Tíminn - 09.05.1959, Blaðsíða 6
6
T í M I N N, laugardaginn 9. ínaí 1959.
-WMmi-
Útgefandl: FRAMSÓKNARFLOKKURINN
Ritstjóri: Þórarinn Þórarinsson.
Skrifstofur í Edduhúsinu við Lindargötu
Símar: 18 300, 18 301, 18 302, 18 303, 18 304.
(skrifstofur, ritstjórnin og blaðamenn)
Auglýsingasími 19 523. • Afgreiðslan 12323
Prentsm. Edda hf. Sími eftir kL 18: 13948
Auka Bretar ofbeldið?
ÞAÐ er bersynilegt á
iTiörgu, að þeir brezkir tog-
araeigendur, sem vilja beygja
íslendinga til undanláts í
tegaradeilunnj eru nú mjög
teknir að óróast. Ástæðan er
ekki sízt sú, að meðal brezkra
togaraeigenda er sú skoðun
óðum að vinna fylgi, að það
sé bæði tilgangslaust og ó-
hagstætt að halda deilunni
áfram. Þessum mönnum er
Ijóst, að íslendingar muni
ekki láta undan og hinn ís-
lenzki málstaður muni fyrr
eða síðar vinna fullan sigur.
Reynslan hefur jafnframt
sannfært þá um, að veiðar
innan íslenzku fiskveiðiland
helginnar eru brezkum tog-
urum ekki eins eftirsóknar-
verðar og af hefur verið látið.
Afkoma þeirra brezkra tog
ara, sem hafa einkum lagt
stund á veiðar undir her-
skipavernd innan tólf mílna
fiskveiðilandhelginnar, er
yfirleitt mun lakari en hinna
sem aðallega hafa stundað
önnur miö, t.d. á Hvítahafi
og við Noregsstrendur. Þýzk-
ir og belgiskir togarar, sem
hafa veitt á íslandsmiðum
utan tólf milna landhelginn
ar, hafa líka yfirleitt aflað
mun betur en brezku veiði-
þjófarnir.
Þá hefur það komið glöggt
á daginn, að mjög örðugt er
að stirnda veiðar undir her-
skipavernd, þegar það bæt-
ist svo við, að togararnir vilja
ekki leita íslenzkra hafna,
þegar þörf krefur, af ótta við
réttmætar refsingar fyrir
brot sín.
Vegna allra þessara á-
stæðna, vex þeirri skoðun
óðum fylgi meðal brezkra
togaramanna, að landhelgis-
deilan við íslendinga sé bæði
tilgangslaus og óhagstæð fyr
ir Breta.
ÆSINGAMENNIRNIR í hópi
brezkra togaramanna virð-
ast hins vegar ekki vilja
hlusta á rödd skynseminnar
og réttlætisins í þessu máli.
Þeim virðist meira í mun að
reyna að kúga íslendinga til
undanhalds frá 12 mílna fisk
veiðilandhelginni, en að
gera það sem er rétt og þeim
sjálfum' fyrir beztu. Þess
vegna reyna þeir nú hvert ör-
þrifaráðið öðru óskynsam-
legra til þess að kúga ís-
lendinga til undanhalds.
Eitt síðasta örþrifaráð
þeirra hefur verið það, að
senda íslenzku ríkisstjórn-
inni þá furðulegu orðsend-
ingu, að þeir skuli virða
fjögurra milna landhelgi, ef
islenzk stjórnarvöld lofi því
að refsa ekkj fyrir brot, sem
eru framin utan við fjögurra
milna svæðið! Þetta þýðir
það í raun og veru, að ís-
lendingar fallist á fjögurra
mílna fiskilandheigi í stað
tólf mílna., eða-m.ö.o. gefist
alveg upp í deilunni. Samkv.
frásögn enskra blaða, hefur
íslenzka ríkisstjórnin svarað
því einu, sem hægt var að
svara þessu fm-ðulega tilboði,
þ.e. að hafna því, og halda
ákveöið fram tólf mílna fisk-
veiðilandhelginni.
