Tíminn - 27.06.1959, Blaðsíða 2

Tíminn - 27.06.1959, Blaðsíða 2
TÍMINN, laugardaginn 27. Júní 1959, Þóroddur Gu<Smundsson, rithöfundur: ólkið á betra skilið en vera að óþörfu svipt réttindum Ristjórn Mbl. sýnir mcr þá 'virðingu að gera að umtalsefni í Staksteinnm sinum greinarkorn mitt ura kjördæmamálið, sem fcirtist í Timanum 25. þ. m. Tel- ■jr Staksteinahöfundurinn grein :tnína, talsvert fróðfeg ritsmíð", en „auðsýnilega samda í nokkru ílaustri. Þetta er rétt, enda hef ég öðrum störfum að sinna en skrifa um stjórnmál. En þar :með er það líka upp talið, það sem ritstjóri Morgunblaðsins cg ég erum sammála um. í Staksteinapistlinum eru ein stakar málsgreinar úr grein minni teknar úr sambandi við •narasta þátt hennar, og af belm dregnar ályktanir, sem Ekki hafa við rök að styðjast. ''vfeginsjónarmið mín telur Morg unblaðið felast í því, sem ég segi am nokkuð misjafnt atkvæða- magn á bak við hvern kjör- dæmakosinn þingmann. En ég spyr, hverju það skipti. Réttara 'aefði ef til vill verið að spyrja, ivort nokkum tima yrði við því sé&. Allir vita, að fulltrúar "areppa í sýslunefnd eru jafn- margir frá hverjum hreppi, hvort sem hann er stór eða lít- 11, þ. e. a. s. einn fulltrúi. Sama máli gegnir um fultlrúa þjóða i þingi Sameinuðu þjóðanna. Ég lét það þó skýrt í ljós í grein : ninni, að ég teldi þéttbýlið eiga að fá aukna þingmannatölu :með fjölgun einmenningskjör- iæma þar. Á móti skyldi upp- oótarfyrirkomulagið afnumið og aandinu skipt í einmennings- tjördæmi, líka Reykjavík. Þann :ig er þessu háttað í Bretlandi og borgum þess, og þykir vel gefast. Hins vegar hafa hlut- iallskosningar reynzt lífshættu- legar lýðræðislegu stjórnarfari, d. í Finnlandi og Frakklandi, oar sem þær hafa leitt til ein- ::æðis. Jákvætt álit þess ágæta manns, Péturs á Gautlöndum, á hlufallskosningum, kemur ekki Iþessu máli við: Sú dýrkeypta :;eynsla, sem Frakkar, Þjóðverj- ar og Finnar hafa orðið fyrir, Hverfaskrifstofur B-listans í Rvík Skjólin: Nesvegur 65. Sími Í6995. Miðbær: Gími 24Ö14. FramsóknarMsið. Austurbær: Barmalilíð 50. — 6ími 23226. Smáíbúðahverfi: Skógargerði 3. Sími 35356. Laugarnes: Rauðalækur 39. — 5ími 35001. Sundlaugarveg 14. Gírni 35357. Vogahverfi: Nökkvavog 37. — Cími 33258. Álfheimar: Álfheimum 60. — Sími 35770. var ekki fengin þegar Pétur á Gautlöndum var uppi. Lokaþáttur Staksteinapistils- ins um greinarkorn mitt hefst á orðunum: Þekkir Þóroddur sína, prentuðum með feitu letri. Litlu síðar er bent á, að Fram- sókn vilji hafa hlutfallskosn- ingar í Reykjavík og ég sé því þarna „kominn út af Fram- sóknarlínunnL". Skýzt, þótt skýr sé, datt mér í hug við lestur þessara orða. Undirritaður hef- ur aldrei í neinum stjórnmála- flokki verið, hvorki í Framsókn né öðrum. Ef til vill rekur ein- hvern minni til, að ég vann op- inberlega gegn bæði Framsókn- ar- og Sjálfstæðisflokknum í forsetakosningunum 1952. Og mér er Ijúft að viðurkenna, að ég hef lagt Alþýðuflokknum liðs yrði við bæjarstjórnarkosning- ar í Hafnarfirði, af því að mér er ljóst, hvílík stórvirki hafa veriö unnin hér í bæ fyrir for- göngu þess flokks, ekki sízt að tilhlutun Emils Jónsonar. Hon- um hef ég líka gefði atkvæði mitt við alþingiskosningar, af því að ég tel hann mikilhæfast- an mann, þeirra, sem í kjöri hafa verið hér og til greina kom, að gætu náð kosnngu. Með jafn glöðu geð kýs ég nú Framsókn til að mótmæla því ranglæti sem nú á að fremja gegn drefbýlnu. Þríflokkarnir klifa alltaf á því, að fyrirhuguð kjördæmabreyt- ing sé réttlætismál og Fram- sókn hafi ekki verið viðmælandi