Tíminn - 30.05.1959, Blaðsíða 5
r í M IN N, laugardaginn 30. maí 195í»
5
<
Reykjavík sigraði Akranes 4
Er bæjarkeppnin í knatt-
spyrnu milli Reykjavíkur og
Akraness hófst kl, 20,30 s. 1.
fimmtudag, var völiurinn
orðinn mjög blautur og
höfðu poilar myndazt, eink-
um við austurjaðar vallarins,
enda hafði rignt svo til sleitu
laust frá hádegi.
Þrátt fyrir hinar slæmu aðstæð-
ur höfðu ca 3000 manns heiðrað
leikmenn og dómara með komu
sinni, og létu ekki á sig fá þó enn
rigndi drjúgt.
ÚrvalsZeikur — AfmæZisIeikur.
Leikur þessi var auk þss.s að
'SíWi!
Óvenjwlega skemmtilegur vorleskur — Guðión
Jónsson skoraíi }>rjú mörk Reykjavíkur
GuSjón Einarsson
hefir verið knattspyrnudómari í 30
ár og var þess afmælis minnzt í
leiknum Akranes—Reykjavík. Gúð-
jón er eini íslenzki alþjóðadómarinn.
vera úrvalsleikur jafnframt afmæl
isleikur, þar sem hinn snjalli og
gamalkunni knattspyrnudómari,
Guðjón Einarsson hélt upp á
þrjátíu ára dómaraafmæli sitt og
Halldór Halldórsson lék í þetta
sinn íinn 25. leik í úrvalsliði
Reykjavíkur. Grétar Norðfjörð,
form. knattspyrnudómarafélags
Ueykjavíkur afhenti Guðjóni Ein
arssyni fagran blómvönd við mik-
ihn fögnuð áhorfenda, er hylltu
athöfnina með dynjandi lófa-
klappi.
Er liðin rö'ouSu sér upp til leiks,
sást að sú breyting hafði orðið á
uppstiilingu ttcykjavíkurúrvalsins
að Sveinn Jónsson KR lék ekki
með, en í hans stað kom Grétar
Sigurðsson, Fram.
Fyrri hálfleikur
2 :1 fyrir Reykjavík.
Rcykjaví'kurúrvalið sýndi strax
á fyrstu fimm mínútum leiksins
að leiknir, léttir og leikglaðir
menn skipuðu megin hluta iiðsins.
A þessum mínútum skapaði
Reykjavíkurúrvalið sér tvö góð
inarktækifæri með léttu, hörðu og
ituttu skiftispili, þar sem öll fram
.ínan var meira og minlia að
/erki, mest áberandi þó Guðjón
jg Þórólfur.
Skagamenn láta þetta ekki á
,ig fá hið minnsta því á 6. mín.
gera þeir snökkt upphlaup og
Heigi Björgvinsson á skot yfir
stöng.
Næstu mínútur sýna áhorfend-
rm að von er á góðum, hi'öðum*
og „ vel leiknum leik.
Á 12. mín. fær Þórólfur send-
ngu fram völlinn frá Rúnari. Þór
ólfur tekur vel við sendingunni
g undirbýr sig til að skjóta, en
arnarleikmaður Skagamanna
ækir að honum og Þórólfur renn
ar til á blaut'um vellinum og dett
ur. Á 15. mín. gera Skagamenn
aratt upphlaup. Helgi Björgvins-
son er kominn í dauðafæri Rún-
ar 'kemur aðsvífandi og hrinti á
bak Helga, svo hann féll við. Víta
;pyrna er dæmd, sem Sveinn
Teitsson hagnýtir vel og skorar
með snöggu skoti upp í efra horn.
Leikur er hafinn f,rá miðju og
Reykjavíkurúrvalið sækir að
marki S'kagamanna. Fá horn-
spyrnu ,sem nýtist þó ekki, þó vel
sé tekin.
Á 17. mín. eni Skagamenn í ein
um af sínum leiftursnöggu upp-
hlaupum. Ríkarður er með knött-
inn innan vítateigs Reykjavíkur-
marksins, fyrir opnu marki. Rík-
arður sendir fast skot að mark-
inu, — en Hreiðar kemur eins
og byssukúla og nær að hreinsa
frá markinu, með skalla frá mark
línu. Vel af sér vikið, óvænt' og
snjallt.
Reykvíkingarnir herða nú sókn-
ina og á 20. mín. er Þórólfur með
knöttinn. Hann sendir til Arnar
Steinsen, sem leikur inn að
marki Skagamanna og sendir ná-
kvæma, vel hugsaða sendingu inn
fyrn- varnarvegg Skagamanna,
sem skapar Guðjóni tækifæri til
að fylgja eftir og skora auðveld-
lega. Markat’alan 1 : 1.