Eftir að þetta tiltæki æs-
ingamannanna hafði mis-
heppnazt, hafa þeir bersýni-
lega róið í brezku stjórnina
og fengið hana til að mót-
mæla lögmætum athöfnum
íslenzkra varðskipa innan
tólf míina fiskveiðilandhelg
innar. Mótmæli þessi hafa
enn ekki verið birt hér á
landi, en samkvæmt frásögn
brezkra blaða virðast þau
vera bæði harðorð og ögr-
andi. Að sjálfsögðu verður að
vænta þess, að íslenzka ríkis
stjórnin svari þeim mjög ein
beittlega og hnekki hinum
ómaklegu árásum Breta á ís-
lenzka varðskipsmenn.
TALSVERÐAR líkur benda
til þess, að æsingamennirnir
í hópi brezku útgerðarmann
anna reyni að fá brezk stjórn
arvöld til að grípa til frekari
ofbeldisaðgerða gegn íslend-
ingum, ef það gæti orðið til
þess að kúga íslendinga til
frekara undanhalds. Brezk
stjórnarvöld hafa hingað til
verið svo leiðitöm við þessa
ofstopamenn, að ekki er úti-
lokað, að þeim geti orðið eitt
hvað ágengt í þessum efnum.
Ef niðurstaöan verður á þá
leið, hlýtur áreiðanlega mörg
um íslendingum að verða
hugsaö á líkan veg og útgerö
armönnum og sjómönnum á
Akranesi á síðastl. hausti:
Hvers virði er okkur vest-
ræn samvinna og varnarher
í sjálfu landinu, ef annað
helzta stórveldið i vestræn-
um varnarsamtökum, gerir
sér óþarfan og ástæðulausan
leik að því, að beita okkur
ofbeldi? Hvað getum við þá
annað gert en að prófa til
fullnustu, hvort hin vest-
rænu samtök og varnarliðið
í landinu vilja ekki veita okk
ur fulitingi til að brjóta of-
beldi Breta á bak aftur?
Ef til slíkra atburða kem-
ur, þá duga ekki nein klögu-
mál að hætti smábarna. Það
eina, sem gildir, er að krefj-
ast þess, að styrkleika varn-
arsamtakanna verði beitt
gegn ofbeldismönnunum ef
þeir sjá ekki sitt óvænna og
hætta yfirganginum. Verði
þessum kröfum okkar hafn-
að, höfum við fullnægjandi
upplýsingar um, hver vernd
er að hinu erlenda varnar-
liði, sem dvelst i landinu.
EITT skulu Bretar og aðr
ar nágrannaþjóðir okkar
gera sér ljóst: íslenzka þjóð-
in mmi ekki láta bugast fyr-
ir hinu brezka ofbeldi. ís-
lenzka þjóðin mun ekki
sætta sig við svipaða smán-
arlausn og Danir hafa kúgað
Færeyinga til að fallast á. ís
lendingum er full ljóst, að
þeir þurfa ekki annað en út
hald og stillingu til að sigra
í þessu máli. Meðal brezkra
togaramanna eykst óðum
skilningur á þessu. Aðeins
nokkrir æsingamenn í hópi
Leikfélag Reykjavíkur:
Túskildingsóperan
Höiundur: Bertolt Brecht — Leikstjóri: Gunnar Eyjólfsson
Höfundur þessa leikhúsverks
varð afar kunnur maður fyrir
skáldskap sinn á lífdögum sínum
og sumu af því sem hann hefir
skrifað, er spáð sígildri frægð. ‘
Hér á íslandi er ekki mikil fyrir-
ferð á verkum hans, en samt var
hann bóklæsum mönnum kunnur
áður en Túskildingsóperatn var
frumsýnd i Iðnó nú fyrir skömmu.
Laxness sneri kvæðinu Maria
Farrar á íslenzku og hefir lengra
mál oft orðið frumhöfundi að
minni frægð, en það kvæði Brechts
varð honum hingað komið á ver-
aldarhjarann.
Undirritaður er því miður ekki
kunnugur öðru af verkum þessa
höfundar en kvæðinu og óperunni.
Þeir, sem hafa lesið mikið eftir
hann, 'telja verk hans gjarnan upp
i lexikonröð með nótum, sem út
af fyrir sig eru athyglisverðar.
Sjálfur finnst mér maðurinn mest
einkennandi fyrir orðbragðið, bæði
í kvæðinu og óperunni. Það er eitt-
hvað óskaplega meiningarlaust við
það, þegar hrúgað er upp miklum
svíviirðingum sem hvorki eru látn-
ar höfða til skynsemi eða tiifinn-
inga, heldur eru bara sagðar, og
eigi þær orsakir i því sem er að
gerast; gerist allt með þeim ólík-
indum, að skyldleikinn milli verkn
aðar og orðs bjargar engu heldur.
Svona gaphúslist getur samt sem
áður verið skemmtileg og hún er
afar vinsæl hjá þeim, sem skrifa
um list. Það er nefuilega hægt að
nota hana eins' og biblíuna; skrifa
um hana endalaust; tala um hana
endalaust, og leggja endalaust út
af henni. Engum þaa-f að leiðast
hún; til þess er hún of skemmti-
leg vi'tleysa. Aðeins örfáum er
endalaust sama um hana, en þeir
eru bæði vilrir og hamingjusamir.
Túskildingsóperan er stórkarla-
legt, giróft og meinfyndið verk,
fulLt af öfgum og stærilátum
barnaskap, sem stundum einkenn-
ir þá, sem tala mikið um þjóðfé-
lagsglæpi. Samt er ekki í því
neinn byltingarkenndur æsingur
og heldur ekki hneykslun. Áhorf-
andinn er látinn í frið: og þess
verður tæplega vart, að .verið só
að reyna að hneyksla hann. Hann
hefir kannski hneykslazt fyrir
þrjátíu árum. Nú eru hinar dag-
legu svívirðingar aftur á móti orðn
ar svo mergjaðair, að maður depl-
sr ekki auga, þegar aðaipersónam
Friðriksdóttir — Lucy Brown -
chum — Baráltan
sjálfum verðuir ekki haldið fram
snurðulaust hvcirt eð er.
Helzli paurinn er Makki hnífuir,
leikinin og sunginn af Jóni Sigur-
björnssyni. Jóni tekst vel í þesstu
lilutverki. Það má kar.nski segja,
að hann getri þennan flagara og
margmorðingja heidur virðulegtan
í fasi og ekki nógu fúlmannlegain
í tandliti. Maður get.ur nefnilega
látið sér detta í hug, að ekki íylgi
því neitt sérlega drengilegt yfir-
bragð að skera menn á háls. Um
rödd Jóns þarf ekki að ræða.
Sjálft blómið, hina óspjölluðu
dóttur höfðingja betlaranna, ung-
írú Pollý Peachum, síðar konu
Makka hnífs'. leikur Sigríður Haga-
iín. Hún feir stórvel með hlutverk-
ið og b.iargast ágætlega frá söngn-
im, þótt röddin sé ekki mikiil.
Leikur henn.ar nær alveg nýrri
stærð í þessu gervi, hvað öryggi
og látleysi snertir Það var mjög
gam/an að siá til hennar á köílum.
Jónatan Peachum, faðir hennar,
er leikinn af Brynjólfi Jóhan'nes-
syni. Leikur hans er ekki sérlega
eftirm:nnilegur. Hann gerir samt
lalit siétt og vel, en það er eins og
hann hafi aldrei komizt inn í
- og Sigríður Hagalín — Polly Pea-
um eignarréttinn.
ferð henns'r. Hún er höfuðið, á
skömminni en virðist sem slík
ve-ra alltof ljúf. Manni datt helzt í
hug þeíita ætti að ve.ra göinul og
tan'nhvöss hóra.
Lucý Brown er leikin af Þóru
Friðriksdóttur. Lucý og Poiiý
keppa um_ Makka hníf og verður
það allsöguleg viðureigni. Þóra
leikur hlutverk sitt af miktum skap
hita og gerir skemmtilega fvílráð-
an kvenmann úr þessari Browi’,
án þess að fara yfir markið.
Bófaílokkurinn er einvalalið
Makka hnífs. Þar ber einna mest
á Matthíasi Mvnt, leiknum afÁrna
Tryggvasyni, enda staðgemgill
hans í óprenthæfum málum, þeg-
air hnífurinn er kominn í Old
Bailey. Gerfi bófanna eru yfiirleitt
góð, sérstaklega Baidurs Hólm-
geirss'onar í hlutverki Jakobs krók
fingurs, og allur þeytist fioickur-
iim um sviðið eins og hópur hunda
sem urra, þegar' húsbóndinn sér
ekki en leggjas.t flatiir ef hann
horfir á þá.
Auk bófanna koma nokkrar
skækj.ur við sögu, prestur, lög-
regluþjónar og fimm betiarar
ásamt fógetanum í London. Sést
spyr: Hvað cr að ráða mainn hjá
því að myðra mann. Þessu fylgi'r
svo framúrskarandi hugnæm tón-
list, samin af Kurt Weill.
Loikfólag Reykjavíkur hefir ver
ið skemmtilega stórhuga í því að
velja Túskildingsóperuna tii sýn-
ingar. Þetta verk þurfti og varð
að sýna hér, vegna þess að það
er mikill sögulegur póstur í leik-
list tu'ttugustu aldar. Hins vegar
hlýtur að vera ærnum erfiðleik-
um buindið að sýna svona verk á
leiksviðiniu í Iðinó, en. það var ekki
að sjá, að leikstjóri eða leikara.r
ættu í neinum erfiðleikum með að
gera það, sem þurfti. Sýningiix var
hröð og lifandi og víða mikið lif
í henni. Leikstjórinn, Gunnar Eyj-
ólfs'son, hefir að vísu frekar lagt
áherziu á einstök atriði en að fá
verkinu samfelldan heildarsvip.
Geta verið skiptar skoðanir mn
slíkt, einkum í verki eins og
þessu, þar sem fólk þarf að fara
með „aríur“ um ástamd sitt og
mamnlifið yfirleitt, og leiknum
Jóna'tan Peaebum, hvort sem þar
•veldur hann sjálfur, leikstjórinn,
eða höfundur rull.unn'ar. Kona
hans er leikin af Nínu Sveinsd.,
sem býr til nokkuð snaggaraiega
kellingu, er drífur kvennamáiin á
bendur Makka hníf af miklum
þrótti.
Gerfi Steindórs Hjörleifssonar
sem götusömgvara er gott. Manni
væri fcrvitni á að sjá hvornig
Steindór mundi plumma sig í
stóru hlutverki hjá ströngum leik-
stjóra, sem tæki vel í lurginn á
honum.
Steinunn Bjarnadóttir leikur
Knæpu-Jcnný. Þetta er okkar bezta
revíusöngkona. Knæpu-Jenný hefði
mátt vera fyrirferðarmeiri í með-
á þessari upptalningu, að Brecht
hefir lei'tt persónur á sviðiö, sem
hafa það ekki daglega undir fótUm
á þessum tímum hinna kurteisu
gamanleikja úr enskum teboðum.
Þýðingu gerði Sigurður A. Magn
ússon. Hún er mjög áheyriiag og
víða skemmtilegir sprettir í licmvi.
Það hefir verið mikil kúnst að
þýða þetta verk, svo vel færi, þeg-
ar það er haft í huga, a.ð mikið af
því þairf að felLa að tónlist. Ég
þóttist höggva eftir því að .notáð
\ar ávarpsorðið hérra. í íslefnzku
er þetta ávarpsorð ekki notað í
daglegu tali nema um forseta
landsins og biskupinn. Þegar ensk
ir nota mr., þá höfum við alveg
(Framhald á 10 síðu)
þeirra reyna enn að Halda
deilunni áfram og gera hana
illvígari, í blóra vio varnar-
samtök vestrænna þjóða. Það
mun engu breyta afstöðu ís-
lendinga, en getur hins veg-
ar leitt í ljós, hvers virði
þeim er dvöl varnarliðsins í
landinu og þátttakan i varn-
arsamtökum vestrænna
þjóða.
Bófafiokkurinn ásamt Polly og Makkí hníf.