Tíminn - 13.08.1959, Síða 6

Tíminn - 13.08.1959, Síða 6
6 T I M I N N, fimmtuclnginn 13. ágúst T.95ft Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Ritstjóri og ábm.: Þórarinn Þórarinsson. Skrifstofur í Edduhúsinu við Lindargötu Símar: 18 300, 18 301, 18 302, 18 303, 18305 og 18 306 (skrifst., ritstjórnin og blaðamcnn). Augl'ýsingasími 19 523. - Afgreiðslan 12 323 Prentsm. Edda fof. Sími eftir 'kl. 18: 13 948 ----------------------------------------—1------ • i . *•* ■ Barátta þríflokkanna fyrír afnámi héraðanna ÞAÐ dylst engum, sem ekki lætur blekkjast af áróðri þrí flokkanna, að einn megin- tilgangur þeirrar stjórnar- skrárbreytingar, sem var endanlega samþykkt á Al- þingi í fyrradag, er að þurrka út að mestu eða öllu þá héraöaskipun, er þjóðin hef- ur búið við frá fyrstu tíð. Þeir aðalflokkar, sem hafa beitt sér fyrir kjördæmabylt ingunni. Sjálfstæðisflokkur- ina og Alþýðubandalagið, teija sig ekki nógu sigur- stranglega í strjálbýlinu, og álíta sér því hagstætt að brjóta þar niður þær stoðir, er beztar hafa reynzt fólk inu þar. Héraöaskipunin er tvímælalaust ein styrkasta stoðin í hagsmunabaráttu fóiksins þar. ÞAÐ kemur vissulega ekki á óvart , þótt forystumenn þríflokkanna ’bresti kjark til að segja hiklaust frá því, að fyrir þeim vaki algert af- nám héraðaskipunarinnar í sinni fornu mynd. Þeir vita, að héraðaskipunin á enn sterkar rætur bæði meöal þeirra, sem enn dveljast i við komandi héruðum eða eru upp aldir þar. Þess vegna reyna forystumenn þrí- flokkanna að fara hér sem mest huldu höfði. Við ætlum bara að afnema héruðin sem kjördæmi, segja þeir, en aö öðru leyti ætlum við að láta héraðaskipunina hald- ast. Það er hreinn rógur hjá Pramsóknarmönnum, að við ætlum ekki að láta héraða- skipunina haldast. Þannig prédikuðu þeir fyrir kosnmg arnar í vor og vafalaust eiga þeir eftir aö tönnlast á þessu í kosningabaráttunni, sem er framundan. MENN hafa nú hins veg- ar orðið nokkra reynslu fyr- ir því, hvað mikið er að marka þennan áróður þrí- flokkanna. Sama daginn og efri deild afgreiddi kjör- dæmabyltinguna endanlega, fjallaði neðri deildin um kosningalagafrumvarpið. Þar létu þríflokkarnir ekki standa á því að fylgja eftir sigrinum í efri deild. Þeir knúðu þá, fram þá breytingu á kosningalögunum, að yfir kjörstjórnir í hinum nýju kjördæmum skvldu kosnar af Alþingi, en ekki af héruð unum sjálfum, eins og áður hafði tíðkazt. Framsóknar- menn bentu á auðvelda leið til þess að viðha’.da því fyr ir komulagi með því, að hvert lögsagnarumdæmi innan hinná nýju kjördæma kysi einn maiin í kjörstjórn þeirra. Þannig stóðu yfir- kjörstjórnir áfram í tengsl um við héruðin. Þetta máttu þríflokkarnir ekki heyra nefnt. Héruðin skyldu alveg þurrkuð út í sambandi við v-al kjörstjórna. ÞESSI framkoma þríflokk anna kolivarpaði þannig al veg þeim áróðri þeirra, að' þeir hefðu áhuga á að virða héraðaskipunina, þótt héruðin væru lögð niður sem kjördæmi. Þeir hafa einnig haldið því fram, að markmið þeirra væri að „byggja upp“ hin nýju kjördæmi sem sterk ar, samstæðar heildir. Hvers vegna þá ekki að sýna þetta i verki og hefja það með því að láta yfirkjörstjórnirn ar verða