Tíminn - 11.06.1959, Blaðsíða 9
T í M IN N, fimmtudaginn 11. júní 1959.
MARY ROBERTS RINEHART:
^JJuaröLh
lijúLntnctrLi
witnctrnona
1. kafli.
Kölluð á vakt.
Mér virtist ég nýsofnuð,
þegar síminn hringdi hina
mississtæðu mánudagsnótt,
og ég varð að skríða fram úr.
Eh þegar ég leit á úriö, sá ég
að klukkan. var nærri eitt.
Hjúkrunarkona er auðvitað
vön svona ónæði, en ég hafði
iiú samt gert mér vonir um
að geta sofið þessa nótt og
bætt mér upp svefnleysi
undanfarinna sólarhringa. Eg
var því iialsvert 'önug, er ég
tök upp heyrnartækið.
— Hailó.
— Er þetta ungfrú Adams?
Þett.a er Patton lögreglufor-
ingi, sem talar.
Það var óþarft fyrir hann
að kynna sig. Eg hafði óljóst
hugboð um það, þegar sím-
inn hringdi, að lögreglan væri
méð annað mál á prjónunum,
sem mér væri ætlað að taka
þátt í. En ég hafði sannarlega
fengið nóg í bili.
— Hlustið nú á mig, lög-
regluforingi. Eg þarf að sofa
af og til eins og annað fólk.
Eins og ég er nú á mig komin
er ég til einskis nýt.
— Þá eruð þér ekki að sinna
neinu sérstöku ’ sem stendur.
Hann vissi að ég tók mér
bessaleyfi og svaf samfleytt
í 18 stundir heima hjá mér.
1— Eg er enn þá aö hvíla
mig eftir betta seinasta „til-
felli“, sagði ég og það fremur
hvatskeytlega. Eg sá í hug-
anum, hvernig hann brosti
að svarinu. Hann vissi vel um
hvað ég var áð tala. Eg hafði
verið að ,,'niúkra“ fyrir hann
konu illræmds bófa í þeim til-
gangi að fvlgiast með hveriir
kæmu í heimsókn til þeirra.
En viðkomandi heiðursmaður
hélt starfa sínum og fjöl-
skyldulifi of vel aðgreindu til
þess að nokkuö yrði grætt á
þennan hátt. Þar við bættist,
að konan var einhver sú af-
brýðissamasta eiginkona, sem
ég hefi nókkru sinni kynnzt og
hjúkrunarkona kynnist þó
ýmsu slæmu í þvi efni. Þegar
ég er að sinna hjúkrunarstörf
um — og ekki sízt þegar lög-
reglan er líka með í spilinu,
er ég vön að skipta mér ekki
af öðru en því sem er í mínum
verkahring, en þó er það svo,
að samstundis og kvenmaður
með hvíta hettu og í einkenn
; isbúningi stígur inn fyrir
þröskuldinn í einhverju húsi,
þá hefjast vándræði þegar í
stað.
I — Hér er um gjörólíkt mál
að ræða, sagði hann, og auk
þess mun það sennilega ekki
taka nema nokkra klukku-
tíma. Bezt fyrir þig að hringja
á leigubíl og koma strax hing
að. Þekkirðu Mitchell-húsið
við Sylvan Avenue?
— Allir þekkja það. Hvaö
er þar um að vera?
í — Eg skal segja yður það,
þegar þér komið þangað. Eg
er núna staddur í lyfjabúð-
inni, sem er rétt við húsið.
Hvað verðurðu lengi á leið-
inni?
— Um hálftíma, sagði ég.
— Eg hafði gert mér fastlega
vonir um að fá að sofa í friði
í nótt, lögregluforingi.
— Hið sama hafði ég gert,
svaraði hann óvenju hrana-
lega og skellti á.
Þetta var aðfaranótt mánu-
dags, 14. september síöastlið-
inn. Ef einhvern tíma yrði
gerð á mér krufning, myndu
læknarnir ekki sjá orðið Cala
is ritað á hjarta mitt, heldur
þann mánaðardag.
Eg andvarpaði djúpt, leit á
rúmið' mitt, einkennisbúning-
inn, sem lá yfir stólbak og
saumakörfu rétt hjá. Og augu
míri hvörfluðu inn í setustof
una mína, sem ég var nýbúin
að láta mála, og á kanarifugl
inn minn, sem svaf væröar-
lega i búri sínu. Eg hafði ein
mitt breitt yfir búrið svo að
hann skyldi síður upphefja
söng í dögun og vekja mig.
