Tíminn - 09.05.1959, Síða 8

Tíminn - 09.05.1959, Síða 8
B T f MIN N, laugardaginn 9. maí 1959. Ræða Sigurvins Einarssonar (Framhald af 7. síí5u; þjóðanna minnir á þessa fjarstæðu um fornhelgi kjördæmanna. Fund ir Sameinuðu þjóðanna eru að vísu góðra gjalda verðir, en styrk- leikanum hefir þar ekki verið fyr- ir að fara, samanber örlög Ung- verja og Tíbetbúa nú.“ Á þessu er auðséð að Sameign- uðu þjóðirnar eig a ekki sérstak- lega upp á pallborðið hjá þessum hátitvirta þingmanni. tÞær hafa ekki einu sinni vit á að koma á hjá sér hiutfallskosningu. Þær hafa enn þá ekki komið auga á réttlætismálið. Hitt er svo annað mál, sem helzt má skilja á þess- um orðum háttvirts þingmanns að því leyti, sem hægt er að skilja þau, hvort hlutfallskosningar á fuiltrúum til Sameinuðu þjóðanna hefðu komið í veg fyrir atburðnia í Ungverjalandí og Tibet. En þessi forustumaður Sjálf- stæðlsflokksins í kjördæmamálinu nú, háttvirtur 1. þingm. Reykja- víkur hefir ekki alltaf verið sam- kvæmur .sjálfum sér í rökstuðn- ingi sínum fyrir réttlæti hlutfalls- kosninga í stórum kjördæmum. í stjórnarskrárnefnd lagði hann fram tillögu um að landinu skyldi skipt upp í einmenningskjördæmi. Það hefði óneitanlega verið nokk- ur búhnykkui’ fyrir Sjálfstæðis- flokkinn að skipta Reykjavík upp í einmenningskjördæmi, t. d. 17 eins og þá var orðað. Því að þá heíði þessi flokkur getað fengið alla þingmennina og það jafnvel þótt hann hefði verið í minnihluta meðal kjósendanna í bænum. Þetta vat stór hugsjón. Þetta var mikið réttlætismál þá. Nú er það hins vegar réttlætismál þessa sama flokks og forustumanna hans að afnema öll einmenningskjördæmi af því að þau séu svo ranglát. Játnifig Jóns Háttvirtur 2. þingmaður Skag- firðinga var einn af ræðumönnum Sjálfstæðisflokksins við útvarps- umræðuna í Neðri deild um þetta mál. Ræða hans var málefnaleg, hann var sá eini ræðumanna Sjálf stæðisflokksins í útvarpsumræðun um, er leitaðist við að rökstyðja kjördæmamálið. Hann hefir að sjálfsögðu verið til þess kjörinn af flokknum. Málflutningur hans er þvf málflutningur Sjálfstæðis- flokksins, enda var ræða hans birt í Mbl. Það er því skylt að athuga sérstaklega ræðu háttvirts 2. þing manns Skagfirðinga og mun ég drepa á nokkur helztu atriðin, sem mér finnst vera þar athyglisverð. Háttvirtur 2. þingmaður Skag- firðinga kvartar mjög undan því, að Framsóknarflokkurinn hafi ekki f'yrir löngu gengið til samn- inga við fulltrúa þéttbýlisins til þess að tryggja rétt sveitanna, meðan þar bjó fleira fólk og samn ingsaðstaðan var því sterkari. Um þetta sagði þessi háttvirti þingmað ur orðrétt, með leyfi hæstvirts for seta: „Það er engu líkara en að for- ustumenn Framsóknarflokksins hafi istöðugt verið að bíða eftir að samningaaðstaðan við fulltrúa þéttbýlisins yrði sem allra verst fyrir sveitirnar og nú vilja þeir bíða enn tii 1960 eða hver veit hvað.