Tíminn - 24.06.1959, Blaðsíða 6

Tíminn - 24.06.1959, Blaðsíða 6
6 TÍMINN, miðvikudaginn 24. jiím 1959. ► ► Útgefandl i FRAMSÖKNARPLOKKUKINB Ritstjórl: Þórariim Þórarinsioa. Skrifstofur 1 Edduhósinu tIB Lindarfðtv Símar: 18 300, 18 301, 18302, llIOt, 18 204. (skrifstofur, ritstjórnln og blaBamenn) Auglýsingasíml 19 523. - AfgrelOalan 12222 Prentsm. Edda hf. Siml eftir U. 18: 12048 „Heim á fornar slóSiru HVERS VEGNA sendir Sjálfstæðisflokkurinn reyk- vískum kjósendum bréf þessa dagana, þar sem hampað er þeirri gulu sögu, að kjör- dæmamálið „sé notað til fá- fieyrða æsinga víðs vegar úti um land gegn Reykvíking- um pg valdi þeirra“ og því beri Reykvíkingum nú skylda til að svara rækilega fyrir sig'?' Ástæðan er sú, að Sjálf- stæðisflokkurinn ekki aðeins óttast það, heldur veit það, að fjöldi Reykvíkinga er andvígur niðurlagningu kjör dænianna. Þess vegna grípur Sjálfstæðisflokkurinn nú til hinnar gömlu iðju sinnar, að bera illt orð á milli strjál- býlisins og þéttbýlisins í von ura að geta villt um fyrir Reykvíkingum á þennan hátt. Þess vegna er búin til gula sagan um „fáheyrðar æsingar víðs vegar um land gegn' Reykvíkingum“. ÓLÍKLEGT verður hins vegar að telja það, að Sjálf- stæðisflokkurinn villi um fyrir mörgum Reykvíkingum rneð þessari gulu sögu sinni. Til þess er það of vel kunn- ugt, að baráttan nú snýst ekki um þingmannafjölgun- ina í Reykjavík, því að um hana eru allir flokkar sam- mála. Baráttan nú snýst ein göngu um kosningafyrir- komulagið í strjálbýlinu. Bar áttan snýst um það, hvort héraðaskipunin skuli hald- ast og hvert hérað eiga sína ákveðnu fulltrúa, eða hvort héruðunum skuli steypt sam an með þeim afleiðingum, að vald þeirra hlýtur að stór- minnka, en flokkavald og flokkasundrung að aukast. ÁSTÆÐAN til hinnar vaxandi andúðar meðal Reykvíkinga gegn kjördæma byltihgunni, er vafalaust af ýmsum rótum runnin. Ein er sú, að menn hafa rétt- mæta ótrú á auknum hlut- fallskosningum. Veigamest er þó sú ástæðan, sem Karl Kristjánsson lýsti þannig í þingræðu fyrir nokkru: „í Reykjavík og víðar í þétt foýlinu er margt fólk, sem fiutzt hefir þangað úr sveit- um, sjávarþorpum og smærri kaupstöðum landsins. Þetta fólk ann fyrri átt- högum sínum af miklum heilindum. Það fer margt sí og æ hugförum „heim í gamla hópinn sinn, — heim á fornar slóðir.“ Þetta fólk finnur eins og Væringinn: að „þess þroski er skuldaður bernskunnar byggð.“ Það hefir víða með sér átthagafélög, sem votta, hvað býr því í hug og hjarta. Nú er tækifæri fyrir þetta fólk að gera átthögum sínum ómetanlegan greiða á auð- veldan hátt. Það er með því að kjósa að þessu sinni aö- eins þá frambjóðendur, sem treysta má til þess aö fella þá kjördæmabreytingu, sem fyrir liggur, og felur það í sér, að svipta hina fornu átthaga þess sínum sérstöku fulltrú- um á Alþingi. Foringjavald þríflokkanna, sem haldið er af kaldhyggju flokkshagsmuna og drottnun argirni, er ekki vílar fyrir sér aö gera í skyndi stj órnarskrá þjóðarinnar að hraklegu kaupskaparmáli, heyir í næstu kosningum stríð við þjóðrækni og átthagatryggð um undirstöðuatriði fram- tíðarhamingju íslenzkra byggða — og íslands alls . Það er ekki að þessu sinni vandi fyrir þá, sem hafa hjartað á réttum stað, að vita hvorn málstaöinn á að styðja.“ SJÁLFSTÆÐISFLOKK- URINN óttast það réttilega, að margir Reykvíkingar muni á kjördaginn hverfa heim á „fornar slóðir“ og standa þar vörð með vinum og vandamönnum, um rétt átthaga og ættarhéraða. — Þess vegna býr Sjálfstæöis- flokkurinn til söguna um „æsingar gegn Reykvíking- um“, sem þeir verði að „kvitta“ fyrir. En rógburö- urinn milli strjálbýlisins og Reykjavíkur mun misheppn ast að þessu sinni. Átthaga- tryggðin mun slíta flokks- böndin. Reykvíkingar munu fjölmenna heim á þær slóð- ir á sunnudaginn, hvað sem líður öllum flokksböndum og gulum sögum. Hverjir fengu hergróðann? Fyrir nær hálfum mánuði síðan birti Mbl. forystugrein undir stórum fyrirsögnum, þar sem það þóttist leiða rök að því, að Framsóknarmenn hefðu fylgt hersetunni til þessa vegna þess, hve rífleg an hluta þeir hefðu fengið af gróðanum við dvöl varnar- liðsins hér! Hér í blaðinu var þessum fullyrðingum svarað með því, að Mbl. var boðið upp á að látin yrði fara fram nákvæm athugun á því, hverjir hefðu fengið mest af slíkum gróða og hvernig hans hefði verið aflað. Það mun ekki standa- á Framsóknarflokknum að stuðla að því, aö slík rann- sókn fari fram og mætti t. d. hugsa sér, að hún yrði fram kvæmd af þingnefnd, sem hefði sérstaka rannsóknar- heimild samkv. ákvæðum stj órnarskrárinnar. Þess var óskað, að Mbl. svaraði því fljótlega, hvort það vill veita því fultingi sitt að slík rannsókn fari fram. Enn hefur Mbl. þó engu svarað. Hvað tefur nú orm- inn langa? Vill Mbl. ekki slíka rannsókn? Vonandi dregur Mbl. ekki fram yfir kosningar að svara. Helgi Hannesson frá Rauðalæk: Ekki of seint að stöðva breytinguna Þrír af fjórum þingflokkum á Islandi hafa stofnað samsæri gegn þjóðinni og samþykkt fyrir sitt leyti, að leggja niður öll hin hefðbundnu kjördæmi nema Reykjavík. — Að öðru leyti vilja þeir skipta landinu í fáein víð- lend stór-kjördæmi sem ná yfir fjórar eða fleiri svslur livert. Þetta liafa þingmenn gert að kjósendum sínum fornspurðum. og í fullri óþökk þjóðarþorra. — Að þessu sinni þorðu þeir ekki að bera fram þá breytingu, sein að er stefnt: Að allt landið sé gert að einu kjördæmi! — En kommúnistar segja, að það verði næsti áfangi. — Þeir eru oftast hremskilnari en áróðursmenn íhaldsins, sem einatt liugsa fláast, er þeir mæla fegurst. Samsærismenn sjá sem er, að þegar sú brcyting sem nú er um deilt, er komin í kring, mun endamarkið verða þeim einkar auðsótt. — Þá munu þcir þykjast hafa ráð íslands alls í hendi sini. — Þá fá menn sunnan Faxa flóa meirihluta á þingi: Yfir þrjá tíu þingmenn! — Ekki er sú þing skipan æskileg — og enn síður réttlát. Hætt er við, að þá verði málum dreifbýUsins þungróið fram á þingi. Þá rnuuu — en því miður of seint — opnast augu þeu-ra skammsýnu sakleysingja, sem nú kunna að Iáta fagurgala samsær- ismanna blckkja sig. Einn spakasti maður vorra tíma var dr. Ilelgi Pétursson. í riturn sfnum ræðir hann uir tvö andstæð öfl, sem tefla um örlög ]>jóða og einstaklinga. Hann nefnir þau lielstefnu og lífs-! stefnu. Kenning hans er í stuttu ' máli þessi: Ef lífsstefnan sigrar,' mun upp renna friðaröld ár- gæzku, manngöfgi og iífsham- ingja — meiri en dæmi eru áður \ til. — En sigri helstefnan, hlýzt t af því alls konar óáran. Það yrði mest slysa á íslandi í meira en hálfa aðra öld, ef til- i ræði kjördæmaræningjanna verð j ur ekki afstýrt. — Það slys gengi j næst stórubólu og Skaftáreldum. ' — Yrði að vísu ekki eins sárt í upphafi en afdrifaríkara eftir á, þjóðinni til Iangærs ófarnaðar. Enginn sá sem andvígur er kjördæmaafnáminu, má láta þá hörmung henda sig, að greiða at kvæði með því, skila auðu eða sitja heima. — Þeir, sein það gera munu iðrast þess ævilangt. Enn þá er ekki of seint að forðast slysið! Þórhallur Einarsscn, Þingmúla: Vinnið ekki gegn eigin hagsmunum Það er sennilegt að það sé áð bcra í bakkafullan lækinn að minnast á kjördæmamálið. Það er búið að mótmæla því svo ræki lega af sveitastjórnum og einstök uin mönnum víðs vegar að á land inu. En ég get ekki annað en lát. ið undrun mína í ljós yfir því að bændur sem búa í innstu dölum og yztu annesjum skuli láta sér til hugar koma að fylgja Sjálf. stæðismönnum í því að ætla sér að breyta kjördæmunum frá því sem nú er í örfá kjördæmi og rjúfa á þann hátt tengslin á milli fólksins, sem býr í dreifbýlinu og þeirra manna, sem það hefir trú að fyrir sínum áhuga. og velferð. armálum. Er það hugsanlegt að þessir menn sjái það ekki, að þeir eru með því beinlínis að vinna gegn sínum eigin hagsnnmum og fólks ins, sem býr í strjálbýlinu. Það finnst mér nokkuð íangt gengið og ekki hægt að láta óátalið. Eg trúi því ekki fyrr en í lengstu lög, að kjördæniamálið nái fram á þeim grundvelli, sem Sjálfstæðismenn hafa túlkað það. Góðir Iandsmenn til sjávar og sveita vinnið með dug og djörf. ung að efla Framsóknarilokkinn fyrir kosningarnar 28. júni. Hon. um einum er trúandi til að viniia að ykkar áhug'a. og framfaramál. um. Látið ekki áróður einstakra manna vinna gegn ykkar eigiu hagsmunum. Gunnar GuSmundsson, Reykjum, Reykjaströnd: Haldið fast á ykkar rétti Það er ekki breyting á kjör. dæmaskipan landsins, s'em þarf til þess að koma fjárhag íslenzka ríkisins á réttan grundvöll, en öll um má vera Ijóst, að á engu er meiri þörf nú eins og stendur. Það er heldur ekki fjölgun þing. manna, þvi að engin von er til þess að málin fái fljótari af. greiðslu eða traustari á Alþingi, heldur þvert á móti. „Því verri þykir mér óviturra manna ráð, seni þau fara fleiri saman', sagði Ólafur Pá, og var þó stýrimaður skipsins einn á móti ölluni skipverjum, en Ólaf ur átti einn að skera úr þeirri deilu eins og kunnugt er. — Það eru heldur ekki hrossakaup milli flokka um þessi eða önnur (Framhald á 8. síð.O Húsnæðismálín og Alþýðublaðið f Alþýðiiblaðinu 14. júní s.l. er þessari spurningu varp. að fram. „Vill Tíminn, að „velvilji“ Framsóknarmanna í húsnæðismálum R-víkniga og annarra húsbyggjenda við Faxaflóa verði upplýstur frekar?“ Það væri gott ef Alþýðu. blaðið vildi upplýsa Reyk- víkinga um aðgerðir Frain. sóknarflokksins í húsnæðis. málum þeirra, því sögulegar staðreyndir sanna að enginn flokkur liefur uunið eins vel að því að lijálpa Reykvíking. um til að eignast eigið hús. næði eins og Framsóknar- flokkurinn. En af því að Alþýðublaðinu er vart trúandi til ófalsaðrar söguritunar, á meðan það blað er í herleiðingu hjá Sjálfstæðisflokknum, þá vill Tíminn upplýsa nokkrar stað. reyndir. Framsóknarflokkurinn beitti sér fyrir lögunum um