Tíminn - 03.07.1959, Page 5
S'ÍMINN, föstiidaginn 3. júlí 1959.
I,
„Gefist honum í öllum hlutum Guðs náð“
Frá fornu fari hefur kristinni
ikirkju verið líkt við skip. Frá því,
að það lagði fyrst úr höfn, hefur
það hreppt margs konar veður, og
hið breytilegasta sjólag. Á ferð
sinni hefur það ýmist hlotið mót-
fall eða meðfall. Þegar byr var á
og straumurinn með, sigldi skipið
með fullum skriði, og freyddi fyrir
stefni. Þeir tímar virðast glæsileg-
astir í sögu hepnar. En svo hefur
það komið fyrir, að mótfail aldar
andans var svo öflugt, að einskis
annars var kostur en að andæfa,
reyua að halda í horfinu, miða
stefnuna rétt, og neyta allrar
orku til þess eins að láta ekki
kaffærast eða hrekjast' af leið.
Segja má, að svo hafi nú verið
ástatt fyrir kirkjunni um nokkurt
skeið f þeirri álfu heims, er vér
Og vorar frændþjóðir byggjum.
Sumir vitrustu heimspekingar
vorrar aldar eru nú óðum farnir
að benda á, að menningin, sem
vér nefnum svo, sé komin á hnign
unarskeið, — einmit't vegna þess,
að hugsuðir mannkynsins hafi
lítið skeytt um hið andlega og
trúræna í eðli mannsins, en allur
jiugurinn snúizt um efnið, sem
ekki er þó nema einn þáttur mánn
legrar t'ilveru. Það er þessi aldar-
andi, sem kirkjan hefur orðið að
sækja gegn. Og því er ekki að
leyna, að hún virðist harla þrótt-
lítil í menningarlífi vorrar aldar,
það sem af er. Það er þessi að-
etaða, sem mótað hefur viðhorf
vorrar kynslóðar gagnvart kirkj-
unni. Men„ eru aldir upp við þá
ihjátrú, að það séu hinar pólitísku
Btefnur, sem skapi söguna, og efnis
leg verðmæti ein saman uppistaða
imenningarinnar. Vér, sem nú er-
iim þjónar kirkjunnar, skulum því
gera oss fulla grein fyrir þvi, að
vér verðum ekki meðal hinna
stóru nafna í sögunni á þessari
öld. Það fara sjaldan frægðarsög-
lir af þeim, sem í andófinu sitja.
Vort hlutverk er það að halda
í horfinu, — en vera má, að þeg-
ar skriðurinn keiriur affur á skipið,
ög kirkja verður áftur viðurkennd
sem m'eginþáttur 'menningarlífs-
ins, verði einhvern tíma hugsað
með samúð til þeirra, sem nú
istanda í austrinum eða st'rita við
árarnar, — þó að lítið virðist miða
snóti straumþunganum. Og stund-
»un hugsa ég sem svo, að það sé
eigi litið hlutverk, sem guð hafi
valið oss að vera uppi einmitt á
miðurlægingartímum kirkjunnar
— og undarlegt traust, sem drott-
inn sýni oss með því að kalla oss
til starfa á þessari furðulegu öld.
Það er sérstök náðargjöf að mega
f'aka taka í árina, einmitt nú. —
En um leið hvílir á oss vandi, sem
er sérstaks eðlis. Hver veit, nema
vér séum nú að lifa þá tíma, sem
í mörgu valdi úrslitum um sigl-
ingu hins helga skips í margar
aldir framundan. Þetta á ekki síð-
iur við íslenzku kirkjuna en hina
kristnu kirkju í heild. Mörg eru
veður á lofti, og erfitt að greina
sjávarhljóðið, úr hvaða átt það
kemur; En ekki skyldi mig undra,
þótt nú væru að renna upp nýir
■tímar, að flestu ólíkir gamla tím-
anum. Guð einn veit', hvernig
form kirkjunnar, kenningar henn-
ar, vinnubrögð og viðhorf eiga
eftir að verða. Það er því ekki
litil'l vandi lagður á herðar þe'm
imanni, sem kallaður er til foryslu
í kirkju vorri á þessum tsmum.
Og ekki lítið í húfi, að vel takist'.
í dag hefur nýr biskup. verið
vígður til 6'tarfs í kirkja vorri,
herra Sigurbjörn Einarsson. Það
er mitt hlutverk hér að heilsa
honum fyrir hönd íslenzkrar
Iklerkastéttar og bjóða hann vel-
icominn til starfs síns.
Við Sigurbjörn Einarsson höf-
lum verið nánir vinir í nitján ár,
og ekki aðeins við tveir, heldur
hafa verið náin tengsl milli
hcimii'a cikkiar — og Jiefur það
xaunar ekki síður verið vegnai
Ikonu hans, sem jafnán hefur átt
eg mun halda áfram að eiga hinn
fcezt'a þátt í því, sem rriaður henn
. ar gerir Vél; Samstarf okkar Sigur
bjarnar í sama söfnuði um nokk-
urra ára bil var þannig, að ég mun
jafnan miinmiaút þess með þakklæti,
ekki sízt sökum þess, að við erum
ólíkir menn í trúarlegri mótun og
skoðunum á mörgum hlutum.
