Tíminn - 27.06.1959, Blaðsíða 9
í IMIN K, laugardaginn 27. júní 1959.
MARY ROBERTS RINEHART:
^JJtigröLL
lijiílzruncif'hi
wunarnona,
14
Eg hlýt þá að hafa verið
búin að slökkva á vasaljós-
inu, því að ég man að ég
stóð í koldimmum ganginum
og hlustaði af ótta um, að ég
hefði vakið hann. Samt heyrð
ist ekkert hljóð innan úr
stofunni, og ég fór að þreifa
mig áfram upp stigann. Eg
þori að fullyrða, • að ég fór
afar hljóðlega, þvi að endur.
minning mín um þessi andar
tök er þögn, algjör þögn og
niðamyrkur. Eg man, að þeg
ar ég var í miöjum stiganum,
toyrjaði klukkan í ganginum
að slá miðnætti, og hviss-
hljóðið, áður en slögin komu,
olli því, að mér rann kalt
vatn milli skinns og hörunds.
En stóra áfallið kom ekki
fyrr en ég kom upp stiga-
pallinn.
Það var eitthvað þarna á
stigapallinum ásamt mér.
Eitthvað svartara en myrkr-
ið, sem hreyfði sig og sveigði
í horninu við dyrnar. Og það
hreyfðist ekki aðeins og
sveigðist, heldur virtist það
koma í áttina til mín.
Eg heyrði greinilega rödd,
sem rak upp org, en mér var
ekki einu sinni Ijóst, að það
var mín rödd. Eg hlýt að hafa
steypzt aítur yfir mig niður
stigann, þótt ég minnist eins
kis um þetta undanhald, því
að þegar Hugo kom hlaup-
andi, hrasaði hann um mig
í miöjum stiganmn. Eg man
hversu hann var draugslega
náfölur þegar hann var bú-
inn að kveikja ljósið og laut
yfir mig til að fullvissa sig
um, að ég væri ómeidd. Svo
hristi hann mig til, ekki með
neinni blíðu.
— Hvað var þetta? Hvað
gerðist?
— Það var eitthvaö á stiga
pallinum. Einhver. Það kom
til mín.
— Það er enginn þar, ung-
frú.
— Það var einhver þar. Eg
er ekki fífl. Heldurðu ég geri
það viljandi að verða dauð-
skelkuð?
Þá sá ég, að hann hafði
byssu í hendinni, gamal
dags einhleypu. Hin rækilega
leit, sem á eftir fór, leiddi ekk
ert í Ijós. Dyrnar á stigapall-
inum voru lokaðar og með
lásum fyrir. Júlía hraut lágt
í rúmi sínu, og handan úr
setustofu þj ónustuf ólkshrs
kallaði María taugaóstyrk til
að fá að vita, hvað væri að.
Við fórum saman urrr allt
húsið þessa nótt, ég og Hugo.
Það var fullljóst, að ef ein-
hver hafði verið á stigapall-
inum, gat hann ekki hafa
farið framhjá mér niður stig
an'n, svo að við béinum at-
hyglinni mest að þriðju hæð
inni.
Þar voru á framhliðinni tvö
herbergi með fáum húsgögn
um, og þar bjó enginn. Auk
þess lítið geymsluherbergi. En
á bakhliðinni var herbergið,
þar sem Herbert hafði látið
líf sitt. í engu þessara her-
bergja fundum við nokkurn
hlut, né nokkra vísbendingu
um, að nokkur hefði verið þar
á ferð. Hugo hélt áfram löngu
eftir að ég var fús að hætta
leittinni og reyna að fara að
sofa. Hann hélt enn á skamm
byssunni, en á því gaf hann
enga skýringu, né heldur því,
að hann skyldi koma út úr
viðhafnarstofunni, þegar ég
hrópaði.
Það var kominn bjartur
dagur, þegar ég féll í óróan
svefn. Hugur minn var óeðli
lega hvikur, hugsanirnar
þyrptust að mér og sömuleið-
is fjölmargar spurningar. Hví
hafði Hugo haldið þennan
vörð við stofugluggann? Hvað
vissi hann um þetta dular-
íulla mál, sem hann vildi ekki
segja frá? Og hver hafði verið
á stigapallinum? Þvi einhver
hafði það verið. Um það var
ég fús að leggja höfuðið aö
veði.
Það var ekki fyrr en við
morgunverðinn næsta dag,
sem Hugo fannst hlýða að
gefa mér einhverja skýringu
á, hvers vegna hann hefði
komið úr viðhafnarherberg-
inu, er hann heyröi óp mitt,
og þar að auki með skamm-
byssu.
— Þú ert sennilega hissa
á, að ég skyldi vera með byssu
í gærkvöldi, sagði hann, um
leiö og hann setti fyrir mig
morgunverðinn.
■— Það var fjölmargt, sem
vakti furðu mína, sagði ég
þurrlega.
— Myndir þú geta lýst því
sem þú sást?
i — Það líktist vofu. Eg býst
ekki við, að nein hjálp sé i
þeim upplýsingum, sagði ég.
— Há eða lág vexti? ung-
frú.
