Tíminn - 03.05.1959, Side 5

Tíminn - 03.05.1959, Side 5
tÍMIX’N, súnnuctaginn 3. mai 1959. 5 SKRIFAÐ OG SKRAFAÐ — Húsbóndinn hirtir montna vikapiltinn - Stórfelldur greiðsluhalli á fjárlögum - Uppgjöf í fram- farabaráttunni - Tekjuafgangurinn í niðurgreiðsluhítina - Undanbrögðin í raforkumálunum - Afangi að sundrun héraðaskipulagsins - Þjóðareining um landhelgismálið Varla niunu menn telja það of .sagt. að vikan -sem leið teljjist tíð nokkurra -vi-ðburða. Dró þá til þeirra tíðinda, sem boðuð voru um jólaleytið, og rann loks af stjórnarliðinu höfgi sá, sem yfir j því hefur hvílt allan síðari hluta vetrar og lag-t störf Alþingis í dróma. í vikunni sem leið voru fjárlög. loks afgreidd, og stjórnar sk-rárbreytingin samþykkt frá neðri deild. ! Miklir menn erum vií Królfur minn í Staksteinum Morgunblaðsins s.l. föstudag birtist smáleg end- urprentun úr Alþýðublaðinu, en þar er get'ið orða menntamálaráð herra um núverandi ríkisstjórn á fundi Alþýðuflokksfélags Reykja- víkur. en klaus-an hljóðar svo: „Auk venjulegra aðalfundar- starfa flutti Gylfi Þ. Gíslason menntamálaráðherra fróðlegt og ýtarlegt' yfirlit yfir stjórnmála- viðhorfið. Drap hann á meginverk efnin þrjú, sem núverandi ríkis- stjórn tókst á hendur að leysa, efnahagsmálin, kjördæmamáiið og fjárlögin. Kvað ráðherrann þetta engin smáverkefni á 4—5 mán-, aða tímabili og alls ekki of mælt, j að engin ríkisstjórn hefði leyst1 jafn mörg slórmál á jafnskömm-' um tíma. Sagði hann, að í dag væri ánægjulegt til þess að v'ita, að séð væri fyrir endann á þéim öllum“. Við þessa endurprentun bætir svo Morgunblaðið einu háðsmerki og máltækinu alkunna: Miklir menn eriun við, Hrólfur minn. Þessi smáskrýtna kveðja Morgun blaðsins er í senn skemmtileg mynd af fjölskyldulífi st'jórnar- flokkanna og táknrænt eftirmæli um stjórnmálaatburði vikunnar sem leið.. Alþþýðpflokkurinn læt- ur mikið af verkum sínum og básúnar afrek sín.i heyranda hljóði heima í höllinni, eins og Vilhjálm ur hinn hugdeigi í Göngu-Hrólfs- sögu, og eignar sér öll afrekin. — Þetta gengur svo langt, að jafnvel Sjálfstæðisfl. þykir nóg um -sjálfs hólið og minnir á, að það sé hann sem sé Göngu-Hrólfur sögunnar og hafi í raun og veru unnið öll afrekin, sem Alþýðuflokkurinn hælist af. Bjarna Benediktssyni þy.kir rétt ,að minna Emil á þetta, og gerir j>að með háðsglósunni. Hann vili líka taka af öll tvímæli, svo að þjóðin muni hvernig hlut- verkaskiptingin í stjómarleiknum er. Það er líka h.ægt að sýna hús- bóndavaldið á þennan hátt, klappa á kollinn á gortaranum og segja: Miklir menn erum við Hrólfur minn. Og betri einkunnarorð um afrek vikunnar en þett'a alkunna máltæki úr Göngu-Hrólfssögu, gat stjórnarliðið varla tekið sér í munn. Þau eiga líka vel við að því leyti, að sagan mun varla mbta stjórnarafrek síðustu viku meira en verk þeirrar sögupersónu, sem orðin eru i munn lögð upphaflega. Munchausen-snjallræíSií Afrekaski-á Alþýðuflokksins, sem Morgunblaðið setti háðsmerkið aftan við, er í þrem liðum eins og' þrautir þær, sem hugdeiga steríimennið í Hrólfssögu skyldi vinna sér til kvonfangs. og ríkis. Og íhaldið er sá Hrólfur, sem vinnur verkin fyrir hann, þótt eng an samanburð standist við hina stórbroínu soguhetju. F.vrsta þrautin var lausn efna- hagsmálanna. Sú lausn var í stuttu máli í 'því fólgin að auka niður- greiðsliu' á