Tíminn - 22.07.1959, Blaðsíða 3

Tíminn - 22.07.1959, Blaðsíða 3
tÍMINN, miðvikudaginn 22. júlí 1959. 3 Þá riðu hetjur um héruð Undanfarin ár hafa menn gert sér tíðrætt um að endalok íslenzka hests- ins væru ekki langt undan vegna vaxandi vélamenn- ingar. Sem betur fer er nú að koma á daginn að ■hrakspá þessi mun ekki rætast, og er það vel. Augu manna virðast vera að opn- ast fyrir því, að fátt íekur fram dagstund á góðum hesti. Ferðaskrifstofa ríkis- ins hefur nú tvívegis geng- izt fyrir vikuferðum á hest- um um Fjallabaksveg, og hafa þar færri komizt að en vildu. Bauð Ferðaskrif- stofan blaðamönnum s. 1. laugardag að taka á móti 25 ríðandi mönnum, sem farið höfðu Fjallabaksleið p í s. 1. viku. I Lagt var af stað úr Reykja- • vík árla á laugardagsmorgun, - og ekið sem leið liggur aust- i ur fyrir Fjali, að Galtalæk í Landsveit. Auk Þorléifs Bjama • sonar, forstjóra Ferðaskrif- stofu ríkisins, voru með í för- inni tveir Þjóðverjar frá sjón- varpinu í Stuttgart en þeim lék hugur á að faka myndir af ferðafólkinu á hestbaki. Gert var ráð tfyrir að 'ferðafólkið myndi ná að Galtalæk um há- degisbilið, en á Selfossi bárust þau tíðindi, að fólkið hefði náð að Galtalsek kvöldið áður, óg slegið þar tjöldum. Bor'ðaí úti Þegar komið var að Galta- læk, mættu sjónum tjöld, að ógEeymdum hestunum, sem munu hafa verið um 50 talsins, fengnir að láni víðs vegar um ■sveitir austan fjalls. Var ferða fólkið að snæða hádegisverð, sem fram var reiddur úti, og Virtist matarlyst flestra vera í betra lagi. Athygli blaða- t Allan Olmstead — hvar er sólin? mannanna beindist fyrst að tveimur öldruðum bandarísk- um konum, sem voru harla skringilega klæddar, önnur þeirra, mrs. Mildred S. Olm- ■stead, frá Philadelphia, í sterk guJri regnkápu, vaðstígvélum og með grænan hatt á höfði. Hún var hin hressasta eftir þetta erfiða ferðalag, og kvaðst hafa komið hingað til lands á leiðinni til Stokkhólms, en þar Hver vill ekki fara Fjallabaksleið á hesfum? - Súpan varð sölt af tár- um eldabuskunnar - Farangur sel- fluttur á hestum yfir Jökulkvísl - „Öld smábíla gæti einnig orðið öld smáhesta", segir Mrs. Olmstead Mrs. Olmstead — öid smáhesta hyggst hún sitja kvennaþing mikið innan skamms. Öld smáhesta — Þetta var dásamlegt ferða- lag, sagði mrs. Olmstead. — Ég er auðvitað dálítið þreytt, því þetta var erfitt, en ég hefði ekki viljað láta tækifærið ganga mér úr greipum. Hér er náttúran ósnortin, öfugt við það sem er í Bandaríkjun- um. Ég álit að þið íslending- ar megið vera þakklátir fyrir iþessa ^fleiitu vegi, sem héjr eru. Ef hægt væri að þeysa á bílum hér um alliar trissur eftir steyptum vegum, væri harla lítið í það varið að ferð- ast um landið. ■— Hvað um íslenzka hest- inn? — Dásamlegar skepnur. Ég vildi að ég gæti haft með mér nokkra heim. íslenzki hestur- inn á áreiðanlega mikla fram- tíð fyrir sér. Þetta er öld lít- illa bíla og ég get ekki séð, hvers vegna hún gæti ekki orðið öld lítilla hesta allt að Hvar er sólin? Eiginmaður mrs. Olmstead, Allan Olmstead, er dómari í Philadelphia. Hann lét einnig hið bezta af ferðinni, en spurði þó eftir því, hvort hér sæist nokkru sinni til sólar. — Við vorum ekki með alla ferðina, en þann tíma sem við tókum þátt í henni, sáum við aldrei til sólar, og þótti það auðvitað miður. Við tók- um með okkur ýmsan útbún- að til reiðferða frá Bandaríkj- unum, en uppgötvuðum, að hér 'kemur slíkt að litlu gagni. 'Klofhá stígvél henta bezt í svona ferðir! Við 'komum hing- að 13. þ.m. og lögðum upp í ferðina strax daginn eftir. — Datt nokkur af baki? — Nei, nema ef vera skyldi einn hestamannanna, sem fylgdu okkur, en það var ekki honum að kenna. Gjörðin slitn- aði og hnakkurinn snaraðist. Tárasúpa Það þarf talsverðan útbún- að til þess að fara ferð sem þessa, eins og nærri má geta. 