Tíminn - 30.04.1959, Blaðsíða 2

Tíminn - 30.04.1959, Blaðsíða 2
2 TÍMINN, fimmtudaginn 30. aprfl 1959, Ræða Eysteins Jónssonar (Framhald af 1. síðu) # >au fer.gju að slanda, en fjölgað j’rði kjördæmakjörnum þingmönn ram í þéttbýlishéruðunum, og vildi vinna það til samkomulags, að uppbótarsætin stæðu. Hv. þingmaður sagði hér að við hefðum ekki haft um þetta skrií- iegar tillögur og fjargviðraðist mikið út af því. Slikt kemur þessu Enáli ekkerl við. Við sögðum þetta alveg ljóst og skýrt. Svör Óíafs og Bjarna En svörin, sem við fengum frá Giv. Sjáifstæðismönnum á þessum 'fundi eða samtali voru þau, að þeir gætu ekki gengið inn á neina lausn, sem væri byggð á því að íhéraða-kjördæmin héldu sér, því að þeir teldu þau svo óeðlileg og aættuleg stjórnskipuninni. Það var nú afstaða mann'anna, sem þykjast nú, að því er mér 'ikilsit, jafnvel af einhverri slysni nafa lent inn á þessari lausn, sem Kiú er fyrirhuguð, og fyrir það, að Framsóknarmenn hafi ekki verið .aægilega samningaliðugir um þetta nvál. Þetta vil ég, að sé alveg skýrt, og ég mótmæli þeim óhæfilega málflutningi, og þeim óhæfilegu :"rásögnum, sem um þetta eru gerð ijr af hv. Sjálfstæðismönnum. 'Vill ekki meðganga Hv. 1. þingmaður Reykvíkinga 7ildi ekki viðurkenna trúnaðarbrot lii-tt gagnvart Alþingi og þjóðinni, iiem fólst í því, að hann vanrækti ■ tð kalla sarnan stjórnarskrárnefnd rva, til þess að þar gæti orðið gerl ".U um það hvað upp skyldi taka i kjördæmamálinu. Honum er þó vmögulegt að finna nokkrar fram- aærilegar afsakanir fyrir þessu í.rúnaðarbroti, og það hefir verið á hann sannað. Hann er að reyna að hialda því ram, að nefndin hafi í raun og veru verið dauð, af'því að það hafi vantað í hana einn manm. En •afnframt hefir hv. 1. þingmaður Reykvíkinga. orðið að játa það, að vegar nefndarmenn skildu síðast, 'vá hafi þeir ákveðið það að koma vaman of einhver þeirra óskaði ibess. Og hverjum bar fyrst og fremst r.kylda til að óska þess, að nefndin •cæmi saman, þegár skriður var 'jýnilega kominn á stjórnarskrár- r.nálið. Það ætla ég að hafi verið f'yrst og fremst skylda formanns aefndarinnar, Ihv. 1. þingmanns Eteykvíkinga, ef hann vifdi meta : rúnaðarstárf það, sem honnm aafði verið falið af Alþingi og ijóðinni, einhvers. Það ætla ég •ið hafi verið fyrst og fremst hans jkylda. stað þess að kafla saman stjórn í rskrárnefnd, þá lét hann sér næma að ganga frá samningum t,im einn meginþáftinn í stjórnar- .ikipunarmálinu á leýnifundum á ;iak við nefndina einhvers staðar titi í borginni. I>essi franikoma- verður ekki af- ! ökuð með einhverjum hlægileg- nm tylliástæðum, eins og þeim, .tð annar eins ákafamaður og’hv. . þingmaður Reykvíkinga hefði átið það í vegi standa. að hann 'i.veddi saman nefndina, að í hana ’ antaði einn mann, þegar liann þá nuðvitað vissi, að í það sæti mundi •erða fyllt jafnskjótt og nefndin ; rði kölluð saman. Osvinna Eysteins Þá sagði hv. 1. þingmaður Reyk- íkinga á mánudagskvöldið og ;erði sig byrstan í því sambandi, . ð óg hefði gert mig sekan um þá •■svinnu, að byggja málflutning i-ninn á ósannindum og gott ef jiann ekká sagði blekkingum, í því i.tð fullyrða, að Sjálfstæðismenn fiefðu haft engan eða lítinn áhuga ítyrir lausn kjördæmamáisins árið .1953. Sagði, að það væri alger óhæfa, að það væri mokktið til í ■>essu og vitnaði til ályktunar .iandsfundarins í því sambandi. En ég hélt þessu fram, m. a. 