Tíminn - 19.06.1959, Blaðsíða 6

Tíminn - 19.06.1959, Blaðsíða 6
6 T í M I N N, föstudaginn lí*. júni 1959. Útgefandl l FRAMSÓKNARFLOKKURINH Ritstjóri: Þórarinn Þórarmsson. Skrifstofur í Edduliúsinu viB Lindargðt* Símar: 18 300, 18 301, 18302, 18303, 1830«. (skrifstofur, ritstjómin og blaðamena) Auglýsingasíml 19 523. • AfgreWWan 12331 Prentsm. Edda hf. Sími eftir U. 18: 13948 Undanlátsstefna Sjálfstæðisflokksins UNDANLÁTSSTEFNAN, sem Sjálfstæðisflokkurinn hefun fylgt í landhelgismál- inu, 1 skýrist nú betur og betur með hverjum degi. „Það er hægt að semja á margan hátt í landhelgismál inu,“ sagði Sigurður Ágústs- son nýlega á fundi í Grafar- nesi. Sjálfstæðisflokkurinn vildi semja við Breta á s.l. surnri um útfærslu landhelg innár úndan Vestfjörðum, ságði Gunnar Thorodsen ný- lega á fundum í Vestur-ísa- fjarðarsýslu, en það var hindrað af Framsóknarmönn um og kommúnistum. Þess gat hann ekki, að slíkur samningur hefði því aðeins fengizt, að samið hefði verið um fjögra mílna fiskveiði- landhelgi annars staðar við landið. Slíkur samningur hefði ekki heldur tryggt neina friðun á svæðinu und- an Vestfjörðum, þar sem eng in trygging var fyrir því, að allar viðkomandi þjóðir heíðu fallizt á hana, þótt Bretar hefðu gert það gegn því að mega auka veiðar sín ar ihnan tólf mílna mark- ann,ú annars staðar við land- ið. Aðspurður svaraði Gunnar því engu, hvort Sjálfstæðis- flokkurinn væri enn reiðu- búinn til að gera slíkan samning við Breta. Sú þögn talar sínu máli. ÞAÐ, sem þeir Sigurður og Gunnar hafa beint og ó- beint upplýst með þessum ummælum sínum, kemur ekki neinum á óvart, er hef- ur fylgzt með ferli forkólfa Sjálfstæðisflokksins í þessu máli. Öll framkoma þeirra á fyrra ári benti til þess, að þeir væru fúsir til undanláts við Breta. Um það vitnuðu skrif Mbl. bezt á síðastl. sumri. Af þessu hafa brezk stjórnarvöld áreiðanlega haft fullar fregnir. Trú þeirra hefur bersýnilega ver ið sú, að það myndi gefa undanlátsstefnu Sj álfstæðis flokksins byr í seglin, ef brezk herskip yrðu sýnd á íslandsmiðum. íslendingar myndu þá beygja sig og semja. Bæði brezk stjórnar- völd og foringjar Sjálfstæð- isflokksins reiknuðu hér rangt. íslendingar svöruðu brezka ofbeldinu eins og sæmdi þjóð, sem lætur ekki erlent ofríki kúga sig. Síðan hafa forkólfar Sjálfstæðis- flokksins orðið að dansa með nauðugir viljugir. En Bretar treysta bersýnilega enn á, að undanlátsstefna Sjálfstæð isflokksins sé ekki úr sög- unni. Meðan svo er, munu þeir halda áfram ofbeldinu, ef það gæti orðið til að þreyta íslendinga og ýta þannig und ir imillanlátsstefnuna að nýju. ÞAÐ skortir ekki nú stór orð af hálfu forustumanna Sjáífstæðisflokksins um það, að þeir muni hvergi láta und an síga fyrir hinu brezka of- beldi. Þetta er talið nauðsyn legt vegna kosninganna. Eft- ir þær mun skapast annað viðhorf. Þá mun það sótt fast I af hálfu Breta og vina þeirra, að íslendingar láti á ein- hvern hátt undan síga. Það mún jafnt verða beitt blíð- mælum og hótunum. Þá mun vafalaust verða boðið upp á það aftur, sem Sjálfstæðis- flokkurinn hefði látið sér nægja á síðastl. sumri, og ef til vill eitthvað betur, t.d. aukna friðun fyrir Vestfjörð um og á Selvogsbanka, og sex mílna mörk annars staðar. Þá þarf ekki lengur að ótt- ast kjósendur og því „verð- ur hægt að semja á margan hátt í landhelgismálinu", eins og Sigurður Ágústsson orðaði það. UMMÆLI þeirra Gunnars ofí Sigurðar gefa það Ijóst til kynna, hvernig haldið hefði verið á landhelgismálinu, ef ' Sjálfstæðisflokkurinn hefði farið með völd á síðastliðnu j ári. Þá hefði verið samið um f jögurra mílna landhelgi nær hvarvetna umhverfis landið. Bretar hefðu