Tíminn - 18.04.1959, Blaðsíða 3

Tíminn - 18.04.1959, Blaðsíða 3
riMIN N, laugafdaginn 18. apríl 1959. 3 Talið frá vinsfri: Sigurjón Jóhanneson, 6. X. — Sólveig Einarsdóttir, 6. A. — Þorbergur Þorbergsson, 6. Y. — Jakob Ármannsson, insp. scholae. fræði, eru ek'ki vandaðar, og okkur þykir e'kki ótrúlegt, að máladeildarmaður háfi valið vísuna: Sigurkarl elskar sínusa sýrur og mínusa kvaffratrót dregur af konum. Er glasa drýpur dögg djöflast í jitterbug atómin innan í honum. Fyrir söngelskt fólk, má geta þess að vísuna má hæg- lega syngja við lagið Frjálst er í fjallasal. Gunnsteini Gunn- arssyni, nemenda í 6. B, er þannig lýst: Hýsi ég einn mitt hugarvil lirundir engar þekki. Sumir hafa sex appíl en sumir hafa hann ekki. Kvenþjóðinni eru ekki vand aðar kveðjurnar, en við þorum ekki að 'áhyrgjast, að eftirfar andi vísa um Signýju Thorodd Framhald á 11. síðu. TaliS frá vinstri: Eiður Guðnason, 6. B. — Þórhallur Vilmundarson, íslenzkókennari, — Ingvar Brynjólfsson, yfirkennari — Einar Magnússon, yfirkennari. „Fauna“ menntskælinga í ár Skopsnyndir af kennurum og nemendum S. bekkj- ar vekja mikla kátínu á hverju vori GUNNAR NORLAND, enskukennari. Þessa dagana er mikið um að vera í Menntaskól- anum í Reykjavík, en senn líður að því, að 6. bekk- ur, eða „dimittendar11 haldi í upplestrarfrí, og er senni lega margur þegar kominn með prófskrekk og hugsar til þess, að ef til vill hefði betur mátt gera í vetur. Það hefur verið venja um all- langt áraíbil, að gefa ut á hverju vori bók með skopmynd um af kennurum og nemendum 6. bekkjar og ikennir þar oft margra grasa. Vísur eru látnar fylgja hverri mynd og eiga þær að einhverju leyti að tákna ým islegt i fari hlutaðeigandi kenn ara eða nemenda. Bókinni hef- ur verið gefið nafnið ,,Fauna“, og er teiknuð af nemendum i skólanum og er hér að sjálf- sögðu um saklaust ,',grín“ að ræða. „Spraðurbássinn" Fauna kemur út i dag, fjöl breytt að vanda, og eru i henni 121 mynd áf kennurum og nemendum. Að þessu sinni er hún teiknuð af þeim Sigur- jóni Jóhannssyni og Birgi Bragasyni, sem háðlr eru nem endur í 6. bekk. Okkur hér á 3. síðunni datt i hug, að ekki væri úr vegi að kynna Faunu lítillega fyrir lesendum Tím- ans, bæði myndir og vísur. Um Valdimar Örnólfsson, ífþróttakennara, sem landslýð er kunnur af hinni frægu og umtöluðu morgunleikfimi út- varpsins, lesum við eftinfar- andi: Ef aff hann sér unga snót allur meiri verffur. Spraffurbassi og sportidjót spámannleiga gerffur. Kveðjurnar til Sigurkarls Stefánssonar, yfirkennara, sem ikennir stærðfræði 6g stjörnu Enn eitt skilnaðarmálið til innræðu Vie Dantone hugSist hindra fyrrv. konu sína í í aS fara meS son þeirra úr landi Perry er lílilí, dökkhærð- ur snáði, þriggja ára gam- a11 og er nú aðaipersónan í Hollywood skilnaðarmáli. Hér er um að ræða söngv- arann Vic Damnione og leik- konuna Pier Angeli, en þau eru bæði af ítölskum ætt- un^ Málið hófst í skilnaðarrétti í Hollywood í desenrher síðast liðn- um, þar sem hjónin Angeli-Dam- one d'engu skilnaö. Angeli var dæindur rétturinn til barns þeirra. Perry, en hann fékk rétt til þess að heimsækja barnið. Mikil leynd ! Síðast ljðinn mánudag bárust Vic Damone þau tíðindi, að fyrr- verandi eiginkona hans hefði í hyggju að halda til Evrópu og taka Perry litla með. Hann brá þá við snarlega og fékk réttinn til þess að úrskurða að Pier Angeli mætti ekki fara með barnið út | út fyrir Kaliforníufylki. og var ! þetta útkljáð á föstudag. En þá | vildi bara svo illa til að sama dag lagði Pier með Perrv af stað í ferðalagið til Evrópu með mik- iíli leynd, og flaug til Kaupmanna hafnar. I „Skil ekki Vic" I Við koinuna til Kaupmanna- hafnar nú í vikunni sagði Pier Angeli að hún skildi bókstaflega ekkert i því, hvernig Vic Damone hagaði sér í þessu máli. ,,Til þessa hefir hann ekki haft svo ýkja rnikinn áhuga á drengnum. Þess- |ar aðgerðir hans hljóta því að : vera til þess gerðar að ná sér niðri á mér. Hann veit að Perry j' litli er mér allt.“ 1 Mæðginin héldu síðan til gisti- húss eins í Kaupmannahöi'n, og dvöldust þar skamma hríð áður en lagt var af stað til London, en þangað er ferðinni heitið, fyrst í áitað, að minnsta kosti. „Mikið áfall" Pier Angeli sagði við blaða- menn, að það hefði verið henni mifeið áfall, er henni bárust tíð- Framhald á 11. síðu. Eftirhermusöngvarinn Bob Vincent væntan- legur hingað um mánaðamótin Um næstu mánaðamót er von á þekktum eftirhermu- söngvara hingað til lands, Kanadamanninum Bob Vin- cent. Hann hermir eftir ýms um kunnum dægurlagasöngv urum, og hefir fengið viður- nefnið „Maðurinn með þúsund raddirnar". | Bob • Vincent kemur hingað frá 1 London, þar sem hann hefur i skemmt um hríð, og komið meðal ' annars fram í sjón- og útvarpi. Hann hefur ferðast víða um Evrópu, verið meðal annars lengi í Þýzkalandi og fengið ágæta dóma þar fyrir söng sinn. Út á land? Bob Vincent mun dvelja hér- lendis í 5 daga'eða svo, og halda söngskemmtanir hér í Reykjavík. Til mála hefur einnig komið að hann fari út á land, til Vestmanna eyja, Akureyrar og ísafjarðar, en um það mun allt óráðið enn, Bob Vincent hermir eftir ýms- am þekktum söngvurum, svo sem Nat King Cole, Frank Sinatra, BOB VINCENT Fats Domino, Frankie Laine, Harry Belafonte, Johnie Ray svo að einhverjir séu nefndir, og að sjálfsögðu fær rokkarinn Elvis líka til tevatnsins. Skemmtanir „Manns ins með þúsund raddirnar“ hér í Reykjavík, verða að öllum lík- indum þrjár.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.