Tíminn - 19.06.1959, Blaðsíða 9

Tíminn - 19.06.1959, Blaðsíða 9
T í MIN N, föstuilaginn 19. jfim 1959. 9 r MARY ROBERTS RINEHART: IKU'O liiúhi'unarhonci þar ofan í kaupiö þótti ekkert vænt um hann. Nei, þa'ð er ósennilegt. Nei, það var ekki sennilegt, það varð ég að játa, þótt ég hins vegar vissi, aö fóik sem fremur sjálfsmorö leggur sig í ótrúlega framkróka að láta verknað sinn líta út eins og eitthvaö alveg sérstakt væri um aö ræða. Mig minnir, aö 1 öllum iíftryggingarskiölum séu ákvæði, þar sem tekið er fram, aö líftryggingin sé ó- gild, ef hinn tryggöi fremur s.iálfsmorð innan árs frá gild istöku hennar. — Þetta gæti líklega ekki hafa vérið slys, spurði ég. — Ja, að því er næst verö ur komizt var pilturinn í skotklúbb í háskólanum og kunni'vel með byssu að fara. Flest slvs af þessu tagi veröa þegar verið er að hreinsa byss urnar, ekki tveim eða þrem stundnm síðar. Hann hreins aöi þessa byssu, áöur en hann fór-út og skildi bæði oliu og tuskur eftir á dagblaði á gólf inu. En svo er annaö. Hvernig er unnt að fá út slvs, þegar allt bendir til sjálfsmorðs? Byssa á gólfinu, beygö hné eins og hann hefði kropiö fyr ir framán spegilinn, og svo kúlu, sem farið hefir lárétt beint gegnum höfuöið? Þráö beint og lárétt skal ég segja yöur, Hvar og hvernig vár haldið á bvssunni og hvar var hann siálfur? — Ef bér eruð að spyrja mig, svaraði ég auðmjúklega, þá hefi ég ekki minnstu hugmynd um þaö. Hann sló öskuna úr pípu sinni. — Það er einmitt þetta, sem mér geöiast svo vel að hjá yö ur SavÖi hann og brosti út í myrkríð. Eg get talað og þér komið ekki með neinar get- gátur eða útskýringar. Þér haldið vðm- við staðreyndir, en vaðið ekki einhverja vit leysu: — Hvert er álit lögreglu- læknisíns? — Hann gizkar á slys, Stew art læknir hallast að sjálfs- morði. — Og hvaö haldiö þér sjálf ir? — Eins og stendur þykir mér morð einna sennilegast. Sú ,skoðun mín kann aúðvitað að brevtast. En þessi piltur var veikfreðia og bað barf meira en augnabliksþunglyndi til að menn skipuleggi sjálfs- morð vandlega til bess að láta það h'ta út eíns og eittlivað allt annað. morö eða slys. At hugum t. d. byssuna þá arna Hún varð honum að bana. Úr hefmi hefir veriö skotiö síðan hann hreinsaði hana, en það erú envin fingraför á henni, nema bá miög óljós, sem líta helzt út eins og hans eigin. Annað hvort kom hann byss unni bannig fyrir að hann gat hleypt af hemii úr fjarlægð, eöa þá að einhver annar hleýpti af og hafði vasaklút utan um byssuna eða notaði hanzka. — Og enginn heyrði skotið? — Enginn, en það sannar ekkert. Þjónustufólkið var langt í burtu og gamla kon- an nærri heyrnarlaus. Skoti hefir samt veriö hleypt af, á því er enginn efi. Stewart læknir, sem kom hingað fyrst segir, að Herbert Wynne hafi verið dáinn skömmu áður en hann kom, eöa alls ekki meira en klukkustund. Lögreglu- •læknirinn telur, að pilturinn hafi látizt korter yfir ellefu. En báðir gizka á. Það geri ég líka. En ef um morð er aö ræða, þá hallast ég að því, aö um innanhússverk sér að ræða. Hann kveikti á eldspýtu og leit á armbandsúrið. — Jæja, bæjarfógetann hlýtur aö j langa til að fá sér blund úr þessu. Eg ætla að fara og ná í Hugó. — Hvað eigið þér viö með því að um innanhússverk sé að ræða? spurði ég. — Hér er aðeins mjög gömul kona og tveir þjónar af gamla skólan um. Var nokkur annar í hús- j inu? — Enginn lifandi sála, að því er við bezt vitum. Og takið eftir þessu: Jafnvel þótt ég gæti komið þvi öllu heim og saman, að um sjálfsmorð væri að ræða, þá á ég samt eftir að gera sjálfum mér grein fyrir einu og öðru. Hvers vegna fór pilturinn blístrandi út rétt fyrir niu, ef hann þá gerði það, og kom svo aftur klukkan ellefu til þess að drepa sig. Og hvers vegna hafði hann nýja ferðatösku í fataskápnum sínum, sem hann var búinn aö pakka nið ur í að nokkru leyti. Hann átti að vísu ferð fyrir höndum, en ekki af því tagi, að hann hefði þörf fyrir silkináttföt. Einhvern veginn fór hroll- ur um mig við þessi orð lög- regluforingjans og hann tók eftir því. — Betra fyrir yður að fara inn og í rúmið, ungfrú góð, sagði hann vingjarnlega. — Eg mun þarfnast yðar i þessu máli og kæri mig ekki