'regna þess', að árið 1953, þá keppti Sjálfstæðisflokkurinn að því fyirir ®pnum tjöldum að fá hreinam íp.eirihluta í land.inu á grundvelli þáverandi kjördæmaskipunar og taldi sig hafa miklar líkur til þess. Og lil þess að taka af öll'tví- mæli nm þatta, hvort ég hafi farið •hér með einhverjar blekkingar eða ósatmindi, vil ég leyf'a mér, með leyfi hæstv. forseta, að lesa hér upp enn málsgrein, sem lesiin hef ir verið upp áður i þessum um- ræðum, og er úr forustugrein í blaði hæstv. 1. þingmanns Reyk- vikinga 23. júní 1953. Þar segir þannig: „344 atkv. standa í vegi fyrir heilbrigðu, ábyrgu meiri- liluta stjórnarfari á íslandi í stað pólitískra hrossakaupa samsteypu- stjórnanna“. Það er ekkert verið að skafa utan af því. Þeir gátu í mesta lagi gert sér vonir um 39% atkv. sam- tals en það stóð bara á þessum 344. Það þurf'ti ekk,i meiri hluta þjóðavinnar þá að baki meiri hluta á Alþingi til þess að gera hann bæði heilbrigðan og ábyrgan. Kæði heilbrigðan og ábyrgan. Þetta ætla ég, að sýni það svo glöggt að ekki þurfi um að deila, að hv. forustumenn Sjálfstæðis- flokksins klígjaði ekkert við að hugsa til þess, að fá hreinan meiri hluían á Alþingi, þótt þeir ihefðu ekki meiri hluta kjósenda í land- inu að baki sér, og voru ákveðnir í því að notfæra sér þann meiri liluta, og töldu það bæði heilbrigt og ábyrgt. Svo kemur hv. 1. þm. Rej'kv. hér og segir að það sé ósvinna af mér, að halda því fram, að nokkuð slíkt hafi yfiriiöfuð að þeim hvrflað. Og varðandi áhugann um þess- ar mundir á því, að leysa kjör- dæmamálið, en honum finhst sér- stök ósvinna, að efast um hann, þá vil ég vitna Iíka til þessarar isömu ályktunar sem hann vitnaði til frá landsfundinum. Áiýktuninhi er hagað þannig, að .Sjálfst.fl. vilji annað hvort ein menningskjördæmi eða fá stór hiutfallskjördæmi. Ályktunin er sem sagt beinlinis ibúin þannig út, að flokkuriun hafi enga stefnu í kjördæmamálinu og hreihlega við það miðuð að flokkurinn geti farið undan í flæmmgi eins og honum eýnist. Hann hafi alls staðar útgöngudyr. Það var hreinlega gert vegna þess, að flokkurinn hafði þá engan áhuga fyrir því, að ganga iim á neina ákveðna lausn í kjördœma- málinu, því aö hann ætlaði að reyna það til þrautar, hvort það væri ekki hægt að fá hreinan meiri hluta í landinu, að óbreyttri kjördæmaskipan. Enda þarf ég ekki að fara í neinar grafgötur utn það hver var áhugi Sjálfstæðismanna um þess ar mundir,. Við vorum með þeim í ríkisstjórn um þessar mundir og vissum það vel, að það hvarfl aði aldrei að þeim að rainnast á kjördæmamálið þá, að það væri nokkurt yandamál, En þetta, sem ég er nú .að segja og setn ég sagði með öðrum orðum s. 1: mánudag, telur hv. þm. ósannindi og ósvinnu að halda fram, Með vísindalegri nákvæmni Þá vil ég þessu næst minna á at riði, sem hér hefur toorið á góma og sem er talsvert þýðingarmikið í þessu máli öllu. Það er þetta, sem menn hafa borið sér í munn að með þessarj mýju skipan kjör dæmanna, mundi verða minni toætta á því, að beitt yrði í kosn ingum fyrirtækjavaldi, fjármála- valdi og atvinnuvaldi. Ég hef haldið því fram, að þetta væri ful'komið öfugmæli, því að reynslan sýndi, að einmitt slíku valdi væri beitt með ótrú- legum árangri mést í stærsta kjör dæmi landsins og eina stóra hlut faliskjördæminu, sem við liöfum nú, í Reykjavík. Og ég leyfj mér að halda því fram, að Sjáifstæðisfl. skipuleggi þetta fstarf með vísindalegri ná- kvæmni á sínum vegum og styðj ist í því efni við stórfellt fjár- magn og mörg og stór fyrirtæki í höfuðborginni. Og að á þessum grundvellj sé allur megin þróttur flokksstarfsins byggður. Á þessum grundvelli er selt upp slíkt net í höfuðborginni, póli- tískra áróðursmanna og gæzlu- manna, launaðra og ólaunaðra, að