Tíminn - 26.06.1959, Qupperneq 6
6
T í M I N N, föstudaginn 26. júrn' 1959.
Skrifstofur 1 Edduhúsinu y!5 LlndirgSt*
Símar: 18 300, 18 301, 18 303, 18 38S, 18104.
(skrifstofur, ritstjórnin og bUSunenm)
Auglýsingasími 19 523. - AfgrelðiUa 13338
Frentsm. Edda hf. Sími eftir kl. 18: 18M8
Um jjetta er kosið
Örlagadjag’ur héraðákjör’-
dæmanna, kosningadagur-
inn, nálgast, en þá mun
þjóðin fella úrskurð sinn um
það, hvort héraðakjördæmin
skuli lögð niður og teknar
upp hlutfallskosningar í
sttlrum kjörd|æm’um,i :eða
hvort sjálfstæði kaupstaða
og héraða skuli óskert og
þessar byggðir fá að kjósa
' sína eigin fulltrúa og senda á
Alþing eins og verið hefir.
Um þetta snúast kosning-
arnar, og um annað er ekki
unnt að láta þær snúast.
Þær eru þjóðaratkvæöa-
greiðsla um þetta mál, sem
stjórnarskráin hefur skotið
undir dóm þjóðaðrinnar. Aö
kjósa um önnur mál, en gegn
sannfæringu sinni í þessu
máli, væri að bregðast þeirri
skyldu, sem stjórnarskrá-
in leggur kjósandanum á
horðar og gera ákvæði henn
ar að markleysu.
Kosningarnar eru spurn-
ing til kjósandans um það,
hvort hann vill þessa stjórn-
arskrárbreytingu, . .og at-
kvœðaseðillinn er svar kjós-
andans. Þetta eru stjórnar-
skrárkosningar.
Aðalatriðið er að sjálf-
sögðu trygging lýðræðisins í
landinu sjálfstæðistrygging
héraðanna, réttur fólksins
til áhrifa á þjóðþingið, hvar
sem það býr á landinu, og
ekki sízt trygging þess, að
áhrif þess fólks, sem byggir
ir og nýtir hin strjálbýlli hér-
uð, verði ekki fyrir borð bor-
in. Með því að svipta héruð-
in því að vera sérstök kjör-
dæmi, er fótum kippt að
hálfu eöa meira undan sjálf
stæði þeirra, og eftir það
munu þau vart fá staðizt og
héraðaskipulagið allt riða til
falls.
Þetta eru íhugunarverustu
þættir þessa máls, og afstað
an til þess hlýtur að þessu
sinni að skipa þjóöinni í
fylkingar við kjörborðin. Öðr
um megin verða þeir sem
vilja breytinguna og telja
bezt að alræði flokksstjórna
komi í stað hins jafna og
dreifða valds og áhrifa allra
byggða landsins á þjóðþing-
ið. Það eru þeir, sem fylgja
flokkastefnunni.
í hinni fylkingunni hljóta
þeir að verða, sem meta rétt
og viðgang héraöanna, byggð
anna, kaupstaða og sýslna
meira en eflingu flokkavalds
ins í landinu. Þar eru þeir,
sem byggja vilja á traustum
sögulegum grunni. Þar eru
þeir, sem fylgja bæja- og
byggðastefnunni í kjördæma
málinu og vilja ekki leggja
kjördæmin niður. Þeir hljóta
að þessu sinni að kjósa þá
sem fylgja bæja- og byggða
stefnunni í kjördæmamál-
inu og vilja ekki leggja kjör
dæmin niður. Þeir hljóta aö
þessu sinni að kjósa þá full-
trúa til aukaþingsins, sem
lýst hafa andstöðu við kjör-
dæmabyltinguna, hvar í
flokki, sem þeir standa ann-
ars í viöhorfi til almennra
þjóðmála. Þeir hljóta að
þessu sinni að kjósa Fram-
sóknarflokkinn
Samdráttarstefnan í kjölfarinu
En það er fleira en hin
stjórnarfarslega hætta, sem
vofir yfir með kjördæmabylt
ingunni, og það ber einnig
að hafa í huga. Einn megin-
tilgangur þríflokkanna, ekki
sízt Sjálfstæðisflokksins,
með kjördæmabreytingunni
er sá að losna við áhrif og
aðhald sérfulltrúa hérað-
anna, fulltrúanna, sem
standa vörð um það, að ekk-
ert hérað verði afskipt af
þjóðartekjum og opinberum
framlögum til framfara og
uppbyggingar atvinnulifs.
