Tíminn - 18.04.1959, Blaðsíða 6
Q
T í M I N N, laugardtaginp 18. april 1959.
Útgefandi : FRAMSÓKNARFLOKKURINN
Ritstjóri: Þórarinn Þórarinsson.
Skrifstofur í Edduhúsinu við Lindargötu
Símar: 18 300, 18 301, 18 302, 18 303, 18 304.
(skrifstofur, ritstjórnin og blaðamenn)
Auglýsingasími 19 523. - Afgreiðslan 12323
Prentsm. Edda hf. Sími eftir kl. 18: 13948
Fleiri sprek
í LÉIÐARA Tímans í gær
var lítilléga minnst á útvarps
ræ5u Jóns Á Reynistað frá
því á þriðjudagskvöldið. Hún
verður nú athuguð hér
nokkru nánar.
Jón segir: „Að gera landið
allt að einu kjördæmi tel ég
ekki koma til greina“. Aö
sjálfsögðu er útlátalitið fyrir
Jón á Reynistað að gefa slíka
yfirlýsingu sem þessa, þar
sem hann er nú í þann veg-
inn að draga sig út úr póli-
tískum átökum. En Jón er
áreiðanlega ekki þaö minnis-
litill, að hann muni ekki fyrri
yfírlýsingar fjölmargra framá
manna Sjálfstæðisflokksins
um að þeir myndu aldrei að
því standa, að skipta landinu
upp í fá og stór kjördæmi.
Þegar kjördæmamálið var til
umræðu fyrst 1931 og síðar
1942. Þá bentu Framsóknar-
menn á, að full ástæða væri
til að ætla takmark kjör-
dæmabreytingaflokkanna að
vera það, aö gera landið allt
að einu kjördæmi. Hins veg-
ar mundi hentara þykja, að
fara þá leiö í nokkrum áföng
um. Næsta skrefið, sem tekið
yrði eftir hlutfallskosning-
una í tvímenningskjördæm-
um, væri að skipta landinu í
fá kjördæmi og stór. Hverju
svöruðu svo Sjálfstæðismenn
þessum tilgátum? Jú, þeir
sögðu að hér væri um algjör-
lega tilefnislausar, ómaklegar
og ósannar getsakir að ræða.
Þeim hefði aldrei og mundi
aldrei til hugar koma svo rót-
tæk kjördæmabreyting hvað
þá að þeir myndu nokkru
sinni ljá máls á því að gera
allt Iandið að einu kjördæmi.
En hvað eru þeir að gera nú?
Hvernig dettur Jóni á Reyni-
stað og öðrum Sjálfstæðis-
mönnum í hug að það þýði
fyrir þá aö koma fram fyrir
þjóðina og segja: Við munum
aldrei stuðla að því, að land-
ið verði gert að einu kjör-
dæmi. Hvers virði eru þjóð-
inni loforð og yfirlýsingar
þessara manna? Nákvæmlega
einskis. Fyrir því hafa þeir
sjálfir séð.
JÓN segist nátlúrlega
heldur vilja fá kjördæmi og
stór með hlutfallskosningu en
einmenningskjördæmi. En
þegar hann þarf að færa rök
fyrir afstöðu sinni, vandast
nú um málið. Þó segir hann:
„Það er vitað og líka almennt
viðurkennt, að kosningar eru
hvergi harðvitugri en i fá-
mennum einmenningskjör-
dæmum, þar sem litlu mun-
aði á styrkleika flokkanna í
kjördæminu“. Það er nú sann
ariega vandræðakeimur að
þessari afsökun. Jón á Reyni
stað veit það áreiðanlega
ofurvel eins og aðrir, að
hvergi eru kosningar harðari
né sóttar af meira ofurkappi
en eínmitt í Reykjavík, en
þar tíðkast einmitt það kosn
ingafyrirkomulag, sem nú á
að innleiða um allt land, til
þess m.a., eftir því sem Jón
segix, að draga úr hörku og
hita átakanna. Jón hefir ein
hverntíma búiö betur en
þetta.
Jón tínir það fram til af-
sökunar afstöðu sinni, „að í
einmenningskjördæmi fær sá
flokkur, sem sigrar, allt en
hinn flokkurinn eða flokkarn
ir ekkert, þó að aðeins muni
einu til tveimur atkv.“ Rétt
er það, en varla ný uppgötv-
un fyrir Jóni. Þessi „ann-
marki“, ef menn vilja orða
það svo, er eðlilegur og óhjá-
kvæmilegur fylgifiskur ein-
faldrar meiri hluta kosningar.
Og hann er vitanlega hvorki
meiri né minni, verri né betri
nú en áður. Hann brýtur eng-
an rétt á neinum á meðan
deiluaðilar hafa að öðru leyti
jafna aðstöðu til að afla skoð
un sinni fylgis.
ENN bendir Jón á, að
einmenningskjördæmi tryggi
ekki, að Alþingi sé skipað
í samræmi við þjóðarviljann
og á þá við höfðatöluna. —
Svo má vel vera þar sem um
fleiri flokka en tvo er að
ræða. Hins vegar er á það að
lita, að einmenningskjör-
dæmi mundu þrýsta mönn
um saman í færri flokka en
nú eru hér. Þó að á því kynni
að vera einhver bið, þá yrði
þróunin sú, hér sem annars-
staðar. En hvernig ætlar Jón
að tryggja þaö, að minni
hlutinn geti ekki náð meiri
hluta aðstöðu, þó að hans
fyrirkomulag sé viðhaft? —
Hefur ekki Sjálfstæðisflokk-
urinn farið með stjórn
Reykjavíkur árum saman og
verið þó í minni hluta i bæn-
um? Hafa ekki hliöstæð at-
vik iðulega átt sér stað annars
staðar á landinu? Sannleik-
urinn er auðvitað sá, og það
er Jóni á Reynistað fullkunn-
ugt um að hlufallskosn.fyrir-
komulagið tryggir alls ekki
örugglega rétt meiri hlutans
að þessu leyti. Og hættan í
þeim efnum eykst að sama
skapi sem flokkum fjölgar,
en einmitt flokkafjölgun er
eðlileg afleiðing skipulagsins.
JÓN telur það höfuð kost
hins nýja skipulags að 5—6
þingmönnum i stað 1—2 áð-
ur, og að þessir þingmenn
verði úr fleiri flokkum. Eng-
in hætta sé þvi á, að kjör-
dæmi einangrist eins og átt
hafi sér stað með minni kjör
dæmi áður. Þessi röksemda-
færsla lítur svo sem ekki illa
út, en verður þó haldlítil þeg
ar betur er að gáö. Að vísu
munu einstök kjördæmi nokk
uð misjafnlega vel á vegi
stödd hvað áhrærir almenn-
ar framfarir. Þar koma mörg
atriði til greina. Hins vegar
er það algjör lokleysa, að
misræmi milli einstakra kjör
dæma stafi af því, að þau
eigi sérstaka fulltrúa á Al-
þingi. Hættan á að einstök
afskekktari og fámennari
kjördæmi dragist aftur úr er
vitanlega þá fyrst verulega
fyrir hendi, þegar búið er að
svifta þau sínum sérstaka
þingmanni.
Gunnar Leistikow skrifar frá New York:
Saint Lawrence - skipaleiðin verð-
ur opnuð 20. apríl næstkomandi
New York í apríl 1959
Sólbjartan októberdag 1535
stóð Frakki einn á tindi
fjalls, sem nú heitir Mont
Royal, og liggur inni í miðju
Montreal. Honum var mjög
þungt í skapi og hann hafði
ærna ástæðu til að vera það.
Hinn 44 ára skipstjóri
Jacques Cartior hafði nú
siglt 800 km. upp eftir
stærsta og breiðasta skip-
genga fljóti, sem hann hafði
nokkru sinni séð, í þeirri
von, að hann næði að leysa
það verkefni, sem hans mjög
kristilega hátign Frans kon-
ungur I. af Frakklandi hafði
lagt fvrir hann, sem sé að
finna „norðvesturleið" til
Kína.
Og þarna stóð hann og voru all-
ar bjargir bannaðar, hann komst
ckki lengra. Það var óhugsandi, að
skip hans „La Grande Hermine“
gæti komizt yfir hið freyðandi
straumfall, sem tevgði sig upp
eftir fljótinu svo langt sem augað
eygði.
180 km. torfæra
400 árum seinna var St. Law-
rence-fljótið enn ófært meðalstór-
um skipum af sömu ástæðu. Að-
eins skip, sem ristu minna en 14
fet, gátu farið í gegnunr skipa-
skurð, sem Kanadamenn höfðu
gert. Þetta var mjög bagalegt fyrir
skipasamgöngur, og gerði þeim, er
við slíkar samgöngur störfuðu,
cngu síður heitt í 'hamsi en straum
fallið hafði gert Carlier á sínum
tima. Aðeins 180 km. ofar lágu
hin stóru stöðuvötn Arr.eríku, sem
veittu samband við höfuðfylki Mið
vesturríkja Bandaríkjanna og
Kanada, og náðu til mjög víð-
tækra markaða. En hvorki Liberty
skip eða stærri skip gátu korniz!
lengra upp e|tir St. Lawirence-
fljóti en „La Grande Hermine" fyr
ir rúnrum 400 árum.