hliðstæða við- það er hvergi til í nokfkru byggðatiagi á íslandi. Og ég fullyrði, að margir af þeim mönnum, sem núna standa með Sjálfstæðisfi. í því að reka fram þetta kjördæmamál, þeir vita eins vel og betur en ég, að þetta er tsvona vaxið. Á hinn toóginn er það einn þáttur í, ég vil segja nærri því, þeirri vísindalegu ná- 'kvæmni, sean svona löguð nýtízku starísemi er rekin með að saka aðra um að hafa eitthvað hliðstætf eða svipað í framini. Enda sjáum við, að það er ekki sparað af hendi hv. forráðamanna 'Sjálfstæðisfl., og var óspart á það minnst hór sl. mánudagskvöld, að aðrir flokkar beiti þessum að- ferðum. Og í því sambandi eru Framsfl. og lcaupfélögin nefnd sí og æ af hendi forráðamanna Sjálf stæðisfl. Þegar hv. 1. þm. Reýkv. minnt ist á kaupfélögin og Framsóknar- fl. og mig sérstaklega í þessu sam bandi, þá sagði hann að ég hefði, og það var það dæmi sem hann fann ferlegast um þessar kúgunar tilraunir, að ég hefði ferðast víðs- vegar urn landið, og haldið því fram, að það væri svik við sam- vinnustefnuna ef menn kysu eklci Framsóknarfl. Þetta væri dæmi um misnotkun fyrirtækja, og þetta væri eins kon ar kúgunartilraun, a£ jninni hendi, að lát’a mér þetta um munn fara. En hvað ætli þessi hv. 1. þm. Reykv. hafi oft og lengi prédikað cð það væru svik við kaupmang- 3tefnuna ef menn ky.su ekki Sjálf stæðisfl.? Það þætti mér fróðlegt að vita, hversu margar hx-ingferð ir um landið toann toefur farið, til þess a halda slíku fram. Að gæta hvers húss Háttvirtur 1. þingmað’ur Reykja víkur og háttvirtur þingmaður Reykjavíkur (Jóhann Hafstein), héldu því fram, að það væri til vitnis um, hversu þessar kenning- ar eða þessi skoðun mín væri mik- il fjarstæða, að í stórum kjördæm- um, iriði miklu minna á úrslita- atkvæðinu en í héraðakjördæmun- um. Og líka þetta, að það væru engin tök á því að fylgjast með nokkurri nákvæmni með Alþingis kosningunum í stóru kjördæmun- um, þess vegna yrðu menn þar miklu lausari við öll afskipti og alla eftirgangsmuni í þessu sam- bandi. Enginn maður, sem þekkir nokk urn skapaðan híut til, t. d. hér í höfuðborginni, tekur þessar full- yrðingar háttvirtra þingmanna al varlega, því að allir vita þaö, að Iivergi nokkurs staðar á íslandi er gengið með eins mikilli liörku og ófyrlrleilni í þaö, að fylgjast ná- kvæmlega með kosningutn, cins og einmitt í Reykjavík, og hvergi á landinu er til öunur cins mask- ína, til þess að fylgjast með slíku eins og kosningavél Sjálfstæðis- manna í Reykjavík, skipuö liundr- uðum og þúsuiuluni launaöra og ólaunaðra manua. Þar sem vörður er haldinn um svo að segja hvert einasta hús, eius og' ég sagði hér um daginn, og allir vita að er rétt. Og svo koma þessir menn og ætla að fara að segja okkur ,að það sé ekki hægt að fylgjast með af neinni nákvæmni eða leggja á neina pressu eða hafa áróður í stóriun kjövdæmum. Það só ekki hægt að hafa nein slík afskipti. Hvergi þekkist annar eins at- gangur eins og einmitt í stærsta kjördæmi landsins við að koma fólki á kjörstaðinn meö þeim ó- líklegustu aðferðuín. Og ég upplýsti það hér um dag- inn að mér er af sérstökum ástæð um kunnugt um, að hér í borginni voru nú ekki fyrir löngu við kosn ingar, lögð fimm dagsverk sanlan- lagt í að reyna a(j ifá eina konu, til þess að kjósa eins og Sjálf- stæðismenn vildu. Fannst bilbug- ur á þessari konu, og afleiðingarn ar urðu þessar. Svo segja þessir rnenn að það sé ekki hægt að viuna með neitini ná kvæmni að kosningum í fjölbýlinu og ef menn bara hætti við héraða- kjördæmin, þá verði þetta allt lát ið vigta sig. Menn verði