Tíminn - 19.06.1959, Blaðsíða 5

Tíminn - 19.06.1959, Blaðsíða 5
1 í M I \ N, föstudaginn 19. júní í'j59. Miiming: Séra Jóhann Kr. Briem frá MelsíaÖ Útvarpi'ð flutti okkur þá fregn fyrir fáum dögum, að séra Jóhann Briem frá Melstað væri lá’tinn. Hann fæddist að Hruna í Árnes- sýslu 3. des. 1882. Foreldrar hans voru hjónin séra Steindór Briem Og Kamilla Sigríður Briem. Hann Útskrifaðist úr Lærða skólanum í Reykjavík 1903 og lauk guðfræði- prófi við Prestaskólann 1907. — Næstu 5 árin stundaði hann kennslustörf á Eyrarhakka. Var kosinn prestur í Melstaðarpresta- kalli 30. maí 1912 og vígðist þang_ að 28. júní sama ár. Þar var hann prestur í 42 ár, án þess að sækja nokkum tímá um annað embætti en lét af prestsskap vegna aldurs vorið 1954. Séra Jóhann kvæntist Ingibjörgu Jónu ísaksdóttur frá Eyrarhakka 5. okt. 1912. Hún er mikillhæf og góð kona, og studdi mann sinn vel í störfum hans. Hún skipaði einnig mjög vel húsmóðurstöðuna ó prestssetrinu. Héldu þau hjónin þar uppi fyrimiyndarheimili, með mikilli raus,n og höfðingsskap. — Börn þeirra eru fjögur, tveir syn- ir og tvær dætur, Þrjú af þeim eru í Reykjavík: Steindór, Sigurð- ur og Kamilla, en önnur dóttirin, Ólöf, er í Danmörku. Það mun ekki ofmælt, að séra Jóhann Briem hafi verið einn af merkustu og mætustu mönnum prestastéttarinnar. En hann var hógvær maður og hlédrægur, og fráhverfur því að ýta sér fram eða láta á sér toera. Margir sam- tíðarmenn lians í þeirri stétt eru því víðfrægari fyrir störf að kirkju iegum málxim, og einnig fyrir marg vísleg ums'vif í veraldlegum efn- um. En þó að séra Jóhann Briem rækti vel sínar borgaralegu skyld- ur, vildi hann helzt komast hjá því að starfa að opintoerum mál- um, sem ekki voru á hans starfs- sviði. Þetta vissu sveitungar hans og hlífðu honum því yfirleitt við slíkum trúnaðarstörfum fyrir sveit og hérað, þó að eigi væri öðrum betur treystandi til að leysa- þau samvizkusamlega af höndum. Séra Jóhann heigaði sig því liáleita starfi, sem honum hafði verið fal- ið og hann hafði tekið að sér. — Hann var mjög skyldurækinn em- bættismaður, og sem kennimaður var hann í fremstu röð. Hann lagði sérstaka alúð við ferniingar lundirtoúning barna, og öll prests- verk fóru honum vel úr hendi. Prédikanir hans voru þannig, að kirkjugestir fengu þar ætíð upp- toyggilegt umhugsunarefni. Og margar tækifærisræður hans, svo sem minningarræður um látna menn, voru frábærlega góðar. Eins og hér hefur verið nefnt, var séra Jóhann ágætur kennimað-1 ur í prédikunarstólnum. En vel má i segja, að utan kirkjunnar hafi j hann einnig stöðugt verið að boða I það fagra og góða. Það gerði hann nieð breytni sinni, hógværð og háttvísi. Hann var öðrum mönn-. um til fyrirmyndar í allri fram- j komu. Aldrei neytti hann tótoaks í eða víns, og svo vandaði hann mál sitt', að honum féll aldrei ljótt orð af vörum. Séra Jóhann Briem var vel söng fróður og hafði góða hæfileika til söngstjórnar. Hann var áhugasam ur um þau efni, og strax á fyrstu árum