Vekja mig eða hitt þó heldur.
Eg fer nærri að kjökra, þeg
ar ég skrifa þetta löngu síðar.
Vekja mig. Næstu fjórar næt-
ur var mér vær blundur álíka
sjaldgæí blessun og vatnsupp
spretta í Sahara-eyðimörk-
inni.
En hvað um það, ég er ekki
eins bitur og virðast kann. Og
þessa nótt var ég uppgefin og
vonsvikin. Eg reis á fætur og
dró töskuna mína fram und-
an rúminu, kastaði niður í
hana nauösynlegustu snyrti-
áhöldum, því að þá hafði ég
alltaf niðurpakkaða og til-;
búna. Síðan hringdi ég á bíl
og fór að klæða mig í ein-
kennisbúninginn. En ég var
ekki æst, ekki einu sinni for-
vitin. Á seinústu stundu rak
ég augun í litla marghleypu, I
sem lögregluforinginn hafði |
fengið mér, þegar ég var hjá
konu glæpamannsins. Eg tók
ha¥>a varlega upp úr töskunni
og svipaöist um eftir hent-1
ugum stað til að fela hana.'
Það væri miður heppilegt, ef
frú Marwin, sem ég leigöi hjá,
fyndi skammbyssuna. Eg
stakk henni loks í blómagrind
ina hj á Boston-burknanum
mínum. Hún myndi hvort sem
var aldrei eftir að vökva hann.
Eg geri ráð fyrir, að þetta
virðist skemmtilega heimsku-
legt, þegar síðari atburðir
eru haföir í huga. En í raun-
inni er það alls ekki skemmti
legt. Seinna ætlaði ég mér að
fara heim og sækja skamm-
byssuna, en ég veit nú að mér
hefði aldrei orðið hún að
neinu liði, hvort sem var. Þeg
ar ég lít til baka yfir þessa
fimm daga, sem ég ætla nú
aö skýra ykkur frá, þá er mér
Ijóst, að í eina skiptið, sem ég
kynrii að hafa gripið til byss-
unnar, barðist ég örvæntingar
fullri baráttu við að ná and-
anum. Það eina sem komst aö
í vitund minni þá stund var
að ná lofti í lungun; geta aft
ur andað . . . Jæja, nóg um
það í bili.
Nei, ég var vissulega ekki
í góðu skapi þessa nótt, þeg-
ar ég var að næla hettuna á
höfuöið á mér. Eg var í sann-
leika sagt að velta því fyrir
mér, hvers vegna í ósköpunum
ég hætti ekki að vinna fyrir
lögregluna. •
KVENÚR tapaðist, sennilega í Hafn-
arfjarðarvagni, e'ða við Miklatorg,
eða Snorrabraut. Finnandi vinsam-
lega hringi í síma 17823.
Sauðfjármark
Sauðfjármark mitt er mið-
hlutað í stúf hægra.
Sturla Guðbjarnason,
Fossatúni, Borgarfjarðars.
-£/./
I {/•/■/'?'■'1
(Framhald af 10. síðu).
Gunnar Guðmannsson spyrnti
hátt og fast að marki Akurnes-
inga og urðu Helga á mikil
cnistök. í istað þess að slá knött-
inn yfir markslána, reyndi hann
að slá hann fram á völlinn með
þeim afleiðingum, að hann hrökk
til Bergsveins Magnússonar (Val)
sem átti létt með að skalla yfir
Helga í markið.
ÍLeiknum lauk með jafntefli
2—2, og mega það eftir atvikum
teljast sanngjörn úrslit, þó Akur
nesingar gæfu meir tóninn í leikn-
um.
Skipan landsliðsins
Eftir þessa leiki hafa línur táls-1
vert skýrzt með flestar stöður
landsliðsins, cn landsleikurinn við
Dani verður hinn 26. júní. Hér á
eftir verður lauslega rætt um val
liðsins:
TJm tvo markmenn er að ræða:
Heimi Guðjónsson Klt og Helga!
Daníelsson, Akranesi. Þessir
menn eru mjög svipaðir að getu.
Að vísu hefir Helgi ekki sýnt góða
leiki í vor, en hann hefir niikla
reynslu til að hera. Heimir ver
betur, en þarf að laga útspörkin.
