Tíminn - 16.06.1959, Blaðsíða 7
í f M I N N, þriðjudaginn 16. iiini 1959.
Börn, sem eiga heima í
bröggum, fá oft að heyra það
frá jafnöidrum sínum og
leikfélögum, sem hafa orðið
þess aðnjótandi að alast upp
í betra húsnæði, hvar þau
séu til húsa. Þau eiga heima
í „ruslabragga", „druslu-
bragga", „ojbragga" og „í-
bragga". Þegar börnin heyra
þessi orð um bústaði sína,
fara þau heim til mömmu
sinnar og spyrja: Af hvurju
eigum við heima í bragga?
Þegar brezkir dátar stigu hér á
land í upphafi stríSsins, reistu
þeir brag.gana á tvist og bast um
fteykja'vík. Dátarnir hurfu úr landi
og skildu braggana eftir tóma, en
aðflytjendux til bæjarins og Reyk
víkingar í húsnæðisvandræðum,
fluttu inní braggana og settust þar
að. Þeir litu flestir á braggana
sem innhlaupshúsnæði og dvölina
þar sem áfanga á leið til einhvers
betra. Almenningsálitið var á
móti bröggunum, en íbúarnir
sættu sig við þá um stundarsakir
og oddvitar stjórnmjlanna lofuðu
þetiú húsakynnum.
Orð og efndir
Árin Iiðu og bröggum fækkaði
nokkuð, en flestum þótti seint;
ganga. Samtök herskálabúa voru i
stofnuð til að útrýma bröggunum,!
oddvitar íhaldsins brostu við þeim
fyrir kosningar og lofuðu húsum,
þar sem veðurfarið innan veggja
yrði ekki háð verðurfarsbreyting.
um, sem skýrt er frá í veðurfrétt.
um veðurstofunnar, húsum með til
færingum til að ganga örna sinna
Énnan veggja og fleiri lífsþæ.gind-
um og letruðu á stefnuskrá sína
fyrir kosningar yfirlýsingar um
brennandi áhuga sinn á útrýmingu
lélegra íbúða og vilja sinn til að
greiða sérstáklega fyrir því fólki,
sém þár' ^bý^gi, ’til vistaskipta í
betra húsnæði. Stefnuskráin var
lögð í handraðann, þegar búið var
„Gata" i Kamp Knox. I baksýn ny storbygging.
Af hverju eigum við heima í hragga?
að telja atkvæðin, en endurprent
uð fvrir næstu kosningar í nýrri
bók og þrykkt bláma vonarinnar. j
Eftir 14 ár
Á þessu ári, fjórtán árum eftir
lok styrjaldarinnar, er enn svo mál
'úm komið, að fjöldi fólks býr í
brög.gum, sem dátarnir byggðu og
skildu eftir. Og þótt bláar vonir
Spurning barnanna, sem hafa golditi þess ati
vaxa upp í bröggunum, fólks, sem þjótifélagið
á eftir aÖ gjalda síÖar
um mannsæmandi húsakynni glæð
ist fyíir hverjar aðsteðjandi kosn-
ingar þá eru braggabúar margir
hverjir orðnir næsta daufir í dálk
inn. Sú kenning er uppi í bænum
að hér séu menn hættir að búa í
verra húsnæði en þeir eiga skilið,
og hún hefir verið tilfærð um
braggana. Sumir braggabúa virð.
ast hafa tekið hana bókstaflega og
sannað hana á sjálfum sér með
því að taka upp lifnaðarháttu,
er samrýmist kenningunni. Aðrir
segja, að margir braggabúa hafi
komizt í góðar álnir, en vilji ekki
flytja úr bröggunum vegna þess,
að það sé ódýrt að búa þar. En
spurning barnanna: „Af hverju eig
um við heima í bragga?“ þagnar
seint j þeim herbúðum.
Lífsblómstur
„ . . . útrýma sem fyrst
braggaíbúðum og öðrum lé
legum íbúðum og greiða
sérstaklega fyrir því, að
fólk, sem þar býr, komist í
betra húsnæði".
Úr stefnuskrá Sjálfstæðis.
manna fyrir bæjarstjórnarkosn
ingarnar 1954, endurbirt í bláu
bókiuni 1958 undir fyrirsögn-
inni „Orð og efndir“.
En börnin í hverfunum eru erf.
ið viðureignar meðan þau eru of
lítil til að skilja það, að braggarn-
ir séu einmitt það, sem þau e;ga
skilið. Stundum hnéigjast þau tii
að taka sér meiri völd í hendur
en þjóðfélagið hefir úthlutað þeim
og þá kynnast þau lögum rétlvís.
innar. Það mun vera reynsla lög-
reglunnar og þeirra, sem fara með
uppeldismál, að áhrif bragganna á
þá kynslóð, sem þar er að vaxa upp
séu engan veginn heppileg. Börnin
hafa goldið þess að vaxa upp í
bröggum og þjóðfélagið á eftir að
gjalda þess síðar.
Baldur Óskarsson
milli bragganna í rigningum er
ekkert nema svað.
Yngsta kynslóðin. Á hún að renna lífsskeið sitt í bröggum?
Þeir, sem kunnugir eru í bragga
hverfunum, munu hafa komizt að
raun um, að lífið þar blómstrar
með sérstökum hætti, þótt tilhneig
ingar manna gerist þar líkar sem
annars staðar. Og þótt „hetri
borgarar* eigi sjaldan leið í bragga
hverfin meðan dagur er á lofti,
sjást krómaðir hjólskjótar þeirra
gjarnan við braggana í skjóli næt.
urinnar. Braggabúum hefir heldur
ekki verið meinað að njóta frum-
iStæðari gæða lífsins né miðla öðr
um af því, sem þeir hafa yfir að
ráða.
Torfalögin
GuÖmundur Frímann, skáld:
Sár, sem aldrei yrði grætt
Eg er algjörlega andstæður
kjördæmabreytingunni. Rök-
in gegn henni liggja svo ljóst
fyrir, að óþarfi er að ræða
þau. Útilekað er, að slíkt mis.
vægi, sem hún gerir ráð fyrir
geti uokkru sinni blessazt.
Fyrir Sjálfstæðisflokknuin
vakir ekki annað en að ganga
á milli bols og höfuðs á rétti
landsbyggðarfinnar. —. Mér
finnst það satt að segja með
öllu óskiljanlegt, að nokkuð
sveitafólk geti lagt öðru eins
máii Uð, ■wsssJn*-
Angljóst mál er, að fiokks
ræðið hlýtur að stóraukast,
nái málið fram að ganga.vAlL
ur glundroði íslenzks stjórn.
málalífs yrði meiri en nokkru
sinni fyrr.
Þetta er hið mesta feigðar.
flan og örlagaríkt verður það
ef andstöðuöflunum tekst
ekki að fá meirihluta til að
stöðva það á síðustu stundu.
Takist það ekki, verður glund
roðinn ósennilega læknaður í
okkar tíð. Eitt vil ég Ieggja
sérstaka áherzlu á: Þeir dreif
býlismenn, sem leggja málinu
lið eiga eftir að liarma það,
en þá verður það um seinan.
Það yrði sár, sem aldrei vcr-
ur grætt.
(Úr Kjördæmablaðinu).
7
r *
A víoavangi
ViSskilnaSur vinstri
stjórnarinnar
Mbl. leggur nú mikið kapp á
að reyna að hnekkja þeirri stað-
reynd, að um langt skeið hefir
ekki önnur ríkisstjórn skilið bet-
ur við á sviði efnahagsmálanná
en fyrrv. ríkisstjórn.
Vegna efnahagslöggjafarinnar,
sem sett var í fvrravor. varð af-
koma útvegsins á síðastl. ári
betri en um langt skeið. Togara-
útgerðin var rekin með hagnaði
í fyrsta sinn um margra ára bil.