Frá og með 20. apríl 1959 verð-
ur konrinn annar háltur á s'kipa-
ferðir um St. Lawrence-íljótið.
Straumföllin eru orðin að löngu
stöðuvatni, senr teygir sig milli
tveggja stíflna ca. 75 km. langra
og hemja straum,iðu fljótsins. Þeg-
ar hið nýja mannvirki hefir verið
vigt af Elísabetu drottningu og
Eisenhower forseta, mun 75%
þeirra skipa, sem nú plægja At-
lantshafið, geta siglt beint inn á
stöðuvötn Ameriku og til borga
cins' og Toronto, Cleveland og jafn
vel til hinnar fjarlægu Duluth inni
í miðju Minnesotaríki. Borgir sem
Buffalo, Detroit, Milwaukee og
fleiri munu komast í beint skipa-
samband við London, Hamborg,
Kaupnrannahöfn, Gautaborg og
Björgvin. í rauninni nrunu Banda-
rikin eignast „fjórðu strandlín-
una“ (fyrir utan vesturströnd,
austurströnd og golfströndina)
meðfranr „Miðjarðarhafi Ameríku"
sem þegar er farið að kalla „ált-
unda heinrshafið“. Chicago inni í
miðju landi mun verða hafnar-
borg.
Seinlæti Bandaríkjamanna
Hugmyndin er ekki ný af nál-
inni, og það hefir í langan aldur
verið tæknilega og fjárhagslega
vfirstíganlegt að gera slíka skipa-
leið, en það tók 50 ár að koma
hugnryndinni í framkvæmd.
Ekki svo að skilja, að Banda-
ríkjamenn og Kanadamenn gætu
ekki orðið sammála um byggingu
slíks mannvirkis á landánrærum
hugmyndinni. En Bandaríkjanrenn
fcáru ekki gæfu til að vinna nógu
skelegglega að nrálinu. Ailir for-
setar Bandaríkjanna frá því Wil-
son leið höfðu áhuga á málinu og
sama er að segja um alla ríkis-
Mun gerbreyta samgönguháttum í Banda-
ríkjunum og Kanada
GUNNAR LESTIKOW
stjóra New York rikis, en fles't
hin nýju mannvirki nrundu liggja
innan þess. 1932 var undirritaður
samningur milli Kanada og Banda
ríkjanna um skipaleiðina, en í
rúm 20 ár lá málið í „salti“ hjá
bandaríska þinginu. Ótal sinnum
var það dregið fram í ljósið en
lenti í skugganum, jafnharðan.
Hernaðarsjónarmið
Það var fyrst 1954 að skriður
komst á málið, og nrunu hernað-
arleg sjónarnrið hafa ráðið nriklu
um að svo varð. Tvær heinrsstyrj-
aldir höfðu verið háðar og báðar
unnizt með stáli, senr unnið var
úr málmi frá Mesabi-svæðinu í
Minnesotafylki. Málnrgrýtið á
þessu svæði var nú næstunr þrot-
ið og það voru í rauninni aðeins
tveir staðir, sem gátu séð nrálm-
bræðslunum, við Chicago fyrir
nægjanlegu hráefni. Það var frá
Suður-Ameríku og frá nýuppgötv-
uðu svæði í Norður-Kanada. Ef
til stríðs kæmi, mundi hinn öflugi
kafbátafloti Rússa geta heft flutn-
ingaleiðina frá Suður-Anreríku, en
ef hin nýja skipaleið kæmist á
\æru málmflutningarnir næstum
chultir. Þannig gæti St. Lawrence
skipaleiðin valdið úrslitum í hugs-
anlegri '3. heimsstyrjöld.
Frumkvæði Kanadamanna
Það hafði einnig mikil áhrif, að
Kanadamenn höfðu ákveðið að
reisa skurðinn sjálfir, ef banda-
ríska þíngið héldi seinaganginum
áfram. Á það vildu Bandaríkja-
menn ekki hætta, því að þá gætu
Kanadamenn ráðið dýpt skurðar-
ins og byggt skipastiga og rennur
í sair<ræmi við stærð kanadiskra
skipa, en bandarisk flutningaskip
eru yfirleitt mun stærri en kana-
disk og þau rista mun dýpra.
Bandaríkjamenn vildu bví hafa
hönd í bagga við framkvæmd
verksins.