“ Hves-jir voru þessir fulltrúar þétt býlisins, er ]>urfti að ná samning- um við fyrir sveitirnar? Hverjir eru það, sem nú eru orðnir hálfu verri i samningum við sveitirnar af J>ví að sveitafólki hefir fækkað? Eru það ekki fyrst og fremst Sjálf stœðismenn, flokksfélagar hátt- virts 2. þingmanns Skagfirðinga OS J>ar á meðal hann sjálfur, þessir fulltr4ar þéttbýlisins? Og hann tel ur, að samningaaðstaðan sé nú orðin sú versta, sem hún hefir orð ið. í>egar Jcomin er ríkisstjórn, sem Sjálfstæðisflokkurinn styður og ber ábyrgð á og hefir það aðal- hlutverk að leysa kjördæmamálið samkvæmt kröfu Sjálfstæðisflokks ins, þá er samningaaðstaðan orðin sú versta fyrir sveitircar. Þetta er ekki lítil3verð-játning. Harkan Háttvirtur 2. þingmaður Skag- firðinga gerir mjög mikið úr þeirri hörku, er eigi .sér stað í kosningum í einmenningskjördæm um gagnstætt því, er sé í stórum kjördæmum með hlulfallskosnin^ um. í hvaða einmenningskjördæni um ætli það hafi átt sér stað, að komið hafi verið níu sinnum yfir kjördaginn heim á heimili kjós- anda, sem ekki ætlaði sér að kjósa til þess að fá hann á kjörstað? — Þetta hefir gerst í Reykjavík. í hvaða einmenningskjördæmi hefir sjúJdingur verið fluttur 1 sjúkra- rúmi á kjörstað? Það hefir oft gerzt í Reykjavík. í hvaða einmenningskjördæmi hef- ir vanheill kjósandi hreinlega dáið við dyr kjörklefans? Þetta hefir gerzt í Reykjavík. Og má nærri geta, hvort slíkt getur ekki stafað af því, hversu hart er gengið að íólki að sækja kjörfund. Þessi sýnishorn af því, sem ger ist á kjördegi í stóru kjördæmi, gefur til kynna, hvort kosningahit- inn og harkan á undan kjördegi muni ekki vera nokkur. Þó segir i þessi aðalmálsvari Sjálfstæðis- flokksins í þessu máli í háttvirtri Neðri deild við útvarpsumræður, að harkan muni vera minni í stóru kjördæmi en litlu. Háttvirtur 2. þingmaður Skagfirðinga segir í þessari ræðu sinni, að hætt sé við að harkan í einmenningskjördæmi verði svo mikil, að öllum vopnum sé beitt til þess að ná síðustu vafa atkvæðunum. Hann telur hins veg ar ekki hættu á þessu í stórum kjördæmum með hlutfallskosning- um. Eg hefi nefnt hér dæmi. — Hvernig má það vera, að síðustu atkvæði í einmenningskjördæmi séu eftirsóknarverðari en .síðustu atkvæðin í stórum kjördæmunum með hlutfallskosningum? Er ekki öllum það Ijóst, að úrslit kosn- inga geta oltið á einu atkvæði jafnt í stóru kjördæmi sem.litlu? Það er því merkilegra að heyra þett'a frá þessum háttvirta þing- manni, þvi að ætla mætti, að hann myndi, hvað jjerðist í Skagafirði einu sinni. Þá urðu jöfn atkvæði þar hjá tveimur frambjóðendum, svo að hlutkesti skar úr. Þetta var ekki isérstaklega lítið kjördæmi. Þvert á móti eiít af þeim stærstu þá í landinu og þetta var ekki ein menningskjördæmi. Og hvað hefir gerst í Reykjavík? Hefir ekki fólk ið verið rifið upp úr svefni og keyrt á kjörstað til þess að ná siðustu vafaatkvæðunum, eins og þessi háttvirti þingmaður orðar það. Hvenær hefir það gerzt í ein menningskjördæmum? Fjarstæð fuSSyrðing Hv. 2. þingmaður Skagf. seg- ir í þessari ræðu sinni, að í stór- um kjördæmum hafi héruðin miklu