sínum á Melstað, toeitti hann sér fyrir því að bæta og efla kirkju sönginn í prestakallinu. Og lengi stjórnaði hann karlakór í sýslunni. Átti hann þannig manna drýgstan þátt í að halda hór uppi sönglífi. Þegar séra Jóhann Briem kom Ihingað norður sumarið 1912 og tók við embætti í sínu, var hann alveg ókunnugur fólkinu í preistakallinu. En hann vann sér brátt virðingu og 'hylli allra manna, og vinsældir Ihans fóru vaxandi með aukinni kynningu. Á kveðjustundínni eiguin við íbúar Melstaðarprestakalls, mikið að þakka. Við þökkum alla þjón- ustu hans og ágætlega unnin em- Fjölbreyttar sumarleyfis- og helgar- ferðir Páls Arasonar í sumar í sumar verða farnar á vegum Feröaskrifstofu Páls Arasonar 27 sumarleyfisferð- ir, og standa þær 7—16 daga hver. Þá verða farnar ein eða fleiri ferðir um hverja helgi yfir sumarmán- uðina. Fyrsta ferðin hefst 19. þ.m. og er það hringferð, þar sem fyrst er farið austur í Öræfi og þaðan áfram hringinn kringum landið. Áætlar ferðaskrifstofa Páls Ara- sonar ekki færri en 8 slíka,- ferðir í sumar. En auk þess eru svo yms j ar aðrar ferðir, ems og t.u. 10 j daga ferð um Suð-Austurland,! Norðurland, Miðhálendið, Fjalla- j baksleið, KerlingafjöH og Arnar-1 fell og Vestfirði svo eitcnvað sé! nefnt. Ástæða er til þess að benda sér- staklega á Vestfjarðaferðina í. eumar, en mjög lítið er um, að efnt sé til skemmtiferða þangað. Þetta er þó í þriðj,a 1 sinn, sem Páll Arason efnir til slíkrar ferð- ar. Um Verzlunarmannahelgina verðað a.m.k. farnar tvær férðir, ferð um Kjöl, þ.e. Kerlingarfjöll og Hveravelli og önnur í Þórs- Ciörk. , Þá má get'a sérstaklega um þrjár ferðir sem farnar verða um Suð- Austurland og taka 7—10 daga favor. í þessum ferðum hefst ferð j,n með því að flogið verður annað hvort til Egilsstaða eða Fagur- hólsmýrar, en ekið þar á milli. Ferðaskrifstöfa Páls Arasonar sér um fæði og gistingu fyrir ferða fóLkið þar sem þess gerist' þörf, og útvegar einnig þeim sem þess þurfa, tjöld. bættisstörf í okkar þágu á löngum starfsferli. Við þökkum umhyggju hans og óbrigðula vináttu. Og ásamt þakklæti fyrir allt gott' á liðnuni árum, sendum við hans góðu konu, frú Ingibjörgu, og toörn um þeirra hjóna, innilegustu sam- úðarkveðjur. Fyrir nokkrum árum kom út bók sem nefnist „Nýjar hugvekjur", eftir íslenzka kennimenn. Ein hugvekjan í þvi safni er eftir séra Jóhann Briem. Ritningarorðin sem hann lagði út af þar, eiga vel við þegar hans er minnst. Þau eru þessi: „Sælir eru hó'gværir, því að þeir rnuiiu landið erfa.“ Laugarbakka, 11. júní 1959. Skúli Guðmundsson. Kið ómót- mælanlega Um s. 1. aldamót fluitu helztu blöð landsins oft hinar athygMs verðustu og «njöllusíu greinar uir áfengismál og hvöttu til bindindis. Mun þó varla þá hafa, jafn oft sézt menn á bezta aldri slangrand drukknir á al'manji'afæri um 'há daginm einís og nú er algengt. Þa? mundi því inú ekki síður en þá vera þötrf á því að blöðin vöruðu uin'ga1 fólkið við Bakk'usi og hveth bað tiL bindLnjdissemi. Hór icemur