um aö þér veikist. Eg mun segja yð- ur sögu gömlu konunnar í fyrramálið. En ég neitaði að fara fyrr en ég hefði heyrt frásögn hennar. Samt féllst ég á aö fara fyrst upp og gá að sjúkl ingnum og sækja stuttjakk- ann minn. Júlía var róleg og æðasláttur eðlilegur, en þótt hún lægi með lokúð augu, fanhst mér einhvern veginn að hún myndi ekki sofa. — Þegar ég kom niður aftur sat lögregluforinginn enn á tröppunum, en sjá mátti að hann einbeitti sér við aö hlusta eftir einhverju. Hann gaf mér til kynna að hafa hljótt um mig og snögglega hentist hann niðuv tröppurn ar og fyrir húshornið. Það liðu fullar fimm mínútur, þar til hann kom aftur og virtist þá heldur gremjulegur. i — Býst við að ég þurfi að sofa nokkra tíma, sagði hann. — Eg myndi hafa svarið að ég sá einhvern hreyfa sig þarna í runnanum. Þá var það að ég sagði hon um frá því sem fyrir mig hafði komið í eldhúsinu fyrr um nóttina. Hann fór þá aðra ferð kringum húsið, en án þess að finna nokkuð, sem honum þótti grunsamlegt. Hann settist samt ekki niður aftur, heldur stóð og hlust- aði. En ekkert hljóð heyrðist. Mér verður oft hugsað til þessa atviks. Þarna stóðum við bæði á útidyratröppunum og hvorugt okkar grunaði, að hluti af svarinu við þeirri gátu, sem við reyndum að leysa, var ekki lengra en 50 fet frá okkur. Lögreglufor- inginn var meira að segja nærri dottinn um þetta sönn unargagn án þess að gruna hið minnsta. Fjórði kafli. Vcir Herbert Wynne myrtur? Þegar hér var komið róað- ist lögregluforinginn nokkuð og gerði þá það, sem ég held að sé honum mikilvægast við starf mitt hjá lögreglunni, ég veitti honum tækifæri til að hugsa upphátt. — Eg ætla að fara aftur til herbergisins þar sem moröiö var framið, ungfrú Adams. Nei, farið þér ekki, ég ætla ekki upp, að eins fara þang- að í huganum. Þar situr pilt- urinn Herbert Wynne, í stól skulum við segja. Það hlýtur að vera, því að kúlan hitti 'arinbríkina í um þaö bil þeirri hæð. Og hann hefir verið byrjaður að afklæða sig, því aö hann var búinn að losa reimina á öðrum skón- um. Viö gerum ráð fyrir að dyrnar hafi verið lokaðar. Hann sér þær opnast, en þar sem hann var því vanur að fröken Júlía kæmi inn seint á kvöldin til að gá að, hvort hann væri kominn inn, þá situr hann kyrr. Eftir andar- tak sér hann samt ,að þaö er ekki frænka hans, heldur ein hver annar. Hann rís samt ekki á fætur, takið eftir því. Ef ég hefi rétt fyrir mér, þá var hann skotinn til bana, þar sem hann sat í stólnum og stóllinn var á miðju gólfi, milli herbergisdyranna og arinsins. Nú, hvað finnst þér um þessa tilgátu? — Hann hefur þekkt komu mann, hver sem hann var, eða þá, að honum hefir ekki gefizt tími til að standa á fætur. Eg fann fremur en sá, aö hann brosti enn út í myrkrið. | — Hver segir svo að þér (séuð ekki leynilögreglumaður, sagði hann. — Sennilega ein hver sem hann þekkti, ef til- gátur mínar eru réttar. Að vísu kann hann að hafa undr azt komu gestsins, en hann óttaöist hann ekki. Hann var ungur og snar í hreyfingum og myndi hafa verið fljótur að hreyfa sig, ef hann hefði séð nokkra ástæðu til þess. En hann sat kyrr og takið nú eftir: Sá, sem myrti hann gerði það ekki þegar í stað. Ástæðan var m.a. sú, að hann varö að komast vel inn i her- bergið og ná í byssuna þá arna. Hún hefur sennilega leg ið á þvottaborðinu. Þessi ná- ungi tók hana upp, gekk til dyranna og tók í hurðarhún- inn, en sneri sér svo snöggt við og skaut. Herbert vissi alls ekki að banaskeyti fór aö honum. Þurrkað timbur: 1x4 2x4 2x5 2x6 Plastplötur á borð 4x4 fet Gult — Grænt — Blátt VerS pr. plötu kr. 243.— Trésmíðjan Sílfurtún Sími: 50900. .v:ví : Frá Reykjaskóla Vegna mikillar aðsóknar eru væntanlegir nemend- ur úr Vestur-Húnavatnssýslu og Strandasýslu beðn ir að sækja um skólavist sem allra fyrst og eigi síðar en 12. júlí n. k. Skólastjó-inn. i e&ý.' mtmnuc ntiM, PERLU þvottaduft VV.WAV.V.V/.V/.V.W.VAW.VAV.W.V.WAS^VWiV ? Ollum þeim, sem heiðruðu mig og glöddu á sex- «£ tugsafmæli mínu, færi ég mínar innilegustu þakk- £ ir, og bið Guð að blessa ykkur öli. Pálmar Jónsson, Unhól. VWWV/.W.’AW/.VWAWW.WVMVAWtVAVWW

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.