innlendum vörum um 116 miljónir króna. Hún var enn- fremur í því fólgin að taka aftur af Jaunþegum þá kauphækkun, Dómurinn yfir Harrison skipsfjóra táknar tímamót í landhelgisdeilunni, þar sem hann er fyrsti dómur fyrir brot á reglugerðinni um 12 mílna fiskveiðilandhelgi utan 4 mílna. Þjóðareiningin um landhelgismálið er heilli og sterkari en nokkru sinni fyrr, eins og hin sameiginlega yfirlsing allra þingflokka ber gleggstan vott um. Þessi mynd var tekin, er dómurinn var kveðinn upp yfir Harrison í Vestmannaeyjum sl. miðvikudag. (S.J.) sem aðalstjórnarflokkurinn hafði barizt fyrir með hnúum og hnef- um að koma á fyrir hálfu ári. Síð- an var útflutnihgsframleiðHunni fleytt áfram með því að auka upp bætur til hennar nokkuð á annað hundrað millj. kr. Þetta var allt gert án fjárveitingar Al- þingis, en hvað gerði það til, þegar stjórnarliðið hét því um leið að álögur skyldu ekki hækka — þessar 250 miljónir væri auðvelt að framleiða úr loftinu. Og við fjárlagaafgreiðsluna sýndi stjórnar liðið, að það er ekki mikill gald- ur að framleiða peninga úr lofi- inu. Þetta var aðeins jafnað með því að skrifa dálítið hærri tölur hér og hvar í tekjuliði fjárlag- anna og nokkru lægri tölur í ýmsa gjaidadálka. Þetta gekk allt eins og í sögu, enda ekki nýtt ráð, þegar til kom, sama snjallræð ið og Munchausen notaði, þegar hann seig niður úr tunglinu á stuttu reiptagli — skar aðeins spotta af tauginni fyrir ofan sig og hnýtti við fyrir neðan. Framkvæmdaféíl skorií niíur Fjárlög voru afgreidd á Al- þingi s. 1. miðvikudag, og vafa samt er. að ábyrgðarlausri fjár- lagaafgreiðsla hafi átí sér stað síð an íslendingar urðu fjárráða þjóð, Niðurstöðutölur eru látnar stand ast á, en þó vita allir, sem til mála þek'kja að fjárlögin eru með stórfelídum greiðsluhalla, vafa- laust á annað milljónahundrað króna. Samt sem áður er fram- kvæmdafé ríkisins skorið svo stór kostlega niður, að nálgas.t upp- gjöf í þeirri uppbyggingu, sem studd hefir verið af opinberri hálfu síðustu ár. Vegna þessa er hætta á að lífsnauðsynlegar at- vinnuframkvæmdir stöðvist víða urn land í miðjum klíðum og fé, sem lagt hefir verið í þær, liggi arðlaust. en fólksflótti hefjist á nýjan leik frá mörgum stöðum á landinu. sá flótti, sem fyrrverandi ríkisstjórn stöðvaði og sneri við til heillavænlegri þróunar. Tilfinnanlegastur af öllu þessu er þó niðurskurðurinn á raforku- fcnu. A fjárlögum er framlag til raforkumála skorið niður um 10 milljónir króna og' önnur fram lög til raforkumála miðað við raf orkuáætlunina um 20—30 millj. svm að alls verði raforkufram- kvæmdir þessa árs. skornar niður um 30—40 millj. kr. og er það þó ekki nema brot af því eyði-' leggingarstarfi. sem stjórnarliðið hyggst vinna í raforkumálunum,' og síðar verður að vikið. Sem dæmi um niðurskurðinn má nefna, að auk raforkufjárins | er stórlækkað framlag til at- vinnuaukningar, flngvallargerða, kaupa á ræktunarvélum, spilala- bygginga, íþróttasjóðs, sand- græðslu. skógræktar o. fl. o. fl. AbyrgS og sýndar- mennska Framsóknarflokkurinn stóð að því af ful'lum heilindu.n að af- greiða fjárlög eins skynsamlega og nokkur kostur var eins og nú er.komið. Hann- stóð að sameigin legum tillögum fjárveitingarnefnd ar og Framsóknarmenn báru að- eins fram örfáar hækkunartillögur til samræmingar og leiðréttingar, en