þá fengiö öllum aðal óskum sínum fram- gengt. Vetrarvertíðin í ár er gleggsta sönnun þess, hvert lán það var, að Sjálfstæðis- flokkurinn gat ekki gert slíka samninga. Það er nú almennt viðurkennt, að án útfærslu fiskveiðilandhelginnar hefði aflabrögðin ekki veriö jafn góð í vetur og raun varð á. FYRIR íslendinga væri það hin háskasamlegasta uppgjöf, ef nú væri eitthvað farið að láta undan Bretum. Raunar eru íslendingar bún ir að sigra í landhelgismál- inu og staðfesting á því mun fást á landhelgisráðstefn- unni næsta vetur. Aleina hættan er sú, að hér komi til valda stjórn, er einskis virðir þjóðarviljann og læt ur undan Bretum. Ef Bret- um væri réttur litli fingur- inn nú, gæti það þýtt hið sama og missa alla hendina síðar. Það myndi og sýna, að það borgaði sig að beita íslendinga ofbeldi. Sú ríkis- stjórn, er féllist á slíkt undan hald, væri líkleg til hvers konar landráða. Þjóðin verður að girða fyrir þessa hættu í kosning unum nú. Stuðningur við Sjálfstæðisflokkinn gefur undanlátsstefnunni byr í vængi. Örugglegast verður þessari hættu afstýrt með því að efla Framsóknarflokkinn, sem sýnt hefur sig óbilugan í þessu máli, en jafnframt gætt þess að halda á málinu þannig, að það yrði Bretum ! hvergi til ávinnings á alþjóð- legum vettvangi. Hið nýja glæsilega félagsheimili i Hrafnagilshreppi. Glæsilegt félagsheimili tekið í notkun að Laugarborg í Eyjafirði Rætt við Hjalta Jóseísson á Hrafnagili. lyftistöng félagsmála í Hrafna- frumsýning hefir dregizt vegna gilshreppi. hins slæma inflúensufaraldurs. Bygging hins nýja félagsheimilis Mun leikurinn þó frumsýndur var ákveðin 26. júlí 1956, en í okt mjög bráðlega. Aðalleikarar eru Eitt glæsiiegasta félags- heimili í byggðum landsins, Laugarborg í Hrafnagils- hreppi í Eyjafirði var fyrir nokkru hátíðlega vigt og hef- ir nú þegar verið tekið í fulla notkun. * Laugarborg stendur skammt frá Hrafnagili, en þar befir lengi ver ið miðstöð félagslífsins í hreppn um. Þar stendur þinghús hrepps ins og gamalt samkomuhús, <sem nú verður notað til annarra hluta. Ilrafnagil í Eyjafirði á mi'kla sögu að báki og er þess getið í forn sögum, að menn komu saman við Hrafnagilslaugar, en það eru heit ar uppsprettur þar skammt frá. Rætt við form. húsnefndar Á 'Hrafnagili býr nú Hjalti Jós efsson og er hann formaður hús nefndar hins nýja félagsheimilis. Er fréttamaður blaðsins var þar á ferð fyrir skömmu ræddi hann nokkuð við Hjalta um hið nýja og glæsilega félagsheimili, sem vafa laust á eftir að verða hin mesta óbermánuði sama ár hófust fram (kvæmdir. Hreppurinn á félags- heimilið með Ungmennafélaginu Framtíðin og kvenfélaginu Iðunni og sjá félögin um rekstur hússins. Heimilið er afbragðsvel búið — grunnflötur er 350 ferm., — stór samkomusalur, veitingastofa, .stórt leiksvið og fundaherbergi. Eld- hús er hið fullkomnasta. Forstöðukona kvenfél. er frú Aðalst'eina Magnúsdóttir, Grund, en form. ungmennafélagsins er Óttar Skjóldal, Ytra Gili. Leikur færður upp Þegar hafa nokkrar .samkomur verið haldnar að Laugarborg og hafa þær farið vel fram. Ung- mennafélagið og kvenfélagið hafa um nokkurt skeið uirinið að því að færa upp leik í húsinu. Sigurður Kristjánsson frá Húsavík hefir æft leikritið Maður og ' kona, en Aðalateinn Jonsson, Sigríður Schöth, Hreiðar Eiríksson o,g Sig úrður Kristjánsson, en leikendur eru alls 17 að tölu. Samningar miíli félagsheimila Gegnt Laugarborg handan Eyja fjarðarár er hið glæsilega félags- heimili Freyvangur í Öngulsstaða hreppi. Samningar haf-a staðið yfir að undanförnu á milli félagsheim ilanna að útiloka innbyrðis sam- keppni, því að skammt er á milli i og allar lí.kur munu vera á 'því að