Minningar eigum við einnig um
glaðværar stundir, þegar við tók-
um okkur sjálfa ekki alltof hátíð-
lega. Þess vegna getur vel verið,
að ég eigi stundum erfitt með að
taka Sigúrhjörn biskup jafn hátíð
lega og embætti hans gerir nú
kröfu til.
Óþarfi er að lýsa hér kirkjulegu
starfi hins nýja biskups. Hann hef-
ur verið mikilvirkur rithöfundur,
prédikari og kennari, og oft lát'ið
til sín taka opinber mál, bæði
kirkjumál og þjóðmál. Sem guð-
fræðingur hefur hann oft farið
sínar eigin götur, og það, sem ég
virði mest við hann er það, að
fyrir honum er kirkjan meira
virði en einstakir flokkar innan
hennar. Hann hefur viljað hagnýta
hin fornU verðmæti kirkjunnar
með þeim hætti, að þau kæmu
nútíð og framtíð að gagni. Sigur-
björn Einarsson hefur þess vegna
kvatt manna bezt' hljóðs fyrir hug
myndinni um endurreisn biskups-
seturs í Skálholti, og nú verður
það hans hlutskifti að greiða úr
þeim vanda, hvernig haga skuli
framtíðarskipulagi kirkjunnar ís-
lenzku, að svo miklu leyti sem
slík úrræði eru undir hans valdi
komin.
Sigurbjörn Einarsson er þjóð-
rækinn maður. Hann hefur verið
framarlega í þeirra hópi, sem vilja
vara þjóð vora við að glata landi
sínu og sál sinni í brimröst stór-
veldabaráttunnar í heiminum. —'
Vér vonum því, að hann eigi eftir
að feta í fótspor þeirra biskupa,
sem fyrr á öldum sameinuðu hvort
tveggja bezt, kirkjulega og þjóð-
lega menningarhugsjón. Eins og
sakir standa á hin íslenzka þjóð
enga sameiginlega menningarhug
sjón, nema að því leyti sem n'eisti
kristinnar forn-menningar lifir í
hjörtum landsmánna. Eg vildi
mega óska Sigurbirni biskupi þes's
að hann fengi að lifa þá tíma í
sínum biskupsdómi, að eldurinn
brynni skærar, — eða svo að ég
noti hina upphaflegu líkingu ræðu
minnar, að fallið breytist og full-
ur skriður. komist aftur á hið
gamla skip.
Ekki skulum vér búast’ við því,
að vor nýi biskup geri allt svo
■öllum líki, og ég ætla ekki einu
sinni að óska honum þess, að
biskupsdómur hans verði með
þeim hætti, að alla gildi einu um.
gerðir hans. Hann á vafalaust eft
ir að verða þess var, að bæði prest
ar og söfnuðir munu gera til hans
miklar kröfur, og hann mun ekki
ganga þess dulinn, að það hefur
ekki verið venja, að prestar lof-
uðu allt, sem biskupar gerðu. —
En ég vona, að oss prestunum
auðnist að sýna það í verki, að
vér þekkjum skyldur vorar við
þann mann, ’sem kjörinh hefur
verið verkstjóri.vor,v)ð það starf,
sem oss öllum er svo hjartfólgið,
Ræða séra Jakobs Jónssonar á vígslu-
degi biskups 21. juní 1959
að vér höfum heitið að helga því
alla vora krafta, eftir þvi sem
guð gefur oss náð til. Og því vildi
ég mega heita íyrir hönd hinnar
islenzku prestastéttar, að vér sé-
um jafnan reiðubúnir til góðrar
samvinnu við hann, til hverra
þeirra hluta, sem vér að samvizk
unnar ráði teljum guðs málefni
Hr. Sigurbjörn Einarsson
biskup
til fulltingis og heilagri kú'kju til
dýrðar, en mannlegum sálum til
hjálpræðis.
Það kann að virðast nokkur
dirfska af mér að gefa slík heit
fyrir hönd heillar stéttar, sem
margir t'elja svo sundurleita, að
stappi nærri fuilkominni klofn-
ing. Og sízt sé ástæða til að
út frá einhug og samvinnu, a'ð
nýafstöðnum kosningum innan
stéttarinnar. Öllum kosningum
fylgir spenna, tilfinningahiti og
kapp, sem freistar til óvarkárni
í' hugsunum og öðrum, meðan ví:n
an er ekki liðin hjá. — Það má
því vel vera, að það hafi
nokkurn tima fyrir oss að öðlast
þá rósemi hugans, — að þeir seni
töldu sig vinna, gætu tekið sigr-
inum með kiristilegri a4ðmý|klt,
og hinir, sem töldu sig sigraða,
gætu flutt sitt faðirvor með full-
um friði samvizkunnar. Oss prest
um er oft brugðið um að vera
óvarkárir í tali hver um annan,
og tilfinningaheitir, . ef eitthvað
kastast í kekki. En í sambandi við
þetta kemur mcr í hug samtal,
sem átti sér st'að fyrir all mörgum
árum. Þáverandi biskup hafði orð
ið fyrir andstreymi vegna ósam-
lyndis prestanna á fundi, og lét
tilfinningar sínar í ljós við nokkra
úr vorum hópi á eftir. Þá man ég
að einn prestanna sagði: Taktu
þelta ekki nærri þér, biskup.