Næstu 10. mínútur skiptast lið
in á sóknarlotum, en hættum er
hi'undið með góðum varnarleik,
Á 25. mín. á Rikarður góðan
skallabolta er fer yfir stöng. Sið-
ustu fimmtán mínúturnar af hálf
leiknum er Rej'kjavík í meiri
sókn og á 32. mín. er Þórólfur
með knöttinn og leikur í boga
inn að marki Skagamanna, og
inn í vítateignum gefur hann
knöttinn til Guðjóns, sem skorar.
Leikurinn 2 : 1 fyrir Reykjavík.
Þegar hér er komið leik er völl-
urinn farinn að há leikmönnum
mjög.
Síðari hálfleikur.
Þrátt fyrir aur á búningum og
bleytu vallarins, eru leikmenn
léttir í skapi er þeir koma út á
völlinn eftir hléið. Er leikur hefst
kemur í ljós að drunginn er færst'
hafði yfir leikmenn á síðustu anín
útum fyrri helmings leiksins er
horfinn og aftur tekið til við hrað
an og kappsaman leik.
Á 49. mín. fær Þórólfur send-
ingu inn á vítateig S'kagamanna.
Hann losar ,sig vel við hann og
sendir fast skot að marki, sem
verður úr horn. Hornspyrna er
tekin en hættunni bægt.frá.
Skagamenn eru nú í meiri sókn
og eftir harða sóknarhríð að marki
Reykjavíkur, fær Ríkarður knött-
inn á vítateig. Áhorfendur voru
sumir byrjaðir að klappa, en kapp
inn hitti ekki knöttinn, og þar
með var það tækifæri horfið út
í sandinn.
Á 62. mín fær Guðjón sendingu
út á kantinn, sem hann sendir
þegar áfram upp kantinn til Þór-
ólfs. Þórólfur heldur áfram með
knöttinn upp að endamörkum, þó
færandi sig inn að markinu, það-
an gefur hann vel fyrir og Ellert
grípur vel inn í leikinn, með því
að skjótast milli varnarmanna
Skagamanna og skora léttilega.
Og þar með stendua- leikurinn3:l
fyrir Reykjavík.
Skagamenn missa þó ekki kjark
inn frekar en endranær. Næstu
mínútur eru þeir í hörku sókn og
(FramhaM á 8. síðu)
Ellert Schram á miðri myndinni skorar þriðja mark Reykvikinga í leiknum.
Hvernig reynist Herter
senr eftirmaður Dulles?
Hann mun fjJgja svipaðri stefnu en er líklegrí
til aft sýna meiri sveigju
Þegar Christian Hertei* haltrar
inn í Þjóðhöllina í Genf á stáT
stöfum sinum, virðist mönnum
hann of veikhyggður í íhina erf-
iðu og hatrömmu baráttu á ut-
•anríkisráðherrafundmum, sem nú
hefir staðið í fullan hálfan mán
uð.
Það liggur við, að þú voi'kenn
ir honum, þessum manni, isem hef
ur tekið hið þunga ok John Fost
cr Dulles á herðai*. Mönnum verð
ur ósjálfrátt á að hugsa: Hlýtur
hann ekki að kikna undan byrði
sinni?
í yfirbragði hefur hann iítið
af mikilleik og stórlæti fyrirenn
ara síns. Hann hefur þreklausan
svip og rödd (hans er veik og
mjúk. Framkoma hans er mild
og töfrandi — fyrir einkaaatara
af Veikara kyninu. Menn spyrja
sjáifa sig: Getur þessi maður tam
ið þess böldnu og harðskeyttu
Rússa?
Vinnur trausf
Þeirri skoðun vex nú fylgi, að
Herter sé ekki lamhið að leika
sér við. Á fyrsta fundinum, sem
hann mætti Gromyko auglitis til
auglttis, vann hann sér strax virð
ingu og traust utanrikisráðherra
hinna Vesturveldanna.
Tvisvar hefur hann slengt því
framan í Rússana, að Bandaríkja
menn hefðu ekki tekið þátt í
þessari rá&stefnu til þess að láta
ti'oða á sér!