greinarstúfur, sen birtiiS't í biaði hér fyrir meira er 60 'árum, og mum vera þýddur Hamn ber n'afnið: Ómótmælanlegt. Það er ómótmælanlegt, að drekki ég aldrei áfenga drykki, verð ég laidrei drykkjumaðúr. Það er óœótmæl'amlegt, að ef ég idrekk áfengia drykki. getur svo farið, að mér fari að þykja þeir góðir, og ,að lokum get ég þá orð- ið drykkjumaður. Það er ómóitmæianlegt, að hóf- dryikkj'an er uppspretta ofdry'kkj- uniniar, sfeóiilnm,, sem ailir drykfeju- rnenn hafa iært í. Það er ómótmælanlegt, að allir drykkjumenn hafa eimhvern. tíma verið hófdrykfej'umenin, og að þeir hafa aðeins smátt og smátt orðið að ofdrykkjumönmum. Það er lómóitmælamlegt, að ef efcki væri til nein hófdryfckja, þá væri ekki heldur til nein of- drykk jía. • Þaö er ómótmæianlegt, að ef c.fdrykkj umaðu'riim á að bæta ráð sitt, þá verður hanin að forðasit það sem hefir gert hann að ofdrykikjumanni og heldur honum emin föstum við þann löst. Það er ómótmælanlegt, að ef ofdryfekju'maðurinm heldur áfram að forðast þetta, þá verður honium bjiargað. Það er ómótmælanlegt, að ef ég æitla að verða honum til góðrar íyrirmyndar í því siky'ni að fá (Framhald á 8. gfðu) Minning: Sigmundur GuSmundsson, Brattiialastöðum Hinn 22. apríl s.l. lézt að sjúkra húji Akureyrar Sigmundur Guð- mundsspn, bóndi að Dratthalastöð. um í Hjaltastaðaþinghá. Hann var fæddur að Unaósi í sömu sveit 12. janúar 1912, sonur hjónanna Guð. ■rúnar Sigmundsdóttur bónda í Gunnhildargerði í Hróarstungu og Guðmundar Halldórssonar frá Sandbrekku í Hjaltastaðaþinghá. Þau hjón eignuðust sex börn, sem öll komust til fullorðinsaldurs. Af þeim eru fjögur enn á lífi, þessi: Ingibjörg, húsfrú að Húsey í Hró. arstungu, gift Sigurði Halldórssyni bónda' þar. Halldór, bóndi að Klúku, giftur Guðrúnu BjarnadóíL ur frá Surtsstöðum í Jökulsárhiíð. Sigfríð, húsfrú að Laufási, gift Sig- urði Karissyni frá Bóndastöðum og Stefán, ógiftur heima að Dratthala stöðum. Kristbjörg hét ennfremur dóttir þe;,ra hiií-'i pr lé7t ógift um tví- Hagkvæmir samningar tókust um hlut lslands í símskeytaviðskiptum Rætt um helztu sjmamáleíni Norðurlanda á ráíSstefnu í Björgvin í byrjun þ.m. í byrjun þessa mánað'ar var haldin norræn símaráð- stefna í Björgvin og voru rædd þar helztu símamál- efni landanna, bæði tæknileg og viðskiptaleg. Á ráðstefn- unni náðist hagkvæmur samningur um hlut íslands í símskeytaviðskíptum við hin Norðurlöndin. Væntanlegur sæsími milli Bret lands og íslands verður tekinn í notkun haustið 1961. Haun verður með tuttugu og fjórum talrásum Þá verður lagður sæsími áfram til Kanada árið eftir. Var rætt um þessar framkvæmdir á ráðstefn. unni og þær breyttu aðstæður, sem yrðu, þegar þessi nýi sæsími væri kominn í gagnið. Var í því isam- toandi rætt um möguleika á að þeina viðskiptum frá Norðurlönd' um til Kanada í gegnum hann. „Data-tækni" Á ráðstefnunni var mikið rætt um nýja tækni, svnefnda „data- tækni ’, sem nú er á hyrjunarstigi en gerir kleift aö fullnota betur símrásirnar en áður. Tæki þessi eru mjög' margbrotin og dýr. Þá var rætt um samvinnú varðandi ýms símamál isem tekin verða fyr ir á væntanlegri alþjóðaráðstefnu á næsta hausti. tugoamur, .,vo og iáigmundur, er lézt 22. aprU sl., sem áður getur. Öll voru þessi systkini hið bezta gerð sem þau áttu kyn til, enda þótt þau yrðu að fara á mis margs þess í uppvexti, er nútíminn tel- ur nauðsynlegt. Foreldrahús þeirra var fátækt, og orkunni varð að beita til hins ýtrasta við öflun nauðþurfta hins daglega lífs. En einmitt það ásamt handleiðslu góðra foreldra hefir oft reynzt drjúgur skóli, og þeim því fremur, sem upplag hafa átt betra og á_ stundun og skyldurækni í ríkara mæli. Árið 1913 fluttu foreldrar Sig_ mundar frá Unaósi að Dratthala. stöðum, sem þau keyptu þrem ár_ 'um síðar, og bjuggu þar, unz Guð- mundur bóndi varo að hætta bú- skap vorið 1933 vegna vanheilsu. Þá tóku elztu synir hans tveir við búinu, þeir Halldór og Sigmundur, og ráku það um 15 ára skeið ásamt móður isinni og yngri systkinum. Þetta bú starfræktu þeir sem fé- lagsbú, og gekk það undir nafninu Bræðrabúið að Dratthalastöðum. Ekki var það mikið bú né auðugt, er þeir bræður tóku við. Þvert á móti. Bústofn var lítill og jörðin sömuleiðis. Kröfur ýmsar og álL þungax hvíldu á jörð og búi. Auk þess voru þeir bræður ungir og efnalausir, enda höfðu þeir unnið foreldrum sínum án endurgjalds sem meginfyrirvinna heimilisins um árabil, þar sem faðir þeirra var lítt vinnufær vegna vara.nlegs heilsuleysis. En dugnaður þeirra bræðra og samstaða öll var slík, að brátt tókst að lyfta Grettistök. um. Ásamt stöðugum vexti búsins og aukinni gagnsemi. þess voru hafnar á jörðinni ýmsar_ fram. kvæmdir í byggingum og ræktun. Slíks v_ar og líka brýn þörf. Jörð- in var lítil og hafði verið í litlu afhaldi, sem títt var um jarðir al- mennt á þeim tímum. Búið óx ört, unz það var orðið stærsta bú sveit arinnar, enda jörðin þá yfirsetin. Þá keyptu þeir bræður jörðina Klúku í Hjaltastaðaþinghá og nytj úðu hana til viðbótar heimajörð- inni. Hér koni glöggt fram hverju hcilt og einliuga samsíarf getur áorkað, og einnig það, að hér voru að starfi annað og meira en hvers. dagslégir meðalmenn. í þessu mikla og merka viðreisn arstarfi að Dratthalastöðum gætti þó eigi sízt hlutar húsfreyjunnar, móðurinnar, Guðrúnar Sigmunds. dóttur, ,sem jafnan veitti heimilinn sína umsjá og forustu. Skörungs., skapur hennar og manndómur var slíkur, að hatt gnæfði yfir flatn- eskju alls meðallags. Hún var hi~ trausta eik heimilisins, og sjaldar. feilur ávöxturinn langt frá stofn- inum. Hér beindist allt að sam: marki, og því varð náð. Datthala- staðaheimilið var eitt hið ágæt- ,sta um alla reisn og risnu. Vorið 1944 staðfesti Halldór í Dratthalastöðum ráð sitt. Þí. skiptu þeir bræður öllu með sér, og Halldór setti bú að Klúku, er. Sigmundur bjó áfram að Dratthak- stöðum ásamt móður sinni og svo til hinztu stundar. Stefán, yngsti. bróðirinn, var þar og einnig, er. hafði sérbú og var jafnan í náinru samvinnu við