Tíminn - 11.06.1959, Blaðsíða 6

Tíminn - 11.06.1959, Blaðsíða 6
6 T í MI N N, fimmtudaginn 11. júní 1959. Útgefandl: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Ritstjóri: Þórarinn Þórarinsson. Skrifstofur í Edduhúsinu við Lindargðtn Símar: 18 300, 18 301, 18 302, 18303, 18304. (skrifstofur, ritstjórnin og blaðamenn) Auglýsingasími 19 523. - Afgreiðslan 1232S Prentsm. Edda hf. Sími eftir kl. 18: 13948 Sívaxandi andstaða gegn kjördæmabyltingunni HVAÐANÆFA af land- inu berast nú þær fréttir, að andstaðan gegn kjördæma- byltingunni rísi hærra og hærra með hverjum degi. Þessi alda fer jafnt vaxandi í sveit og við sjó. Svo er kom- ið, að kjördæmi, er Sjálf- stæöisflokkurinn taldi sér áður alveg viss, eru nú kom- in í mestu hættu. Allt bendir til, að andstæðingar kjör- dæmabyltin garinnar verði mjög liðsterkir á næsta þingi. Ef andstæðingar kjördæma byltingarinnar verða liðsterk ir á næsta þingi, mun áreið- anlega veikjast áhugi margra i þríflokkunum fyrir því að knýja hana fram. Allt bend- ir til, að þá muni fást sam- komulag um að rétta hlut þéttbýlisins, án þess að núv. kjördæmi verði lögð niður og hlutfallskosningar stór- lega auknar. INNAN allra þríflokk- anna hefur frá upphafi verið meiri og minni andstaða ■gegn kjördæmabyltingunni, en sú andstaða hefur eflzt mjög í seinni tíð. Þessi and- staða myndi margfaldast, ef andstæðingar kjördæmabylt ingarinnar yrðu liðsterkir á næsta Alþingi. Það er kunnugt, að meðal Sjálfstæðismanna hefur ver ið slikur áhugi fyrir því að taka frekar upp annað kosn ingafyrirkomulag en auknar hlutfallskosningar. Seinasta flokksþing Alþýðuflokksins lýsti yfir því, að það gæti vel hugsað sér aðrar leiðir til lausnar kjördæmamálinu en þá, sem nú er ætlað að fara. Iiinan Alþýðubandalagsins er víðtæk andstaða gegn kjör- dæmabyltingunni. Allt bendir þetta til þess, að: kjördæmamálið yrði tekið til nýrrar og heppilegrar meðferðar, ef andstæðingar kjördæmabyltingarinnar yrðu öflugir á næsta þingi. ÝMSAR ástæður valda þvi, að andstaðan gegn kjör- dæmabyltingunni fer vaxl- andi. Langsamlega mikil- vægastar eru þó þessar ástæð ur: Með niðurlagningu allra núv. kjördæma eru slitin fornhelg og mikilvæg tengsl viö sögu og land. Með því er rofið hið nána persónulega samband milli þingmanns og kjósenda og áhrif dreifbýlis- ins þannig veikt. Þessi breyt ing myndi því veikja lands- byggöina og ýta undir fólks- flutninga til þéttbýlu stað- anna, er yrði þeim þó ekki til ávinnings. Með því að auka stórlega hlutfallskosningar frá því sem nú er, er flokksvaldið stórlega eflt og jafnframt stuðlað að fjölgun flokka og aukinni sundrungu í þjóð- félaginu. Þetta myndi miklu fremur veikja stjórnarkerfið en styrkja það, en tilgangur allra stj órnarskrárbreytinga á vissulega að vera sá að bæta og styrkja stjórnar- farið. Með því að gera breytingu á einum þætti stj órnarskrár- innar nú, er komið í veg fyr- ir, að stjórnarskráin verði í náinni framtíð tekin til þeirrar heildarathugunar, sem þörf er á. Sannarlega eru þessar rök semdir svo veigamiklar, að þær réttlæta það fullkom- lega, að kjördæmabyltingin sé stöðvuð og fundin önnur leið til að rétta hlut þétt- býlisins. NÚ kunna ýmsir að spyrja: Verður það ekki til þess að tefja þessa eðlilegu leiðréttingu, ef