Gættu þess, að í þessari stétt eru
margir, sem hafa skapeinkenni
listamannsins. Þeir eru viðkvæm-
ir og örgeðja, ein.s og skáldin,
og tilfinningasveiflurnar eru
sterkar, og bera rólega íhugun
ofurliði. Það hlýtur því að velta
á ýmsu, þegar þeir eru ósamþykk-
ir um sín tilfinningamál. Þessi
orð voru sögð bæði í gamni og
alvöru, og ég hygg, að þau feli
; í sér mikil sannindi. Þar sem eng
I inn eldur brennur í brjósti, er
I al'lt með kyrrum kjörum. En
„viðkvæmnin er vandakind,
veik og kvik sem skarið.
Veldur bæði sælu og synd,
svo sem með er farið“,
segir Breiðfjörð.
Oft' þegar ósamlyndi á sér stað
innan stéttar minnar og utan,
koma mér i hug orð Einars Bene-
diktssonar í kvæðinu Norðurljós:
„Nú finnst mér það allt svo lítið
og lágt,
sem lifað er fyrir og barist er móti.
Þó kasti þeir grjóti og hat’i og hóti,
við hverja smásál ég er í sátt.
Því bláioftið hvelfist svo bjart og
hátt.
Nú brosir hver stjarna, þótt von-
irnar svíki,
og hugurinn lyftist í æðri átt,
nú andar guðs kraft'ur í duftsins
lí'ki.
Vér skynjum vorn þrótt, vér þekkj-
um í nótt
vorn þegnrétt í ljóssins ríki“.
Og vér prestar — hvers vegna
höfum vér orðið prestar, nema af
•MiniimnanBanaiaianmmannnmtm:
«
H
8
?:
::
Maður ðskast
til starfa við blaðpökkun á afgreiðslu til að leysa
af í sumarfrí. Vinnutími kl. 11—5 að nóttu.
Upplýsingar á skrifstofu TÍMANS, sími 13300.
því, að vér höfum allir séð him-
ininn hvelfast yfir höfðum vorum.
Vér höfum allir séð bros þeirraL’
stjörnu, sem skærast hefur skinit
yfir synduga jörð. Vér höfum fun
ið hugann lyftast í æðri átt, o.x
anda guðs krafts í duftsin.s líki,
Vér höfum allir, hver einn o:
einasti af oss, séð guð sjálfa
holdgaðan í duftinu, sem konun.
i ljóssins ríki. Vér höfum skynja I
vorn þrótt og vorn þegnrétt í þess.
ríki. Vér prestar, — hverjir eruiv.
vér? Frammi fyrir heiminur.
sundarðir- og ósamþykkir, e::.
frammi fyrir altarinu .samarfar
þeirrar náðar að mega boða Kris:.
Og hví skyldum vér þá telja sjálf •
um oss trú um, að vér séum annaí
en það, sem vér raunverulega er-
um, — bræður og vinir. Hví skyld
um vér láta ailt hið smáa, sem
sundrar oss, fá svo á oss, að vér
eigi könnumst við kærleika Krist;
í vorum eigin hjörtum. Hví skyld.
um vér berjast gegn vorum betrv
manni?
Þannig er það í raun og veru,
Þess vegna er sú kveðja, sem eg
flyt, ekki kurteisis-heilsan fri
sundurþykkri stétt, heldur ein-
huga ósk frá samhuga bræðrahóp,
sem allir vilja eitt og biðja þess
eins, að blessun drott'ins hvíli yfir
kirkjunni, og hennar börnum,
hvar .sem þau standa í metor'ða-
stiganum.
Og í þessum anda vil ég þakka
hinum fráfarandi biskupi og frú
hans fyrir starf þeirra í þágu hinn
ar íslenzku kirkju. Og fyrú' hönd
vora pres'tiainn'a og £.af'n'aða vorra,
býð ég hinn nýja biskup velkom-
inn. Gefist honum .st'yrkur í veik
leika auðmýkt í velgengni, —•
en í' öllum hlutum guðs náð.
Félag austfirzkra kvenna
Skemmtiferð verður farin á Snæfellsnes miðviku-
daginn 8. júlí. Nánari upplýsingar i símum 13767
og 15635 í dag og á morgun.
Stjórnin.