Tíminn - 30.05.1959, Side 4
i
T f M I N N, laugardaginn 30. maí 1959,
il“ og „skaðleg" eiturlyf
Laugardagskvöldið 9. þ. m. hirti
lögreglan tvjer stúlkur af götum.
vesturbæ'jarin.s. Önnur þeirra var
flutt á lögreglustöðina, hin á slysa
varðstofuna og hin fyrrnefnda
einnig á slysavarðstöfuna eftir að
lögreglunni þótti ,sýnt að þær
hefftu báðar neytt citur eða deyfi
lyfja á samkundu með hermönnum
í Kamp Knox í þessu samhandi
nafngreindi Önnu'r .stúlkan „Jerry“
og talaði um áð hann hefði gefið
sér sprautur. Síðan töluðu stúlk
urnai- _saman á ens'ku, minntust
á ,,Jerry“, önnur þeirra hafði yfir
símanúmer hans oig síðan á-
núnntu þær hvor aðra um, að þær
skyldu aldrei segja lögreglunni
sannleikann um málið. Lögreglu
maðlir, sem flutti s'túlkurnar og
sat yfir þeim á slysavarðstofnni,
fanri ekki áfengislykt af þeim.
Efnarannsókn til að ganga úr
skugga um hvort stúlkurnar væru
undir láhrifum eilur eða deyfi
lyfja fór-ekki fram.
Síðan vor þær fluttar á lög-
reglustöðina og þraðam Jaumuð
ust þær brott.
Svo liðu sunnudagur og mánu-
dagur og á þriðjudagsmorguninn
'barst skýrstan um þenmflin atburð
til rannsóknarlöigregiunnar. Á
nviðvikudag voru stúlkumar og
kona úr samkunduhúsinu í Kamp
Knox teknar til yfirheyrslu. Þær
lýstu samkvæminu, kváðust ekki
þekkja hermennina og sögðu folátt
ófram, að þær hefðu aldrei neytt
neins sem kailast mætti eiturlyf.
Ástæðan fyrir því .að þær kom
ust í hendur lögreglunnar hefði
verið áfengisneyzia.
Ekki er kunnugt hvort Stúlk'
urnar og kona þessi sammældusf
um framburðinn áður en þær voru
teknar til yfirheyrslu. Hitt er vit-
að, að heimili stúlknanna eru
skammt hvort frá öðru og að það
an vestur 1 Kamp Knox er um
hálftímaferðalag með' stræti.svögn
um. Hálfur fjórði sólahringur virt
ist riægur fyrirvari til slikrar ráð
slefnu.
Tilraun til að grennslast' fyrir
um hermennina frá samkundunni
og yfirheyra þá var ekki gerð af
■hálfu rannsóknarlögreglunnar.
„Að rannsókn lokinni"
Ummæli dagblaðsins Ví.sis um
eiturlyfjamálið eru tilefni þess að
undirritaður sér ástæðu til að
rifja þetta upp. í foryst'ugrein.
briðjudaginn 9. þ. m. segir blað
ið um mál stúl'knanna:
„Virðist sannað að rannsókn
iokinni, að þarna. hafi ekki verið
um eiturlyfjaneyzlu að ræða, held
ur hafi .stúlkurnar neytt svo mikils
áfengis, að þær urðu ósjólfbjarga,
og er slí'kt', því miður, ekki ný
bóla í' þessu mikla menningar-
landi.“
í sömu forystugrein segir, að
S'kylt sé að rannsaka slíkt mól ofan
i kjolinn. Það væri fróðlegt að
vita af hvaða áslæðum iblaðið vill
sanna lesendum, að þarna hafi
ekki verið um eiturlyfjaneyídu
að ræða eftir slíka ofaní-kjölrann
sókn.
A að trúa því sem Vísir trúir?