um lausn. En hvers vegna höfðu þá ekki þríflokkarnir eitthvað betra til að leggja en þetta ó- vinsæla frumvarp, þegar þeir voru orðnir einir um hituna? Hví eru þeir alltaf að fela þetta eina kosningamál með ýmsu öðru? Vitanlega er kosið um stjórnarskrárbreytinguna og ekkert annað. Þess vegna var þing rofið og efnt til tvennra kosninga á einu ári, áður en kjörtímabillð er út runið. Um stuðning minn við rang- an málstað, sem gerður er að umtalsefni í lok Morgunblaðs- greinarinnar, vil ég segja þetta: Áherzla var lögð á það í grein- arkorni mínu, að sýslur og kaup staðir skyldu eigi svipt réttind- um sínum, enda ber sjálf fyrir- sögn greinar minnar það með r Stuðningsmenn B-listans ÁkveSið hefir verið a8 hafa veitingasal Framsóknar- hússins opinn oilla þessa viku, vegna þess fólks, er vinn- ur beint og óbeint að kosningaundirbúningi og gesta þess, Mýtt fyrirkomulag á framreiðslu verður viðhaft og munu því veitingar verða mjög ódýrar. Hvetur kosninganefnd alla stuðningsaðha B-listans til að koma á skrifstofuna í Framsóknarhús nu og gefa þar allar þær upplýsingar, sem að gangi mættu koma. Ennfremur er áríðandi að það fólk, sem getur starfað fyrir iistann á kjördag. gefi sig fram sem fyrst. B-fistinn. sér. Augljóst er því, að þetta var og er mitt megnisjónarmið, en ekki þau, sem Morgunblaðs- ritstjórinn vill vera láta. Eg tók skýrt fram, að varðveizla rétt- inda til handa fólkinu, sem héruð og kaupstaði byggir, væri mér meira virði en flokksrétt- lætið, sem talsmenn núverandi kjördæmabreytingar berjast fyrir af offorsi. Fólkið, sem enn heyr sína hörðu baráttu gegn því, að byggðirnar leggist í auðn, og sjómennirnir, er sækja lífsbjörg og gjaldeyrisverðmæti á miðin frá útgerðarkaupstað eins og Vestmannaeyjum, eiga annað betra skilið en það, og þeir séu að óþörfu svipt rétt- indum, sem þeim eru allt að því heilög. Það og þeir eru hinir eig inlegu landvarnarmenn ís- lenzku þjóðarinnar. Mér finnst því ekki ranglátt, að þingmenn þessa fólks hafi nokkru færri atkvæði á bak við sig en þing- fulltrúar þéttbýlisins. í hrein- skiptinni baráttu þess við nátt- úruöflin stælast líka kraftar þess, mannkosti og dómgreind. „Þá haukskyggnu sjón ala fjöll vor og firðir,“ kvað Einar Bene- diktsson. Ekkert má gera, sem stuðlar að því, að æskulýður landsins skrópi úr þeim holla skóla meir en góðu hófi gegnir. Mig uggir, að fyrirhuguö kjör- dæmabreyting mundi hafa ó- heillavænleg áhrif í þá átt með því að rýra sjálfsákvörðunar- rétt héraða og kaupstaða og færa hann í hendur miðstjórna pólitísku flokkanna í Reykjavík. Af því, sem sagt hefur verið, er augljóst, að skrif mín og orð, sem ég hef látiö falla um þetta mál, eru ekki af flokkslegum rótum runnin; lief aldrei skrif- a‘ð einn stafkkók, hvorki um það né annað, í sérhagsmuna- tilgangi, né heldur litiö sjónar- mið mín gegnum annarlegt gler. En ég gat ekki orða bundizt. Má vera, að skrif mín beri áróðurs- blæ. En það er þá af því, að um sannfæringarmál er að ræða. Fjöldi fólks utan af landsbyggð- inni hefur minnzt á það við mig að fyrra bragði. Og því er málið viðkvæmt, hvar í flokki sem það stendur. Heima í sveitun- Þar á ættjarðarástin upptök. Og hana hef ég séð og fundið fölskvalausasta x augum og brjósti fólksins, sem heima í sveitum og þorpum býr og aldrei hefur sig þaðan hreyft. Hjá því rennur moldin, siðir, venjur og réttindi, sem kynslóð- irnar hafa aflað sér og’ öðlazt, saman í eitt. Meðal slíkra hug- taka og réttinda eru gömlu kjör dæmin og takmörk þeirra. Fólk inu þykir vænt ixm þau. Sern betur ber ann