þær voru svo smávægilegar, að þær höfðu nær engin áhrif á heild artölur. Mun engin stjórnarand- staða hafa- borið fram eins fáar hækkunartillögur við fjárlög. Sjálfstæðismenn voru hins vegar svo grónir i sýndarmennsku sinni, að þeh gátu ekki stillt sig um að bera fram nokkrar auglýsingatil- lögur, jafnvel þó að þeir yrðu svo sjálfir að greiða atkvæði gegn þeim svo að fjárlagaafgreiðslan stæðist, vegna þess hve meirihluti stjórnarliðsins var naumur. Hefir aumlegri sjáifsflenging varla sézt á Alþingi. Tekjuafgangurinn í eybsluhítina En auk talna blekkingarinnar er svo allt étið upp, sem hægt er hönd um undir að koma. Fjármálavið- skilnaður fyrrverandi ríkisstjómar var sérstaklega góður. Frá árinu 1958 var um talsverðan tekjuaf- ganga að ræða. Framsóknarflokk urinn lagði til að 25 millj. kr. af honum yrði varið þanriig: 15 millj. kr. til íbúðabyggingalána í bæjum, 5 millj. kr. til veðdeildar Búnaðar bankans og 5 millj. kr. til íbúða lána í sveitum. Þessi ráðstöfun var eðlileg og í samræmi við fyrri ráðstöfun slíks fjár, og það því fremur, sem ástandið í þessum efn urn hefir sjaldan eða aldrei verið verra en nú, þar sem þessi ríkis- stjórn hefir gersamlega vanrækt (að afla byggingarlánasjóðunum , nokkurs fjár, og yfir tvö þúsund ‘ menn biða með hálfgerðar íbúðir eftir lánsúrlausn. En þetta mátti stjórnarliðið ekki heyra nefnt. Það felldi tiilöguna með þegjandi samþykki kommúnista, og þá kveðju ættu husb'yggjendúr að muna.Tekjuafgangurinn var öllum varpað í 'niðurgreiðsluhítina. Og ekki nóg með það. Ríkissjóður átti um 30 millj. kr. hjá Sogsvirkj uninni í ógreiddum tollum. Þessi vonarpeningur er á fjárlögum tal- inn vissar tekjur, og honum á e:nnig að kasta í sömu hallahít, ef hann innheimtist í ár. En talna blekkingin, niðurskurðurinn og og eyðsla tekjuafgangs dugar ekki til. Þá gripur stjórnarliðið til þess ráðs að auka mjög innflutning ó- hófsvarnings vegna tollteknanna, þótt af því leiði skort á brýnustu nej’Zluvqrum. Þar að auki á að hækka bílagjald úr 160% í 250% og auka síðan bílainnflutning, og fá þannig 30 milljónir í útflutn- ingssjóð. Þanni'g er öll fjárlagaalgreiðsl, an ábyrgðarlaus og bot'nlaus og fvrirsjáanlega með stórfelldum greiðsluhalla. Þar koma hvorki fram ný úrræði né sparnaður. Hún er blekking, sem stjórnarliðið ætl að fleyta sér á þangað til búið er að leggja niður kjördæmin og kjósa tvisvar, og þetta er gert í trausti þess, að þær breytingar hindri þjóðina í því að sækja stjórnarflokkana til ábyrgðar fyrir afglöpin. Karl Kristjánsson lýsli þessum aðförum stjórnarflokkanna rétti- lega er hann sagði í ræðu við þriðju umræðu fjárlaganna: „Þessi fjárlagaafgreiðsla mót- ast af stefnu stjórnar, sem hagar sér líkt og maður, sem veit að liann á ekki ?zema ??okkrar vzkur ólifaðar og vonar að liann þurfi ekki að svara fyrir gjörðir þess ara vikna í öðru lífi“. Og enn- fremur: „Hæstvirt ríkfsstjór?? hlýtur að vita l>að, að hún er með þessum fjárlögum að gefa út ávísun, sem ekki er til i????stæða fyrir.