kjördæma- byltingin verður stöðvuð nú. Svo þarf ekki að vera. Ef kjördæmabyltingin yrði stöðvuð, yrði að sjálfsögðu strax hafizt handa um það, að taka stjórnarskrána alla til heildarathugunar og ljúka því starfi sem allra fyrst. Sú athugun ætti ekki að þurfa að taka langan tíma ef sæmilega væri aö því unn- ið. Við þá stuttu athugun myndi það svo vinnast, að stjórnarskráin öll yrði endur skoðuð og endurbætt og hlutur þéttbýlisins yrði rétt ur, án þess að leggja þá skip an niður, sem á sterkar sögu legar og landfræðilegar ræt ur og vel hefur reynzt. Það yrði því þjóð og landi til bóta, að kjördæmabylting in yrði stöðvuð nú. Þetta skilja líka fleiri og fleiri. — Þess vegna vex nú dag frá degi andstaðan gegn henni um allt land. Vinir eða brezkir agentar? ÞÆR fregnir berast frá ráðstefnu Atlantshafsbanda- lagsins í London, að utan- ríkisráðherrum Noregs og Hollands sé ætlað að finna lausn á landhelgisdeilu ís- Iendinga og Breta. Ef þessir ágætu ráðherrar vilja vinna að þeirri lausn, að Bretar hætti ofbeldi sínu og viðurkenni tólf mílna fisk veiðilandhelgina, þá mun því vel tekið af íslendingum. Ef þeir ætla hins vegar að reyna að fá íslendinga til einhverr ar tilslökunar við Breta, þá mun aðeins litið á þá sem brezka agenta og málaleit- un þeirra tekið samkv. því. í þessu máli er ekki til nein önnur lausn en að Bretar hætti ofbeldinu og bandalagsþjóðir okkar í Nato viðurkenni tólf mílna fisk- veiðilandhelgina. Afstaða ís- lendinga til vestræns sam- starfs mun markast af þessu í framtíðinni. Grein eftir Truman um alþjóðamál: Truman mælir eindregið með heim- sókn Kruschevs til Washington Telur nauðsynleg* atS halda mikilvæga fundi um alþjóðleg deilumál fyrir luktum dyrum Ég held, að þvi fyrr sem Nikita Khrushchev, forsætis- ráðherra Sovétríkjanna, kem ur til Washington, sem mér hefir borizt til eyrna, að hann langi til, því fyrr mun- um við lægja öldurnar og nálgast á raunhæfan hátt höfuðdeiluefnin, sem nú þjá heiminn. Það eru sumir, sem halda að það sé hægt að jafna allan ágrein, ing, aðeins ef herra Khrushchev settist niður og ræddi auglitis til auglitis við forseta Bandaríkjanna. Þetta er fólk, sem hefur enga reynslu í samskiptum við Sovjet- Rússland, eða það hefur mjög lé- legt minni, hvað snertir hina löngu upptalningu á undanbrögðum Rússa, og hefur ekki í huga hinar fjölmörgu misheppnuðu tilraunir, sem gerðar hafa verið til að reyna að þoka í samkomulagsátt. Ég held hins vegar að engu væri tapað við slíkan fund æðstu manna, jafnvel ekki hinni ólíkleg. ustu leið til samkomulags. Við megum fyrir alla muni ekki gefa áróðursmönnum kommúnista tækifæri til að koma inn hjá al_ menningi fölskum vonum um frið samlegan tilgang þeirra, með því að snúast klaufalega við þeh'ri yfir lýsingu Khruschev, að hann vilji koma til Bandaríkjanna til við- ræðu við forsetann. , i Engin ástæða til hræðslu Ég sé enga ástæðu fyrir neinn að hræðast það, að herra Khru_ schev kæmi hingað til viðræðna á næstunni. Látum hann sjá með eig in augum, hve ákveðin við erum sem þjóð, að viðhalda frelsi okkar o,g standa einhuga gegn sérhverri tilraun, sem gerð kann að vera, til þess að kljúfa okkur frá þanda- mönnuni okkar í hinum frjálsa heimi. Og hann mun komast að eigin raun um, að við munuin ekki láta sefjast af