fólkið líka mjög oft sínum sérstaka þingmanni, og þingmaðurinn metur kjós- endurna að verðleikum og veitir þeirn fulltingi, eíns þó að and- stæðingar eigi í hlut. Þannig skapast gagixkvæm einlægni og traust, er síður myndu skap- ast ef kjördæmin yrðu stækkuð, svo sem fyrirhugað er. Ég endurtek að lokum eina setningu úr fyi-ri grein minni:: Mér er þetta tilfinningamál. Svo er og um tugþúsupndir ann ars fólbs. Og mér er nær að halda, að hjartað sé réttlátasti dómarinn. Hafnarfirði, 26. júní 1959. Þóroddur Guðmundsson. Bifreiðar á kjðrdag Stuðningsmenn B-listans, sem ætta að aka eða iána bifreið á kjördag eru vin- samlega beðnir að hafa sam band við jkrifstotu iistans I Framsóknarhúsinu fyrir n. k. miðvikudag. Símar 12942 og 19285. I s L A N D ísland í morgunljósi og mánaskini, er myndríkt, andstæðufullt, musterið kalda í gaddbrám birtu brosir í sóldöggum upprisu sinnar úr dimmri demantagröf. Þú dregur sjónir vorar, að sólbvítum tindi sannleika þíns, í mjallar fegurð. Hann dýpkar vorn skilning á skuggum þínum, sem skjálfa fyrir ljósinu og deginum þegar dómurinn fellur. Þú, sem átt fá börn, en færri syni. Kristján Röðuls. Rússar senda út boðskap um kjarna- vopnalaust svæði á Balkanskaga Spaak staddor í Afterni NTIB—Moskva og London 26. jún. í gær fengu isendiherrar vest'ur veldanna þriggja, Balkanríkjanna, Tj'rklands og Ítalíu bréf, sem hafði að geyma yfirlýsingu Ráðstjórnar innar, þar sem sett er fram í ein stökum atriðum tillaga su, sem Krustjoff setti fram er hann heim ísótti Albaníu, um kjarnorkuvopna laust svæði á Balkanskaga og á svæðinu við Adríahaf. Áður hafa Rússar endurtekið sent hótanir til Grikkja til að hindra að þeir Gialdeyris- svikamálið Réttarhöld síanda nú yfir í gjaldeyrjssvikamáli Reynis Þor grímssonflr sem sagt var frá í blaðinu í gær. BZaðfð átíi tal við Guðxnund Ingva Sigurðsson er hefur rannsókn málsins með liöndum og kvað hann ekki hægt að gefa neinar upplýsing flr að svo stöíldu. Kvflð hann þess að væjita að tzlkynning verði gefin út um það í næstu viku. Eins og áður hefur verið sagí frá ber Reynir höfuðsök í máli þessu, en fleiri menn xnunu vera bendlaðir víð það með honum. taki við eldflaugastöðvum af At lantshafsbandalaginu. Talsmaður júgóslavnesku stjórn arinnar sagði í kvöld í Belgrad, að hún myndi íhuga þessar tillögur gaumgæfilega. Gera má ráð fyrir, að Popovie utanríkisráðherra hafi rætt þessa hugmynd við grísk stjórnarvöld, er hann heim sótti Grikkland fyrir skömmu. Það er varla tilviljun, að Ráð síjórnin sendir út þennaxí bðð 'skap á sarna tíma og Spaak, fram kvæmdastjóri NATO, cr staddnr í Grikklandf tiZ viðræðna vzð grísfca ráðamenn um pólitísk tengsl Grikklands og bandalags ins. Spaak fer á eftir íil Tyrk lands. Bifreiðaeigendur Höfum fyrirliggjandi fjaðr- ir, hljóðkúta púströr og ýmiss konar varahluti í miklu úrvali í ýmsar gerðir bifreiða. Ath. að verzlunin er flutt að Laugaveg 168. Bílavörubúðin FJÖÐRIN Laugav. 168. — Sími 24180. Kosningaskrifstofur Framsóknar- fiokksins í Reykjavík og nágrenni AÐALSKRIFSTOFUR I REYKJAVÍK: EDDUHÚSIÐ: Fyrir utankjörstaSakosningar. Simar 14327 - 16066 — 18306 — 19613. FRAMSÓKNARHÚSIÐ. Fyrir Reykjavfk. Sfm5 19285 — 15564 - 12942 — 24914 — 18589. KÓPAVOGUR, Álfhólsvegi 11, sími 15904. HAFNARFJÖRÐUR, skátaskálanum vi8 Strandgötu, Sími 50192. AKRANES, Skólabraut 19, sfmi 160. SELFOSS, Austurvegi 21. KEFLAVÍK, Framnesvegi 12, *lmi 864. Klippið bennan miða úr blaðinu og gevmiB. HVERAGERÐI. Breíðumörk 26, opin kt 8—10 sfHd.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.