'Tjöld og mestallur farangur var fluttur á jeppa með kerru í eftirdragi, en á leiðinni 'að Lanldmamnaliaugum komst hann ekki yfir Jökulkvísl, svo selflytja varð allan farangur- inn á hestum yfir. í jeppanum höfðu aðsetur sitt Njörður Njarðvík, sem ók honum og eldabuskur leiðangursins, þær Kristín Pétursdóttir og Alda Snæhólm. — Hvernig hefur ferðin gengið? — Alveg prýðilega, sagði Kristín. — Ég hafði það að vísu dálítið erfitt fyrstu þrjá dagana, en þá var ég ein, með 28 manns í fæði. Fyrsta kvöld- ið var til dæmis slegið tjöld- um í vatnslausu hrauni, svo- nefndu Sölvahrauni. Við Njörð- ur lögðu þá upp á jeppanum að leita að vatni og fundum það eftir tvær klst. um 20 kílómetra frá tjaldstaðnum. Vatnið fluttum við síðan í lok 'lausum pottum (í, ijeppanum. Pottarnir voru inni í bílnum en ég varð sjálf að sitja fram- an á, með miólkurbrúsa í fang- inu. Það var ekki mikið vatn til eldamennsku það kvöldið, súpan varð of sölt, og jafnvel enn saltari af tárum mínum. lEkki bætti svo úr skák, að fólkið var skelfilega þyrst. En þetta lagaðist allt saman þeg- ar Alda kom. Hún kom norð- an frá Mývatoi en hafði farið þangað með öðrum hópi. Sænski sjónvarpsmaöunnn Werner Goldbach, gælir viö einn reiðskjótann við Galfalæk. Rangá riíin Þegar hér var komið sögu. kallaði fararstjórinn, Árni Þórðarson, skólastjóri, að mál væri komið að tygja sig af stað, en síðasti áfangi ferðar- innar var, að riðið skyldi frá Gaitalæk að Keldum á Rang- árvöllum, um 60 km vegalengd. Hestamennirnir voru þegar langt komnir við að leggja á hestana handa fólkinu, en þeir voru Sigurður Haraldsson frá Hellu, Halldór Jónsson i IKirkjuhfe og Jón Þorgilsson frá Hellu, allt þrautreyndir hestamenn. Tveir blaðamann- anna fengu að ,.fljóta með“ Árni Þórðarson — vantar skála og var undirritaður annar þeirra. Um tvöleytið var síðan hald- ið af stað ríðandi frá Galta- læk, og Rangá riðin á vaði því sem Hraunteigsborði nefnist og tóku sjúnvarpsmennirnir mikið af myndum aí þeim við- burði, en auk þess þýzka, var sænskur sjónvarpsmaður, Werner Goldbach, með í för- inni. og hafði farið alla ferð- ina. Skömmu eftir að riðið hafði verið yfir Rangá, var numið staðar í lækjarhvammi einum, meðan Halldór í Kirkju bæ reið að mæsta bæ til þess að ráðgast við bónda þar. Á meðan noíaði undirritaðuir tímann til þess að spjalla við Helgu Oddsdóttur úr Reykja- vík, sem var með í förinni með þrjá til reiðar. t Rí<$andi frá ReykjaYÍk — Þetta er 12 sumtPið sem ég fer í ferðalag á hesti, sagði Helga, — en venjulega hafa þau verið lengri en þefcta. Ég kom með hesta til Reykjavíkur 1924 og hef alltaf átt þar hesta 'síðan. Ég á nú fjóra — ja, Ibóndinn ái þá með mér, en hann situr heima núna. — Þú hefur þá kannske far- ið ríðandi alla leið úr Reykja- vík? — Það er nú líkast til og ætla að fara sömu leið til baka. Halldór kom nú til baka og lagt var af stað, riðið upp að |Bjólfelli, og lausu hestarnir reknir á undan. Var síðan haldið sem leið liggur niður Rangárvelli, um Brekknaheiði hjá Steinkrossi, niður um Gunnarsholt austur hjá Reyð- arvatnsréttum og að Keklum, þar sem þegið var kaffi hjá Lýð Skúlasyni bónda og konu hans, Jónínu Jónsdóttur. S'koð- aði ferðafólkið gamla bæinn að Keldum, sem mun vera með elztu byggingum hérlend- is og hafði mikið gaman af. „Þá vantar töltií“ í bæjardyrunum að Keldum hitti undirritaður að máli skozka konu„ Ellen McGran- aghan frá Aberdeen, en hún var einni ferðalanganna. — Ég er auðvitað orðin þreytt, sagði Ellen. — Það þar mikið þrek til þess að geta farið í svona ferðalag, en ég (Framhald ó * =fðu). I i Hádegisverður snæddur und Ir berum himnl að Galtalæk.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.