Ef kjördæmabyltingin
gengur fram og núverandi
stjórnarflokkar fá meirihluta
i næstu kosningum á eftir,
sem ekki er ólíkiegt, snúizt
málin þannig í þessum kosn
ingum, þá verður tekin hér
upp alveg ný stefna í efna-
hags- og fjárfestingarmál-
um.
Það myndi verða meginatr
iði þeirrar stefnu að draga úr
.fjárfestingunni og ná jafn-
vægi í efnahagsmálum á
þann hátt eins og þeir orða
það.
Á réttu máli þýðir það, að
atvinna og framkvæmdir séu
of miklar í landinu, og
kaupgeta launþega ó-
eðiilega mikil, en af því hljót
ist verðbólga og önnur efna
hagsleg óáran. Allur galdur
inn sé að draga úr atvinn-
unni og minnka kaupgetu al
mennings. En þessari sam-
dráttarstefnu telja þeir ekki
unnt að koma fram fyrr en
búið er að afnema vald hér-
aðafulltrúanna.
En þessi stefna hefur þeg-
ar fengið sinn dóm í mörg
um löndum og reynzt hald
laus gegn verðbólgu. íhalds
stjórnin í Bretlandi hefur
reynt hana, og þar hefur
hún beðið skipbrot síðustu
missirin og afleiðingin orðið
atvinnuleysi. íhaldsstjórnin
í Bandaríkjunum hefur líka
reynt hana með því að
draga úr fjárfestingu, og áð
ur en stjórnin vissi af var
tala atvinnuleysingja komin
4—5 milljónir. Verðbólgan
minnkaði í engu en verðlag
hækkaði, og kröfur um kaup
hækkun urðu eðlilega há-
værari um leið.
En þessa skipbrotsstefnu
boða kjördæmaflokkarnir þó
enn hér á landi, og hún er sá
óskadraumur, sem afnám
héraöakj ördæmanna á að
gera að veruleika auðkónga
og fjárplógsmanna íslenzka
íhaldsins. Og fyrir þann vagn
beita þeir nú bæði kommún-
istum og Alþýðuflokksmönn
um.
Jón G. Jónsson
frá Fellsenda:
Skýlaus réttur
Eins og alþjóð hlýtur að vita
(þrátt fyrir feluleik þriílokk
anna og tilraunir þeirra til að
telja fólki trú um að kosið verði
um allt milli himins og jarðar
annað en kjördæmamálið) verð-
ur aðeins kosið um eitt mál í
næstu kosningum, — kjördæma
frumvarpið. Ég tel, héraðakjör.
dæmin hyrningarsteina þjóð
skipulags okkar og menningar.
Það er skýlaus réttur héraðanna,
sem eru sjálfstæðar menningar-
legar, fjárhagslegar og landfræði
legar heildir, að eiga sinn sér-
staka fulltrúa á löggjafarsam.
komu þjóðarinnar.
Ef breytingin nær fram að
ganga, verður dregið úr livers
konar fjárfestingu til sjávar og
sveita og flótti fólksins hingað
fil S-V liornszns, mun komast í
algleyming. Stjórnmálaflokkun-
um verður það ekki Iengur
keppikefli að halda landinu í
byggð, og þá mun skammt í það,
að Iandið verði gert að einu
kjördæmi.
Eg vil livetja allt það
fólk, sem ann íslenzkri menn-
ingu, landi sínu og þjóð og skil-
ur hve mikilvægt það er, að
landið ekki smækki og auðæfi
landsins verði nytjuð, landið um
kring, að lirinda þessari ger-j
ræðisfullu árá.s þríflokkanna á
stjórnskipunina, landsbyggðina
og rétt fólksins, sem þar býr.