alveg valdar innan vébanda þeirra? Tillaga Framsóknarmanna sam- rýmdist einnig þessu sjónar miði. Það reyndst hins veg- ar, þegar á hólminn kom, að áhugi þrífiokkanna á því að „byggja upp“ nýju kjör- dæmin var ekki eins mikill og af liafði verið státað. Sá vilji mátti sín meira að draga þetta vald alveg úr byggðalögunum og í hendur flokkavaldsins á Alþingi. KANNSKE skýrist það, sem hér hefur gerzt, nokkUÖ betur fyrir mönnum, þegar rifjaður er upp annar þátt ur í áróðri þríflokkanna en sá, að þeir vilji virða héraða skipunina og „byggja upp“ nýju kjördæmin. Sumir hinna hreinskilnari leiðtoga þríflokkanna hafa sagt, að kjördæmabyltingin væri að eins „áfangi". í bláu bók- inni, sem Sjálfstæðisflokkur inn gaf út fyrir kosningarn ar, er m. a. talað um hana sem áfanga. En að hverju á hún að vera áfangi? Er íjarri lagi að ætla, að svarið felist óbeint í þeirri skipan, þegar valdið til að velja yfirkjör- stjórnirnar er tekið af héruð unum og lagt i hendur lands ins alls þ. e. Alþingis? Er hér ekki beint og óbeint verið að marka þá stefnu, að land ið eigi að verða eitt kjör- dæmi? ÞAÐ, sem gerðist í neðri deild í fyrradag, er ný sönn- un þess, að þríflokkarnir ætla ekki að láta numið stað ar við afnám kjördæmanna. Það á að halda markvisst á fram á þeirri braut að þurrka út héraðaskipunina. Það á að láta hné fylgja kviði og taka valdið af lands byggðinni í sívaxandi mæli Fyrir þá, sem skilja mikil- vægi héraðaskipunarinnar og jafnvægisins í byggð lands ins, er ekki til nema ein leið til að stöðva þessa öfug- þróun. Það er að fylkja sér um einn flokk, vinna upp rétt indaránið og hrinda árásar fyrirætlunum á þann hátt. Efling Framsóknarflokksins í seinustu kosningum sýndi stóraukinn skilning á þessu. En betur þarf í næstu kosn ingum, ef duga skal. I Walter Lippmann ritar um alþjóðamál: ..........j | Hin nýja stefna Eisenhowers | Bæ$i Sovétríkin og Bandaríkin þarfnast minnkandi herkostna'ðar I í SAMBANDI við ákvörðun 'sína um að fara til V-Evrópu áður en Knistjoff kemur til Washington, hefur Eisenhower viðurkennt að hann hafi tekið nýja stefnu, sem skýra þarf fyr- ir bandamönnum Bandarikj- anna. Þótt heimsóknin hafi hlot ið formlegt samþykki V-Evrópu, leynir það sér ekki, að aðeins Bretar eru ánægðir með hana. Dr. Adenauer og De Gaulle marskálkur eru ekki hrifnir af henni, og kvíða henni báðir. Þeir kvíða áhrifum heimsókna og viðræðna þessara tveggja valdamanna, á aðstöðu þeirra sjálfra varðandi heimsvöldin. Þeir munu einnig kvíða þeim áhrifum, sem embætti íorsot- ans eykur við orð hans. Með því að skreppa í eigin persónu til V-Evrópu vonast forsetinn til að losa þá við allan kvíða. Eitt af því, sem hann ætlar að segja, er að Bandaríkin muni ekki fara á bak við V-Evrópu með eitt eða neitt, og fullvissa þá um einlægni Bandaríkja- manna. Þessi einlægnisyfirlýs- ing verður án efa gefin, en það ætti að vera ónauðsynlegt í bandalagi sem okkar, að vera sífellt að tönnlast á henni. Það er eins og að krefjast þess af fjármálaráðherranum, að hann gefi mánaðarlega út yfirlýsingu þess efnis, að hann hafi ekki rænt öllum auðæfum Banda- ríkjanna. En svo er að sjá, sem bandalagsríkjunum