í stöður bakvaröa koma vart aðrir
til greina en Árni Njálsson, Val
og Hreiðar Ársælsson ER. Þeir
eru báðir ágætir leikmenn og
kunna stöðuna. Vonandi lætur
landsliðsnefnd af þeirri fyrru að
velja framverði í stöðu bakvarða,
eins og oft hefir verið gert undan
farin ár með litlum árangri. Sama
er að segja u:n hliðarframverð-
ina. Þar koma vart aörir til greina
■en Sveinn Teitsson, Akranesi og
Garðar Árnason ER. — Sveinn
Jónsson ER hefir ekki getáð sýnt
hvað í lionum býr í þessa stöðu
undanfarið vegna meiðsla. í mið-
varðarstöðuna þarf að velja. milli
tveggja manna: Harðar Felixson-
ar ER og Rúnars Guðmannssonar
Fram. Hörður er traustari leik-
maður, kann stöðuna betur, þó
hann hafi ekki hraða á við Rúnar.
Tveir síðustu leikir Rúnars hafa
licldur ekki verið góðir í þessari
stöðu, en hann lék hana í pressu-
leiknum og bæjarkeppninni.
í framlínuna eru tveir menn
sjálfsagðir: Ríkarður Jónsson Akra
nesi og Þórólfur Beck. Síðan er
lílið um fína drætti. í stöðu hægrd
útherja er vart um annan að ræða
en Örn Steinsen, ER. — Guðjón
Jónsson Fram, sýndi góðan leik í
afmælisleik ERR, en hefir ekki
náð sér verulega á strík síð'an.
Hann er þó mjög efnilegur, tmgur
leikmaður, sem rétt er að gefa
tækifæri. Vinstri útherja er erfitt
að finna. Þórður Jónsson, Aikra-
nesi, er í vor langt frá sínu bezta,
en aðrir menn, sem leika þessa
stöðu í liðunum koma ekki til
greina. Á þessu vandamáli þarf
landsliðsnefndin að finna laushV
Einn leikmaður kemur til greina,
Ellert iSchram, ER, sem er' hættu
legastur íslenzkra leikmahna með
skallaknetti. En Éllert kemúr
varla til greina sem útherji, en
hins vegar væri hann áreiðanlega
hættulegur miðherji, og með því
að gera Þórólf Beck ;að yinstrí
iinnherja og setja Guðjón við hlið
hans, er ef til vill lausn ftmdin
á þe&su vandamáli. En rúmur hálf
ur mánuður er enn t'il stefnu, og
margt kann að hreytast á þeim
tíma. hsím.
Telpudragtir
Telpustuttjakkar.
Matrósaföt og
Matrósakjólav.
Drengjajakkaföt
frá 6—14 ára.
Stakir drengjajakkar og
stakar buxur,
Drengjapeysur.
Æðardúnssængur.
Æðardúnn — Hálfdúnn.
Vesturg. 12. — Sími 13570
Bifreiðaskoðun
i
Aukaskoðun bifreiða í Rangárvallasýslu fer fram,
að Hvolsvelli mánudaginn 15. júní og þriðjudag-
inn 16. júní.
Skoðunin hefst báða dagana kl. 9 f.h. og lýkúr'
kl. 5 síðdegis.
Sýslumaður Rangárvallasýslu
m:u::::::::::n::an:a::::
ÞJÓÐBÓTARSKRIFSTOFAN
Frjálsir fiskar
Sýning í
Framsóknarhásinu
íkvöSd kl. 8,30
Miðasala kl. 4-8
Pantið í síma 22643
Þjóðbót
Þökkum af alhug öllum félögum, einstaklingum og bæjar-
félagi vinsemd og virðingu við andlát og jarðarför hjartkærs
ciginmanns og föður
Ara Guðmundssonar,
verkstjóra, Borgarnesi.
Með kveðjum og blessunaróskum til ykkar allra.
Ólöf Sigvaldadóttir Guðbjörg Aradóttír
Sigvaldi Arason Guðmuudur Auðunn Arason
Unnsteinn Arason Hólmsteinn Arason
Hreinn Ómar Arason Jón Ármann Arason
Jarðarför
Sigríðar Vigfúsdóttur
frá Húsatóftum,
sem andaðist 6. þ. m. er ákveðin frá Selfosskirkju föstudagiira
12. þ. m. Athöfnin hefst með bæn frá lieimili hennar, Austirr.
vegi 30 kl. 1,30 síðdegis. — Blóm og kiansar afþökkuð.
Þeim, sem vildu minnast hinnar látnu, cr vinsamlegast bent
á líknarstofnanir.
' Eiginmaður, börn, foreldiar og systkiai.
4 ý: