Tíminn - 05.08.1959, Page 1

Tíminn - 05.08.1959, Page 1
Séð yfir veginn austur af Hafursey, þar sem 'vestasta skarðið brotnaði í veginn aðfaranótt sunnudagsins. Glögglega sést hvernig' vatnið sitrar i gegnum garðinn. Skarð þetta mun vera milli 30 og 40 metrar og er straumþunginn gevsilegur og grefur stöðugt úr brautarendunum. Sandhellan er á sí- felldri hreyfingu og breytast straumrastirnar og álarnir með stuttu millibili. • (Ljósm: Björn Pálsson.) Fari fallbyssubát- arnir til fjandans Og þá hlust- aði hann Bjarni Benediktsson, forseti sameinaðs þings, hefur vakið á sér eftirtekt fyrir ýmislegt ann- að, síðan þing kom saman, en sitja þingfundi. En í gær brá liann út af þeim vana sínum að vera fjarver- andi, þegar menn fluttu mál sín, og sat í þingsal í tvo tíma samfleytt, án þess að hreyfa sig hið minnsta. Vakti þessi þaulseta Bjarna mikla eft : irtekt, og einnig það hve hann -hlustaði af mikilli athygli á ræðumaun, sem einn talaði þessa tvo tíma. Voru uppi radd ir um ]>að, að Bjarni væri að nýju seztur á skólabekk, en ' ræðumaðurinn var Einar 01- geirsson. Bjarni Fyrir hálfum mánuði hafði varðskipið Þór afskipti af brezka togaranum Statham, er hann var að veiðum í land helgi út af Norðurlandi, og fékk varðskipið eftir það eft- (Framhald á blaðs. 2). Vegiirfttn brast á þremur stöðum á Mýrdalssandi vatnið á sandinum Vatnið sitrar alls staðar í gegnum varnar- garðinn og rýfur hann smám saman Vegurinn austur yfir Mýrdalssand er nú rofinn á þrem- ur stöðum milli Hafurseyjar og Langaskers og er alófær öllum bílum og grefur vatnsflaumurinn stöðugt undan garð- inum og mun erfitt að gera við skemmdirnar, á meðan vatnsmagnið helzt óbrevtt. Það var aðfaranótt sunnudags- ins, sem varnargarðurinn brast fyrst austur undir Langaskeri, og síðan brast garðurinr. vestar á iveimur stöðum, og enn á mánu- dagsmorguninn rofnaði skarð í hann þannig, að vatnið beljaðf niður sandinn og féll í Blautu- Jarðýtan kom öslandi yfir vatnselginn með þennan jeppa í eftirdragi, en annars er eng- um bíl fært yfir flóðið. (Ljósm.: Björn Pálsson.) kvíslarbotna, en síðar þann dag tókst að hefta vatnsrennsbð þar, enda reið á miklu, þar sem verið er að brúa Blautukvísl og verkið komst í hættu vegna vatnsflaums- ins. Sandhellan á hreyfingu Erfitt mun að hefta vatns- rennsllð þarna;, því sandurinn er mjög gljúpur og sandhellan á sífelldri hreyfingu og era mestar vonir bundnar við brú þá á Blautukvísl, sem verið er að reisa, en þegar henni verð- ur lokið verður liluta af jökul- vatninu beint í Blautukvísl, sem kemur upp úr sandinum skammt fyrir neðan varnargarðinn og rennur í Sandvatn. Þá fýrst verður viðiit að fylla upp í varn argarðinn og gera við þær skemmdir, sem orðið hafa á veginum. Reynt að tryggja vegar- sambandið Vatn það, sem biotið hefur varnargarðinn, kemur undan jökl- inum og hefur svo lengi er menn muna runnið óhindrað fram sand- ana, en í fyrrahaust var vatns- straumnum beint að nokkru leyti \estur í Múlakvísl, en þó aðallega rustur í Skálm með varnargarði þeim, sem nú hefur brostið. Var það von manna, að með þessum varnargarði væri hægt að tryggja vegarsamband um sandinn. Nú undanfarið hefur vatnið undan jöklinum verið að vaxa og fallið með síauknum þunga á garð (Framhald á 2. síðuj.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.