Álit bæjarfulltrúans
Á fundi bæjarstjórnar, fimmtu
daginn 2. þ. m., kvaddi Þórður
Björnsson, bæjarfulltrúi, sér
hljóðs og ræddi breytingar á skip
an iögreglumóla í borginni. Tillög
ur Þórðar voru þes.s efnis, að
rannsóknarlögreglan og götulög-
regla yrðu færðar undir eina
stjórn svo riánara samstarf mætti
takast milli þessara deilda. Rann
sóknaríögregla yrði sett á va'kt
ailan sólarhringinn og í framhald.
af því kæmi til athugunar, hvort
nauð^ynlegt væri, að einnig yrði
á næturvakt fulltrúi rneð dóms-
vald til að fella úrskurði um
rannsóknir og annað, sem nauðsyn
’iegt’ teldist að gert væri tafar-
Jaust.
Fulltrúinn sýndi framá afleið
ingar þess að tvær aðaldeildir Iög
reglunnar heyrðu undir sinn hvorn
embættismann, lögreglu.stjóra og
sakadómara. Þet'ta hefði haft það
I för með sér, að störf þessara
deilda væru ekki eins samræmd
og skyldi. Af þessu hiytust oft
vandkvæði við upplýsingu mála,
þar sem aðgerðir lögregludeild-
anna færu ekki .nægilega saman,
rannsóknarlögreglan fengi málin
stundum ekki í hendur fyrr en þó
nokknt eftir að brotin gerðust,
en ýms brot væru þannig, að þau
þyrfti að rannsaka þegar i stað, ef
takast ætti að upplýsa þau sem
skyldi. FuUtrúinn fór ekki dult
með; að rannsókn eiturlyfjamáls
ins svonefnda væri tilefni þess að
hann hreyfði þessu máli nú.
Starfsskilyrði rannsóknar-
lögregiunnar
Undirritiaðttr hefur itm nokkwrt
skezð haft íækifæri ,til að kynna
sér starf og starfsskilyijð'i rann
söknarlögreglunnar. Honum er
kunnugí, a'ð rannsóknarlögreglu-
menn er sinna almennum mál-
um eru aðeins fjórir. (Auk
yfirlögregluþjóns og tveggja
varðstjóra). Lesendur geta
borið þá tölu santan við í
búafjölda bæjflrins. Þá er kunn
ugt að luisnæði rannsóknariög-
regluiuiar leyfir ekki fleira
starfsfólk en þar er fyrir. Rann
sóknarlögreglan neyðisí til fflifl
sinna hinum smávægilegusíu mál
um. Sem dæmi ntá nefna óhreink
un á fatnaði, þegar borgarinn
fær á sig slettur frá umferð bif-
reiða og vinnuvéla. Stolin verð-
mæti allt niður í sólgleraugu.
Fáránlegar umkvartanir, sem
koma starfi rannsóknarlögregl-
unnar ekki við. Leigubifreiða-
stjórar kæra, ef þeir eru sviknir
um startgjald og nokkrar krónur
og starfsmenn rannsóknarlögregl
unnar verða að gera hlé á þýð-
ingarmiklum störfum til að sinna
fólki sem hefir orðið fyrir smá-.
sköðum. Slík mál hrúgast á rann
sókriárlögregluna og þótt menn-
irnir séu duginiklir og vel að
vilja gerðir viiuist þeim ekki
tími til að sinna alvarlegri mál-
um sem skyldi, þvi ómerkilegar
klaganir trufla starf þeirra.
Þar sem svona er máhnn hátt
að er líklegt að eitfhvað verði
aö sitja á hakamun.
Vísir rannsakar
eiturlyfjamálið
Miðvikudaginn 27. þ. m. fer Vísir
á stúfana og rarinsakar eiturlyfja-
málið. Fréttam. blaðsins ræðir við
lækna, lyfjafræðinga, rannsóknar
lögreglumenn og' fléiri. Greínin
er þanin yfir tvær .síður og gott
þetur. Svör lækna og lyfjafræð
inga eru mjög á þá íund, að eftir
.spiirn eftir þossum lyfjum sé,- að
mitinka. Einn segir:
„Eg .get eiginlega ekkert um
þetta sagt. Mér finnst þetta vera
svo mikið að minnka: Það var um
tima, fyrir nokkrum árum, að
maður hafði varla frið fyrir þess
um körlum. Það er eiginlega ekk I
ert um þetta núna. Að minnsta 1
kosti ekki hérna hjá ok'kur.“.
(Ummæli lyfjafræðings.)
Hjá lækni: „Hér var svipaða
sögu að heyra og hjá .hinum lækn '
inum. Fyrir nokkrum árum hafði
hann varla frið fyrir mönnum,
sem reyndu á allan hátt að gabba
út úr honum örvunar- og deyfi-
lyf. — Hann rak þá á dyr og nú
kemur það varla fyrir.“
Þá kemur fram að elíkum lyfj
um hefur verið stolið í lyfjaverzl
'unum. Einnig eru menn þeirrar
skoðunar að þeim sé smyglað inn
í stórum stíl. Hér sé um örvandi
lyf eins og amfetamín og ritalín
að ræða, ékki „eiginleg eiturlyf"',
þau séu of dýr. Neytendurni,. séu
rónar og unglingar, sent umgang-
ist þá.
Rannsókriarlögreglan fortelur
blaðinu að lyfjunum sé vafalaust
smyglað, en það hafi ekki tekizt
að sanna það.
„Skaðlítil eiturlyf"
Það er ef/irtektarvert a'ð þeir
aðilar, sem blaðiíj ræðir við,
viZja mjög halda því frain, að
Jóhanni Hafstein svarað
þessi örfandi lyf séu ekki „raun-
veruleg eifurlyf." Læknir, „sem
hefur kynn,t sér málið vel“, segir
þó um amfetamínista:
„Amfetamínistar eru andlega
óheilbrigðir. Þar er það ekki lík
aminn sjá/fur sem krefst lyfsins
lieldur hömluleysi heflans. Slíkir
menn þurfa svo áv.VIt sfærri og
sfærri skamm,ta, fil þess að lyfið
hafi tflæfluð áhrif, þangað tii
ofneyzlan verður hætíuZeg." —
Lyfjafræiðingur tekar í sama
sfreng.
Hjá víðmælendiím blaðsins
sýnist ákve'ðin filhneyging að
tfflZa inn skaðiíffl örvandi lyf og
deyfilyf annars vegar og skaðieg
eiturZyf Jiin’s vegar. Þó viður-
kenna þeir, að ofneyzla fyrr-
greZndra lyf ja sé hættnleg. Vifnö
er að lyfjaverzlunum ber skylda
til að halda skrá yfir þa, sem
fá þar ritalín, amfetainín ped-
hefín o. s. frv. út lyfseðla Er hér
þá um skaðZítil eifurlyf að
ræða!?
Um liitt hvort ncyz/a þessara
lyfja bjóði heim neyzlu annarra
sterkari effir að þau eru hæ.tf að
hafa filætluð áliríf ncma í stór
skömmtum, cr hvorki spurt né
rætt í blaftinp |
Þá er athygli.svert, að því .skuli
vera foaldið fram, að ueytendur
lyfjanna séu. ílestir svokallaðir
rónar, sem eiga ekki málungi mat
ar og unglingar, sem umgangist
þá. Skammt er að minnast að hér
aðsdómslögmaður og háttskrifað
ur ipólitíkus var hnepptur í varð
hald fyrir tilraunir til að svíkja
út pédhet'ín (lyf af morfínættinni)
í lyfjabúðum. Gæti ®keð að fleiri
„betri toorgarar1' bættust í lest-
ina?
Þá er og eftirtektarvert, að lækn
ar og lyfjafræðingar segja hlað-
inu, að áslcókn þessara lyfjaneyt-
enda ,sé nú mjcg að minnka, en
fyrlr nokkrum árum hafi þeir ekki
haft frið á sér. Meina þeir að
neytendurnir hafi bara vanið sig af
því eða að eftirspurriin hafi færzt
yfir á smyglið? 'Rannsóknarlög-.
reglunni foefur ekki tekizt að
isanna það.
Niðurstaða Vísis
Niðurstaða hlaðsins eftir mikið
erfiði og viðtöl ú't <xg suður er í
stuttu máli þessi: Sennilegt að
nokkur hópur manna Jíklega inn
an við 100, neyti amfetamíns og
svipaðra lyfja að .staðaldri. Neyt
endurnir rónar og unglingar. Lyfj-
unum smyglað inn að nokkru ráði.