Egiil Bjarnason:
Veitum þeim
ráðningu!
Fyrir fimmtán árum var
stofnað lýðveldi í landi okkar.
Skyldi því að sjálfsögðu sett ný
stjórnarskrá, er liæfði hinu nýja
stjórnskipulagi. Þennan langa
tíma hafa verið til nefndir, skip-
fíðar af Alþingi, og forystumað-
ur þeirra einn helzti forvígismað
ur stærsta flokks landsins, er
ber nafnið Sjálfstæðisflokkur. —
Þessi formaður stjórnarskrár-
nefndar heitir Bjarni Benedikts-
son, lögfróður maður vel, og tal-
inn dugandi, enda falið starf aðal
ritstjóra Morgunbl. er hann
hrökklaðist úr ráðherrasæti.
Þrátt fyrir þessa formennsku,
hefur stjórnarskrárnefnd ekki
lokið störfum enn. Ilins vegar
bregður formaðurinn nú á leik,
og beitir sér fyrir breytingu á
einu atriði stjórnarskrárinnar,
sem sé kjördæmabyltingu. Hitt
allt má bíða í bili.
Astæðan til þessa er sennilega
livorki getuleysi né áhugaskort-
ur. En þegar vinstri stjórnin var
hrakin frá völdum, að miklu
leyti fýrir áróður Sjálfstæðisfl.
og brigð hægri arms Alþýðu-
flokksins og Moskvulínumanna í
Alþýðubandalaginu, sá Bjarni
sér leik á borði.
Alþýðuflokkurinn var dauða-
dæmdur án utanaðkomandi hjálp
ar. Bjarni Benediktssön baúðst
til þess að gera á honum lífgun
artilraunir, og studdi liann til
stjórnarmyndunar. Sem björgun
arlaun átti Alþýðuflokkurinn að
styðja Sjálfstæðisflokkinn til
þess að koma á kjördæmabreyt-
ingu, er báðum gæti verið hag-
kvæm um stundarsakir. Afiiema
skyldi kjördæmin utan Reykja-
víkur en búa til í þeirra stað
fá en stór kjördæmi, en jafn-
framt auka vald Reykjavíkur,
sem er aðalvígi Sjálfstæðis-
manna. Með hinni nýju kjör-
dæmaskipan sá Alþýðuflokkur-
inn hilla undir lífsmöguleika, og
þeim, sem berst fyrir lífi sínu
er sannarlega vorkunn.
Breyting á kjördæmaskipan
Iandsins er sjálfsögð, en aðeins
í sambandi við heildarendurskoð
un stjórnarskrárhmar, og án þess
að gengið sé á rétt dreifbýlis-
ins og kaupstaðanna úti á landi.
Það, sem nú er verið að gera,
er liandahófslegt kák, gert í hags
munaskyni fyrir Sjálfstæðisflokk
inn og Alþýðuflokkinn fyrst og
fremst, þótt Alþýðubandalagið
hafi gert sig þeim samsekt.
Sjálfstæðisflokkurinn þykist
sjá hilla undir meirihlutaaðstcðu
í haustkosningum, ef þær verða.
Hann heldur því lífinu í Alþýðu
flokknum í þeirri von. En Al-
þýðuflokkurinn má vera þess
viss ,að það er hans dauðadómur.
Þá mun sannast að skamma
stund verður hönd höggi fegin.
Framkoma þn'flokkanna í kjör
dæmamálinu er þcim til skamni
ar. Fyrst og fremst Sjálfstæöis-
flokknum og formanni stjórnar-
skrárilefndar. Hinum er ef til
vill vorkunn. Þessir flokkar eru
að vefa sér svikavef, sem ólík-
Iegt er að meirihluti þjóðarinnar
láti veiða sig í, í þessum kosn-
ingum. Ef svo fer, mun það hafa
örlagaríkar afleiðingar fyrir
þjóðina alla, um langa framtíð.