sé ekki treyst til að muna eftir einlægni okkar og samvinnuvilja. HINNI raunverulegu orsök til kviða Evrópu er ekkí svo auðvelt að útrýma. Þessar heim sóknir munu, ef ófyrirsjáanleg at\'ik koma ekki í veg fyrir þær, breyta viðhorfum milli hins vestræna heims og Sovétríkj- anna. Þessi breyttu viðhorf munu kænlega en örugglega draga úr áhrifum af Parísar- og Bonnráðstefnum. Við höfum verið talin eitt hinna fjögurra vesturvelda, hin eru Stóra-Bretland, Frakkland og Vestur-Þýzkaland. Þetta hef- ur í för með sór, að engar við- ræður geta átt sér stað við Sov- ótríkin, .sem ekki kemur öllum fjórum sambandsríkjunum við. Ríkin eru í .sambandi hvert við annað. Það þýðir það, að þau verða að vera sammála, hvert ríki hefur því neitunarvald. Ekk ert þeirra má hætta á neitt nýtt, án samþykkis hinna þriggja. Það var að nokkru leyti af þess ar ástæðu, sem erlendir ráðherr ar fengu ekki tækifæri til að segja allt ;em þeim bjó í brjósti og alira sízt Gromyko. Það var einn:g þessi regla um að allir skyldu vera sammála, sem gáfu Walter Lippmann dr. Adenauer og De Gaulle r.ait unarvald í vestrænum stjórnmál um. í VIÐRÆÐUM við Krustjoff hefur Eisenhower því ekki leyfi til þess að semja fyrir vestur- veldin. En hann hofur leyfi t;l að tala um hvað eina, sem hann langar til að tala um. Höftin, sem bundu tungu fulltrúa Gsnf arráðstefnunnar, verða ekki til staðar á fundi þeirra Krustjoffs og Eisenhowers. Þetla er mikil bragarbót. Það byggist á þeirri staðreynd, að þessar viðræður eiga að vera tvihliða en ekki marghliða, og fara fram af valdamestu mönnum sterkustu ríkja heimsins. Heyrzt hefur, að eftir heim- sókn Krustjoffs til vesturveld- anna, muni hann heimsækja kínvenska bandamenn sina í Peking. Ef það reynist rétt, er það mjög athyglisvert. Þá væri það þar með gert lýðum ljóst, að Kína er mjög oíarlega í hug- um ráðamanna Sovétríkjanna, og gæti bent á, að íundttr þeirra Eisenhowers og Krust- joffs hefði haft þýðingu fyrir allan heiminn. en ekki einskorð aður við smáatriði varðandi Vestur-Berlín. EF ÞAÐ reynist rétt, sem margir telja, að um sé að ræða stundarfrið, án fullnaðarsamn- inga, er aðalatriðið að fá gagn- kvæma viðttrkenningu þess efn- is, eins og Eisenhower eitt sinn sagði, að ekki er á neinum for- sendum hægt að hafna friði. Atómstyrjöld er óhttgsandi nteð öllu, og svokallaður vopnaður friður ber með sér hættuna á heimsstyrjöld hvenær sem vera skal. En þetta er ekki allt, seip sameinar Moskvu og Washing- ton í óskinni um frið. Stórveld- in sjá sem er, að haldi þau áfram að eyða svo miklu aí starfskröftum sírtum og auðæf- ttm þjóðanna í fjandskap sín á milli, hljóta þeir að vanrækja skyldur sínar annars staðar. Sovétríkin eru bundin af .7 ára iðnaðaráætlun, sem myndi fara út um þiifur, ef til stríðs kæmi, áætiiui, sem að verulegu ieyti kemur niður á vígbúnaði þeirra og horfum á sívaxandi kostnaði og erfiðleikum í sam- bandi við hernað og vígbúnað. Og það sem meira er. 7 ára áætl unin og vaxandi herkostnaður hindrar Sovétríkin í að hjálpa Kína með að fæða meðlimi kírt verska samveldisins. Bandaríkjamenn finna einn- ig vaxandi byrði af kalda stríð- inu. Eisenhower