Tíminn - 22.07.1959, Blaðsíða 12
SA stinningskaldi og rigning fram
eftir nóttu; SV kaldi og skúrir
Miðvikutlagur 22. júlí 1959.
Reykjavík 12 stig Akureyri 13, Par*
ís 27, Stokkh. 21, New York 30 st.
Huginn NK 110 kemur drekkhlaðinn til Dalvíkur
— 900—1000 tunnur.
. . og skipstjórinn Jón Saemundsson hallar sér út
um stýrishúsglugga meðan landað er.
jíldarstúlkurnar fá sér hvíld meðan söltunarkass-
jrnir eru að fyllast.
Svo er byrjað að salta. Við endilangan síldarkassann
liamast stúlkurnar klukkustundum saman.
L
Yngsta söltunarstúlkan aðeins 8 ára leggur í tunnu
Fyrir ömmu sína.
. . . . og handtökin eru hröð — þessi tunna senn
Full — tóma takk.
Karlmenn aka tunnum frá og að. Þeir fá orð í
syra, ef stendur á tunnu eða salti.
Á tunnuplaninu er margt að amstra, því að lag
þarf til að koma þesu öllu fyrir. Þetta er aðeins lítil
saga af mörgum úr síldinni fyrir norðan. Pálmi Jó-
hannsson, fréttaritari Tímans á Dalvík, sendi blað-
inu hana i gaer, en hún gerðist fimmtudaginn 16.
júlí.
Síldveiði við Selsker
á Húnaflóa í gærkveldi
Sildveiði heídur minni síðasta sólarhring
einkum vegna dimmrar þoku
Nokkur síldveiði var í gær,
og síldar varð vart á Langa-
inesdýpinu út af ÞJstilfirði.
Fanney lóðaði þar á síld, og
Reykjafoss, sem var á leið frá
Eskifirði til Raufarhafnar sá
mikla síld vaða austur af
Langanesi. Sú síld, sem borizt
hefur á land austur þar að
undanförnu hefur verið mjög
misstór og slæm.
í gærkveldi voru nokkrir bátar
aS fá síld við Selsker fram tif
Munaðarnesi við Húnaflóa, en
ekki var vitað um afla þeirry.
í fyrradag var heildaraflinn, sem
salU.Sur hafði verið 109.940 tn.
þar af var Siglufjörður hæstur
með 75.825 tn., Dalvík 11.665 tn,
Raufarhöfn 8,375 tn, Ólafsfjörður
4.396 tn, Húsavík 11.665 tn, Hrís-
ey 1.556 tn, Skagietrönd 1.545 tn,
og Hjalteyri 1.505 tn.
Sambærilegar tölur frá fyrra ári
eru: Heildarmagn: 19.032 tn, þar
af Siglufjörður 99.071 og Raufair-
I höfn 39.666 tn. — Hæstu stöðvar
| á Siglufirði núna eru Sunna 6.472
tn, Óli Hinrikssen 5.938 tn, Nö£
5.144 tn, Pólstjarnan 5.113 tn,
Gunnar Halldórsson 4.967 tn.
Heildarm£gn til bræðslu var
sama dag 175.718 mál, þar a£
Siglufjörður 114.759 mál, Raufar
höfn 58.532 mál. Húsavík 1.318
mál og Skagíiströnd 1.111 mál.
Heildarbræðsla á sama tíma í
fyrra var 53.746 mál, þá var Siglu
fjörður með 26.919 mál og Raufa/r
höfn 25.537 mál.
Þess ber að geta, að skýrsla
þessi nær einungis til þeirrar síld
ar, sem SR hefur fengið til vinnslu.
Veður var gott niðra í gær, þoka
framan af degi, en birti upp og
gerððist heitt undir kvöldið.
Víðtækasta dauða-
leit að einum manni
Leitinni atS Boga GuÖmundssyni enn haldi'ð
áfram í nágrenni Reykjavíkur
Enn hefur verið leitað víða
að Boga Guðmundssyni sem
hvarf frá heimili sínu í Reykja
vík fyrir 10 dögum og ekki
hefur orðið vart síðan. Var
leitað víða á landi á sunnu-
daginn og úr flugvél í gær
og fyrradag, og varð leitin ár-
angurslaus með öllu. Mun
þetta vera langvíðtækasta
dauðaleit sem hér hefur verið
gerð að einum manni.
Á sunnudag fóru leitrirmenn
víða um svæðið fyrir ofan Hafnar
fjörð og allt upp fyrir Helgafell,
duslur að Húsafelli og að Elliða-
vatni, og sömuleiðis var leilað um
hverfis Kleifarvatn. Á mánudag
var leitað úr flugvél og mest flogið
með fjörum. Þeirri leit var haldið
áfrilm í gær og þá einnig flogið
yfir upplandið. Öll þessi leit varð
árangurslaus.
Víðtækasta dauðaleit
til þessa
Blaðið átti tal við Jón Guðjóns-
son skátaforingja, sem stjórnað
Héraðsmót
í Vestur ísa-
fjarðarsýslu
Framsóknarmenn í Vestur-
ísafjarðarsýslu halda liéraðs-
mót í félagsheiinilinu á Suður-
eyri við' Súgandafjörð, dagana
25. og 26. júlí n. k. — Mótið
hefst með dansleik taugardag-
inn 25. júlí og verður fram hald
íð sunnudaginn kl. 5.
Dagskrá: Bjarni Guðbjörns-
son og' Siigurvin Einarsson
halda ræður. Valur Gíslason
skemmtir.
F.U.F.
hefur leitinni. Hann kvdðst hafa
áður tekið þátt í dauðaleitum svo*
tugum skipti, og væri þessi miklu
víðtækari en nokkur þeirra, svo
að þar er enginn samjöfnuður á.
Og engin vegsummerki hafa fund
izt er bendi með sElnni til um ör-
lög Boga Guðmundssonar. Leit-
inni verður enn haldið áfram, og
taldi Jón Guðjónsson rétt að leita
a.m.k. eina viku enn,
Spor í Kópavogi?
Það sem viti.lð er um ferðir Boga
Guðmundssonar er þetta: Hann
hvarf að heiman frá sér laust fyrir
hádegi sunnudaginn 12. júlí. Þá
tók hann sér bíl, og hið síðítet’a
sem vitað er með vissu um hann,
er að hann fór úr bilnum rétt ofan
við elliheimilið Sólvang í Hafnar
firði. í hádegisútvarpi á mánudatg
Framhald á 11. síðu.
Samþykkt um
fríverzlun
NTB—STOKKIIÓLMI, 21. julí —
Ráðherrar ríkýanna sjö, sem í
hyggju hafa að koma á með sér
fríverzlun, luku fundahöldum
sínum í Saltsjöbaden í Svíþjóð
í dag. Var þar gerð ályktun um
málið í aðalatriðum, oig felur liúu
í sér, að Svíþjóð, Noregur, Dan-
mörk, Bretland, Austurríki,
Portúgal oog Sviss skuli mynda
með sér fríverzlun. FuUtrúarnir
komu sér 'saman um meginatriði,
en sérfræðingar halda áfram við-
ræðum á íóma stað um smáat-
riði og hrein viðskiptaleg efni.
Finnar eru ánægðir með árang-
urinn fyrir sitt leyti, en þeir
munu hafa samvinnu við hin rík
in. Ályktunin frá í dag þýðir
ekki, að málið sé komið í höfn.
Sérfræðingiarnir eiga mikið starf
fyrir höndum.