fagurgala eða skelf. ast af vígtannaglotti, og erum ein. huga og einörð þjóð. Ef herra Khruschev vill samn_ inga og óskar eftir friði af heilum hug, þá mun hann komast að raun um að hinar frjálsu þjóðir eru ætíð til reiðu til samkomulags og það strax. Hann mun reyna hið sama og Anastas I. Mikoyan reyndi þegar hann dvaldi i Bandaríkjunum — hvað Bandaríkin eru einbeitt að halda frelsi sínu og hve mikinn mátt þau hafa til að standa við þá ákvörðun sína, og bandaríska þjóðin lætur ekki sefjast og er ekki ginkeypt fyrir gylliboðum eða samningum, sem gerðir yrðu á kostnað einhverrar annarrar þjóð- ar. En þessi einurð má ekki verða misskilin, sem sú tegund óbilgirni, er Rússar hafa beitt, sem lið í áætlun sinni um heimsyfirráð. j Við höfurn aldrei sótzt eftir heimsyfirráðum, eða að vinna nokkra þjóð, eða þvinga upp á nokkra þjóð stjórnarháttum okk. ar, þótt við séum ákveðin í að viðhalda því .lýðræðisskipulagi, sem við búuna við. Óbilgirni Rússa og misbeiting þeirra á aðild sinni að Sameinuðu þjóðunum hefur gert það ókleift að ræða við þá nokkurt málefni á raunhæfum grundvelli og á hljóðlátan • og skilningsríkan hátt. Vegna þessa og vegna hinnar stöðugu undirróðurs- og sundrung arstarfsemi Rússa heiminn um kring, höfurri við neyðzt til að líta á hernaðarlegan og efnalegan styrk okkar sem höfuðvígi til gæzlu frelsis okkar og öryggis. Fórnir Bandaríkjanna Og það er þess vegna, sem við höfum orðið að færa stórar fórnir og leggja til hliðar stóran hluta af tekjum okkar til þess að hjálpa öðrum þjóðum hins frjálsa heims að viðhalda frelsi sínu. Og herra Khruschev skyldi hafa hugfast, að við munum aldrei hrasa eða þreyt. ast — hvað sem það mun kosta og hvað lengi sem baráttan mun standa — í viðleitni okkar til að viðhalda frelsi okkar. Ef Khru. schev skilur ekki hinn einbeitta ásetning bandarísku þjóðarinnar að sporna við harðstjórn, þá mun heimsókn hans hingað reynast gagnslaus. Ef Khrusehev heldur áfram að telja sjálfum sér trú um að Kreml geti annað hvort með því að viðhalda hinu kalda stríði, eða ógna okkur í Berlín eða ein_ hvers staðar annars staðar, veikt viðnámsþrótt okkar, þá mun heim- sókn hans verða tækifæri fyrir forsetann, að leiða hann úr þeirri villu og gera honum málin ljós auglitis til auglitis. Ég held að heimsókn Khruchev til Washington myndi hleypa kjarki í stjórnmálamenn okkar og í bandamenn okkar, sem eiga sömu hagsmuna að gæta. Ég er sannfærður um það, að bandamenn okkar hafa enga raun- hæfa ástæðu til að mistúlka slíkar viðræður í Washington, eða ótt_ ast að slíkar viðræður gætu leitt til þess að við breyttum ákvörðun okkar um að skilja okkur aldrei framar frá bandamönnum okkar.! Ég er mjög á móti leyniviðræð- um eða baktjaldamakki, en ég held að það sé fyrirfram dauða. dæmt að ætla sér að gera mikil væga alþjóðlega samnin:ga á vett vangi, sem svipar til útiflundar i eða torgsölu. Slíkur háttur færir andstöðu- og áróðursmönnum í hendur tækifæri til að rífa niður lið fyrir lið sérhverja tillögu eða áætlun áður en hún er komin í fullkomið form til að leggja undir samþykki þjóðanna. Ég vil þess vegna leggja til að allar undirbúningsviðræður og ■samningar fari fram fyrir luktum dyrum, þar til samþykktar hafa verið nýkilvægar ákvarðanir, sem komnar eru í það form, sem út- ræddar o,g sameiginlegar, að hægt er að leggja þær fyrir þjóðirnar til breytinga eða lagfæringa. Það er mikið að vinna en engu að tapa með lokuðum fundum í Genf, þar sem við munum halda áfram að standa einbeittir á rétti i okkar í Berlin. 