Einu sinni sagði hann við
G-romylko, að ef Riissar minntust
einu sinni — aðeins einu sinni —
en á úrslitakosti, þá myndu Banda
ríkin ekki taka þátt í ráðstefnu
æðstu manna. í annað skipti er
hann aðvaraði Gromyko, sagði
hann, að ef Rússai* hættu ckki
hvassyrtum ásökunum sínum um
hernaðaranda NATO og aðdróttun
um um árásai'hyggju þess, þá
myndi þessi ráðstefna fara út um
þúfur. ^
Tók forustuna
í þessum orðræðum sínum hef
ur hann haldið hinum auðráða
Breta og hinum stáflynda Frakka
að baki sér eins og tveimur ux
um, sem spenntir hafa verið við
sama eykið. Herter hefur nú
greinilega tekið forustuna á
Genfarfundinum og leiðir viðræð
urnar inn á brautir raunhæfra
samninga.
Starfsdagur Herters í Genf hefst
kh 9 f. h. með því að hann ekur
frá íbúðarhúsi sínu við vatnið til
aðalstöðva bandaríska sendiráðs-
ins í borginni.
KI. 9.30 kallar hann ráðgjafa
sína saman á fund og ræða þeir
þá um það, hvaða leiðir skulu
famar á ráðherrafundinum seinná
um daginn. Tíðum taka svo fundir
tanríkisráðherra Vesturveldanna
við og standa fram undir hádegi.
Þá er snæddur hádegisverður og
velur Hertér þá afskekta veitinga-
staði, þar sem framreiddur er góð-
ur franskur matur og andrúms-
loftið er ekJd þvingandi.
Stuttar ræSur
Síðdegis hefjast svo ráðherra-
fundirnir. Herter heldur mun
styttri ræður en Dulles gerði viö
svipuð tækifæri. Lengsta ræða
hans tiT þessa hefur staðið í tæp
ar 30 minútur.
Meðan hinir tala púar hann síga
rethir í sífeiiu.
DuUes var bindismaður á tó-
bak.
Fundirnir standa frá hálf fjög
ur til um það bil hálf sjö. Þá
snýr Hertei* heim til bústaðar síns
til að boi'ða kvöldverð og til þess
að ganga frá opinberum símskeyt
um. Hann fer í rúmið kl. ellefu og
les sig i svefn með glæparcyfur-
um.
I Þetta er erfið dagskrá og Hert
er k\rartar góðlátlega um, að hann
Herter
hafi aldrei tíma til að spila bridge,
en Herter er slyngur bridge-spil
ai'i.
Margþætfur starfsferill
Þrátt fyrir hið veiklulega út-
lit sitt, hefur Herter ætíð vérið
maður, sem hefur vaxið við erfið
leika og áreynslu. — Hann hefur
verið blaðamaður, diplómat, há-
skólakennari, setið á löggjafar
þingi Massachusetts, þingmaður í
Washington, og ríkisstjóri í
Massachusetts.
Engin þessara starfa hans hafa
fænst honum auðlegð. Hann erfði
heldur engin auðæfi eftir föður
sinn, sem var listamaður. Herter
má þó teljast í sæmilegum efnum.
Hann á búgarð í SuðurKarólínu
og ágætt safn málverka. — Hann
er þó mjög háður ráðherralaunum
sínum — 25,000 dollurum' á' mán-
uði.
Sveigjanlegri stefna?
Það er enn of snemmt að kveða
upp fullnaðardóm yfir þessum
renglulega og þreklitla manni,
sem tekið hcfu rað sér að gegna
einhverri þýðingarmestu stöðu í
heiminum.
Sumir búast við breyttum starfs
aðfei'ðum i ut'anríkisþjónustu
ÍBandaríkjanna. Ef til vill verð
ur farið með meiri gætni, og ekki
eins oft teflt á tæpasta vaðið. Ef
til vill verður stefnan sveigjan
legri.
En höfuðdrættirnir í stefnu
Dullesar munu vafalaust halda sér.
(Þýtt úr Daily Express).
Fyrsta ársþing
íslenzkra
ungtemplara
Fyrsta ársþing íslenzra ung-
templara verður haldið í Hafnar-
firði dagana 30. og 31. maí. Þingið
verður sett í Góðtemplarahúsinu
í Hafnaríirði á laugardag kl. 2.
Um kvöldið verður almenn
semmtun ungtemplara í Gt-húsinu
i Hafnarfirði. Mun ungmennastúk
an Gefn sjá um skemmtunina. í
sambandi við- ársþingið verður
æskulýðsguðsþjónusta í Fríkirkj-
unni í ITafnarfirði á sunudag kl. 2.
Séra Árelíus Níelsson prédikar.
Ki, 4 sama dag verður þingstörf-
um haldið áfram. Á sunnudags-
kvöld veröur kvöldvaka með dansi
í Gt-húsinu í Hafnarfirðið. Þar
j munu koma fram ýmis skemmti-
atriði úr ungmennastúkunum í
* Reykjavík og Hafnarfirði.