'Læiknar og lyfsa'lar varir um sig,'
en misjáfnlega .strangir og ein-
staka óþarflega .greiðvi'knir, „Eig
inlég eiturlyf“' hugarburður.
Þá hefur Vísir í annað sinn tek
ið að sér að bera sannanirnar á
'borðið og hver þarf að efasl um,
það isem Vísir trúir?
Þótt niðurstöður blaðsins væru
réttar í öllu og einu og viðmæl-
endur þess hefðu eftir beztu vit
und sagt því sannleikann og
ekkert nema sannleikann má full
yrða, að ástæða sé til að vera á
varðbergi gegn eiturlyfjaneyzlu í
þjóðfélagi, þar sem jafnvægið er
fyrirlitið, spennan eftir.sótt og
hömluleysi 'heilans þjónkar mann
skepnuna.
Baldur Óskarsson.
Gerpir með 410
lesta afia
Neskaupstað í igær. — Togarinn
'Gerpii' kom hingað í gær með 410
lestir af karfa af Nýfundnalands
miðum, sem fór að mestu í vinnslu
í írystihúsum hér, en nokkur
hluti aflans var þó fluttur á bíl-
um yfir Oddskarð til Eskifjarftar.
Mun þetta aflamagn Gerpis vera
eitt hið mesta, sem íslenzkur tog-
ari hefir flutt að landi úr einni
veiðiferð. VS
í framsögu um kjördæmamálið,
sem Jóhann Hafstein, alþm., flutti
á landsfundi Sjálfstæðismanna í,
vetur og hirt var í Mbl. 24. marz'
s.l„ er talað um undirskriftir úr
þremur hreppum N-Múlasýslu,
er Páll Zóphóníasson, alþm. hafi
þá verið nýbúinn að leggja fram
á lestrarsal Alþingis. Tilgangur.
inn með tindirskriftunum var sá,
að mótmæla fyrirhuguðum breyt,
ingum á kjördæmaskipuninni.
Þingmaðurinn lætur að því
liggja, að fólk hafi verið látið
skrifa nöfn sín á umrædd iskjol,
og heldur síðan áfram efnislega á
þessa leið:
Nii langar mig til að kynna ykkur
eitt sýnishorn þessarar iðju. Úr
Fljótsdalnum er eitt blað með
nokkrum nöfnum, án yfirskriftar,
en undir nöfnunum stendur: Ég
skrifaði þessi nöfn inn á aðaL
skjalið, en eiginhandarundirskirft-
ina er hér að isjá. Og hver er þessi
ég, spyr þingmaðurinn? Jú, það
er bara einhver ég, sem fyrst býr
til undirskriftir, hefur svo senni-
lega fengið bakþanka og hugsar
sem svo, að líklegra sé vissara að
fara og tala við fólkið, og lætur
það þá skrifa á annað bl'aS og send
ir það til Alþingis. Svo mörg eru
þau þingmannsorð.
Nú vil ég upplýsa þingmanninn
um, að þessi „ég“, sem hann talar
svo mjög um, og sem mér fannst
nú ekki skipta megin máli hver
væri, heitri' Jörgen Sigurðsson og
á heima á Víðivöllum fremri í
Fljótsdal. Og nú skal ég skýra
hvernig á því stóð, að ég skrifaði
nokkur nöfn inn á undirskriftar.
skjalið, en lét. fylgja með, sem
sönnunargagn, blaðið, sem fólkið
ritaði nöfn sín sjálft á.
Þegar kemur nokkuð fram í
Fljótsdalinn, skerst hann sundur í
tvo dali, isem foeita Suðurdalur og
Norðurdalur, og á ég heima í
þeim fyrrnefnda. Þegar þetta m
rædda undirskriftarskjal var á
ferðinni, sá ég um að' koma því
um hreppinn og sendi það fyrst í
Norðurdalinn. Meðan skjalið var
þar, frétti ég af manni framan úr
Suðurdal, sem var á leið út í sveit.
