara eru
margbreytileg og margskonar til-
lit þarf að taka ef dæma á þar á
milli. Gerist ungli'ngur frá efna-
fjölskyldu 'brotlegur, þá er hann
síður tekinn strax frá fjölskjddu
sinni en barn fátæklings, þar sem
hinar ytri aðstæður gætu bent til
þess, að eins vel eða betur mætti
toúa að unglingnum heimafyrir en
á opinberri stofnun, þó sú verði
ekki alltaf raunin á. Á það ber
einnig að líta, að þeim, sem t.d.
alast upp í fátækrahverfum stór
horga eru að jafnaði kenndar aðr
ar siðareglur en .þeim, sem betitr
eru settir efnalega og það fylgir
því ekki sami mannorðshnekkir að
komast undir mannahendur í
borgarhverfi, þar sem einn eða
fleiri fjölskyldumeðlimir eru
kannski undir sömu sök seldir.
Þannig skapar ólík þjóðfélagsað-
staða mismunandi sterka hvatn
ingu til afbrota, þó að iþví sé
síður en svo farið, að allir, sem
í fátækrahverfum húa séu af-
brotamenn og aliir „betri borgar-
ar“ heiðarlegir!
Ilverjar eru helztu aðgeiðir til
að varna því að unglingar leiðist
til afbrota?
í Danmörku hafa afbrot ungl-
inga minnkað og í því eiga þátt
störf ýmissa stofnana. Kaupmanna
hafnarborg hefur í sinni þjónustu
sálfræðinga, sem starfa í skólun-
um. Þeir kynna sér andlegt ástand
þeirra bafna, sem að einhverju
leyti eru frábrugðin fjöldanum.
skip?. þeim í atrbekki, sé þcss
Frú Sigríður Thoríacíus rætíir viS Karen Bernt-
sen, séríræíSing í sálarfætSj afbotamanna
KAREN BERNTSEN
þörf, sjá um að þeir fái .sérstaKa
kennslu í einstökum greinum, ef
þau geta ekki fylgzt með, sem
getur stafað af ýmisskonar trufl
ur.um, án þess að um gáfnatregðu
sé að ræða. Ef börn -geta ekki
samræmst umhverfi sinu vegna al |
varlegra geðtruflana, þá eru þau
send til nokkurra mánaða dvalar;
í sérstökum stofnunum, sem eru
undir eftirliti kunnáttumanna. Þá
hefur starfsemi ýmiskonar tóm-
stundaheimila reynzt vel og
æskulýðsklúbbar lögregiunnar eru
starfandi í öllum verstu fátækra
hverfum Kaupmannahafnar. Starf
semi þeirra hefur gefizt svo vel,
að stundum er afbrotaunglingum
sleppt við refsingu gegn því, að
þeir lofi að sækja þessa iklúbba og j
þar er fylgzt með þeim. Hervernd :
hefur einnig verið aukin mjög
og starfa sálfræðingar á hennar
vegum.
Vii Jist yður misnotkun áfengis
orsök til afbrota?
Það má fullyrða, að áfengisnauln
er megin orsök afbrota yngri sem
eldri, þótt nokkuð sé sitt með
hverjum hætti. Unglingar fremja
of afbrol af því að þeir verða of
urölva í eitt s’kipti, en í hópi
þeirra afbrotamanna, sem komnir
eru vfir tvítugt, er oftar um raun
verulega ofdrykkjumenn að ræða.
Fyrir nokkrum árum var það t. d.
orðið verulegt vandamál í Kaiip-
mannahöfn hve unglingar, sem
kannski neyttu áfengis einu sinni,
réðust öft með barsmíði á sak
laust fólk. Voru svo .mikil brögð
að þessu, að í staðinn fyrir sektir,
var farið .að dæma þessa pilta í
3—4 mánaða fangelsi og virtist það
íhafa tilætluð áhrif, því að nú hef
ur þessi ófögnuður stórum minnk
að.