þeir samningar muni talkast. Lyftistöng félagslífs Ekki verður ofsögum af því ' sagt, hver lyftistöng hin nýju og glæsilegu féHagsheimili eru íýrir félágs- og menrimgarlíf hinria dreifðu byggða. Með byggingu (Framh. á 11. síðu) Bréf til Sigurðar Nordals frá Vigfúsi Guðmundssyni Kæri hr. Sigurður Nordal, Reykjavík. Eg var að fá í pósti „Fregn- mlða", þar sem aðalgreinin er undirrituð af yður. Þótt þér veitist þar að Kjördæmablaðinu þá er mín „sekt" í ádeiluefninu engu minni, því það var ég sem tók brotið úr Öræfagrein yðar, sem Kjördæmablaðið birti. Það birti ég í einni kjör- dæmagrein minni í Tímanum mörgum vikum áður en prent- araverkfallið hófst. Eg hafði lengi verið hrifinn af tímaritsgrein yðar um Öræf- inga — hve myndarlega og llst rænt þér tókuð þar málstað strjálbýlisins. Þegar skammsýnir fésýslu- og múgsef junarmenn, undir forustu Jóns P. Emils, tóku til að vega að strjálbýlinu með því að svifta það öllum fulltrú um á löggjafarþingi þjóðarinn- ar, sem kosnir eru af SJÁLF- STÆÐUM og SAMSTÆÐUM heildum þess, þá kom i hug minn snilidar málfærsla yðar fyr ir strjálbýlið í umræddri grein. Tók ég mér bessaleyfi að prenta brot úr grein yðar orð- rétt innan tilvitnunarmerkja og gat þá aúðvitað um höfundinn. Eg leit á túlkun yðar um strjáibýlið sem dýrmætt inn- legg fyrir okkur, sem þykir vænt um hinar dreifðu íslenzku f jallabyggðir og viijum ekki rýja þær áhrlfum í okkar litla þjóðfélagi. Mun ég hafa tekið brotið úr grein yðar með svip uðum huga og ég býst við að þér hafið haft þegar þér voruð að færa fram tilvitnanir strjál býlismannanna Snorra Sturlu- sonar og Stephans G. tll að sýna og sanna islenzka snilldar I ist. Þeir, sem skrifa bezt um hlut ina verða að sætta sig við að ýmsir „minni karlar" vitni í rit þeirra, málstað sínum til fram- dráttar. Þér segizt í „Fregnmiðanum" ætla að greiða kjördæmabreyt- ingunni atkvæði yðar. Þér um það. En heldur virðist það vera lítið í samræmi við andann og ummælin í Öræfagrein yðar. Eg rpun greiða atkvæði á móti kjördæmabreytingaflaninu sem unnandi fjalidalabyggðanna ís- lenzku. Hef jafnan viljað reyna að vera „brot af sjálfs mín kvæði" eins og uppáhaldsskáld inu yðar varð að orði. Báðir höfum vlð verið í hópi þeirra Islendinga, sem höfum átt kost á aö búa erlendis, þar sem blasað hafa við okkur rúm lífskjör. En báðir tekið þann kostinn heldur að starfa heima á ættjörðinni. Ætli við hefðum teklð það hfutskiftið, hefðu eng ar fjaliabyggðir verið í okkar landi né nokkur verk gerð af mönnum þaðan, hvort þeir hétu Snorri, Stephan eða ann- að? Eg efa það. Vitanlega hefur Vatnsdalur- inn fagri og frjósami heillað, en það gerðl harðbýli helðar- dalurinn minn iíka. Hver einn bær á sína sögu. Og heill sé sfrjálbýlismönnum, sem brjótast móti straumnum og tíðarandanum og auka viö þá sögu og gera landið okkar meira helllancH og dýrmætara með ræktun, byggingum og öðru. Mér finnst að okkur alda mótamönnunum, sem enn stönd um uppi, ætti að vera sönn á- nægja í að styðja nú I VERKI að því að tandið okkar „smækki" ekki fyrir aðgerðir skammsýnna ofurkappsmanna. Kveð ég yður svo með þökk fyrir góðan, gamlan grelða í minn garð og með yðar éigin orðum úr Öræfagrein yðar, sem ekki eru síður i gildi nú en árið sem þau voru skrifuð, af því að þau fyrnast ekki fremur en frásögn Snorra eða kvæði Stephans G.: „Nú er þörfin brýnust og baráttan hörðust til dala og fjalla, þar sem heiðabóndinn stendur gegn því, að byggðin færist saman og ' landið smækki." Vlrðingarfyllst Yðar einlægur Vigfús G’uðmundsson. __________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________r'

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.