Setti é.g mig í samband við hann,
sagði honum frá efni yfir.skriftar.
innar og bað 'hann að safna nöfm
um þeirr-a manna á skjalið, er
hann hitti, og yfirskriftinni væru
t«möKi!:::a!!8J8amsa!a!«t
samþykkir. Bað ég hann jafnframt
að athuga um að fá leyfi þessa
fólks til þess að ég mætti síðan
færa nöfn þess inn á aðalskjalið.
Þannig er þá þessi saga.
Ég neita því harðlega, að ég
hafi stolið nafni nokkur.s manns
á ummrætt skjal. eins og Jóhann
Hafstein gefur til kynna í spjalli
sínu, og tel slíka aðdróttun ósæmi-
lega af manni, sem á að heita
ménntaður og er Alþingismaður í
tilbót. Hér átti sér engin „smöl-
un“ stað og enginn var „látinn“
skrifa undir. Fólki hér í hreppi
verður ekki smalað eins og fénaði
í rétt, og það verður ekki heldur
látið skrifa nafn sitt nema það
isjálft vilji. Það er sjálfstæðara f
hugsun, orði og athöfn en svo,
að það verði gert. og þannig held
ég að það sé með sveitafólk yfir-
leitt og vonandi landsmenn alla.
Það er enn fremur ósatt, að yfir.
skriftin á þessu margumrædda
skjali hafi verið send sunnan úr
Reykjavík og hingað austur. Hún
er samin og skrifuð af manni, sem
á heima á Fljótsdalshéraði, unn-
anda íslenzkra sveita og fólksins,
sem þar býr.
Jóhann Hafstein hefur borið á
brýn þessum „ég“, sem reyndist
vera Jörgen Sigurðsson, nafna.
fölsun og ósannandi. Stundum er
sast, að maður ætli ekki. öðrum
það, sem maður á ekki til sjálfur
og öfugt.
Ég get skilið, að þingmaðurinn
óttist dóm fólk’sins utan Reykja.
víkur í því máli, sem hann og
hans flokkur hefur nú hruggað,
breytingu á kjördæmaskipun og
kosningafyrirkomulagi, en það af-
sakar ekki þá framkomu, sem
hann hefur látið sér sæma aS
sýna.
Eitt vil ég að lokum taka fram
í sambandi við þessa undirskrifta-
söfnun: Ég náði ekki til allra, sem
ég vissi þó að mundu vilja skrifa
undir, því þeir voru staddir utan
hreppsins þegar skjalið var hér á
ferðinni. í Fljótsdalshi'eppi erU
um 140 manns á kjörskrá. ÓMklegt
þykir mér að Sjálfstæðisflokkur.
inn fái nema 15—20 atkv. af þeiin
við Alþingiskosningarnar í vor til
styrklar því máli, sem kosið verS.
ur um: kjördæmabreytingunni.
Jörgen Sigurðsson.
::tíí«amma
Aðalfundur
Aðalfundur NemendasamMands Samvinnuskólans
verður haldinn á nemendamótinu í Bifröst sunnu-
daginn 7. júní kl. 10.00 f. h.
Venjuleg aðalfundarstörf.
Stjórnin.
.matmimtHimtmmmmtmmmianatmxmtimimmanntmmmmaam’!
Nemendamót
Nemendasamband Samvinnuskólans heldur fyrsta
némendamnt sitt að Bifröst dagana 6. og 7. júní n.k.
Lagt verður af stað frá Sambandshúsinu kl. 13,30
ij á laugardag.
•«
tj Fjölbreytt dagskráratriði.
!: Matur og gisting á staðnum.
Þátttaka tilkynnist sem allra fyrst til Magneu Sig
B urðardóttur, Starfsmannahaldi SÍS.
amtatttataatatmmaaaaaattmamatatamaimaaattatatmamataa
,AV.W.W.V/AV.VA%V.V.V.,.W.<,V,WWAW/.,.V.1J
í
% Innilegar þakkir til allra þeirra nær og fjær, sem
£ minntust mín á sjötíu ára afmæli mínu hinn
20. maí s. 1.
i; Oddný Guðmundsdóttir.
í
WUWW.W.V.VAW.V.V.W.W.V/AW.V.VðAWiWW