1 Harry Truman Flestum okkar, sem kunnugir eru barátuaðferðum Rússa, kom ekki á óvart að sjá þann 27. maí — dagur upphaflega ákveðinn af Khruschev til brottfarar okkar frá Berlín — koma og fara án nokk. urs sérstæðs atburðar vegna þess að við .stóðum fast á rétti okkar. ViSræSurnar í Genf Ég vona, að einhver árangur verði af viðræðum ntanríkisráð- herranna í Genf og að viðræður þeirra leiði til samninga, sem telja má einhvers virði. Þetta gæti orðið nytsöm og hagkvæm leið til raunhæfra samninga við Rússa •um einstök vandamál. Ég hef ekki mælt með fundi með Khruschev og forsetans í Washington, nema í því skyni að íeiðrétta misskilning Khruschevs á vissum málefnum, sem snerta okkur. Ef viðræðurnar í Genf skyldu verða árangursríkar eða jafnvel nálguðust lausn hinna ýmsu vanda mála, og fundur æðstu manna yrði ákveðinn, álít ég að honum yrði bezt valinn staður í hlutleýsi Sam. einuðu þjóðanna í New York, þar sem hernaðarmáttur Sovétríkj, anna nær ekki að varpa skugga. Sameinuðu þjóðirnar eru rátti staðurinn fyrir meiri háttar al_ þjóðlegar samningaviðræður. Ég álít að við ættum að nota þær meira til mikilvægra fundahalda fyrir luktum dyrum. Við ættum ekki að takmarka Sameinuðu þjóð- irnar við opinberar umræður, sem því miður markast oft fremur af áróðri en því, að reyna að komast að lausn á vandamálum, sem þjóð- irnar eiga við að etja. (EYamhalð k 8. aíBu) Mæðiveikin í Reykhólasveit Þegar mæðiveikin kom upp í Reykhólasveit, flutti Sigurð. ur Bjarnason alþingismaður til lögu til þingsályktunar í sam- einuðu þingi, þar sem .skorað var ó ríkisstjórnina að fela sauðfjársjúkdómanefnd að gera tiltækar ráðstafanir til þess að bindra útbreiðslu vei'kinnar. Hingað til hefir ekki þurft að hvetja sauðfjársjúkdómanefnd í þessum efnum, svo fljótt og vel hefir nefndin brugðist við, þegar mæðiveiki hefir komið upp. Hitt er svo annað m'ál, hvort Sigurði hefir fundist að núver. andi ríkisstjórn þyrfti nokkurt aðhald í þessu máli. Nú eru að sjálfsögðu aðaL varnirnar fólgnar í því, að koma upp nýjum varnargirðing um, en þær kosta peninga. S'igurvin Einarsson þingmað- ur Barðstrendinga flutti því til. lögu við afgreiðslu fjárlaganna, að hækka skyldi nokkuð fjár- veitingu til nýrra girðinga, til að hindra útbreiðslu mæðivek- nnar. Þessa tillögu felldu stjórnar. flokkarnir. Alíir Sjálfstæðis- menn og Alþýðuflokksmenn voru samtaka í því. Nokkrum dögum síðar kom tillaga Sigurðar Bjarnasonar til afgreiðslu í þinginu. Sigurvin Einarsson mælti mjög með því að tillagan væri samþykkt, svo að ríkisstjórninni yrði kunnugt að Alþingi ætlaðist ekki til að peningaleysi hindraði sauðfjár. sjúkdómanefnd í því, að koma upp varnargirðingum þar vestra, þótt stjórnarflokkarnir hefðu flutt tillögu um hækkun á fjárveitingu til girðinganna. Var tillaga Sigurðar Bjarna. sonar síðan samþykkt mótat- kvæðalaust. Er þetta >enn eitt dæmið um það hversu mikið er að marka sumar upphæðir stjórnarliðsins í gjal,dahli3 fjárlaganna.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.