En það er annað vandamál í
Kaupmannahöfn, sem reynzt hefur
mjög erfitt. Það eru unglingarnir,
sem kynvillingar sækja3t eftir. Sá
liópur reyndist vera orðinn I-
s'kyggilega stór og voru í honum
drengir allt niður í 14—15 ,ára.
Þessi kynvillti „skækjulifnaður‘'‘
bíður m. a. þeirri hættu heim, að
jafnvel þó að drengir verði ekki
sjáifir ■ kynvillingar, þá eru þeir
komnir á lag með að fá mikla pen
inga hjá hinum eldri mönnum pg
.oft .byrja þeir líka að stela af
þeim. Þegar piltarnir eru komnir
yfir tvítugt, þiá hafa þeir ekki leng
ur aðdráttarafl fyrir kynvilling
ana, en þá eru þeir komnir í and
stöðu við þjóðfélagið og flæktir í
óheilbi'igt liferni, sem þeir e’kki
losna úr. Þetta er mikil hætta og
engir foreldrar ættu að !áta undir
höfuð leggjast að vara unga .syni
sína við þeirri hættu, « fylgt
getur félagsskap við ikynvillinga.
En livað en gert fyrir stúlkur,
sem lenda á viUigötum?
í Danmörku er aðeins ein lokuð
stofnun fyrir þær og þa.ngað eru
aðeins sendar stúlkur, sem reynast
mjög erfiðar viðfangs. Hinar eru
sendar á sérstaka húsmæðraskóia
og þar er reynt að kenna þeim
hagnýt störf. FJestar þessar stúlk
ur ná sér alveg á strik, ef þær fá
stuðning nógu fijótt. Þær giftast
flestar og verða ágætar hús.uæð
ur.
Þér nefnduð áðan skólasálfræð
ingana í Kaupmannahöfn. Er hlið
stæð aðstoð veitt í skólum utan
höfuðborgarinnax?
Já, í stærri ibæjum eru sálfræð
ingar fastráðnir til starfa við skól
ana og aðrir ferðast milli skóla í
sveitum. Búið er að skapa allgott
kerfi til að fyl.gjast með heilsu-
fari barna frá fyrstu tíð. Unglbai'na
•eftirlit lækna og hjúkrunankvénna
nær til fyrsta æviársins, síðan piga
foreldrar rétt á ókeypis .laíknis
skoðun fyrir böxnin tvisvar á ári,
þangað til þau ná Kkólaskyldualdri
og þá tekur skólalæknir við. All
miklar líkur eru því til þess, að
snemma sé tekið eftir því ef .barn
er ,afbrigðilegí. Kennarar gera sál
fræðingum aðvart, ef barn á erfitt
með að samlagast um'hverfinu í
skólamnn og foreldrar geta einnig
leitað beint til þeirra, þvi fyrir
kemur að vandkvæði í skaphöfn
barnsins birtist aðeins annaðhvort
í skóla eða á heimili.
í alvarlegustu tilfellum eru börn
send til athugunar á bamadeild
geðveikrasjLtkrahúss og einnig- hef
ur .geðvernd barna á •almennum
sjúkrahúsum verið aukin.
Er hægt að benda á nokkra skap
gcrðareiginlcika, sem Ifklegri eru
öðrum fremur til að vekja með
mönnum afbrotahneigð?
GlæpahneigS má bæði rékja til
orsaka í eðli manna og ytri að-
stæðna eða samtolands af hvoru
tveggja. Ennþá vitum við alltdf lít
ið um þau mál og menn verða að
þreifa sig áfram og læra meira."
En mér finnst að aldrei ætti . að
taka svo tií orða, að vonlaust só
um viðreisn nokkurs afbrotamanns
heldur segjas að menn vanti enn
vitneskju um hvaða ráöum 'þarf
(Framhald á 8. síðú).