algerlega frjálsir og geti afskiptalausir myndað sér skoðun. Satt eða logið Þá henti ég líka á eitt sem er ákaflega stórt atriði í þessu máli og stærra atriði en ég held, satt að segja, að ýmsir af forráðamönn um málsins, aðrir cn Sjálfstæðis- menn, hafi gert sér fýllilega ljóst. Það er þessi nýtízkuaðferð, að láta sig einu gilda, hvort það sem hald ið er fram, sé satt eða logið, í trausti þess, að með ógnarlegum blaðakosti og gífurlegum áróðri, sé hægt að gera lygina að sann- leika. Það sé í raun og veru „hara spursmál um vinnu“, eins og ég sagði um daginn, hverju hægt sé að fá menn til þess að trúa. Þetta er sú skoðun, sem liggur að baki þessum málflutningi, og hann er prófaður með þessum svo kölluðu „gulu sögum“, sem eru komnar í tízku. Þar er öllu hrein- lega snúið öfugt. Eitt gleggsla dæmið um þetta eru gulu sögm-n ar um húsnæðismálin frá síðustu bæjarstjórnarkosningum, þar sem þannig var á málum haldið, að því var lialdið fram, að það væri af- staða stjórnrflokkanna þá í hús- næðismálunum, sem þeir nýlega höfðu allir hafnað. Það höfðu kömið fram vissar uppástungur, innan a. m. k. sumra flokkanna, sem liafði verið alger- lega hafnað í flokkunum. En þá var bara sú afstaða búin til fyrir flokkana, að þetta væri það, sem þeir raunverulega vildu og ætl- uðu að gera. Og þessa lygi, var reynt að gera að sannleika með margra vikna rekstri þeirrar þokkalegu „maskínu“ sem að þessu stóð. Og það er ekki nokkur einasti vafi á því, að það er traustið á þessum vinnubrögðum, sem að verulegu leyti liggur til grundvall ar því, að Sjálfstæðisflokkurinn er allt í einu svona hrifinn af stór um kjördæmum, fáum og mann- mörgum, þar sem erfitt er að leið rétta svona vinnubrögð. Það er ekkert þægilegt að koma svona löguðu við í tiltölulega fá- mennu byggðarlagi, þar sem menn þekkja frambjóðendurna persónu- lega og trúa ekki upp á þá hverju sem er. En það er á hin bóginn e. t. v. hægt að koma slíku við þegar toúið er að setja allt í örfá ■ stór hólf. Þá njóta þessi vinnu- brögð sín fyrst til fulls, svo þokka leg, sem þau eru. Úr skjóöu Eysieins Hugsið ykkur svo 'hvað við heyr- um hérna í þingsölunum í þessa sömu átt. í ræðu sinni á mánu- dagskvöldið segir háttvirtur 1. þingmaður Rej'kjavíkur ykkur það að ég hafi verið að útbýta hér úr skjóðu minni, þ. e. a. s. tösku minni, sem ég kalla oft í gamni skjóðu, —r— það lók óg eftir Sveini heitnum í Firði, því að hann kall- aði skjalatöskuna sína alltaf skjóðu, — og það veit háttvirtur 1. þingmaður Rcykjavíkur (Bjarni Benediktss.). Hv. þm. segir ykkur hér í þingsalnum, að ég hafi verið að útbýta ræðum um kjördæma- ntálið, úr þessari skjóðu, sem þm. Framsóknarflokksins eigi svo að flytja. Þetta segir háttvirtur þing ntaður Rpykjayíkur hér á Alþingi. Það gelur auðvilað alltaf komið fyrir, að svona stráksskapur sleppi upp úr mönnum óviljandi, í ein- hverju glensi, og þá er ekki svo mikið við því að segja. Auðvitað veit háttvirtur 1. þing maður Reykjavíkur að þetta er hreinn uppspuni frá rótum, sem hann bara 'býr til á stundinni. Eg rétti einum eða tveimur mönnum blað úr „skjóðunni" og ég hygg að það 'hafi verið afrit að svika- áætlun stjórnarflokkanna í raf- orkumálinu, sem ég rétti tveimur þingmönnum Framsóknarflokks- ins. En háttvirtur þingmaður lætur sig liafa það að selja þetta síðan í blaðið sitt. í hvaða skyni er það gert? Það er í sömu stefnu og önnur vinnubrögð í því sama húsi. Það er gert í trausti þess, að það kunni kannske að vera eitthvað af fólki sem okkort þekkir til þingmanna Framsóknarflokksins, og kunni a9 