sterkari aðstöðu til að koma fram áhugamálum sínum. Þetta sé vegna þess að þar verði þingmenn úr fleirum en einum flokki, en ef þingmaður sé einn fyrir kjördæm- [ ið og lendi í stjórnarandstöðu, séu dæmi til þess, að kjördæmi hans sé látið gjalda þess hjá stjónar- flokknum, svo að þingmaðurinn komi engu máli fram á Alþingi fyrir sitt kjördæmi. Þessi háttvirti þingmaður talar um refsingar af þessu tagi, sem hann þekki a£ 17 ára þingmanns- reynslu. Mér þykir þessar staðhæf ingar hinar furðulegustu. Eg get að vísu ekki dænvt um hvort slík- um refsiaðgerðum hefir nokkurn tíma verði beitt eða -ekki. En þau ár, sem ég hefi setið á þingi, hefi ég ekki séð -örla á slíkum vinnu- brögðum og hefi ég þó bæði verið í stjórnaraðstöðu og stjórnarand- stöðu. Eða hvaða dæmi ætii sé hægt að nefna um það hér á landi að þingmaður í einmenningskjör- dæmi hafi engu máli komið lram á Alþingi af þessum ástæðum? Er það trúleg saga, að nokkrum stjórnarflokki þætti sér henta það, að ætla að svelta þannig kjósend ur í einhverju^ kjördæmi til fylgis við sig eða hvaða líkur eru til þess að kjósendur inyndu snúast til fyigis við slíkan flokk, því að allir flokkar vilja ávinna sór traust kjósenda. Mér finnst þessi full- yrðing háttvirts 2. þingmanns Skagfirðinga eitt hið fjarstæðu- kenndasta í ræðu hans. Eg vil minna á störf háttvirtr- ar fjárveitinganefndar Alþingis. Sú nefnd fer með einhver hin allra þýðingarmestu mál og þá ekki sízt hin viðkvæmustu ha.gs- munamál hinna einstöku kjör- dæma. Þessi nefnd fær til með- ferðar óslcir og margs konar er- indi frá hverjum einasta þing- mann og meira og minna brenn- andi hagsmunamál hvers einasta kjördæmis. Ef stjórnarflokkur hugsar sér að beita eitthvert kjör- dæmi þeim fantabrögðum, er hv. 2. þm. Skagf. talar um, þá er sann arlega tækifæri til þess innan fjárveitinganefndar. Eg vil því spyrja: Hvenær liefir það komið fyrir, að þingmaður einmennings- kjördæmis hafi ekki komið fram einu einasta máli í þessari nefnd eða á Alþingi yfirleitt? Hver vill taka að sér að nefna dæmi um það? Einstætt ofstæki Þá segir hv. 2. þingmaður Ska.g- firðinga orðrétt, með leyfi hæst- virts forseta: „Því er mjög haldið á lofti af Framsóknarmönnum að með hlut- fallskosningum í stórum kjördæm um rofni núverandi persónutengsl milli kjósenda og þingmanna þeirra, þ. e. samflokksmanna þing mannsins í kjördæminu. En hvað um þann fjölda kjósenda, sem tel- ur sig ekki eiga neinn þingmann í sínu kjördæmi heldur andstæð- ing, sem hann væntir einskis af og sízt til góðs fyrir sig og sín málefni.“ Eg vil benda á, að þessi klausa úr ræðu háttvirts 2. þingmanns Skagfirðinga lýsir ekki aðeins hugsunarhætti hans heldur'talar hann hér fyrir flokk sinn, Sjálf- stæðisflokkinn, og túlkar þann hugsundarhátt, sem þar ræður ríkjum. Ætli einhverjum ofbjóði ekki það hyldýpi flokksofstækis, sem lýsir sér í þessum orðum háttvirts þingmanns. Samkvæmt þessu ættu Framsóknarmenn t. d. á Snæfells- nesi að líta svo á, að þeir eigi engan þingmann heldur andstæð- ing, sem þeir vænta einskis af nema ills eins fyrir sig og sín mál- efni. Þannig ættu þá Framsóknar- menn að líta á háttv. þingmann N-ísf., háttv. þingmann V-Skaftafs. og háttv. þingmann Vestmanna- eyja svo að ég nefni dæmi. Þetta gefur til kynna, hvernig Sjálf- stæðisflokkurínn ætlast til, að flokksmenn hans líti á þá Fram- sóknarþingmenn, sem sæti eiga á Alþingi fyrir einmenningskjör dæmi. Þótt þessi kenning sé for- ustuliði Sjálístæðismanna í Morg unblaðshöllinni lögmál, sem þeir heimta að liðsmenn þeirra brjóti ekki, þá hafa þeir ekki enn þá fengið liðsmenn sína út um land til að trúa á þessa kenningu, hvað þá fylgismenn annarra flokka. Eg hefi aldrei haft spurnir af alþing ismanni sem ekki hefir reynt að beita sér fyrir hagsmunamálum síns kjördæmis, hverjir sem nytu góðs af framgangi þeirra mála inn- an kjördæmisins. Hitt er svo aft ur á móti nokkurs konar gesta- þraut, hvernig t. d. sjálfstæðis- þingm. í eiir/nenningskjördæmi getur komið fram hagsmunamáli kjördæmisins á Alþingi, án þess að nokkrir andstæðingar hans í kjördæminu njóti góðs af því. En þetta yrði hann að gera, ef nokkur heil brú er í þessum mál- flutningi þeirra Sjálfstæðismanna. Það er furðulegt, að gamall og reyndur þingmaður skuli halda því fram f'yrir hönd síns flokks, að andstæðingar þingmanns í eiri menningskjördæmi telji sig engan þingmann eiga, heldur andstæð- ing, sem þeir vænti einskis af og sízt til góðs fyrir sig og sín málefni. Svo á þetta að vera rökstuðningur fyrir því, að leggja verði iiiður öll einmenningskjördæmi í landinu. Afskekktu Háttvirtur þingmaður víkur að því í þessari sömu ræðu, að hann hafi orðið þess var, að menn bú- ist við, að afskekktár sveitir og sýslur verði útundan og.:afræktar, þegar stóru kjördæmin éru komin til. Var það furða þótt háttvirtur þingmaður yrði þessarar skoðunar var? En hann hefir svar við þessu. Ef einhver einn af hinum 5—6 þingmönnum stóra kjördæmisins verður þess var að hinir 4—5 ætli að vanrækja einhverja svcit eða sýslu í kjördæminu, þá hlýtur hann að nota tækifærið og leggja rækt við þetta fólk til að afla sér kjörfylgis. Það er eins og háttvirtur þing- maður hugsi sér þetta líkt og kind ur við jötu. Ef ein kindin afétst, þá kannske hún vilji það, sem hin- ar skyldu eftir. Ef einn þingmað ur af 5 í stóru kjördæmi nýtur sín ekki á Alþingi fyrir ofríki þeirra, er aðalfylgið hafa innan þéttbýlisins í kjördæminu, þá kannske hann vilji fara að sinna málum hinna aískekktari sveita eða sýslufélaga', sem hinir hirtu ekki um. Ef einhver þingmaður flyti inn á þing þannig á kjör- fylgi í afskekktustu hygðarlögum kjördæmisins, gæti þá ekki komið til framkvæmda þessi flokksregla sem háttvirtur 2. þingmaður Skag firðinga hefir túlkað svo mjög í ræðu sinni, að slíkur maður kæmt ekki máli frarn á Alþingi fyrir of- ríki hinna er höfðu aðalfylgið þar, sem flest var fólkið í þéttbýlinu. Hitt hleypur svo þessi háttvirti þin.gmaður alveg yfir að allir fram bjóðendur í stóru kjördæmi leggi höfuðáherzlu á að afla sér kjör- fylgis, þar sem flest fólkið býr innan kjördæmisins af því að þar er mest að vinna og þess vegna verði dreifbýlið útundan. Það er ekki sízt þetta, sem fólkið í ein- menningskjördæmunum sér og 'skilur, að verður afleiðing kjör- dæmabyltingarinnar. Og þetta skil ur háltvirtur 2. þingmaður Skag firðinga það getur ekki farið hjá því, enda er hann ekki alveg á- hyggjulaus í þessu efni, Ef út af kann að bera með umhyggju þing manns í stóru kjördæmi fyrir á- hugamálum afskekktari byggða eða sýslufélaga, þá hefir hann ráð að kenna mönnum. Hann segir orð rétt í ræðu sinni með leyfi hæst- virts forseta: „Loks hafa jafnvel lítil byggðar •lög handhægt og áhrifamikið ráð, sem ég veit til, að hefur verið beitt til að koma fram áhugamáli, sem full.trúum byggðalags þótti haf dregizt um of. En það var, að mynda almenn sarntök og tilkynna þeim frambjóðendum, er mest áttu í hættu, að enginn kæmi það an á kjörstað nema þeir skuld- bindi sig til að koma þvi fram, er þeir kröfðust.“ Hvað er það, sem raunverulega felst í þessari ráðleggingu hv. 2. þm. Skagf.? Það er cinfaldlega þetta, Það er viðbúið, að afskekkt ari byggðarlög í stóru kjördæmi verði vanrækt, en þá skuluð þið kjósendur góð!r hafa mín ráð, til kynnið þið framhjóðendnm, að þið ætlið ekki að kjósa , nema þið fáið ykkar mál fram. Farið þið hara í verkfall. Notfærið ykkur lcosti ein- mennings'kjördæmisins að standa sér til þess að reyna að knýja fram ykkar mál, þegar þið cruð orðnir aðeins brot úr stóru kjör- dæmi, og ef svo kynni að í'ara, að ykkar mál stríði gegn hagsmunum annars héraðs í kjördæminu, *svo að engir frambjóðendur þori að lofa ykkur fylgi í málum, þá sitjið þið bara heima, kjósið ekkert, ger ið verkfall. Neðar á listanum Þetta var ráðið, að afsala sér kosningréttinum, þessum þýðing armikla rétti í lýðfrjálsu landi, sem er grundvöllur lýðræðis og þing- ræðis. Og hv. 2. þm. Ckagf. gerir ráð fyrir því, að til slíkra örþrifa ráða þurfi menn að grípa í af- skekktari héruðum, því að annars væri hann ekki að kenna mönnum þetta ráð Þá talar hv. 2. þm. Skag f. um það í þessari ræðu, að til framboðs í einmennmgskjördæmin séu menn iðulega sóttir til Reykja víkur, en með hlutfallskosningu í stórum kjördæmum muni þetta breytast Það verði hægt að haí'a frambjóðendur úr héraðinu neðar á frainbo‘5sIistanum. EftLr þessu að dæma telur hv. þm. mjög hæpið fy'rir heimamann í einmesnnings- kjördæmi að vera þar í framhoði sennilega af því að hann verði að standa eirm fyrir sínu máli og í stóru kjördæmi með hlutfallskosn ingum verði líka þaulvanur stjórn málamaður að verða efstur á 'listá, þó að hann sé úr Reykjvík, en heimamenn geti komið neðar á list imurn. Ekki veit ég, hvort á að taka þetta sem einhverja vísbend- ingu um það, hvernig Sjálfstæðis menn munii raða mönnum á fram bo'ðslista sína í hinum væntanlegu stóru kjördæmum. En hittr verð 'ég að segja, að þarna er heimamönn uaura ekki ætlaður of stór hlutur inn. Eins og ég hefi drepið á, telur hv. 2. þm. Skagf. ekki mikils virði hin persónulegu tengsl mil'li þm. og kjósanda í einmennirigskjör- dæmum. En áðrir hv. þm. Sjálf- st'æðisfl. hafa hins vcgar talað um, að samgöngur séu nú orðnar svo góðar í landinu, að þessd tengsl igeti haldist. þótt stóru kjördæmin komi til. TengsSin við þing- mennina í þessu efni vil ég nefna Rarða strandarsýslu, því að þar «r ég kunnugastur. Um 20—30 ára 'skeið hafa þingmenn þessa kjördæmis haft sérstaklega náin tengsl við kjósendurna þar. Þó er þessi sýsla einhver hin erfiðasta á landinu yf- irferðar. Hún er meira og minna sundurskorin af 15 fjörðum. Til þess að komast í allar byggðir sýsl unnar er yfir 11 fjallgarða að fara, en þar að anki er eitt sveltarfélag ið í eyjuiri á Breiðafirði. AUir þjöð vegir sýslunnar milli héraða eru lokaðir frá hausti til Vors. Þrátt fyrr alit þetta hafa þm. þessa ikjörd. lagði það á sig að hafa sam- band við kjósendur með því að halda Iandsmálfundi í hverju ein asta sveitarfélagi á hverju ári. Þeir hafa aivk þess lagt leiS sína á svo að segja hvert sveitarheim ili sýslunnar etnu sinni til tvisvar á hverju kjörtimabili. Hvernig verð ur svo aðstaðan fyrir þingmenn hins væntanlega Vestfjarðarkjör- dæmis að halda uppi svona nánum tengslum við kjósendur í hinu stóra kjördæmi? Auðvitað er það með öllu útiiokað. Svipaða sögu er að segja um önn ur sýslufélög á Vestfj. Tengsl- in milli kjósenda og þingmanna eru að mikiu leyti úr sögunni með þessari kjördæmabreytingu. ög þetta hlýtur að vera líka einn még intilgangurinn með kjördæmabylt ingunni að draga sem mest úr 'á- hrifum emstakra byggðarlaga ' á gang mála á Alþingi. Það á að aitnnka áhrif dreifbýlis til hags- bóta fyrir þéttbýlið, að koma sem mest í veg fyrir það, sem forsvars menn þessa máls kalla hrepþa- pólitík, það er, að einstakh' kjós- endur, einstök byggðarlög og jafn \rei einstök sýslufélög geti heitt á- hrifum sínum á gang mála með beinum og nánum tengslum við þingmann sinn. Þessu á ,að ná með nógu stórum kjördæmum, sem eiig in einstakur þm. nær yfir til ná- inna kynna við ikjósendurna. Fyr- ir 17 árum sóru þeir flokkar, fyrir það sem nú beita sér fyrir þessari hyltingu, að slíkt tilræði jTði fram ið við byggðir þessa larids, en iui eru þeir samt að framkvæma það og kalla það réttlætismál. Lokamarkið Eftir hæfilegan tíma er þes*su:n flokkum fylHega til þess tirúandi að segja sem svo, að þessi átta stóru kjördæmi hafi élcki náð til gangi sínum. Þau eru svo misstór, að ekki er við það unandi. Það eru svo miklu færri kjósendur á hak við hvera þm. í einu þeirra á móts við annað, að þeasu verð- ur að breyta. Það er réttlætismál að gera landi allt að emu kjör- dæmi. Það er iíka svo mikllí mun ur á því fyrir kjósendurna í land inu að geta snúið *sér tll sexthi þm. með erindi sín i staðinn fyrir fimm tii sex. Þeir sem ekki vilja fylgja því réttlætismáli að gera (Framhald á 9. síðu)

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.