veit, að þóít hann geti hald ð neitunarvald- inu út þetta ár, er ekki víst, hvernig verður með það í fra-m tíðinni, og meðan við höfum verið niðursokkin í kalda stríð- ið í Mið-Evrópu, höfutn við vart rækt hinar mikiivægu stöðvar okkar í Mið- og Suður-Ameríku. Þetta getur allt farið út um þúfur, eins og ég sa.gði hér að framan. Það getur orðið spreng ing af einhverju tagi, sem get ur endurnýjað kalda stríðið. En ef viðræðurnar fara fram og ryðja nýjum viðræðum braut, hafa forsetinn og Nixon unnið þrekvirki fyrir republikana og sér í lagi Nixon sem frambjóð- anda þeirra. Þeir hafa stuðlað að friði. sem allar þjóðir heims, bæð: í vestri og ustri, hafa beð- ið eftir í ofvæni árum saman. Sjálfstæðisflokkurinn er í minnihiuta í 26 af 28 kjördæmum iandsins Þó að atkvæðatölur stjórnmála- flokkanna í þingkosningunum í vor sýni alls >ekki rétta mj'nd af vilja þjóðarinnar í kjördæmamál- inu, þá getur verið fróðlegt að athuga niðurslöður kosninganna. í Reykjavik mun Sjálfstæðis- flokkurinn hafa fengið um 51% af gildum atkvæðum, sem þar voru greidd. Ilann fékk út á þetta 5 þingmenn aí 6. Aðrir flokkar, sem fengu samtals 49% gildrá at- kvæða, fengu 3 þingmenn. Þannig gétur útkoman stundum orðið, þeg ar hlutfanskosningafyrirkomulagið er notað. í kjördæmunum utan íleykjavík ur, sem nú á að leggja niður sam- kvæmt þessu frumvarpi, voru kosn ir 33 þingmenn. Þeir skiptust milli tveggja flokka, að Framsóknar- flokkurinn fek 18 kjörna en Sjálf- ■stæðisflokkurinn 15. Af þeim 18 þingmönnum, sem Framsóknarflokkurinn fékk kjörna í kjördæmum utan Reykjavikur, voru 13, sem höfðu meira en helm ing gildra atkvæða i kjördæmum Kaflar ór þingrseðu Skúla Guðmunds sonar um kjördæmamálið 29. jólí sl. sínum. Einn þeirra fékk 72% gildra atkvæða í sínu kjördæmi, ■nokkrir milli 60 og 70% af alkvæð- unum og aðrir milli 50 og 60%. Hinir 5 þingmenn flokksins, sem ráðu kosningu í kjördæmunum ntan Reykjavíkur, fengu frá 46 til 49% gildra atkvæða í sínum kjör- dæmum. Eg tel ákaflega slerkar lík ur fyrir því að í þeim kjördæmum sé meiri hluti kjósendanna á móti þeirri breytingu á stjórnarskránni, sem hér liggur fyrir, því að það er alkunnugt, að margir flokksmenn þeirra þriggja flokka, sem flytja þetta mál og mæla með því fylgdtt þeim í kosningunum þó að þeir væru algerlega á móti þessu máli. En hvað er þá að segja um þá 15 þingmenn Sjálfstæðisflokksins, sem náðu kjöri í kjördæmunum utan Reykjavíkur? Hvað er að segja um þá og þeirra kjörfylgi? — Aðeins einn af þessum fimmtán mönnttm náði helmingi gildra at- kvæða í kjördæminu, þar sem hann bauð sig fram og var kosinn. Það er háttvirtur þingmaður Vest mannaeyja. Svo glöggt stóð þó þetta, að atkvæðatal-i haus ná'ði ekki 51% gildra atkvæða í Véstm. eyjum. Allir hinir, 14 . .að J tölu, fengu minna en helming gildra at- lcvæða í kjördæmununt, þar- sem þeir buðu sig fram. Sá, sem hafði tiitölulega minnst fylgi, en náði þó kosningu, fékk ekki nerna 30% gildra atkvæða í kjördæminu. — Nokkrir milli 30 og 40% atkvæð- anna og hinir milli 40 og 50%. Aðeins þessi eirti, sem ég nefndi, náði helmingi giidr^ atkvæða.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.