leggja trúnað á að þeir séu þannig ntenn að það þurfi að toúa til fyrir þá ræður og útbýta til þeirra úr „skjóðum“ á Alþingi. Þetta er bara ofurlítill vottur um sannleiksást og málflutning þess manns, sem oftast talar hér á Alþingi um getsakir og jaínvel ósannan málflutning annarra manna. Ennfremur er þetta ofurlítill vottur um það, hvað sami þing- maður telur sér sæmandi að láta hafa eftir sér sjálfum í tola’ði sínu. Þetta er loks ofurlítill vottur um, upp á 'hvað mönnum er boðið í trausti þess, að menn þekki ekkert þá rnenn, sem verið er að tala um. Og það er einmitt einn liður í öllu þessu, sem keppt er að. Það er að skapa jarðveg fyrir gulu sögurnar með því að rjúfa kunn-' ingsskapartengslin, með því að rjúfa persónutengslin, þannig að það sé auðveldara, að fá menn til þess að trúa því, að það sem er lyg'i, það sé satt. Eg skal svo ekki þreyta þolin- mæði háttvirtra þingmanna með mikið lengri ræðu, enda hefi ég nú svarað þeim atriðum, sem mér fundust vera þýðingarmest í þesg ari útrás, ef svo mætti kallá það, af fiendi háttvirtra forráðámenn málsins. Og ég vil heldur ekki þreyta þolinmæði hæstvirts for-‘ seta (Áka Jalcobssonar) á nokk- urn hátt, þar sem hann hefir sýnt í þessu tiliiti fulla tillitssemi í garð andmælenda þessa máls á allan hátt. En að lokum vil ég aðcins segja þetta: Sjáif héraðaskipanin naest og svo áfram Mér sýnist það eftirtektarverð- ast í þessum umræðum, hversu oft hefir verið að því vikið, a’S hér sé aðeins um áfanga að ræða os ég vil draga athygli að því i lokin. Þá finust mér, ekki sízt þegar það e’- tengt við þetta áfangatal, mjög ískvgefleet, hversu talað er af mikilli fyrirlitningu. og jafn- vel andúð um héraðaskipunina og sýsluskiuunina sjálfa í land- inu, eins og mýmörg dæmi eru til úr þessum umr., og sýnist inér það alveg eindregið benda í þá átt. hvert halda skal. Sami fyrirlitningar- og andúð/Þ’tónn* inn kemur fram í gerð allra kenninga um, að það þurfi a'ð taka nokkurt tillit til landsius eða staðhátta í sambandi við kjördæmaskinun þess. Og loks svnist mév mjög rflt ástæða til þess að betida á. hve mikið hefir bo'ið á beirri keuu* ingu í þessuin umræðiim öllum, að ekkert væri til. sem lítandi væri við sem endanlegu marki i k.iördæmaskii>uninni annað en það, seni Irvggði fullati jöfnuð á milli flokka á Altoingi annars vegar og kiósendatölu flokkanna í landinu hins vegar. En þessi kenning þýðir það ó- sminkuð að sá sérstaki réttur, sem fólkinu, sem býr í strjálbýl- inu, er ætlaður núna í þessum á- fanga, með því að þar_ standi færri á bak við hvern þingmann en I fjölbýlinu, þýðir það, aS þessi réttur á að afnemast, þegar þar að kemur. Það má lika orða þettá öðru vísi, það má orða það þannig aS þeir, sem standa fyrir þessu máli, vilji leyfa mönnum að hafa þenn- an rétt, ef fúlkið úti um landið kvs flokkana í nákvæmlega sömú hlutföllum og það fólk sem býr í höfuðborginni. En ef fólkið út um land leyfir sér að kjósa flokkana í eitthvaS öðru vísi hlutföllum en fólkið, sem býr í höfuðborginni, og það í þeim mæli, að uppbótarsætin geti ekki jafnaö til fulls á milli flokka, þá er yfiirlýst, að það á að taka af því það sem eftir er af þeirri sérstöðu, sem þetta fólk hefir haft í stjórnskipuninni, og í bili er láti'ð standa að nokkru leyti í þeirri sl.iórnarskrárbreyt- ingu, seni nú á að knýja fram. En ég held því fram, að það, sem hér á að gera, það sé jafn óheDnilegt og jafn hættulegt fyrir það fólk, sem í þétthýlinu býr eins og hitt, sem toýr út um byggðir landsins.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.