Vegna þess mikla fjörs, sem
var í útgerffinni á síðastl. ári,
varð framleiðslan stórum meiri
en áður. Fiskbirgðir voru því ó-
venju miklar í landinu um ára-
mótin, og mun það mjög bæta
gjaldeyrisstöðuna og tekjuöflun
ríkisins á þessu ári.
Hagur ríkissjóðs var svo góð-
ur, að núverandi ríkisstjórn hef-
ir fengið 50 millj. kr. til ráð-
stöfunar sem tekjuafgang í. einu
eða öðru formi.
Útflutningssjóður liafði einnig
mjög góða afkomu og stóð í
fullum skilum með þau gjöld,
sem hann átti að ynna af 'liendi.
Samkvæmt yfirlýsingu liag-
fræðinga Sjálfstæðisflokksins,; er
birt var í Mbl. 19. deseinbep^s.I.,
var auðvelt að tryggja áfram
vaxandi og blónilega franileiðslu
og hallalausan ríkisbúskap, ÁN
NOKKURRA NÝRRA SK.VTTA,
ef tekin væri aftur 6% káup-
liækkunin, er Sjáfstæðisflokkur-
inn og bandamenn hans kiiúðu
fram á s.l. sumri.
AUt þetta sýnir og sahnar, að
viðskilnaður stjórnarinnar vai-
betri en nokkurrar annarrar
stjórnar um langt skeið og auð-
velt átti því að vera að halda
áfram blómlegu athafnáíífí, án
nýrra skattaálaga.
Kauplækkun, nýjar álögu
og hallarekstur
Sú mynd, sem nú blasir. við,
eftir tæpra sex mánaða.. gtiórp.
Sjálfstæðisflokksins (því.að raun.
verulega stjórnar hann,. þpít Al-
þýðuflokkurinn fari með .stjórn
ina að nafni til) er sannast að
segja ótrúlega ömurleg, þegar
hún er borin saman við hinn
hagstæða viðskilnað vinstri
stjórnarinnár. -
Þrátt fyrir það, þótt ríkis
stjórn Sjálfstæðisflokksins hafi
Iækkað kaupið mjög verulega,
og aukið ýmsa skatta, er fyrír-
sjáanlegur stórfelldur halli á
ríkissjóði og útflutningssjóði á
þessu ári. Ástæðan er sú, að rík-
isstjórnin hefir aukið niður-
greiðslur og uppbætur . um
hvorki meira né minna en 200
millj. kr„ án þess að afla nokk
urra verulegra nýrra tekna á
móti þessu eða draga úr útgjöld-
um á raunhæfan hátt, þegar und-
au er skilin lækkun á framlög-
um til verklegra framkvæmda.
Hinum stórfellda lialla, sem hér
verður, er reynt að leyna fram
yfir kosningar, með hreinum
talnafölsunum á fjárlögunum. .
Úrræðaleysið afhjúpað
Það er staðreynd, sem - ekki
verður á móti mælt, áð á þeim
sex mánuðum, sem Sjálfstæðis-
flokkurinn er búinn að stjórna,
liafa bæði lífskjörin versnað og
framfarirnar minnkað. Þó er
enn meiri kjaraskerðing í vænd-
um, þegar farið verður að inn-
heimta álögurnar vegna hinna
stórauknu niðurgreiðslna, er
Sjálfstæðisflokkurinn hefir stofn
að til.
Þessi sex mánaða stjórn S.,álf-
stæðisflokksins hefir hins \ gar
gert það gagn, að þjóðin hefir
fengið ótvíræða sönnun þess, að
hann hefir ekki fyrir kosniagar
upp á að bjóða annað en aiti .iar
uppbætur, auknar niðurgreiösl-
ur og auknar álögur, sem r; nt
er að leyna með talnafölsi i . m
fram yfir kosningar. Hver i:..id-
ux- þá, að það verði eiUnvað
betra, sem hann býður upp á
eftir kosningaruar?