bygg- ingarsamvinnufélög, sem gerðu mikið gagn á sínum tíma. Framsóknarflokkurinn var stærsti þingflokkurinn, sem beitti sér fyrir verka. mannabústaðalöggjöfinni. Meðan framsóknarmaðurinn Steingrímur Steinþórsson var forsætis. og félagsmálaráð. herra beitti hann sér fyrir lögunum um Lánadeild smá- íbúða. Til þeirrar lánastarf. semi Iagði ríkissjóður fram 40 miiljónir króna. Góð fjár- málastjórn Eysteins Jónsson. ar gerði þetta kleift. Meira en helmingur þessa fjár rann til húsbyggjenda í Reykjavík. Á meðan framsóknarmaður. inn Steingrímur Steinþórs. son fór með húsnæðismálin í stjórn Ólafs Thors, þá beitti hann sér fyrir lögunum um hið almenna veðlánakerfi. Þau lög voru undanfari lag- anna um Húsnæðismálastofn. un ríkisins. Eftir lögunum um liið almenna veðlánakerfi, voru ca. 80 milljónir króna lánaðar til bygginga nýrra íbúða. Rösklega helmingur þessa fjár fór til Reykjavíkur. Samkvæmt þessum sömu lög- um var tekið upp það ný. mæli fyrir forgöngu Frain. sóknarflokksins, að veita 3 milljónir króna á ári til þess að útrýma heilsuspillandi hús. næði, og með lögum um Hús- næðismálastofnun o. fl„ sem samþykkt voru fyrir atbeina vinstri stjórnar Hermanns Jónassonar, var þessi upphæð hækkuð í 4 milljónir króna á ári. Frá og með árinu 1955 til dagsins í dag, hafa verið afgreidd lán vegna útrým. ingar heilsupillandi liúsnæðis, sem nema rúmlega 11 mill. jónum króna. Af þessum ca. 11. milljónum króna hafa 10 milljónir gengið til Reykja. víkur. Auk þessara 10 mill. jóna hefur Reykjavíkurbær fengið úthlutað 2,5 milljónum króna,, sem hann ekki hefur enn getað veitt móttöku sök. um þess, að bærinn hefur ekki getað fullnægt skilyrðum fyrir lántökunni. Síðast en ekki sízt má svo benda á það, að þegar lögin um Húsnæðismálastofnun o. fl. voru sett 1956, þá gerði góð fjármálastjórn Eysteins Jónssonar það að verkum, að ríkið gat lagt fram ca. 50 milljónir króna sem stofnfé Byggingarsjóðs. Þetta stofnfé, sem að vísu stó'ð í byggingar- lánum, gerir það að verkum, að í fyrsta skipti í sögu bygg- ingarlána kaupstaða og kaup- túna er myndaður álitlegur sjóður, sem eingöiigu starfar að því að auðvelda íbúum Reykjavíkur, — sein og íbú. tim annarra kaupstáða og kauptúna, — að eignast þak yfir liöfuðið. Það skal fúslega viðurkennt, að allar þessar aðgerðir hafa reynzt of litlar. Þess vegna bar Framsóknar. flokkurinn fram þá tillögu, að 15 miljónir króna af tekju- afgangi ársins 1958 gengju til útlána Byggingarsjóðs, af því fé hefðu Reykvíkingar fengið rúmar 7 milljónir króna. Hver var hlutur Al. þýðuflokksins í því máli? Sjálfstæðisflokkurinn og A1 þýðuflokkurinn kusu heldur að éta út þessar 15 milljónir, heldur en nokkur hundruð reykvízkra húsbyggjenda, og annarra húsbyggjenda víðs vegar um landið gætu gert íbúðir sínar íbúðarhæfar. Framsóknarflokknum er því að vonum kærkomið að rifja þessi mál upp. Um leið og Alþýðublaðið rif jar upp af skipti Framsóknarflokksins af byggingamálum þeirra, er við Faxaflóa búa, þá ætti hann kannski að rifja upp fram- komu Sjálfstæðisflokksins varðandi byggingalán til Kópavogs- og Seltjarnarnes búa. Láti Alþýðublaðið það undir höfuð leggjast, væri kannski ástæða til að skrá þá sögu sérstaklega.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.