bróður sinn. Eftir að Sigmundur tók v, Dratthalastöðuni, var sókninni env. haldið áfram. íbúðarhús úr steini. reis við hlið gamla bæjarins, sömu leiðis peningshús og fóðuráeymsl ur. Víðáttumikil lönd voru ræst, brotin, friðuð og yrkt. Að Dratt- halastöðum blasa nú við miklar og traustlega gerðar byggingar og ræktariönd. Allt ber þetta hið bezta vitni um framtak, hagleik og snyrtibrag. Hinir gömlu Dratt, halastaðir þekkjast vart lengur. Þeir hafa verið sviptir álagahamn um og eru talandi tákn þess, sen:. verða má og verða þarf í framþró. un íslenzks búnaðar. Þeir eru líka vitnisburður þeirrar hugvitssemi, elju og fórnfýsi, sem eóður og ræktarsamur sonur hefir lagt sem guU í lófa framtíðarinnar, en er því miður af mörgum vanmetið og enda ekki nýtt. Dratthalastaðir birta því að veru legu leyti sögu þeirra, er gert hafa garðinn frægan. Þar á Sigmundur sinn stóra hlut eftir stutta en at- hafnasama ævi. Sigmundur var eðlisgreindur með ágætum. Smiður var hann svo góður, hvort ,sem var á tré eða járn, að kallast mátti þjóðhagi, Hann var fríður maður og prúður í allri íramkomu og hið mesta snyrtimcnni í hvívetna. Fá- skiptinn var hann og hlédrægur út á við, og það helzt um of, en vökull og framtakssamur í sínum verkahring og ágætis félagi í sír.- um hóp. í fæstum orðum sagt: Þar fór góður drengur og gegn. Með Sigmundi á Dratlhalastöð. um er því fallinn einn traustasti og einlægasti þegn sveitarinnar, hún er stórum fátækari. Áberandi skarð er rofið í hina fámennu fylk ingu hennar, — skarð, sem vissu. lega verður vandfyllt. Jarðarför Sigmundar fór fram að Dralthalastöðum 2. maí sl. Fékk hann leg I grafreit heimilisins, en þar var áður gerður hinzti hvílu- staður jarðneskra leifa föður hans og systur. Þar sameinast og dufl. hans þeirri mold, sem fóstraði hann og sem hann yrkti og unni, Við jarðarförina var fjölmenni. mikið, þrátt fyrir óhagstætt veð. ur og afleita færð á vegum. Úr sveitinni var t. d. mætt nær hvert mannsbarn ofan við fermingarald- ur að þeim frátöldum, sem ekki voru ferðafærir eða í fjarvistum lengra til. Á slikan hátt snart frá- fall hans sveitungana, og m. a. á þann hátt var hann kvaddur með eítirsjá og trega. En sárastur er þó tregi þeirra,. sem næstir standa og hér alveg sérs'taklega hin-ni aldurhnignu og' þreyttu móður, sem svo óvænt varð að sjá og finna eitt lim sitt falla. í lengstu lög mun hún hafa vonað, að syninum yrði þyrmt, en sú von varð úti í vágusti veruleik ans. Sigð dauðans hafði snortið hann og sært því sári, er mann- legur máttur fékk ekki grætt. Harmur Guðrúnar á Dratthala. stöðum er mikill, en hún á líká mikilvæga huggun, þá, að hafa al. ið og stutt til þroska slíkan son og mann, sem Sigmundur -var. Með. þá v'itneskju og fullvissuna _ um endalausa framrás lífsins til vax_ andi þroska verður henni bær hin þungh sorg. í ljósi þessarar visSu kveðjum við Sigmund á Dra.tthaia. stöðum hinztu kveðju. Ingvar Guðjónsson. Dölum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.