“ Svikin í raforkumálunum Við þriðju umræðu fjárlaganna dundu þó yfir enn meiri vátíðindi. Forystumenn stjórnarfloskkanna fóru allt í einu að tala um einhverja nýja raforkuáætlun, sem mundi spara hvorki meira né minna en riálega 90 millj. kr. Við nánri athugun kom í ljós, að undanfarnar vikur hefir með leynd og pukri verið unnið að því að umturna gersamlega 10 ára áætluninni u:n rafvæðingu landsins, svo að jafngildir þvf raunverulega að afnema hana með. öj lu, svíkjast blátt áfnam um að framkvæma haria og fella niS ur úr henni raforkutramkv. fyr'.r hvorki meira né minna en 88 mil.'j. kr. Sást það, að niðurskurður raf orkufjárins í ár er aðeins liður í miklu stærra undanbragðaplani. Áætlunin um rafvæðingu lands ins á 10 árurn gekk í gildi 1951. Framsóknarflokkurinn hafði aðal forgöngu í því máli með stuðn ingi Sjálfstæðisflokksins, sem síð an hefir óspart notað hana sem skrautblóm í þann sparihatt, sem tekinn er .ofan fyrir strjálbýlinu. Þetía er mesta framkvæmd, sem þjóðin hefir ráðizt í, og með henni var hægt að bj’ggja traustasta grundvöllinn undir betrí lífskjör þjóðarinnar. Framkvæmd áætlun arinnar nú er meira en hálfnuð, og í tíð fyrrverandi rfkisstjórna var unnið að þessum framkvæmdum af meiri krafti en áætlunin gerði ráð fyrir, t. d. unnið fyrir um 100 millj. kr. sl. ár. Á, :þe,ss.u ári á hins vegar aðeins að vinna fyrir um 40 milljónir Fó'lkið í landinu er farið að treysta þessat’i átetlun. Mörg byggðarlög hafa þegár feng ið rafmagn samkvæmt henni, en önnur byggt á því að röðin væri að koma að þeim og því yrði ekki haggað. Nú er grundvellinum allt í einu kippt undan áætluninni, henni er umbylt. Þetta eru full- komin svik við þær bvggðir og héruð, sem eftir eiga að fá raf- magnið, og nú á að bjóða þeim allt aðra og minni þjónustu en þeim, sem voru *svo heppnir að lenda í þeim hópi, sem fyrr fékk rafmagnið á meðan áætlunin var haldin. Menn hljóta ,að spyrja, hvar það ríki sé statt,; gem leyfir sér að bjóða þegnunum slíkt órétt- læti, leyfir sér að rjúfa heit sín og áætlanir mcð þessum' bætti. Hætt vií tengilínur Umturnun raforkuáætlunarinn- ar er annars helzt í því- fólgin, að hætta á við eða fresta að. leggja nokkrar helzt'u tengilínur um landið, en þessar línur éru hvorki meira né minna en sjálfur'grund völlur áætlunarmnar uuti' rafdreii ingu um landið. Helztu línurnar, sem hætta á við, eru 'þessar: Tengilína milli Skagáfjarðar og Eyjafjarðar. Lína frá Laxárvirkjun um Norð- austurland. Tengilina milli Laxáxvirkjunar og Grímsárvirkjun.ar. Lína til Vopnafjajqðar, Bakka- gerðis og fjarðanna. sunnan Fá- skrúðsfjarðar frá Grímsárvirkj- un. Tenging Víkur og Mýrdals við Sogsvirkjun. Tenging' Stykkishólms við Rjúkandavirkjun. 1: : Tenging Dalasýslu ,við vatns- aflsvirkjun. í stað dreifingar rafmagns frá ! stórvirkjunum ríkisins með þess- um línum, er nú ráðgert að hressa upp á gamlar dísilrafstöðvar hér og hvar og bæta við nýjum. Frá þeim á svo að láta bæj pg byggðir fá rafmagn. Nú er það, svo, að dísilrafstöðvar reynast, yfirleitt dýrar í rekstri og kosta mikinn erlendan gjaldeyri. Þær vilja bila, og þá er oft rafmagnslaust. Reynsl an hefir líka sýnt, að bæir og byggðjr, sem hafa dísilrafstöðvai, sækja engu minna á að fá teng- ingu við vatnsaflsslöðv.ar , eú þeir, sem ekkert rafmagp hafa. í skýrslu raforkumálaskrifstofunnar um þetta mál er það og skýrt tekið f-ram, að þetta geti ekki talizt frambúðarlausn, tengilínurnar verði að koma síðar. Sljórnariiðið segir líka, að þetla sé aðeins frest- un, þorir ekki að segja meira í bili, en varla leikur á tveim tung- (Framhald á 2. síðu).

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.