Það sætir engri furðu, að Kan-
adamenn væ'ru S'eona ákafir I mál-
inu. Skipaieiðin var miklu mikil-
vægari fyrir þá en Bandaríkja-
menn og þeir voru einhuga í mál-
inu. Kanada er iand í örum fram-
förum og skipaleiðin mun mjög
auðvelda og fiýta nýtingu náttúru-
auðæfa lanclsins. Flutningskostn-
aður á kanadisku hveíti mun
einnig miög lækka. Enginr. vafi
er á, að sk;pa!eiðin mun stuðla að
mjög aukinni utanríkisverzlun
Iíanada.
Fyrirtækið mun kosta uin 1,1
milljarð dollara, Allmiklar dpilur
hafa spunnizt út af tollum, sem
heimtir verða af skipum. er. fara
um skipaleiðina. Eru þeir misháir
eftir því hvaða vöru skipin flytja.
Raddir hafa beyrzt um það, að toll-
ar þessir værn svo háir, að þeir
muni fæla flutninga frá skipáleið-
inni. Forsvarsmenn skipaleiðarinn-
ar bera þó al)t slíkt til baka og
færa sterk rök fyrir sínu m,áli.
1 ollarnir eru reiknaðir út af
ákveðnum grundvelli. Síðah 2.
heimsstyrjöldinni lauk hafa verið
allfjörugar samgöngur milli mið-
vesturríkjanna og EvrÓDU. Evrópu
þjóðirnar hafa nokkuð sniðið skipa
hyggingar sinar eftir staðháttum
þar vestra og byggt lítil skip ca..
3000 tonn, sem ristu það gr-unnt
að þau kæmust i gegnum hinn 14
feta djúpa kanadiska skipaskurð.
Það eru einkum sænsk. norsk og
hollens'k skipafélög, sem haldið
hafa uppi hatrammri gagnrýni.
Þau munu nú mæta samkeppni
frá bandariskum,, brezkum, frönsk-
um, þýzkum, grískum og kanadísk
um skipafélögum, sem eiga stærri
skip, sem eru ódýrari í rekstri. Ef
þessar framíiðaráætlanir standast
reynslu tímans, mun verða nóg að
gera fvrir ný fyrirtæki og einnig
fyrir þá, sem eru gamlir í hett-
unni. Guranar Leistikow.
St Lawrence skipa-
skurðurinn opnaður
Montreal, 16. apríl. — Kanad-
íska viðskiptamálaráðuneytið til-
kynnti í dag, afi 25. apríl næstkom-
andi myndu fyrstu skipin sigla um
hinn nýja St. Lawrence-skipaskurð,
sem tengir Atlantshaf við vötnin
miklu á landamærum Kanada og
Bandaríkjanna. í næsta mánuði
verður skurðurinn formlega opnað
ur til umferðar af Elísabetu Eng-
landsdrottningu og Eisenhower
Bandaríkjaforseta.
Hiti þverr í Hveragerði, gróðar-
húsaeigendur búast við stjórtjóni
ByrjatS er aí bora Kýja hitaholu
Hveragerði í gær. — Hér(
hefir verið kuldatíð síðustu ,
dagana, og ekki hefir bætt,
úr skák, að núna um eða eft-,
ir helgina, gerði hitaholan1
okkar verkfall eins og stund
um áður, svo að kauptúnið
fær mjög lítinn hita. Er voði
fyrir dyrum hjá gróðurhúsa-
eigendum, ef veðrið hlýnar
ekki eða hitaholan verður
gjöfulli.
Upphitunarmál kauptúnsins eru
nú í mesta ólestri og er það mjög
hættulegt, þar sem atvinnuvegur
Kveragerðis er einnig í voða. Er
orðið n\jög brýnt að bora djúpa
liolu, sem getur verið nokýurn
veginn öruggur hitagjafi. í holu
þeirri, sem nú er notuð. koma
gos við og við, en þess á milli
þverr hiti hennar mjög.
Gróðurhúsaeigendur eru mjög
uggandi, og þykjast þeir sjá Jram
á, að vegna þessa kulda niuni
mjög draga úr vexti tómata,
gúrkna og blóma, og jafnvel geti
jurtirnar drepizt. Getur tjón af
þessu orðið mjög tilfinnanlegt.
Verið er að bvrja á borun nýrr-
ar hitaholu hér í kauptúninp, og
er notaður bor, sem Reykjayíkur-
bær hafði. Á hann að geta toorað
um 400 metra djúpa holu. Vona
menn að úr rætist með tilkomu
hennar, þótt það sé engan veginn
öruggt og langt líði þar til hún
kemur í notkun. ÞK.