Þess vegna eiga kjósendur um
land alZt að veita þessum flokk
um þá ráðningu, sem þeir eiga
skilið, og fella kjördæmabreyt-
inguna í kosningunum á sunnu-
daginn kemur.
Flalldór Haíldórsson,
verkamaður:
r-
fbúar höfuðstaðariíis
muiiu veita dyggiSeg-
an stuðning
Þótt þríflokkarnir rembist nú
sem rjúpan við staurinn að
reyna að lelja þjóðinni trú um
að kosið verði um. öll mál önnur
en kjördæmamálið, þá mun þjóð-
in ekki Iáta blindast af því moid-
roki, sem nú er þyrlað upp og
íFramhald h nftu).
Valborg Bentsdóttir:
Fjölgar nú farsælum hjónaböndum?
| Fyrir aðeins einu ,ári voru lög
á íslandi, <sem telja mátti, að
mæltu svo fyrir, að refsa skyldi
konum fyrir að ganga í hjóna-
band, ef þær höfðu launuð störf.
í skattalögunum voru þau ákvæði
að leggja skyldi saman tekjur
hjóna og skattleggja sem einn
hefði aflað. Munurinn á þeim
skatti, sem hjón eða -svokallað
sambýlisfólk þurfti að greiða, gat
, numið verulegum upphæðum, og
var ekki óalgengt, að eyða þyrfti
þá aukalega um 10—-20 þúsund
krónum í fyrirtækið hjónaband.
Kvenréttindafélag íslands hafði
um tug ára barizt ötullega fyrir
því' að fá þessari löggjöf breytt.
'En árangurinn virtist ekki meiri
en hjá dropanum við að hola
steininn. Þó kom að því í júní-
mánuði 1957, að þáverandi fjár-
málaráðherra, Eysteinn Jónsson,
skipaði fimm manna nefnd til að
’ „athuga aðstöðu hjóna til skatt-
greiðslu og gera tillögur um þau
mál.“ Nefnd þessa skipuðu: Karl
Kristjánsson, sem var formaður,
| Adda Bára Sigfúsdóttir, Guðmund
ur Þorláksson, Magnús Jónsson
' og Valborg Bentsdóttir. Nefndin
skilaði áliti á útmánuðum 1958,
’ og voru tillögur þær, sem hún
lagði fram, samþykktar á Alþingi
á síðasta vori.
Helzta nýmæli þessarar nýju
breytinga,- á skattalögunum er,
að vinni gift kona fyrir skatt-
skyldum tekjum og telji þær fram
ásamt með tekjum eiginmanns-
ins, fær hún helming þeirra skatt
frjálsan. Hins vegar er henni
heimilt, ef hún óskar þess, að
telja fram sérstaklega, og greiða
,þá hjónin skatt sem tveir ein-
staklingar væru. Oftast nær er
mjög svipað frá fjárhagslegu
sjónarmiði, hvor leiðin er valin,
ef um fullan vinudag er að ræða
hjá báðum, en fyrri leiðin er tví-
mælalaust hagstæðari, ef konan
vinnur, t.d. hálfan dag eða minna.
— Einstæðír framfærendur fá
aukinn persónufrádrátt vegna
ómaga og heimilisfrádrátt, ef
þeir hafa heimili fyrir börn sín.
Þetta nýmæli er mikil réttarbót
fyrir einstæðar mæður. Auk þcss
var persónufrádráttur allra hjóna
hækkaður að nokkru, og er iiann
nú samanlagt sem tveggja ein-
staklinga, en var lægri áður.
Ekki þótti nefndarmönnum
fært að koma fram með öllu
djarfari eða víðtækari tillögur á
þessu stigi málsins, en töldu, að
með þessari breytingu væri af-
máður 1 jótasti hletturinn á skatta
löggjöfinni. Og má nú taka undir
þá ósk, sem fyrrverandi fjármála
ráðherra har fram á síðastliðnii
hausti í fjárlagaræðu sinni, aS
vonandi „fjölgaði nú farsælum
hjónböndum“.
(Úr „19. júní“).