— Eg var dálítið í uppnámi,
játaði ég. — Það líktist helzt
hávöxnum manni, álútum.
Það var þarna, en svo var það
allt 1 einu horfið, ef það hef-
ur nokkuð að segja.
Það lá I augum uppi, að
honum stóð hreint ekki á
sama um þetta, og að hann
var að reyna að setja það,
: sem ég hafði séð, í samband
!við það, sem í ljós kom, aö
hann hafði sjálfur orðið fyr-
ir kvöldið áður. í stuttu máli
— eins og María sagði frá —
höfðu þau bæöi farið að sofa
skömmu eftir að læknirinn
fór. Eins og ég sagði áður,
dvaldist lækninum lengur en
hinum, því að hann fór aðf
vitja Júlíu í síðasta sinn. 1
Um klukkan hálf ellefu
hafði Hugo farið að loka
glugga, en sio vildi til að
hann sneri að viðhafnarstof
| unni. Um leið og hann stóð
‘ við gluggann, sá hann ein-
hvern í horninu fyrir neðan,
! standandi fast upp við vegg
j inn. Hann klæddist að nokkru
leyti, tók byssuna og fór nið-
ur bakstigann. Við dyrnar fyr
ir neðan, nam hann staðar
og hlustaði, — en heyrði ekk- '
ert, svo að hann þreifaði sig
áfram inn í stofuna og horfði
þar út um gluggann. Kol-
svarta myrkur var í stofunni,
og hann gat ekki séð neitt
grunsamlegt úti. En hann var
mjög þreyttur, hafði ekkert
FRAMSOKNARHUSIÐ
Dansleikur
í kvöld kl 9. — Hljómsveit Gunnars Ormslev.
Aðgöngumiðar frá kl. 6. Sími 22643.
F. U. F.
íþróttir . . .
Véltækni h.f.
Laugaveg 10.
með skemmtilegum bolsveigjum.
Hann spyrnti síðan hörkuskoti á
markið, og knöttunnn lenti í
markhorninu alveg xiívið marfc
slá. Ulæ'silegt mark og ný von
íslendiniga.
Síðustu mínútuiuiar verða á-
horfendum minnisstæðar ís-
lenzka liðið var í stöðugri sókn TOömsmœœœ
að mestu. Hornspyrna vur eftfr
hornspyrnu, en þráft fyrir all
sæmileg tækifæri tókst því mið
Jarðýtuvinna
Ámokstur
Sprengingar
Hífingar
Gröftur á húsgrunnum o. fl.
Seljum steypu í alls konar byggingar
Sími 22296. — Goöi h.f.
!
Steypuhrærivél
Til sölu er vel með farin steypuhrærivé], rafknúin,
með spili. Stærð 17 rúmfet.
Mjólkurbú Flóamanna.
I nP’ •;_.
■■ ,,,., w0,,
f ':~ % ; V4fí|fe/.
Rostock - Reykiavík
M.s. „Jökulfell“ hleður í Rostock um 20. júlí n k.
SKIPADEILD S.Í.S.
Sveinn Jónsson
skoraSi fyrra mark íslands
ur ekki oftar að koma knettin
uni í markið. En áreiðanlega
verður le?igi munað eftir þessari
sóknarlotu, og liún sýnir, að ís-
lenzfca liðið þurfti ekki svo mjög
a'S óttasf andstæðingana, ef sami
barátuviZji og kraftur liefði ein
kenut lfðið alla?? leikinn. Hfnir
ungu leikmenn stóðu siig margir
vonuin be.tur, en okkrir hina
eldri léku lagf frá 'sínu bezta,
einkiun fyrii’liðmn Ríkarður.
—lisíin.
Munið
málverkasýningu
T Ú B A L S
í Bogasal Þióðminja-
Opin kl. 1—10 síðdegis.
safnsins.
Tilkynning
um lágmarksverð á fiskúrgangi í mjölvinnsiu.
Lágmarksverð á fiskúrgangi, öðrum en úrgangi úr
karfa af togurum, hafa verið ákveðin eins og hér
segir:
1. Verksmiðjur, sem árið 1958 framleiddu meira
en 700' tonn af fiskimjöli, skulu greiða að
minnsta kosti 65.5 aura fyrir kílóið.
2. Verksmiðjur. sem árið 1958 framleiddu 301—
700 tonn af fiskmjöli, skulu greiða að minnsta
kosti 56 aura fyrir kílóið.
3. Verksmiðjur, sem árið 1958 framleiddu 300
tonn eða minna af fiskmjöli, skulu greiða að
minnsta kosti 49,5 aura fyrir kílóið.
Lágmarksverð þessi miðast við fiskúrgang komimi
í þrær verksmiðjanna. Ef fiskmjölsverksmiðjur
skirrast við að greiða lágmarksverð þessi, verða
útflutningsbætur ekki greiddar á afurðir þeirra.
Lágmarksverð þessi gilda frá 1. janúar 1959, unz
annað verður ákveðið.
ÚTFLUTNINGSSJÓÐUR.
::«: 4»»w»»n»»»:»««««;g«